Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 27.05.1992, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 27.05.1992, Blaðsíða 4
tVESTFIRSKA' 4 * Isafj ar ðarkaupstaður Góðir ísfirðingar! Við tökum að okkur að hreinsa og slá garða. Einnig getum við tekið að okkur að hreinsa kringum fyrirtæki. Við mun- um líka geta séð um lóðir, bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Við erum til viðræðu um margt fleira, t.d. að þvo búðarglugga á jarðhæð, sendast fyrir gamalt fólk, tyrfa og svo framvegis. Hafið samband. Notfærið ykkur góða þjónustu og rennið stoðum undir upp- byggilega vinnu í bænum okkar. Allt á viðráðanlegu verði, gamla fólkið fær 25% afslátt. Síminn er 3722 og 4686 milli 10 og 12. Garðyrkj udeild/Vinn uskóli. Krakkar athugið! Vinnuskólinn verður settur mánu- daginn 1. júní kl. 8 í félagsmiðstöðinni. Þar verður ykkur raðað niður í hópa og hverjir verða fyrir og eftir hádegi. Garðyrkjustjóri. Alþýðuflokksfélag ísafjarðar og nágrennis Fundur í kratahöllinni við Silfurtorg laugardag- inn 30. maí kl. 14.00. DAGSKRÁ: 1. Kosning fulltrúa á flokksþing. 2. Önnur mál. Félagar fjölmennið. Stjómin. Þakkir frá Borgari Halldórssyni Innilegar þakkir færi ég ykkur öllum, vin- um mínum, sem glödduð mig með heimsókn- um, heillaóskum og gjöfum á 60 ára afmæli mínu 19. maí sl. Sérstakar þakkir færi ég börnum mínum, tengdabörnum og barna- börnum fyrir þá stóru gjöf sem þau færðu mér og veisluna sem þau héldu mér. Guð blessi ykkur öll. Borgar Halldórsson. Bílar til sölu Til sölu Toyota Hi-Lux 4x4 árg. ’85, Lada Sport 1600 árg. ’88, UAZ (rússi) árg. '84 og Nissan Double Cap árg. ’86. Nánari upplýsingar gefa Jón E. Guðfinnsson í síma 7277 og Pálmi Karvelsson í síma 7349. ORKUBÚ VESTFJARÐA Miövikudagur 27. maí 1992 Síðasti dagurinn á Seljalandsdalnum í vor Þessa mynd tók Arnar G. Hinriksson, lögmaður og úti- vistarmaður, í fögru veðri uppi á Seljalandsdal snemma að morgni sunnudaginn 10. maí, síðasta daginn sem skíðasvæð- ið var opið og lyftur í gangi á þessu vori. Hér var í heimsókn norður yfir heiðar prúðmann- legur og myndarlegur hópur skólakrakka og fullorðinna frá Þingeyri. Skíðafærið og veðrið var stórkostlegt síðasta daginn á Dalnum, en fátt fólk. Enda telja fróðir menn, að einungis einu sinni hafi verið opið lengur fram á vorið á Seljalandsdalnum en núna, og um þetta leyti er áhugi flestra farinn að beinast að öðrum hlutum. Skólaslit Tónlistarskóla ísafjarðar Lokahátíð og skólaslit Tónlistarskóla ísafjarðar voru sl. fimmtudag, og lauk þar mcð 44. starfsári skólans. Þar fór fram margvíslegur tónlist- arflutningur nemenda og kennara, eins og vænta mátti, veiting verðlauna og afhend- ing skírteina. Aðalverðlaun skólans, sem Hraðfrystihúsið Norðurtangi hf. hefur veitt því nærfrá upp- hafi, eða yfir 40 ár, hlaut Jó- hannes Bjarni Guðmundsson, Holti í Hnífsdal, nemandi í fiðluleik. Nýstofnuð verðlaun ísfirðingafélagsins í Reykja- vík, til minningar um Birnu Eyjólfsdóttur, voru veitt í fyrsta sinn og komu þau í hlut Önnu Margrétar Magnúsdótt- ur, Skipagötu 2, og Bryndísar Gunnarsdóttur, Árgerði, sem báðar leggja stund á píanó- leik. Fjölmargar aðrar viður- kenningar voru veittar. Ávörp fluttu Úlfar Ágústs- son, formaður Tónlistarfélags ísafjarðar, og Sigríður Ragn- arsdóttir, skólastjóri Tónlist- arskólans. DAGMÓÐIR ÓSKAST til að gæta 2ja ára stráks, ýmist hálfan eða allan dag- inn frá og með 1. júní nk. Erum á Eyrinni. S. 4365. NINTENDO Til sölu vel með farinn Nin- tendo-leikur, Super Mario Bros. 3 á 4.000 krónur. S. 7319 (Ásrún). SVEFNSÓFI Óska eftir vel með förnum svefnsófa. S. 3835 eftir kl. 19. GARÐAKLIPPINGAR Tek að mér klippingar á görðum. Ingi Þór, sími 3351. Vinnuvélanámskeið Jóhannes Bjarni Guðmunds- son, Holti í Hnífsdal, sem hlaut aðalverðlaun Tónlistar- skóla ísafjarðar að þessu sinni, ásamt móður sinni, Jónu Valgerði Kristjánsdótt- ur, og kennara sínum, Miro- slav Tomecek. Við skólaslitin lék Jóhannes Bjarni scherzo eftir Dvorák á flðluna sína en Zsuzsanna Budai lék með á píanó. Þær hlutu nýstofnuð verðlaun Isfirðingafélagsins í Reykja- vík: Anna Margrét Magnús- dóttir, Skipagötu 2 (til vinstri), og Bryndís Gunnars- dóttir, Árgerði. Við skólaslit- in léku þær báðar einleik á píanó, melankólíska dansa nr. 1 og 2 eftir Hjálmar H. Ragn- arsson. Barnakór Tónlistarskóla ísafjarðar ásamt stjórnandanum Wolf- gang Tretzsch, söngstjóra og organista. Kórinn söng nokkur lög á lokahátíð skólans. Námskeið í stjórn og meðferð gaffal- lyftara, körfubíla, valtara, steypu- dælukrana og dráttarvéla með tækja- búnaði verður haldið í Slysavarnar- húsinu Sigurðarbúð v/Úlfsárósa þriðjudaginn 2. júní og fimmtudaginn 4. júní 1992 kl. 1992 (tveggja kvölda námskeið). Verð kr. 4.000,- á mann. Skráning og upplýsingar í síma 94-4464. Vinnueftirlit ríkisins. Námskeið fyrír starfsfólk í þjónustu 1.-3. júní Námskeiðið er ætiað öllum þeim er starfa beint eða óbeint við þjónustu við ferðamenn, almennt starfsfólk og stjórnendur, hvort heldur er í verslun, á bensinsölu, í banka, á hóteli eða matsölustað. Námskeiðið er öllum opið og er til þess ætlað að vekja starfsfólk til umhugsunar um hvað þarf að hafa í huga þegar unnið er í þjónustu. Námskeiðið er 20 kennslustundir og haldið á Hótel ísafirði og hefst mánudaginn 1. júní kl. 18 og stendur í 3 kvöld. Allar nánari upplýsingar og innritun: Hótel ísafjörður sími 4111 og Anna G. Edvardsdóttir í síma 7129 í vinnu, 7213 heima. Ferðamálasamtök Vestfjarða. ÞÝSKALANDSFARAR! ibúð til leigu 20 km. fyrir austan Bremen. U.þ.b. VA klst. akstur frá flugvellinum í Hamborg. Uppl. í s. 904942083151 eða 91-22556. TIL SÖLU Lada Sport árg. ’80 með '87 árg. af vél, gott eintak. Verð kr. 65.000,- S. 7488. ST ARFSKRAFTUR óskast til ræstinga um helgar. Vinnutími skv. sam- komulagi. S. 4486, Gróa.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.