Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.05.1992, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 20.05.1992, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 20. maí 1992 Á meðal þeirra málaflokka sem teknir voru til umræðu á 37. Fjórðungsþingi Vestfirð- inga á Isafirði um fyrri helgi voru málefni fatlaðra. Laufey Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisstjórnar málefna fatl- aðra á Vestfjörðum, útskýrði fyrir þingheimi hlutverk svæðisstjórnarinnar, fjallaði um starf hennar og kynnti þau verkefni sem ráðgert er að koma í framkvæmd á þessu ári og hinu næsta. I Vestfirska í næstu viku verður gerð grein fyrir máli Laufeyjar. Gestir þingsins voru einnig þær Ásta B. Þorsteinsdóttir formaður Landssamtakanna Þroska- hjálpar og Lára Björnsdóttir framkvæmdastjóri samtak- anna, og flutti Ásta erindi sem hún nefndi „Málefni fatlaðra á tímamótum“. Vestfirska fréttablaðið hitti þær Ástu B. Þorsteinsdóttur og Láru Björnsdóttur stutt- lega áður en þær héldu suður aftur, og bað þær skýra frá erindinu hingað vestur, stöðu mála á Vestfjörðum í saman- burði við aðra landshluta og stefnu landssamtakanna varð- andi málefni fatlaðra. „Við vorum fyrst og fremst að heimsækja aðildarfélag Landssamtakanna Þroska- hjálpar hérna fyrir vestan. Styrktarfélag vangefinna hér er eitt af 28 aðildarfélögum samtakanna. Heimsóknin var fyrst og fremst til að hitta félagana hér, en að auki var okkur boðið að vera á Fjórð- ungsþingi Vestfirðinga, þar sem okkur gafst kostur á að tala við vestfirska sveitar- stjórnarmenn um þau mál sem eru efst á baugi hjá samtök- unum. Þar er aðalhagsmuna- málið í augnablikinu að fá nýtt fr-umvarp um málefni fatlaðra samþykkt á Alþingi [frum- varpið var samþykkt í gær, á næstsíðasta degi þingsins - innskot Vf]. Á Fjórðungsþing- inu gátum við komið sjónar- miðum okkar í þessum efnum á framfæri. Laufey Jónsdóttir framkvæmdastjóri Svæðis- stjórnar málefna fatlaðra á Vestfjörðum var þar líka með innlegg, þar sem hún sagði frá stöðunni á Vestfjörðum og því sem framundan er í lands- hlutanum. Segja má að staðan hér í samanburði við ýmsa lands- hluta utan höfuðborgar- svæðisins sé þokkaleg. Það er margt gott að gerast hérna. í fyrsta lagi eruð þið búin að fá mjög hæft fólk til starfa, af- bragðs framkvæmdastjóra svæðisstjórnar, en á slíkt hefur nokkuð skort. Það er grund- völlur uppbyggingarinnar að til staðar sé fólk sem kann að takast á við verkefnin. Þið hafið fengið Laufeyju Jóns- dóttur, og hún er búin að fá fleira fagfólk með sér. Þær hafa mikil og góð áform um uppbyggingu á svæðinu. Nú, við áttum þess kost að koma í sérdeild fatlaðra í Grunnskólanum hér á ísafirði, og okkur leist óskaplega vel á það sem við sáum þar. Það sem er kannski sérstaða hér á ísafirði er það, að þið hafið getað boðið fötluðum upp á úrræði í samfélaginu, vinnu úti á hinum almenna vinnumark- aði. Það vorum við mjög hrifin af að sjá - og fólkið sem er nú að flytjast úr Bræðratungu og út í eigin íbúðir hérna á Isa- firði. Það er nú eitt. Þetta fólk gengur til vinnu á almennum vinnustöðum, og það eru verðmæti sem við erum ekki alltof vön á höfuðborgarsvæð- inu. Það ber að virða þau fyrir- tæki sem taka fatlaða í sína þjónustu. Oft þegar verið er að tala um úrræði í þessum málaflokki, þá horfa menn til stofnana, horfa til húsakynna, steinsteypu, og svo segja menn kannski að hér á ísafirði hafi ekkert byggst upp, því að hér er bara Bræðratunga. En það er margt annað sem er eins og ósýnileg þjónusta, þjónusta sjálfs sam- félagsins, eins og tilboð um vinnu. Og núna fær þetta unga fólk tækifæri til að flytjast í eigið húsnæði. Og varðandi skólamálin hérna, þá má benda á að við höfum nú verið með þá stefnu hjá okkar samtökum - og reyndar ekki bara hjá okkar samtökum, það er í lands- lögum í dag, í nýlegum grunn- skólalögum - að það skuli vera einn skóli fyrir alla. Það þýðir, að það eigi að stefna frá því að búa fötluðum börnum skóla- vist í sérskólum, en í staðinn eigi að gefa þeim tækifæri til að vera í sama skóla og ófötluð börn. Og þetta er nú einmitt það sem blasir við hér á Isa- firði, þetta hefur ykkur tekist. Það er sérdeild við skólann hérna á ísafirði - að vísu sagði kennarinn okkur að þau vildu gjarnan sjá meiri tengsl við al- mennu bekkjardeildirnar, en það er verið að vinna að því. Eins og áður var minnst á hefur fólk alltaf horft svo mikið á stofnanir og húsa- kynni sem úrræði, en það er ekki endilega það sem gerir þjónustuna vandaða, heldur fólkið sem veitir hana. Við vorum einmitt að skoða Bræðratungu, sem var byggð upp af miklum stórhug. Bræðratunga hefur þjónað þessu byggðarlagi og þessu svæði ákaflega vel. En það má kannski segja, að alveg eins og þróunin verður annars staðar, þá kemur að því að Bræðratunga nýtist þessum landsfjórðungi á annan hátt en fram að þessu. Eins og fram kom þá er þetta unga fólk sem hefur búið í Bræðratungu að flytja þaðan út í eigin íbúðir. Þannig þarf kannski á næstu árum að hugsa upp nýtt hlut- verk fyrir Bræðratungu. Við sáum fyrir okkur t.d. að þarna gæti verið ákjósanleg sumar- dvöl, fyrir jafnvel landið allt, að Vestfirðir gætu boðið öðrum landshlutum að kaupa þjónustu hér ef sumardvalar- hugmyndin yrði ofan á, eða eitthvað annað sem menn hugsa upp. Við vorum líka að tala um þennan erfiða landshluta. Það er mjög erfitt og flókið að byggja upp þjónustu á svona landfræðilegaerfiðusvæði. En þá kemur kannski þetta nýja frumvarp til skjalanna. Það gefur möguleika á því að skipta svona svæðum upp í þjónustusvæði. Það væri t.d. ákjósanlegt að Suðurfirðirnar yrðu sérstakt þjónustusvæði. Við viljum auðvitað gjarnan sjá að sveitarfélögin komi meira inn í þessa þjónustu, að smám saman færist þjónustan við fatlaða yfir til sveitarfélag- anna, í takt við það að þau eflast og styrkjast. Við viljum einmitt líta á það sem byggða- mál að sveitarfélögin stuðli að því að þetta fólk, foreldrar fatlaðra barna til dæmis, þurfi ekki að flytjast suður yfir heið- ar, við viljum að þeir sem eiga fatlað barn geti fengið sömu og jafnvel betri þjónustu í sinni heimabyggð. Já, og það er ekki bara það að þetta fólk þurfi ekki að flytjast í burtu, þetta er miklu stærra hagsmunamál, þetta er sama hagsmunamálið og öll önnur byggðamál eru. Þetta fólk er vinnukraftur hér á staðnum, einnig má bcnda á að þjónusta við fatlaða laðar að sér t.d. sérfræðinga sem einnig nýtast öðru fólki, svo sem þroskaþjálfar, fóstrur, sálfræðingar, sérmenntaðir kennarar o.s.frv. Þetta kemur ekki aðeins öðru fólki til góða, heldur er það einnig atvinnu- skapandi fyrir byggðarlagið, að byggja upp þjónustu við fatlaða í heimabyggð. Það þarf ekki endilega mikla stein- steypu kringum slíkt. Þetta er allt hluti af þeirri stefnu sem er kennd við sam- skipun - integration - að fatl- aðir eigi að vera úti í samfélag- inu á meðal ófatlaðra, að það eigi ekki að aðgreina þá frá heildinni, og við höfum auð vitað verið að vinna eftir þess- ari stefnu í mörg ár. Okkur hefur kannski ekki miðað mjög hratt alls staðar. Þó hefur þetta nú sem'betur fer breyst mjög mikið. Ef lands- byggðin hugsar vel sinn gang og horfir ekki alltaf til Reykja- víkur með einhverja glýju í augunum yfir því sem þar er boðið upp á, þá eru kannski skilaboðin þessi, að það er oft á misskilningi byggt að höfuð- borgin hafi endilega vandaðri úrræði að bjóða fötluðum, kannski ennþá síður. Það er kannski ákveðin blekking sem fólk hefur verið beitt, að vísa alltaf á sérfræðinga í Reykja- vík. Það má benda á það, að þurfi fólk á sérfræðingum og sérfræðiþjónustu að halda, þá eru sérfræðingar alveg eins færanlegir og annað fólk. Það má fljúga með þá austur og vestur og út og suður og yfir- leitt hvert á land sem er. Þetta er kannski aðeins byrjað, en það virðist alltaf vera talað um peningaleysi þegar þarf að fara með sérfræðingana út á Iand, en það er ekki eins mikið talað um peningaleysi þegar foreldrar þurfa að fara með börnin sín til Reykjavíkur til að leita til sérfræðinga. Það þykir alveg sjálfsagt. En þetta með blöndunina, það er mikilvægt fyrir fatlaða að fá að vera innan um ófatl- aða, en það er líka mikilvægt fyrir aðra að fatlaðir blandist eðlilega í samfélaginu. Annars verður samfélagið ekki heilt. Þetta er eðlilegur þáttur lífsins, að ákveðinn hluti fólks er fatlaður. Eins og einn vinur okkar sagði: Það verður ekki heil spegilmynd, ef eitt brotið í spegilinn vantar. Svo er annað sem er svo mikilvægt varðandi blöndun- ina, að við vinnum að henni allt frá upphafi, að við byrjum strax þegar börnin eru ung. Það er mikilvægt að fötluð börn fái samfellu í sitt líf, að þau séu í leikskólum með öðrum börnum og síðan al- mennum skólum við hlið ófatl- aðra barna, og síðan er þessi samfella viðhöfð allt lífið. Við höfum verið að horfa á mjög neikvæða atburði á Reykja- víkursvæðinu undanfarin ár, þar sem hafa blossað upp for- dómar, að okkar mati, í garð fatlaðra. Við breytum þessu ekki nema fatlaðir séu alltaf sýnilegir í þjóðfélaginu, alveg frá upphafi. Ef byrjað er á því að senda börn í burtu í sér- skóla, eins og t.d. héðan til Reykjavíkur, þá eiga þau mjög erfitt uppdráttar þegar þau koma til baka. Þetta verð- ur að vera frá byrjun, og þá gengur fólkinu miklu betur að blandast samfélaginu þegar það er orðið fullorðið." Á ísafirði að loknu Fjórðungsþingi: Frá vinstri Ásta B. Þorsteinsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, Hildigunnur Lóa Högnadóttir, formaður Styrktarfélags vangefinna á Vestfjörðum, Kristján Jónsson sem manna lengst og mest hefur unnið að málefnum fatlaðra á Vestfjörðum, og Lára Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Sérfræðingarnir eru líka færanlegir! Formaður og framkvæmdastjóri Þroskahjálpar í heimsókn fyrir vestan Myndlistarsýning eldri nemenda í Grunn- skólanum á ísafirði opnuð á föstudag í vetur var tekin upp sú nýbreytni í Grunnskólans á ísafirði að hafa mynd- mennt og lcirvinnu sem valgreinar í 8.-10. bekk. Á föstudaginn (22/5) kl. 16.00 verður opnuð sýning á völdum málverkum og leirmunum nemendanna, og. verður sýningin síðan opin kl. 14-19 alla virka daga fram að skólaslitum, sem verða á miðvikudaginn í næstu viku. Sum verk- anna verða tii sölu. Fjórðungsþing Vestfirðinga: Ráðinn verði ferðamálafulltrúi fyrir Vestfírði Á Fjórðungsþingi Vestfirðinga á ísafirði um fyrri helgi var samþykkt eftirfarandi ályktun um ferðamál: 37. Fjórðungsþing Vestfirðinga telur mikilvægt að efla ferðamannaþjónustu á Vestfjörðum svo sem kostur er, enda telur þingið það mikilvægan þátt í að fjölga atvinnu- tækifærum. Því er Ijóst að brýnt er að ráða ferðamálafulltrúa fyrir Vestfirði til að fylgja eftir tillögum starfshóps um stefnu- mótun í ferðaþjónustu á Vestfjörðum og til að vinna að öðru leyti i þágu ferðaþjónustunnar í fjórðungnum. Eðlilegt er að ferðamálafulltrúinn verði starfsmaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða. Til að ná markmiðum starfshópsins er æskilegt að ráðn- ingartími ferðamálafulltrúa verði 4 ár til að byrja með. Fjórðungssamband Vestfirðinga samþykkir að ieggja Ferðamáiasamtökunum til fé næstu tvö árin. Áætlaður kostnaður við starf fulltrúans er 3 milljónir króna á ári. Þingið samþykkir að fela stjórn Fjórðungssambandsins að leita eftir því við Byggðastofnun, að stofnunin leggi fram helming af kostnaði við starf fulltrúans, sem kæmi þá til lækkunar á framlagi sambandsins. Auk þess samþykkir þingið að fela stjórn sambandsins að kanna, hvort unnt sé að fá starfsaðstöðu fyrir fulltrúann í húsnæði Byggðastofnunar á ísafirði. Þingið telur nauðsynlegt, að í ráðningarsamningi ferða- málafulltrúans verði ákvæði um reglubundnar vettvangs- ferðir um einstök svæði fjórðungsins. Þingið þakkar starfshópi um stefnumótun í ferðaþjón- ustu á Vestfjörðum fyrir vel unnin störf.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.