Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1992 10. TBL. 18. ÁRG. SIMI944011 „Við erum kvótalausir aumingjar“ — vegna þess að við veiddum hrefnu á viðmiðunarárunum, segir Konni Eggerts Á páskadagsmorgun tókum við þessa mynd af Konráð Eggertssyni og konu hans Önnu Guðmundsdóttir. Þau hjónin voru í morgungöngu íklædd selskinnsjökkum. Konráð er nú farinn til Vest- mannaeyja til lúðuveiða á bát sínum Halldóri Sigurðssyni ÍS. Við ræddum við hann í farsíma í gær þar sem hann var staddur í Vestmannaeyjahöfn í landlegu vegna óveðurs. Konráð var fyrir skömmu í Grænlandi á fundi með full- trúum hvalveiðiþjóða þar sem stofuð voru samtök til þess að vinna samhliða Alþjóða hval- veiðiráðinu. „Þarna voru Norðmcnn, ís- lendingar, Grænlendingar, Færeyingar og áheyrnarfull- trúar frá Japan og Kanada. Hvalveiðiráðið hefur ekki sinnt skyldum sínum sam- kvæmt stofnreglum þess og það er búið að reyna að fá þá til þess undanfarin ár, að stjórna veiðum og fylgjast með hvalastofnunum. Þeir hafa ekki fengist til þess að gera þetta og við vorum að búa til samtök sem eiga að vinna við hliðina á Hvalveiðiráðinu, eiginlega samskonar samtök. Niðurstaðan var sú að samtök- in voru stofnuð og ákveðið að berjast fyrir því að veiðar verði hafnar á sjávarspendýr- um sem fyrst, þ.e.a.s. þeirra tegunda sem að stot'narnir eru í nýtanlegu ástandi. Eftir 90 daga verður þetta nýja hval- veiðiráð til þegar undirskrift- irnar hafa öðlast gildi. Þetta er Sjávarspendýraráð Norður- Atlantshafs. Ef að Hvalveiðiráðið gengur í sig, sem að menn eru svona hálft í hvoru að vona, þá gætum við hafið hrefnu- veiðar sumarið 1993. Ef ekki þá eru það nýju samtökin og þá ættu veiðar að hefjast 1994,“ sagði Konráð. Þegar Konni var spurður um selskinnsklæðin sagði hann: „Mér hefur alla tíð runnið það til rifja hvernig búið cr að fara mcð Grænlend- inga og eskimóana í Kanada. Þeir voru hálfdrepnir á sínum tíma af náttúruverndarsam- tökum. Ég hef alltaf haft áhuga á að sýna þeim sam- stöðu því ég veit að hægt er að hafa miklar tekur af því að veiða sel. vinna skinn og föt. Þetta eru fallegar flíkur og við göngum í þeim vegna þess og til þess að vekja athygli á mál- efninu." „Nú liggjum við hér í Vest- mannaeyjum í kolvitlausu veðri. Við ætlum að prófa að leggja lúðulóð hér við Eyjar. Við erum kvótalausir aum- ingjar út af hrefnuveiðunum. Við vorum á hrefnu á viðmið- unarárunum," sagði Konráð að lokum. -GHj Konráð Eggertsson ásamt Önnu Guðmundsdóttur konu sinni á morgungöngu á páskadagsmorgun, íklædd dýrindis selskinns- jökkum. Yel heppnuð Skíðavika á Isafírði — glampandi sól, gott veður og gott skap á Seljalandsdal Ætlum að bera á í vor — og sjá svo til, segir Páll í Bæjum Vestfirska var á ferð í ísafjarðardjúpi í dymbilvikunni og heimsótti Pál Jóhannesson, bónda i Bæjum á Snæfjalla- strönd. Páll hætti að búa með sauðfé sl. haust og býr nú eingöngu með kýr og tíu kindur sem hann hélt eftir þegar féð var skorið niður. Við spurðum Pál um tíðarfarið í vetur: „Það hefur verið ágætis tíðarfar og okkur hefur gengið vel að koma frá okkur afurðunum og alltaf hefur verið fært á bryggju. Það hefur verið mjög snjólétt í vetur og hefði ekki snjóað í nóvember væri hér alauð jörð. Ég man ekki eftir því að svona lítið hafi snjóað eftir áramót eins og í vetur,“ sagði Páll. „Það hefur komið ágætlega út að vera bara með kýrnar. Það hefur verið mikið rólegra þvi við vorum komin með allt of stórt bú og til að minnka vinnuna er hagstæðara að vera með annað hvort. Ég sá nú meira eftir kindunum en ég hefði séð eftir kúnum en ég vil frekar búa með kýr. Vinnan er miklu reglulegri og leitir voru afar erfiðar. í haust smöluðum við 22 jarðir á Ströndinni og í Jökulfjörðum. Þetta hefði verið okkur ofviða ef við hefðum ekkí haft sérstaklega góða hjálp. Það er farið að ýja að því að við förum að hætta með kýrnar. Það gerir flutningurinn á mjólkinni á sumrin. Það má búast við að lagt verði niður jöfnunargjald á flutninginn og þá verður þetta svo dýrt fyrir Mjólkursamlagið að það mun ekki geta sótt mjólkina til okkar. Ef satt skal segja er farið að ýja því að okkur að við hættum mjólkurframleiðslu og þá höfum við ekki yfir neinu að vera hér. Ég held maður beri á í vor og sjái svo til með það.“ „Hér hefur okkur alltaf liðið vel og alltaf haft nóg að borða. Kalárin á sjöunda áratugnum voru okkur afar erfið og voru næstum búin að ganga frá okkur," sagði Páll að lokum. Þaö var svo sannarlega margt um manninn á Dalnum, enda frábært veður. Ljósmyndir Hördur Krístjánsson. Ýmsar uppákomur voru á Skíðavikunni. Hér er málað af mikilli innlifun á furðufatadegi. Fjölskyldan í Neðri Bæ. Páll og kona hans Anna Magnús- dóttir ásamt syni þeirra Haraldi Bjarma. Jarðgöngin 1140 metra löng Að sögn Björns Harðarsonar, eftirlitsmanns V.r. með framkvæmdum við jarðgöngin undir Breiðadals- og Botns- heiðar, hófst vinna við göngin aftur í gærmorgun eftir páskafrí. Verkið gengur mjög vel og eru göngin nú 1140 metra löng inn undir heiðarnar. -GHj. Fermingargjafir í úrvali Hljómtækjasamstæður 14" sjónvörp ■ Ferðatæki m/geislaspilara ■ Upptökuvélar Ferðatæki m/án kassettu ■ Vasadiskó ■ Hársnyrtivörur ■ Útvarpsvekjarar Headphonar og. VÖNDUÐ TÆKIÁ JAPIS VERÐI öóóódýr VERSLUN & ÞJÓNUSTA © PÓLLINN HF. Verslun S* 3092

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.