Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 6
tVESTFIRSKAi 6 y Fimmtudagur 30. apríl 1992 LESENDUR: Ásthildur Cesil Þórðardóttir: s Um veðurathuganir á Isafirði Nú þegar líður að vori og fólk fer að spá í sumarfríið sitt, þá sest ég niður og spekúlera í því sem koma skal. Eitt af mínum hjartans mál- um í mörg ár rættist í fyrra- sumar, þegar farið var að gefa upp hitastig og veður frá Isa- firði. Ég er nefnilega sannfærð um að það er þýðingarmeira en margan grunar að gefa upp hitastigið í kaupstaðnum en ekki bara í Æðey og á Galtar- vita. Hvernig ætli Egilsstaða- búum fyndist það ef aðeins væri gefið upp veður á Dala- tanga - eða Akureyringum að fá aðeins veðurlýsingu frá Siglunesi eða Grímsey? EKKI HEIMSKAUTALOFTSLAG Veðrið í fyrrasumar kom mjög vel út hjá okkur, þegar farið var að lesa reglulega frá ísafirði. Fólk uppgötvaði nefnilega að á Vestfjörðum ríkir ekki heimskautaloftslag eins og margir hafa haldið hingað til. Hitinn reyndist nefnilega oft hærri en á Akur- eyri. Ásthildur Cesil Þórðardóttir. 120 ÞÚSUND KRÓNUR Á ÁRI En svo kom reiðarslag - draumurinn stóð ekki lengi. Lögreglan vildi fá greiðslu fyrir þctta viðvik, þó að það væri innt af hendi í vinnutím- anum, ogbæjarsjóður villekki borga um 120 þúsund krónur á ári fyrir herlegheitin. Nú lesa starfsmenn bæjarins af mæl- inum - í vinnutímanum en án aukagreiðslu. Ég deili ekki á þeirra störf, þeir hafa staðið sig með sóma, en það sorglega er að hitastig er ekki tekið á morgnana eins og var, heldur aðeins í hádeginu. Ég er ekki viss um að fólk hér geri sér almennt grein fyrir þýðingu þess að veður sé lesið á morgn- ana, þegar fólk á ferðalagi hlustar eftir því - til að ákveða hvert það ætlar. Við missum tekjur vegna færri ferða- manna, kannski vegna villandi upplýsinga um veður. Erþetta ekki umhugsunarefni, kæru samborgarar? ER ENGIN ÖNNUR LAUSN? Ef lögreglan á ísafirði er svo fjárvana, að ekki má gera svona smáræði í vinnutíman- um án þess að taka fyrir það greiðslu, er þá engin önnur lausn, þar sem fólk er í vakta- vinnu? Hvað með hótelið, eða sjúkrahúsið? Að fara út og gera veðurathuganir tekur um það bil 10-15 mínútur. Eða má ekki greiða citthvað fyrir svona þýðingarmikla þjónustu sem skiptir máli fyrir bæinn? Mér finnst að hagsmunaað- ilar í ferðaþjónustu á ísafirði og í nágrenni eigi að láta málið til sín taka og fá því framgengt að aftur verði lesið í útvarpinu hitastig frá ísafirði á morgn- ana. Ásthildur Cecil Þórðardóttir. Penna- vinur PENNAVINUR Vestfirska hefur borist stutt bréf frá Þýskalandi (bréfið er reyndar á ensku): Ég er 17 ára þýsk stúlka og mig langar að eignast pennavin á ísafirði. Claudia Meyer Béziersstr. 41 D-71(H) Heilbronrt Deutschland JR vídeó flytur Jóhannes (JR) Ragnarsson er að flytjast búferlum með vídeóleiguna sína þessa dagana, úr leiguhúsnæði í gamla Hæstakaupstaðarhúsinu við Norðurveg og í húsnæði sem hann er búinn að kaupa að Mánagötu 6, bak við Gosa. Jói er búinn að vera í þessum bransa hátt á sjöunda ár. Fyrst var hann í níðþröngu húsnæði við Sundstrætið. og síðan er hann búinn að vera við Norðurveginn um fjögurra ára skeið. Titlarnir hjá honum eru á fimmta þúsund og bætist stöðugt við. Vegna flutningsins er JR-vídeó lokað föstudaginn 1. maí en á laugardaginn kl. 20 verður opnað með glæsibrag við Mánagötuna. Hópferðabílar Guðna G. Jóhannessonar Hópferðabílar til leigu í styttri og lengri ferðir utan bæjar sem innan. 25, 30 og 45 sæta bílar í boði. Upplýsingar í símum 94-4136 og 985-32714 og hjá Ferðaskrifstofu Vestfjarða símar 3457 og 3557. _r FUGLAÞATTUR sr. Sigurðar Ægissonar 18. Langvía Langvían er af ættbálki fjör- unga (strandfugla) og tilheyrir þaðan ætt svartfugla, ásamt 21 núlifandi tegund. En svartfugl- ar eru mestan partinn svartir og hvítir sjófuglar, er kafa og synda af mikilli leikni. Þeir eru hálsstuttir og vængirnir litlir og mjóir. Nefið er oddhvasst og oft hliðflatt. Þeir fljúga beint og hratt, með þytmiklum vængja- burði; yfirleitt þó ekki langt í einu. Fæturnir eru mjög aftar- lega á bolnum. Þessir fuglar sitja venjulega uppréttir og eru ákaflega félagslyndir. Langvían er 38-41 sm á lengd, um 1 kg á þyngd, og með 64-70 sm vænghaf. Fræði- menn skipa henni í nokkrar deilitegundir. Allra nyrst, frá svæðinu N-Noregur (mestan partinn norðan 69°N), Múrm- ansk, Bjarnarey, Svalbarði og Novaja Semlja, er Uria aalge hyperborea. Þá tekur við Uria aalge aalge, er nær frá frá A- Kanada, um Grænland, ísland, Færeyjar, norðurhluta Skot- lands (að 55°38‘N), Eystrasalt, og S-Noreg. Og syðst er Uria aalge albionis, sem nær frá Bretlandseyjum (sunnan 55°38’N), um írland, Helgo- land, Bretagneskagann á NV- Frakklandi, og vesturhluta Pýreneaskagans. Auk þessara deihtegunda eru svo a.m.k. tvær aðr§r, báðar í Kyrrahafi: californica og inornata. Að sumri til eru fuglar norrænu deilitegundanna (hyperborea og aalge, einkum þó hinnar fyrrnefndu) allt að því svartir að ofan, en hvítir að neðan. Að auki eru þeir með dökkar kámur á síðunum og dökkt í undirvæng. Suðræna deilitegundin (albionis) er hins vegar nokkuð ljósari á baki, eða dökkkaffibrún og að jafn- aði minni. Kyrrahafsdeiliteg- undirnar liggja á milh hluta, að þessu sinni. Á veturna halda norrænu fuglarnir dökka litnum að mestu á baki, en hin suðræna verður grábrún. Augnlitur þeirra allra er svartur, og gogg- ur og fætur líka. Úti í náttúr- unni er mjög erfitt að greina á milli kynjanna. í varpbúningi liggja mörk dökka og hvíta litarins þvert yfir hálsinn, en í vetrar- og ung- fuglabúningi eru þau uppi við kohinn, ofan við dökka rák aftur frá auga. Til er sérstakt litarafbrigði tegundarinnar, er nefnist hringvía, og nemur ákveðnum hundraðshlutum í stofninum, og verður því algengara, sem norðar dregur á útbreiðslu- svæðinu. Einkenni þessara fugla er hvítur augnhringur og sams konar lit rák aftur frá honum. Þetta hlutfall er 0% á Pýreneaskaga, 1-5% í Eng- landi, 6-17% í Skotlandi, 7-53% á íslandi (mest í Vestmanna- eyjum), 12.5% íS-Noregi, 19.4- 24.6% í N-Noregi, 36- 50% á Nóvaja Semlja, og 57.3% í Bjarnarey. Aðalútbreiðslusvæði lang- Langvía (hringvía) í varpi. (Brian P. Martin: World birds, 1987). víunnar er N-Atlantshaf, en líka Beringshaf, nyrst í Kyrra- hafi. Á rekíssvæðum N-íshafs- ins er aftur meira um stuttnefj- ur. Þéttustu stofnar langvíunn- ar eru frá Skotlandi til N- íslands. Á þessu svæði eru taldar vera um 2 mihjónir varp- para. Langvían er flækingur víða suður um lönd, m.a. við Italíu, Marokkó, og Azoreyjar. Fækkun hefur orðið í mörg- um langvíustofnum á síðustu árum, og er ástandið þó sýnu verst í Færeyjum. Þar hefur orðið meira en helmings fækkun, dottið niður í 200 þús- und pör á seinustu 30 árum. Á skosku eyjaklösunum hefur þessa orðið vart lika, þó ekki í eins ríkum mæh. Langvían er, eins og aðrir svartfuglar, mjög félagslynd, bæði um varptímann og á öðrum árstímum. í apríl er fuglinn kominn í bjargið og tilhugalíf er í al- gleymingi, en langvían er ein- kvænisfugl og velur sér maka til frambúðar. Varpið hefst semt í maí, og öhu fyrr á norðanverðu landinu. Langvían helgar sér örlítinn varpstað til langframa, eða nokkurs konar hreiðurhelgi, og ver blettinn. Egginu, sem get- ur verið ákaflega margbreyti- legt á litinn, en er þó oftast blágrænt, með gulum, brúnum, rauðum, eða svörtum yrjum, verpir hún svo á bera klöppina, fyrst ahra svartfugla, eða í maí. Það er perulaga, þ.e.a.s. mun breiðara í annan endann, svo það veltur í krapp- an hring, sem dregur úr hætt- unni á að það detti fram af. Engin fuglategund önnur í heiminum er með jafn fjöl- breytilegt munstur eða eggja- lit. Líklega er þetta aðferð nátt- úrunnar til að auðvelda fuglun- um að rata á egg sitt í öllum þrengslunum. Stundum verpir langvían dreift, en oftar leggja þó stórir hópar undir sig ákveðið flæmi, sem þá kaUast langvíubæli; er það ýmist ofan á eyjum, í skútum, eða á bekkjum eða mjóum þræðingum sjávar- bjarganna. Útungun tekur um 4 vikur. Báðir foreldrar skiptast á um að Uggja á, en þegar unginn er kominn úr egginu, bíður annar fuglinn á meðan hinn sækir í fæðuleiðangur. Þegar unginn er orðinn um 3 vikna gamall, hálfstálpaður, en ófleygur, stekkur hann, ásamt öðru for- eldrinu, úrbjarginu, í sjó fram. Kvenfuglinn dvelur við hreiðrið nokkuð eftir þetta, en langvíukarlinn sér um að ala önn fyrir unganum næstu vik- urnar. Að loknu varpi skilja hjónin, en mætast að ári við hreiður- stað, á gömlu syllunni eða í bælinu, en nýir makar kynnast trúlega á samkomustöðum tegundarinnar. Langvíur verða kynþroska 4 eða 5 ára gamlar, að talið er, og fá þá sess í langvíubæli. Langvíur eru, eins og aðrir svartfuglar, prýðis kafarar, og geta sótt allt niður á 70 m dýpi. Eru vængirnir notaðir líkt og bægsli, en stýrt með fótunum. Aðalfæðan er alls kyns fiskur úr sjónum, einkum þó sá, er gengur í torfum nálægt yfir- borðinu (loðna og sandsíh), en einnig krabbadýr, skeldýr, og ormar. Langvían er mjög algengur varpfugl í íslenskum fugla- björgum, og hefur stofnstærð- in verið áætluð þar um 1.6 miUjón verpandi pör. Enginn fugl getur orpið jafn þétt og langvían. Eru dæmi um 70 verpandi fugla á 1 m2 spildu. Elsta langvía, sem menn vita deili á, náði því að verða rúm- lega 32 ára gömul.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.