Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 8
— SEGÐU JÁ EÐA NEI Eurovision tilboðið stendur til 9. maí — láttu slag standa JFK Byggingaþjónustan hf. Bolungavík • Sími 7353 F rey dís komin Flugleiðir buðu allmörgum Vestfirðingum til Amsterdam í síðustu viku tii að sækja nýju Fokker 50 vélina Freydísi. Dvalist var tvo daga í Hollandi og margt skoðað. IVIeð í förinni voru nokkrir af framkvæmdastjórum Flugleiða, einnig Kristjana Milla Thorsteinsson sem á sæti í stjórn félagsins og Sigurður Helgason forstjóri. Vélin lenti á Isafjarðarflugvelli nokkru eftir hádegi á laugardaginn eftir beint flug frá Hollandi. Meðfylgjandi svipmyndir voru teknar í ferðinni og við komuna til ísafjarðar, þar sem geysilegur mannfjöldi var saman kominn til að fagna Freydísi og samgleðjast Flugleiðamönnum. í hátíðasal Fokker-verksmiðjanna í Hollandi. Frá vinstri: Ólafur Arnfjörð sveitarstjóri á Patreks- firði, Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri í Bolungarvík, Jónas Ólafsson sveitarstjóri á Þingeyri, Kristjana Milla Thorsteinsson í stjórn Flugleiða, Sigurður Helgason forstjóri og Smári Haraldsson bæjarstjóri á Isafirði. Frá afhendingu Freydísar í Hollandi. Kristjana Milla Thorsteinsson klippir á borða sem lokaði landganginum, en hjá henni standa forstjórar Fokker og Flugleiða. Uti í Amsterdam. Kolbeinn Arinbjarnarson forstöðumaður innanlandsflugs Flugleiða. Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri í Bolungarvík og Arnór Jónatansson umdæmisstjóri Flugleiða. „Þungaviktarmenn“ í samgöngumálum íslendinga á ísafjarðarflugvelli (ásamt yngra fólki): Hörð- ur Sigurgestsson forstjóri Eimskipafélagsins og stjórnarformaður Flugleiða, Sigurður Helgason forstjóri Flugieiða, og Matthías Bjarnason fyrrverandi samgönguráðherra. Arnór Jónatansson umdæmisstjóri Flugleiða á Vestfjörðum og Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða við hálfsmíðaða Fokker- vél í verksmiðjunum í Amsterdam. í stjórnklefa Freydísar úti í Amsterdam (reyndar nokkru áður en lagt var af stað heim): Úlfar Agústsson framkvæmdastjóri á ísafirði og Smári Haraldsson bæjarstjóri. Lítill hluti af mannþrönginni á ísafjarðarflugvelli á laugardag. Fremst eru stúlkur sem færðu áhöfninni blóm við komuna.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.