Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 2
iVESTFIRSKA' 2 \ Fimmtudagur 30. aprí) 1992 lVESTFIRSKA' Vestfirska fréttablaðið kemur út síðdegis á fimmtudögum. Blað- inu er dreift án endurgjalds. Ritstjórn og auglysingar: Aðalstræti 35, Isafirði, sími (94)-4011, fax (94)-4423. Utgefandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon, Túngötu 17, Isafirði, heimasimi (94)-4446. Blaðamaður: Gisli Hjartarson, Fjarðarstræti 2, Isafirði, heimasimi (94)-3948. Prentvinnsla: fsprent hf. Aðal- stræti 35, Isafirði, 94-3223. Reynir opnar sýningu 1. maí Reynir Torfason, fyrrver- andi sjómaður og núverandi verkstjóri á IsafjarðarhÖfn, opnar myndlistarsýningu í fundarsal (uppi) Verkalýðs- hússins að Pólgötu 2 á ísafirði á morgun 1. maí. Sýningin stendur til 24. maí nk. Sýning- in verður opin I. maí frá kl 15 til 19 og alla aðra daga frá kl 14 til 18. Sýningin hefur að geyma verk Reynis frá síöasta vetri og einnig eldri vek hans. Fjöldi mynda á sýningunni er yfir fjörutíu auk fjölda smá- mynda. Reynir er 52ja ára ísfirðing- ur og hefur stundað myndlist í frístundum í langan tíma. Er hann kom í land fyrir nokkr- um árum hefur hann sinnt list- inni af miklu kappi. Vestfirska vill hvetja ísfirðinga og aðra til þess að skoða verk Reynis og eru þau sannarlega þess virði. Sýningin er sölusýning að stórum hluta. _________________-GHj. Lengi getur vont versnað... í ágætu spjalli í morgunútvarpi Rásar 2 á þriðjudags- morgun nefndi Jóna Valgerður Kristjánsdóttir þingkona úr Hnífsdal nokkur dæmi um það, sem betra og fegurra og ágætara er úti á landsbyggðinni en í höfuðstaðnum. Vest- firska fréttablaðið er vissulega sammála henni þar að flestu leyti. Þó er eitt sem okkur finnst andskoti merkilegt. Það er um hreina loftið fyrir vestan í samanburði við bölvaða mengunina fyrir sunnan, en það þykja Jónu Valgerði alveg sérstök viðbrigði. Mjög hlýtur að hafa sigið á ógæfuhliðina I þessum efn- um f Reykjavík að undanförnu, úr því að Jónu Valgerði þykir illt að koma þangað I mengunina úr Hnífsdals hreina lofti. Er Jóna Valgerður ekki einmitt á meðal þeirra fjöl- mörgu Hnífsdælinga sem skrifað hafa undir bænaskrár og mótmælaskjöl vegna landsfrægrar loftmengunar og reykeitrunar frá sorpbrennslustöð ísafjarðarkaupstaðar á Skarfaskeri, utanvert við Hnífsdal, en þar í bænum hafa menn að eigin sögn hvorki séð til sólar né getað hengt út þvott né yfirleitt dregið andann án köfunarbúnaðar og súr- efnistækja um langt árabil? Það er víst áreiðanlegt, að lengi getur vont versnað... Reynir Torfason. Miðilsfundur á Hótel ísafirði Transmiðillinn Guðbjörg Sveinsdóttir verður með fjöldafund á Hótel ísafirði mánudaginn 4. maí kl. 20.00, en hún hefur fræðsluaflið Ásgeir á bak við sig. Allir velkomnir. Sálarrannsóknarfélag Vestfjarða. LESENDUR: Birkir Friðbertsson, Birkihiíð í Súgandafirði: Hugleiðingar vegna leiðaraskrifa í Vestfirska fréttablaðinu þann 24. apríl er birt stutt við- tal við Pál Jóhannesson í Bæjum. Þar ber á góma hugs- anleg búskaparlok síðustu bænda á Snæfjallaströnd. Jafnframt kemur fram að ákvörðun þeirra í því efni hef- ur ekki verið tekin enn sem komið er. Fáum ætti að vera það gleði- efni hver þróun hefur orðið á byggðamynstri á fslandi hin síðari ár, og má nú segja að steininn sé að taka úr og verið sé með ýmsum hætti að knýja fram enn örari brcytingar en nokkru sinni fyrr. Minnkandi réttindi til fram- leiðslu landbúnaðarvara samhliða samþjöppuri minnk- andi fiskveiðiréttinda hljóta að verða vissum byggðum í dreifbýli hættulegri en öðrum, a.m.k. meðan að ckki finnast ný arðvænleg atvinnutækifæri í sömu byggðum í stað þeirra sem tapast. Byggðaröskun og lækkandi hlutfall dreifbýlis af mann- fjölda þjóðar er ekkert sérís- lenskt fyrirbæri, en óhætt er að fullyrða að í flestum öðrum þjóðlöndum bcrjast stjórn- völd allvel gegn þeirri þróun, þó að árangur af þeirri við- leitni sé að vísu misjafn. Engum ætti að blandast hugur um að sumarhagar fyrir sauðfé norðan Djúps eru með þeim bestu á okkar landi. Mikið rými í högum oggróður kjarnmikill. Því samfara hafa búið og búa þar enn áhuga- og kunnáttumenn um sauðfjár- rækt þannig að hjarðir þeirra hafa skilað ótrúlega mikluni afurðum. Ennfremur hefur farið þar fram um áratugi veruleg mjólkurframleiðsla þrátt fyrir fjarlægð frá mjólk- ursamlagi og markaði. Þar hefur mestu ráðið einstakur dugnaður og bjartsýni við- komandi aðila ásamt félags- legri samhjálp við jöfnun flutningskostnaðar. En einsog réttilega kemur fram í viðtal- inu við Pál, þá er mjög til um- ræðu að sá hluti flutnings- jöfnunarinnar sem verið hefur á landsvísu verði stórskertur eða felldur niður og það sem sparast verði notað til lækkun- ar mjólkurverðs til neytenda. Um þessa þróun, orsakir hennar og afleiðingar mætti eyða mörgum orðum og ekki að ástæðulausu, en verður þó ekki gert í þessum pistli með öðrum hætti en þeim að fá les- endur í lokin til að svara sjálf- um sér nokkrum spurningum, sem þó sérstaklega eru ætlaðar höfundi þess leiðara í Vest- firska fréttablaðinu sem birtur var sama dag og umrætt viðtal. í þeim leiðara veltir höf- undur því fyrir sér og leggur eftirfarandi setningu fyrir í spurnarformi: „Gera t.d. þingmenn Vestfjarða og for- ystumenn bænda, þ.e. Stéttar- sambandsfulltrúar og stjórn Búnaðarsambands Vest- fjarða, sér grein fyrir því, að það eru takmörk fyrir því, hvað hægt er að taka mikið blóð úr byggðarlagi án þess að það missi fótfestuna og flosni upp?" Ekki tek ég að mér að svara fyrir munn alþingismanna, en vart trúi ég því að tilfinning þeirra allra sé á sömu lund gagnvart stórfelldri byggða- röskun ílandinu. Hitterþekkt að sumir þeirra sem í dag hafa sterkasta valdastöðu telja það aðeins af hinu góða að byggð dragist saman og m.a. að „óhagkvæm þorp verði lögð af“ og eru tilbúnir að styðja slíkar breytingar með fjár- framlögum úr sameiginlegum sjóði landsmanna. Hitt hefur vonandi heldur ekki farið fram hjá neinum, að á undanförn- um misserum hefur verið grcitt úr sama sjóði til þess að greiða bændum fyrir að hætta eða draga úr framleiðslu kindakjöts og mjólkur sem óhjákvæmilega og að yfir- lögðu ráði hefur leitt til hraðr- ar fjölgunar eyðibýla og minnkandi atvinnu í sambandi við innlendar landbúnaðar- vörur. Forystumönnum bænda er vart ætlandi annað en að þeir hafi reynt að verja stöðu stétt- arinnar sem heildar með þeim rökum og málatilbúnaði sem á hverjum tíma hefur mátt teljast líklegastur til áhrifa og aukins skilnings valdhafa á gildi þeirrar framleiðslu sem svcitir landsins standa undir. Hvernig sú varnarbarátta hefur tekist er annað mál og fær sjálfsagt misjafna dóma. Ef til vill munu þeir dómar fara nokkuð eftir þeim þekk- ingargrunni sem viðkomandi hefur á stöðu mála. Við lestur leiðarans vaknaði hjá mér sá grunur að höfund skorti nokkuð þekkingu og skilning á orsökum þess vanda sem við er að glíma. Veit leiðarahöfundur t.d. ekki að á tímabili núgildandi búvörusamnings hefur verið drcgið skipulega úr útflutn- ingsbótum og að afráðið er að leggja þær niður með öllu á framleiðslu sem verður til eftir 1. sept. nk? Á sama tíma hafa þær þjóð- ir sem standa að fyrirhuguðum Gatt-samningi ekki lækkað sínar útflutningsbætur og ekki fallist á að stefna að meiri lækkun á útflutningsbótum en sem nemur rúmum þriðjungi. Veit hann að heildarstuðn- ingur við ársverk í íslenskum landbúnaði er minni en sami stuðningur við landbúnað Uestra okkar viðskiptaríkja og að til skamms tíma a.m.k. hafa Bandaríki Norður- Ameríku ásamt Japan verið þar efst á lista og veitt mestan stuðning? Veit hann að heimsmark- aðsverð flestra landbúnaðar- vara er langtum lægra en raun- verulegt framleiðsluverð í upprunalandi og niðurboð viðkomandi ríkja á sinni of- framleiðslu skapar óeðlilegan samkeppnisgrunn fyrir út- flutningsframleiðslu íslenskra bænda? Hefur hann ekki fylgst með áróðri ýmissa aðila fyrir minnkandi neyslu ýmissa landbúnaðarvara, m.a. af meintum heilbrigðisástæðum, veifandi rökum sem mörgum þykja af vafasömum toga en nógu margir taka góð og gild? Hefur hann ekki fylgst með því að neysla íslenskra land- búnaðarvara hefur dregist saman, einkum neysla dilka- kjöts, en framleiðsla þess hefur ekki síst haldið uppi at- vinnumöguleikum og tekju- grunni hins eiginlega dreifbýl- is um land allt. Og að þegar neyslan innanlands dregst saman samfara skertum möguleikum til útflutnings, dregur úr atvinnu og tekju- möguleikum í sveitum og öllu dreifbýli í landinu? Finnur hann ekki að á sama tíma sem aðrar þjóðir sjá sér bestan hag í því að vernda eigin framleiðslumöguleika hvort heldur til eigin þarfa eða útflutnings, þá er hér barist helst fyrir því að opna fyrir og auka samkeppnisinnflutning og draga úr sjálfsbjargargetu eigin þjóðar? Er hann ekki sammála undirrituðum um að núver- andi stjórnvöld séu ekki að leggja sig fram um að efla þjónustu í hinum dreifðustu byggðum né að auka þar menntunarmöguleika ungs fólks í heimahéraði? Hvað með Reykjanes? Getur það verið að leiðara- höfundur sem nú telur sig í tygjum við s.n. Alþýðuflokk hafi ekki kynnt sér til nægi- legrar hlítar framborna stefnu þess flokks í landbúnaðarmál- um á undanförnum áratugum áður en hann hét honum tryggð sinni? Hefur sú stefna mótast af þeirri hugsjón að þjóðinni bæri að halda landinu sem víðast í byggð? Ef að leiðarahöfundurinn Gísli Hjartarson getur svarað framangreindum spurningum játandi, öðrum en þeim sem varða nefndan stjórnmála- flókk, þá skil ég ekki fyililega hans umfjöllun í umræddum leiðara. Geti hann ekki svarað þeim játandi og til þess hafi hann skort upplýsingar, má telja líklegt að forystumenn bænda og fleiri hafi brugðist þeirri skyldu sinni að sjá um nauðsynlegt upplýsinga- streymi til þjóðarinnar um breytta og versnandi stöðu landbúnaðar, orsakir hennar og augljósar afleiðingar. Birkihlíð, 26. apríl. Birkir Friðbertsson. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI Bókari Hér með er auglýst laust til umsóknar starf bókara við FSÍ. Starfsvið: Annast merkingu og færslu á tölvuunnu fjárhags- og viðskiptamannabókhaldi svo og allar afstemmingar, ganga frá til innheimtu reikn- ingum stoðdeilda, annast inn- kaup og lagerhald á pappír og ritföngum. Bókari er ábyrgur gagnvart fulltrúa fram- kvæmdastjóra. Leitum að: Starfsmanni með víðtæka reynslu í bókhaldi og góða tölvukunnáttu. Viðkomandi þarf að hafa frumkvæði. Gert er ráð fyrir að bókarinn hefji störf strax, eða eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 4500. Skriflegar umsóknir sendist framkvæmda- stjóra í pósthólf 215, 400 ísafjörður fyrir 10. maí nk.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.