Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 2
tVESTFIRSKA' 2 y Fimmtudagur 23. apríl 1992 lVESTFIRSKA1 Vestfirska fréttablaðið kemur út síðdegis á fimmtudögum. Blað- inu er dreift án endurgjalds. Ritstjórn og auglýsingar: Aðalstræti 35, ísafirði, sími (94)-4011, fax (94)-4423. Útgefandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon, Túngötu 17, Isafirði, heimasími (94)-4446. Blaðamaður: Gísli Hjartarson, Fjarðarstræti 2, Isafirði, heimasími (94)-3948. Prentvinnsla: Isprent hf. Aðal- Stræti 35, ísafirði, 94-3223. Leiðari: Ekki meiri eyðibyggð á Vestfjörðum Eftir aö stjórnun I landbúnaðarframleiðslu hófst árið 1979 með setningu búmarksins, sem reiknað var út eftir framleiðslu áranna 1976/77 og '78 hjá hverjum framleið- anda fyrir sig, var Ijóst að byggðin við ísafjarðardjúp myndi eiga í vök að verjast í 'því tilliti, að standa jafnfætis öðrum svæðum landsins með afkomu sveitafólks til launa út úr búrekstrinum. Þegar svo fullvirðiréttur tók við árið 1986 þurftu bændur enn að minnka framleiðslu sina. Þann 11. mars 1991 undirritaði þáverandi landbúnaðar- ráðherra og fjármálaráðherra samning við bændasamtök- in, þar sem gerð er enn ein kerfisbreytingin. Nú skyldi framleiðslukerfið heita greiðslumark og samkvæmt samn- ingnum vera jafnt fullvirðisrétti hvers býlis haustið 1992. Þegar svo bændum var gert Ijóst með bréfi, nú fyrir skömmu, hvert greiðslumark þeirra yrði nú á komandi hausti, kom í Ijós að við samninginn yrði ekki staðið. Greiðslumarkið er fært niður frá fullvirðisrétti um 8.2% og því til viðbótar er hver dilkur veginn inn á þyngd sinni og hún síðan margfölduð með 1.03, þannig að sá bóndi, sem fyllir rétt sinn með lambakjöti, er I raun færður niður um 11 % frá fullvirðisrétti. Nú berast þær fréttir að þessu til viðbótar sé fyrirhugað allt að 17% flöt niðurfærsla I haust á allan framleiðslurétt í sauðfé. Nú hlýtur að vakna sú spurning, hvort hægt sé að skera af svo litlu án þess að byggðaröskun fylgi I kjölfarið, þar sem byggðin stendur tæpt, svo sem I ísafjarðardjúpi. Öllum hlýtur að vera Ijóst að skerðing með þessum hætti kemur fyrst og fremst niður á nettótekjum bænda, þar sem bændur eiga ekki möguleika til sparnaðar í búrekstri, þó fé fækki I fjárhúsum. Það hlýtur líka að vakna sú spurning, hvað þingmenn eiga við, þegar þeir tala um að halda landinu öllu í byggð. Eiga þeir þá við allt landið nema ísafjaðardjúp? Gera t.d. þingmenn Vestfjarðaog forystumenn bænda, þ.e. Stéttar- sambandsfulltrúar og stjóm Búnaðarsambands Vest- fjarða, sér grein fyrir fyrir því, að það eru takmörk fyrir því, hvað hægt er að taka mikið blóð úr byggðarlagi án þess að það missi fótfestuna og flosni upp? Ef þessir aðilar hafa ekki áttað sig á þessari staðreynd, þá er rétt að vekja athygli þeirra á málinu nú, því ef ekki verður brugðist hart við strax er það of seint og við sitjum uppi með allt ísafjarðardjúp sem eyðibyggð. Hefur þá heldur stækkað eyðisvæðið á norðanverðum Vestfjörðum til viðbótar við Grunnavíkur- og Sléttuhreppa og einnig Snæfjallaströnd og nyrsta hlutaÁrneshrepps á Ströndum. Ef 17% skerðingin verður látin koma á flöt yfir allt landið er Ijóst að byggðin við Djúp er fallin. Þess vegna væri ráð að skerðingin yrði minni, eða jafnvel engin, á þeim svæð- um sem standa höllum fæti. Vlð ísafjarðardjúp eru einna bestar sauðfjárjarðir lands- ins og ekki hætta á ofbeit eins og víða annars staðar. Með tilliti til náttúruverndar og til þess að viðhalda byggð i Djúpi væri eðlilegt að skerðingin um 17% kæmi ekki til fram- kvæmda þar. Vestfirðingar eiga nóg af eyðibýlum I Barða- strandarsýslum, ísafjarðarsýslum og I Strandasýslu og er ekki á það bætandi.að (safjarðardjúp fari einnig í eyði vegna þessarar flötu skerðingar I haust. Vestfirðingar kusu sér sex þingmenn til þess að standa vörð um vestfirska byggð og koma I veg fyrir að hún dragist enn frekar saman, en orðið er. ÞAÐ ER SKYLDA ÞEIRRA ALLRA! -GHj. Tálknfirðingar nær og fjær! Bestu óskir um gleðilegt sumar Tálknafjarðarhreppur Grenjað af hlátri — á leiksýningu L.B. á Saklausa svallaranum Leikfélag Bolungarvíkur frumsýndi á annan páskadag ærslaleikritið Saklausi svallar- inn erfir þá kunnu farsahöf- unda Frans Arnold og Ernst Bach. Leikstjóri er Sigurgeir Scheving og er þetta þriðja verkefnið sem hann vinnur fyrir Leikfélag Bolungarvík- ur. Ærslaleikurinn Saklausi svallarinn cr ósköp venjulegur farsi þar sem saklaus lygavefur vindur óþyrmilega upp á sig, nú þá er ástin og afbrýðisemin á sínum stað, og allt drepfynd- ið. Ærslaleikir þeirra Arnolds og Bach eru jafnan hlaðnir gríni og cfniviðurinn og sögu- sviðið sígilt, söguþráðurinn í Saklausa svallaranum gæti því gerst hvar sem er og hvcnær scm er. Það er skemmst frá því að segja að þessi sýning L.B. var í alla staði félaginu og þeim sem að henni stóðu til mikils sóma. Ég hef sjaldan skemmt mér betur í leikhúsi og þetta kvöld og ég gat ekki betur heyrt en að svo gerðu einnig aðrir frumsýningargestir í þéttsetn- um salnum. Alls eru tólf áverkar í þessu vcrki og stóðu þeir sig allir með mikilli prýði. Ég held, að á engan sé hall- að þó ég nefni sérstaklega frá- bæran leik Ingimars Guð- mundssonar í hlutverki Max Stieglits (Svallarans saklausa), hann fór bókstaflega á kostum. Hlutvcrkið býður að vísu upp á mikið frelsi, en það er líka auðvelt að misnota það. Ingimar túlkaði þennan sakleysingja einstaklega skemmtilega og datt aldrei út úr hlutverkinu né heldur of- gerði því. Þá vil ég einnig nefna frammistöðu Þórðar Halldórs- sonar í hlutverki Júlíusar Seibold, en þetta er í fyrsta sinn sem hann stígur á leiksv- ið. Hlutverk þessara tveggja eru burðarásinn í leikritinu, því reyndi mikið á að þeim tækist vel upp. Það er hins vegar öllunt leik- urum að þakka að sýningin rann í góðum takti og var ekki að merkja nokkurn hnökra á þeim hrynjanda, ef undan er skilið lítilsháttar textastopp á einum stað, sem leyst var úr með snilld. Leikstjórinn, Sigurgeir Scheving, hefur náð ótrúlega vel að vinna úr þeim efnivið sem hann hafði. Það getur oft veriö vandasamt fyrir leik- stjóra að raða í hlutverk, úr kannski takmörkuðum hópi áhugaleikara, en í þessari upp- færslu hefur leikstjóranum tckist mjög vel að vinna úr hópnum. Það er alveg ljóst að Sigurgeir á mjög gott með að vinna með áhugaleikhópa, það cr nefnilega ekki öllum gefið að virkja hæfileikana sem búa í einstaklingunum. Að lokum, Leikfélag Bol- ungarvíkur hafi þökk fyrir stórskemmtilega kvöldstund og ég hvet afla endilega til þess að bregða sér í leikhús og kitla hressilega hláturtaugarnar, en blessuð hafið með ykkur vasa- klút, því hætta er á að menn tárist af hlátri. Gunnar Hallsson. Allt komið í vandræði og leikritinu að ljúka. Sönglagasafn eftir Vestfirska konu ísfirsk húsmóðir, Ingibjörg Hjörleifsdóttir, hefur sent frá sér bókina Ljósbrot, með tuttugu og tveimur frumsömd- um lögum. Flest eru þau samin við kunn ljóð eftir Jón frá Ljárskógum. Jóhannes úr Kötlum, Stefán frá Hvítadal, Davíð Stefánsson og Stein- grím Thorsteinsson, en nokk- ur lög eru án texta. Lögin eru öll samin á árun- um 1981 - 1991 og hafa þeir Carl Billich, Eyþór Þorláks- son, Michael A. Jones. Ólafur Gaukur og Ríkharður Örn Pálsson útsett þau. Eitt laganna hefur þegar komið út á hljómplötu og snældu, en það er lagið Vögguvísa í flutningi Jóhanns Más Jóhannssonar, og hefur það alloft heyrst í Ríkisút- varpinu. Ingibjörg Hjörleifsdóttir. Ingibjörg hefur sjálf annast útgáfu bókarinnar, og er hún að líkindum fyrsta vestfirska konan sem gefur út eigin lög. -GHj. ATHUGIÐ Vöruflutningar Ármanns Leifssonar hafa tekið upp nýbreytni í þjónustu sem eru reglubundnar ferðir frá Bolungarvík — ísafirði — Suðureyri — Flateyri — Þingeyri lágmark 3svar í viku. Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga gætu orðið fleiri ferðir í sambandi við fiskmarkaðinn. Allar upplýsingar í síma 7548 kl. 08.00-18.30. ATHUGIÐ Höfum opnað vörumóttöku til Suður- eyrar á Vöruflutningarmiðstöðinni hf., Borgartúni 21, sími 10440. Aígreiðslumaður okkar á Suðureyri er Steingrímur Á. Guðmundsson, sími 6146. ATVINNA Vantar góðan og ábyggilegan bílstjóra í útkeyrslu á öli og vöru frá mánaðarmótum maí-júní. Vöruflutningar Ármanns Leifssonar Sími 7548 - Bolungarvík „Húsnæðisdagur á ísafirði 1992“ Húseigendafélagið verður með fræðslufund fyrir almenning laugardaginn 25. apríl nk. kl. 14.00-17.00 á Hótel ísafirði. DAGSKRÁ: 14.00 Hagsmunir húseigenda á íslandi. Sigrún Benediktsdóttir lögfr. form. Húseigendafélagsins. 14.10 Starfsemi Húseigendafélagsins KarlAxelsson lögfr. og framkvæmdastj. Húseigendafélagsins. 14.20 Húsnæðisstofnun ríkisins Haukur Sigurðsson. Kynning á þjónustu Húsnæðisstofnunar s. s. félagslegar íbúðir, húsbréf, greiðsluerfiðleikalán, lán til viðgerða eldra húsnæðis o. fl. 14.30 Meistara- og verktakasamband byggingamanna Sverrir Arngrímsson framkv.stj. MVB. Kynning á þjónustu félagsmanna MVB viðhúseigendur. Viðgerðirá eldra húsnæði, valáefnum, verktökum o.fl. 14.40 ísafjarðarkaupstaður Stefna bæjaryfin/alda í málefnum húseigenda. 14.50-17.00 Þjónustuaðilar kynna starfsemi sína. Kynntir verða lánamöguleikar til húsa- kaupa og tryggingar húseigna, skipu- lagsmálá ísafirði, fasteignaviðskipti, útleiga húsnæðis, lögfræðiaðstoð við húseigendur o. m. fl. Allir ofandgreindir aðilar eru til viðtals á meðan á fundi stendur um einstök mál húseigenda og veita góðfúslega sérfræðilegar ráðleggingar og upplýsingar. Fundurinn er öllum opinn og hefst stundvíslega kl. 14.00. Ókeypis aðgangur.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.