Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 27.05.1992, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 27.05.1992, Blaðsíða 6
Miðvikudagur 27. maí 1992 lVESTFIRSKA5 Bamahópurinn, kennarar og bflstjóri í góðu skapi og ljúfu samiyndi. Glaðir grunnskólakrakkar frá Flateyri á ferðalagi Blaðamaður Vestfirska var á ferð á Þingeyri á dögunum og rakst þar á hóp glaðra skólabarna frá Flateyri sem voru á skóla- ferðalagi ásamt kennurum iínum og skólastjóra. Ör- tröð var í nýju bensín- sjoppunni þar sem börn og kennarar röðuðu í sig góð- gæti, s.s. pyisum, sælgæti og gosdrykkjum. Vigfús Geirdal, skóla- stjóri Grunnskólans á Flat- eyri, sagði í samtali við VF að þetta væri ferðalag yngri bekkja skólans frá 1. og upp í 7. bekk. Ferðin hefði verið dagsferð um Ön- undarfjörð og Dýrafjörð. „Markmiðið er að fræða börnin um heimabyggðina. Fróðir menn sáu um leið- sögn, þeir Guðvarður Kjartansson og Gunn- laugur Finnsson á Hvilft, og fræddu börnin bæði um örnefni og sögulega staði. Einnig fræddu þeir börnin um dýra- og fuglalífið. Við heimsóttum Valþjófsdal, bæði í fjós og fjárhús, og sáum lamb koma í heim- inn. Ferðalagið er bæði gagn- legt og skemmtilegt fyrir börnin. Við höfum farið um söguslóðir Gísla sögu Súrssonar og kynnt þeim Gísla sögu. Þau munu síð- an iesa hana í 10. bekk þeg- ar þau kema þangað upp“, sagði Vigfús Geirdal. Hópurinn stillti sér svo upp til myndatöku og þegar henni var lokið hélt ævin- týri ferðalagsins áfram. Vortónleikar Karlakórsins Emis og Lúðrasveitar Isatjarðar: Guðrún Fínnbjamardóttir syngur einsöng Um helgina verða haldnir sameiginlegir vortónleikar Karlakórsins Ernis og Lúðra- sveitar ísafjarðar. Tónleikarn- ir verða í Félagsheimilinu í Bolungarvík föstudaginn 29. maí kl. 20.30 og í Frímúrara- salnum á ísafirði laugardaginn 30. maí kl. 17.00. Karlakórinn Ernir er sam- eiginlegur kór Karlakórsins Ægis í Bolungarvík og Karla- kórs ísafjarðar. Hafa kórarnir starfað saman mörg undanfar- in ár. Stjómandi kórsins er Þjóðverjinn Wolfgang Tretzsch, en hann var ráðinn kirkjuorganisti og kórstjóri við ísafjarðarkirkju í vetur. Karlakórnum hefur hann stjórnað síðan í febrúar sl. en fram að þeim tíma hafði starf- semi kórsins legið niðri um hríð. Lúðrasveit Isafjarðar hefur starfað af þrótti í vetur undir stjórn Sigurðar Friðriks Lúð- víkssonar tónlistarkennara. Efnisskráin er fjölbreytt og skemmtileg. Hæst ber Stánd- chen (Mansöngur) eftir Franz Schubert, en þar syngur Guð- rún Finnbjarnardóttir altsöng- kona einsöng. Guðrún er ættuð frá ísa- firði. Hún er dóttir Finnbjarn- ar Hjartarsonar prentara, bróðursonar Margrétar Finn- bjarnardóttur stórsöngkonu á ísafirði í áratugi. Guðrún lærði söng í Tónlistarskólan- um í Reykjavík hjá Ruth Magnússon og í Söngskólan- um í Reykjavík hjá Dóru Reyndal, þaðan sem hún út- skrifaðist í fyrra. Hún stundar nú framhaldsnám í söng í Boston í Bandaríkjunum. Er fólk hvatt til að koma og hlýða á þessa stórgóðu söngkonu. Sala aðgöngumiða er við innganginn. JR VÍDEÓ Nýjarmyndir rikalega RIC0CHET SHAD0W 0FAD0UBT JR VÍDEÓ Mánagötu 6 S 4299 Landsbankahlaupið á Tálknafirði Eftir prófin í Grunn- skóla Patreksfjarðar var útivistarvika nemenda hjá öllum bekkjum nema 9. og 10. bekk. Þeir bekkir voru ekki með vegna þess að þeir voru lengur í prófum og fóru síðan í skólaferða- lag. Erna Sveinbjarnar- dóttir, skólastjóri á Pat- reksfirði, sagði að í útivist- arvikunni hefði verið farið til Tálknafjarðar í sund og fjöruskoðun. ..Það var fariö upp í hlíð fyrir ofan skólann og plant- að þar upp undir 200 trjám. Síðan var endað á því á föstudaginn að hafa öku- leiknikeppni á reiðhjólum og mæltist það mjög vel fyrir. Keppninni lauk með grillveislu með pylsum og því sem við á. Þarna var um keppni að ræða í yngri og eldri flokki og einnig milli stúlkna og pilta. Sig- urvegararnir fá verðlauna- peninga á skólaslitum og allir sem tóku þátt í keppn- inni fá viðurkenningar- skjal. Okkur finnst útivistar- vikan hafa heppnast mjög vel. I upphafi höfðum við það í huga að vorið væri góður tími og náttúran öll að vakna. En vorið hefur verið kalt og gróður seinn til. Fyrsti áfangi nýja skól- ans verður afhentur form- lega á fimmtudaginn, en þá eru skólaslit kl. 14. Þarna eru hand- og mynd- menntastofa og smíða- stofa, ein sú fullkomnasta á landinu. Einnig er þar snyrtiaðstaða fyrir allt húsið“, sagði Erna Svein- bjarnardóttir skólastjóri. -GHj. SMA FORD ESCORT 1600 árg. ’84, sjálfsk. til sölu. Til- boð óskast. S. 4532. BARNAPÖSSUN óska eftir að passa börn fyrir hádegi. Er 14 ára og vön að umgangast börn. S. 3521. ÓSKUM EFTIR ódýru eða okeypis sófasetti og ruggustól. S. 7758. FLOAMARKAÐUR TIL SÖLU og kökubasar verður hald- BMW árg. '80. Inn í Fétagsheimilinu á S. 7279. Þingeyri sunnudaginn 31. maí kl. 2. Aliur ágóðinn rennur til leikskóians Laufáss. Foreldrafélagið. TIL SÖLU Toyota Cressida árg. 78. Fæst á 85 þús. Skoðuð '92. S. 3436, Sigrún. SPÁI í TELAUF, spil og les í lófa. S. 4672. GULLFALLEGIR hvolpar fást gefins. S. 4809. ÍRÚn ÓRKAST 2ja herb. íbúð óskast til leigu á ísafirði frá júní til sept. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppi. í s. 3446 eða vs. 4222 BARNAPIA með reynslu óskar eftir að passa börn í sumarfyrir eða eftir hádegi. Er að verða 14 ára. Meðmæli ef óskað er eftir. Birgir. S. 4184, Beta. Rútuferðir milli Hólmavíkur og Flateyrar um ísafjörð að hefjast Áætlunarferðir lang- ferðabifreiða hefjast nk. þriðjudag frá Flateyri um ísafjörð til Hólmavíkur. Ferðirnar verða tvisvar í viku í sumar, á þriðju- dögum og föstudögum. Brottfarartími frá Flateyri er kl. 11:00, frá ísafirði kl. 11:45 og frá Hólmavík til baka kl. 16:30. Aðrir við- komustaðir verða Súðavík, Ögur, Djúpmannabúð og Kirkjubólsvegamót í Langadal. Að sjálfsögðu er hægt að fá bílana til þess að taka farþega hvar sem er við Djúpveginn ef látið er vita fyrirfram. Þórir Garðarsson, einn eigenda fyrirtækisins Allra- handa sem sér um ferðirn- ar, sagði í samtali við VF að þeir hefðu sótt um sér- leyfið Ísafjörður-Hólma- vík-Reykjavík og einnig Isafjöröur-Flateyri-Þing- eyri-Brjánslækur. Hefðu þeir fengið úthlutað leiðun- um Þingeyri- ísafjörður og Ísafjörður-Hólmavík. „Menn komast á sama deg- inum frá ísafirði og suður til Reykjavíkur og Akur- eyrar og öfugt. Ferðir okk- ar eru tengdar ferðum Guðmundar Jónassonar til og frá Hólmavík og svo er hann tengdur inn á áætlun Norðurleiðar til Akureyr- ar. Við tökum einnig vörur en aðallega eru þetta fólks- flutningar", sagði Þórir. ..Okkur fannst nauðsyn- legt að koma á þessum ferðum og helst alla leið til Reykjavíkur. Svo er mein- ingin að setja upp ferðir á milli Þingeyrar, Flateyrar og Isafjarðar. Það er ekki ljóst enn hvernig það verð- ur því ákvörðun um sér- leyfið kom afar seint. Við erum hæfilega bjartsýnir“, sagði Þórir að lokum. Eigendur Allrahanda eru Þórir Garðarsson og Sigurdór Sigurðsson á Flat- eyri ásamt fjöiskyldum sínum. Allar upplýsingar um ferðirnar er að fá hjá Ferðaskrifstofu Vestfjarða í síma 3557 og í símum 7730 og 7830 á Flateyri. Þarna verður einbeitingin að vera í lagi. Útivistardagar í Grunnskólanum á Patreksfirði Hér er hluti barnanna sem tóku þátt í Landsbankahlaup- inu á Tálknafirði á sunnudaginn, skömmu eftir að lagt var af stað úr rásmarkinu. Ekki er annað að sjá en þátttakendur taki á því sem þeir eiga til. Á eftir voru svo veitingar við útibú bankans á Tálknafirði. -GHj.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.