Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 6
iVESTFIRSKA' 6 \ Miðvikudagur 13.. maí 1992 DJÚPHREINSUN Á TEPPUM ÞURRHREINSUN - Engin bleyta - vönduö vinna -góöur ilmur DJÚPHREINSUN ÁHÚSGÖGNUM Tökum aö okkur að hreinsa og pússa leöurhúsgögn DJÚPHREINSUN ÁDREGLUM OG MOTTUM allt frá 1/2 m2 upp í 10-12 m2 Góð aðstaða HREINSA OG DJÚPHREINSA BARNAVAGNA OG KERRUR á staönum. Góö aðstaöa BÍLAHREINSUN Þvottur, bón og þrif að innan. Djúphreinsum sæti, teppi, hliðar, topp og skott Aðstaða til sjálfs- þjónustu við hreinsun REIÐHJÓLA- VIÐGERÐIR Reiðhjólamarkaður SKIPTIMARKAÐUR Reiðhjólavarahlutir til á lager Gluggahreinsun —teflonhúðun á eftir Bíla- og teppahreinsun Skeiði, sími 3586 og 4659 Opiðkl. 10-19 alla daga nema sunnudaga Opið laugardaga kl. 10-17 ÓÐINNBAKARI BAKARÍ S 4770 VERSLUN S 4707 Allarbyggingarvörur Pensillinn Mjallargötu 1, sími 3221 ÍSPRENTHF. PRENTSMIÐJA S 94-3223 ATVINNA Viljum ráða starfskraft til þess að sinna ýmsum verkefnum, bílaþvotti og bókhaldi og ýmsu þar á milli. Sú sem ráðin verður þarf að geta byrjað sem fyrst. Bíla- og teppahreinsun Skeiði, sími 3586 - 4659 KENNARA- HÁSKÓLI ÍSLANDS Almennt kennaranám í farskóla - kynning Kynningarfundir um almennt kennaranám í farskóla Kenn- araháskóla íslands, sem hefst I byrjun árs 1993, veröa sem hér segir: * Grunnskólanum Patreksfirði, mánudaginn 18. maí kl. 17' * Stjórnsýsluhúsinu ísafirði, þriðjudaginn 19. maí kl. 17. * Grunnskólanum Hvammstanga, mánudaginn 25. maí kl. 18. A fundunum verður dreift upplýsingum um namið og um- sóknargögnum. og fyrirspurnum svarað. m fjórðungssjúkrahúsið f 1Á ÍSAFIRÐI Bókari Óskum að ráða bókara. Starfssvið: Annast merkingu og færslu á tölvuunnu fjárhags- og við- skiptamannabókhaldi svo og allar af- stemmingar. Ganga frá til innheimtu, reikningum stoðdeilda. Annast inn- kaup og lagerhald á pappírs- og rit- föngum og önnur almenn skrifstofu- störf. Bókari er ábyrgur gagnvart fulltrúa framkvæmdast j óra. Leitum að: Starfsmanni með víðtæka reynslu í bókhaldi og góða tölvukunn- áttu. Viðkomandi þarf að hafa frum- kvæði. Gert er ráð fyrir að bókarinn hefji störf strax eða eftir nánara samkomu- lagi. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 4500. Læknaritari Óskum að ráða strax læknaritara eða starfsmann með góða vélritunarkunn- áttu. Upplýsingai um starfið veitir lækna- fulltrúi og/eða framkvæmdastjóri alla virka daga frá kl. 8.00 - 16.00 í síma 4500. Eldhús Starfsfólk óskast til sumarafleysinga frá miðjum maí. Upplýsingar gefur Jóhann í síma 4500 eða 4632. ~ Borgar Halldórsson sextugur Borgar Halldórsson. stýri- maður. verður sextugur þriðjudaginn 19. maí nk. Borgar var lengi sjómaður og lengst af sínutn sjómannsferli var hann stvrimaður á gamla Fagranesinu. Hann var stðasti bóndi í Vatnsfjarðarseli í Reykjarfjarðarhreppi í Djúpi og fluttist til ísafjarðar árið 1952. Eiginkona Borgars er Kristín Ólafsdóttir frá Keldu í Reykjarfjarðarhreppi. Borgar verður að heiman á afmælisdaginn, en aftur á mt'tti tekur hann á móti gcstum númi á laugardaginn. 15. maí. _____________________________ á heimili sínu að Tangagötu ... „ „ .... , . .. hb Afmælisbarnið Borgar Halldorsson styrimaður. -GHj. Öldukaffi á ísafirði: „Kökur á heimsmælikvarða“! segir Oðinn bakari Óðinn bakari og Sigurjón Valur með lystilegar kökur á Öldu kaffi. Hinn landskunni Óðinn bakari (og bæjarfulltrúi m.m. á ísafirði) rekur kaffistofuna Öldukaffi við Hafnarstræti 4 á ísafirði. I sumar ætlar hann að bjóða gesfum sínum upp á hið allra besta sem hægt er að fá með kaffinu, og hefur hann fengið konditor til þess að leiðlieina sér við að baka tert- ur og kökur á heimsmæli- kvarða sem boðið verður upp á í Oldukaffi í sumar. „Það er konditormeistari hjá mér, Sigurjón Valur Guðmundsson, sem er að kenna mér að baka fvrir kaffi- stofuna. Hann er búinn að vera hér alla síöustu viku og veröur þessa viku líka og kem- ur jafnvel aftur í sumar. Tert- urnar sem ég er að læra að baka núna fást i Perlunni, Ráðhúskaffi og hjá Sveini bakara. Sigurjón er elsti lærlingurinn hjá Sveini baka- ra. Hann byrjaði hjá honum sem lítill drcngur, ellefu ára gamall". sagöi Óðinn bakari í viötali við Vestfirska. „Ég er að kenna Óðni að baka ostatertur og jarðaberja- tertur með hlaupi yfir. Einnig ávaxtastykki og margt fleira. Ég er að gefa Óöni uppskriftir og sýna honum hvcrnig þetta er gert og síðan heldur hann áfram með þetta". sagði Sig- urjón Valur. „Öldukaffi verður kaffi- stofa á heimsmælikvarða t sumar. Það er opið alla daga fra kl. 9 á morgnana og þá bjóðum við upp á smurt brauð. kökur og allt milli him- ius og jarðar. Einnig verðum við með allar þær tertur sem fólki dettur í hug að fá sér á kaffihúsi. Þettaeru kökureins og þær gerast bestar á bestu kaffihúsum í Reykjavík og Evrópu", sagði Óðinn bakari að lokum. -GHj. VídeóhöHin opnuð Þessi mynd var fekin kl. 2 á laugardag þegar Vídeóhöllin við Noröurveg var opnuð við hátíðlega athöfn í nýstandsettu og gjörbreyttu hósnæði með kaffi og konfekti. Þau voru að gera klárt fyrir opnunina, frá vinstri: Gunnlaug, Ólafur Birgisson, sem rekur Vídeóhöllina, Birgir og Sigurður. Til hægri á myndinni er Magnós, einn af þeim fyrstu sem komu að skoða.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.