Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992 11. TBL. 18. ÁRG. SÍMI94-4011 Norðmönnunum var vel fagnað á ísafirði, eins og vera bar. Smári Haraldsson bæjarstjóri og Gunnar Jónsson skipamiðlari hafnarstjóri (t.h.) færir norska skipstjóranum áletraða tertu. A henni stóð (á Ijúfustu norsku) á ísafirði og norski togarinn Velkominn til Isafjarðar, Remöy! við hafnarkantinn. Norskur rækjutogari umskipar afla á ísafírði — brotið blað í viðskiptum við erlend skip I fyrrinótt (aðfaranótt mið- vikudags) kom norski rækju- togarinn REMOY frá Ála- sundi til Isafjarðar. Skipið hafði verið á veiðum á Dohrn- banka og verður aflanum um- skipað til útflutnings um Isa- fjarðarhöfn. Hafnarstjórn Isa- tjarðar tók á móti formlega á móti skipinu ásamt bæjar- stjóranum Smára Haralds- syni. Móttökuathöfn var á vegum hafnarstjórnar í skipinu í gærmorgun. „Þetta eru merki- leg tímamót. því nú fá erlend rækjuskip að landa hér á grundvelli þeirra nýju laga, sem sett hafa verið um landan- ir erlendra skipa í íslenskum höfnum. Við höfum lengi bar- ist fyrir því að fá að þjónusta skip. Frá gamalli tíð hafa út- lend skip komið til ísafjarðar, ekki síst norsk og hefur það sett svip á bæinn og gefið nokkuð í aðra hönd. Það hefur vantað að þau fengju að landa hér og nú er það fengið. Þetta er góð viðbót við þær skipa- komur sem við höfum. Þetta er bæði efnahagslegt, félags- legt og menningarlegt atriði. Eg reikna með því að skipin dreifist á íslenskar hafnir og þau muni koma þar sem þeim hcntar. Ef þau fá góða þjón- ustu hér á ísafirði, sem ég veit þau fá, þá óttast ég ekki að þau komi ekki hingað", sagði Smári Haraldson, bæjarstjóri á Isafirði, en hann er einnig hafnarstjóri, í samtali við VF um borð i Remoy. Gunnar Jónsson skipamiðl- ari, sem er umboðsmaður norsku skipanna, sagði í við- tali við Vestfirska: „Ég vona að þetta sé upphafið á löngum ogfarsælum viðskiptum. Mað- ur sér bara til hvernig til tekst og hversu harða samkeppni við fáum. Veiðitímabil rækju- skipanna er búið 1. júní og hefst aftur í haust. Það skiptir auðvitað máli að þær landanir sem eiga sér stað til 1. júní lendi á réttri höfn og straumur skipanna verði ekki markaður annað. Viðskipti koma auðvit- að ekki af sjálfu sér og í þeim er samkeppni. Þess vegna verður að vinna vel til þess að standa sig í samkepninni. Ef Kærkontin stund á ísafirði - norskur togari kaupir þjónustu af heimamönnum. Frá vinstri: Gunnar Sigurðsson. Birkir Þor- steinsson og Veturliði Veturliðason. skipin fá góða þjónustu, þá gengur þetta vei.“ Smári bæjarstjóri kvað það vel mögulegt að sendir yrðu menn til Noregs á næstunni ef þeim sýndist eitthvert gagn af þessu samstarfi. Fyrirhugað er að útgerðar- stjóri skipsins komi til ísa- fjarðar og ræði við hafnaryfir- völd um landanir skipa hans. Hermann Skúlason, for- maður hafnarstjórnar, sagðist í samtali við Vestfirska vera mjög ánægður með að skipin væru farin að koma. „Ég vona að hægt verði að veita þeim góða þjónustu og laða þau að“, sagði Hermann. -GHj. I. maí á Isafirði - baráttufundur í Alþýðuhúsinu 1. maí hátíðahöldin á ísafirði verða með hefðbundnu sniði. Baráttufundur verður í Alþýðuhúsinu kl 14.00. Smári Haraldsson bæjarstjóri flytur ræðu dagsins og er hann fulltrúi Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum. Ávörp flytja þau Ásdís Hansdóttir frá Verkalýðsfélaginu Baldri og Tryggvi Sigtryggsson frá Félagi járniðnaðar- manna á ísafirði. Baldur Geirmundsson flytur einleik á harmonikku og Lúðrasveit ísafjarðar leikur baráttulög. Stjórnandi er Sigurður Friðrik Lúðviksson. Kvikmyndasýning fyrir börn verður í Alþýðuhúsinu kl. >5.00 og aftur kl. 16.30. Sýnd verður ævintýramyndin „Leitin að týnda lampanum“ eftir Walt Disney. Sýning á verkum Reynis Torfasonar verður opnuð í húsi Verkatýðsfélagsins Baldurs, Pólgötu 2, kl. 15.00. Merki dagsins verða afgreidd til sölubarna 1. maí kl. II. 00 í húsi Vfl. Batdurs, Pólgötu 2. mwm Freydís, hin nýja Fokker 50 vél Flugleiða, kemur í fyrsta sinn til lendingar á Isafirði á laugardaginn eftir beint flug frá Amster- dam. Sjá baksíðu. Félag rækju- og hörpudisk- framleiÖenda um kvóta á úthafsrækju: veikum grunni“ Á aðalfundi Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda, sem haldinn var snemma í þessum mánuði, var samþykkt samhljóða að flytja skrifstofu félagsins frá Reykjavík til Akureyrar. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundinum: „Fyrir liggur yfirlýsing fiskifræðinga að ekki sé vitað með vissu um stofnstærð úthafsrækju við Island og svo virðist sem úthafsrækjukvótar fram til þessa séu meira eða minna ágiskanir á veikum vísindalegum grunni. Fundurinn fagn- ar ákvörðun um fjölstofna rannsóknir, sem vænta má niðurstöðu úr eftir 4 til 5 ár. Þar til niðurstöður slíkra rann- sókna liggja fyrir bendir fundurinn á nauðsyn breytts fyrir- komulags úthafsrækjuveiða. Skorar fundurinn því á sjávarútvegsráðherra að rýmka nú þegar veiðiheimildir á úthafsrækju." Stjórn félagsins skipa Halldór Jónsson Hvammstanga formaður, Guðmundur Agnarsson ísáfirði, Auðunn Karls- son Súðavík, Ari Guðmundsson Siglufirði, og Ellert Krist- insson Stykkishólmi. I varastjórn eru Soffanías Cecilsson Grundarfirði, Þorsteinn Erlingsson Keflavík og Óttar Yngvason Reykjavík. Lárus Jónsson lét af starfi framkvæmdastjóra félagsins á árinu en við tók Pétur Bjarnason. Muggur kaupir Hrað- frystihús Ólafsvíkur GuðmundurTryggvi Sigurðsson útgerðarmaður, rækju- vinnslumaður og fiskverkandi úr Hnífsdal hefur keypt Hraðfrystihús Ólafsvíkur af Fiskveiðasjóði og mun hefja þar vinnslu á næstu dögum. Guðmundur er betur þekktur á heimaslóðum undir nafn- inu Muggur. Hann er nú búsettur á Hvammstanga og kemur víða við sögu i útgerð og vinnslu (t.d. Leiti hf í Hnífsdal, Meleyri á Hvammstanga, Jöfur KE, Hersir HF og Siggi Sveins ÍS). Og nú bætir hann á sig frystihúsi á Snæfellsnesi með vínnslulínum fyrir þorsk, karfa, kola og rækju. Bíldudal. Mannlaus bifreið rann af veginum við Haganes við Bíldudal ofan í fjöru á sumardaginn fyrsta. Ökumaður hafði skroppið út til að taka nokkrar myndir. Mikið hvassviðrí var þegar óhappið varð. Eftir að maðurinn hafði lokið myndatökunni hugðist hann fara aftur í bifreiðina en sá þá hvar hún rann niður hlíðina, sem er brött og 10-15 metra há, og hafnaði á hliðinni í grýttri fjörunni. Hjálp barst fljótt og gekk vel að ná bílnum upp. Hann er af gerðinni Volvo Lapplander, ökufær eftir óhappið, en nokkuð skemmdur á annarri hliðinni. R. Schmidt. Fermingargjafir í úrvali Hljómtækjasamstæður ■ 14“ sjónvörp ■ Ferðatæki m/geislaspilara ■ Upptökuvélar Ferðatæki m/án kassettu ■ Vasadiskó ■ Hársnyrtivörur ■ Útvarpsvekjarar Headphonar og. VÖNDUÐ TÆKIÁ JAPIS VERÐI öóóódýr VERSLUN & ÞJÓNUSTA PÓLLINN HF. Verslun ‘S* 3092

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.