Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 04.06.1992, Side 1

Vestfirska fréttablaðið - 04.06.1992, Side 1
FIMMTUDAGUR 4. JUM 1992 16. TÖLUBLAÐ • 18. ÁRGANGUR YESTFIRSKA RITSTJORN OG AUGLVSINGAR: SÍMI 94-4011 • FAX 94-4423 I SALA & ÞJÓNUSTA PÓLLINN HF. 1 PÓLLINN HF Verslun S 3092 Þau voru á mcðal veislugesta á Hótel ísafirði. Frá vinstri: Cuðfinna Halldórsdóttir, Hulda Pálmadóttir, Jón Páll Halldórsson, Guðmundur Guðmundsson og Margrét Gísladóttir. Saltfiskpönniikökur, saltfiskroð — og matardiskurinn með heim! Efnt var til saltfiskveislu á Hótel ísafirði á þriðjudags- kvöldið. Tilefnið er 60 ára af- mæli Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda (S.Í.F.) núna í sumar, en spánskir meistarakokkar og Rúnar Marvinsson matargerðar- snillingur fara um landið og töfra fram hina fjölbreytileg- ustu rétti úr saltfiski á völdum veitingastöðum um þessar mundir, í samvinnu við kokk- ana á hverjum stað. Naglasúpan margfræga kom reyndar upp í hugann, þegar hver rétturinn öðrum betri (og allir gerólíkir hver öðrum) voru bornir fram, og allir úr saltfiski. Á sínum tíma þótti undrum sæta þegar svo mikil og góð súpa var soðin af aðeins einum nagla, en nú var saJt- fiskur kominn í stað naglans, og árangurinn ekki síðri! Hér skal getið spænskra rétta sem fram voru bornir: Djúpsteikt saltfiskroð, salt- fiskfingur, saltfiskkæfa, salt- fisk-eggjakaka, grænmetis- súpa með saltfiskbollum, pönnukökur í rækjusósu, fyllt- ar með saltfisk og tómat, salt- fiskur á grænni sósu og salt- fiskterta á la S.Í.F. Sá eini af þessum réttum sem minnti undirritaðan verulega á gamla góða íslenska saltfiskinn heima í Mosfellssveitinni var sá næstsíðasti, hér var bara komin græn sósa og grænmeti og kruðirí í staðinn fyrir flotið og kartöflurnar. Að auki var svo sangría og sítrónukrapís, en f þeim réttum var ekki salt- fiskur. Snætt var af forláta matar- diskum sem S.Í.F. hafði látið búa til af þessu tilefni, með mynd af gulum saltfiski og áletruninni BACALAO IS- LANDIA -1932-SÍF-1992. Að loknum uppþvotti fékk síðan hver gestur sinn disk til að hafa heim meðsér til minja. Ekki er undirrituðum grun- laust um að þessi skemmtilega gjöf hafi valdið því að sumum gestunum dvaldist nokkuð á Hótel ísafirði eftir málsverð- inn; a.m.k. hafði hann sjálfur af því áhyggjur, hvernig við skyldi bregðast ef pólitíið ætti leið hjá í þann mund sem hann kæmi út af hótelinu með sælu- svip á andlitinu og áletraðan matardisk í hendinni. Sem betur fer reyndust þær áhyggjur ástæðulausar. Við upphaf málsverðarins ávarpaði Guðmundur Páll Einarsson úr Bolungarvík veislugesti og bauð þá vel- komna. Hann rakti síðan að- draganda að stofnun S.Í.F. fyrir sextíu árum, en það voru hinir miklu erfiðleikar sem þá voru í sölumálum saltfisks. Það kom fram í máli Guð- mundar Páls, að árið 1930 var talið mesta aflaár íslandssög- unnar til þess tíma. í árslok voru miklar saltfiskbirgðir í landinu og síldveiði auk þess góð, en verðfallið á flestum sjávarafurðum svo ægilegt að heita mátti að útgerð lands- manna væri í molum um ára- mótin. Margir útgerðarmenn og fiskverkendur töpuðu offjár, og þeir sem mestan höfðu aflann töpuðu mestu. Ástandið átti þó eftir að versna á árinu 1931. Sá glund- roði sem skapaðist leiddi síðan til stofnunar SÍF árið eftir. Samkvæmt lögum SÍF er til- gangur sambandsins að selja saltfisk og stuðla að vöruvönd- un og þróun nýrra afurða. Undanfarin ár hefur SÍF ár- lega selt saltfisk fyrir 300-400 félagsmenn. Framleiðslan hef- ur verið um 50-60 þúsund tonn árlega og 30-40% þorsk- afla íslendinga farið í salt. --------------------------------- Vatnslitamyndir Guðmundar Thoroddsen á Hótel ísafirði Þessa dagana stendur sterdam á árunum 1976- yfir sýning á 18 vatnslita- 85. Hann hefur margsinnis myndum eftir Guðmund sýnt verk sín, bæði hér Thoroddsen í aðaisölum á heima, í Danmörku, Hol- neðstuhæðinniáHótellsa- landi og Frakklandi. firði. Myndirnar eru allar Guðmundur Thoroddsen gerðar á Ísafirði á þessu ári stundaði myndlistarnám í og fjallar myndefnið um Reykjavík, Parfs og Am- hafið. Titringur í Bolungarvik Vcstfirska hefur frégnað Viðræður fóru fram milli að um þessar mundir sé Samstöðu og krata og náð- mikill titringur í méirihluta ist ekki samkomulag um krata og sjálfstæðismanna nýjan meirihluta. Kratar f bæjarstjörn Bolungarvík- héldu síðan fund með sínu ur. Hafi kratar óskað eftir ftílki og þar var ákveðið að formlegúm viðræðum við styðja óbreyttan meiri- minnihluta bæjarstjórnar hiuta. Vestfirska hefur sem skipaður er þrentur staðfestar fregnir af því að fulltrúum Samstöðu, lista mikil óánægja sé nú í vinstrimanna. Meirihlutinn röðum krata með núver- hins vegar samanstendur af andi meirihluta. þremur fulltrúum sjálf- stæðismanna og einum krata. Rafþjónusta Raftækjasala Rafeindaþjónusta Siglingatæki Kælitæki Kokkarnir skera saltfiskterturnar, eftir að slökkt hafði verið í einskonar eldvörpum sem á þeim voru gjósandi þegar þær voru bomar í salinn. Rúnar Marvinsson grallaralegur á svipinn og Sigurgeir Sigurgeirsson. Auk þeirra önnuðust mats- eldina þeir Florencio Martinez og Þorfinnur Þorfinnsson. Róið og beitt af kappi á Agli B A Páll Líndal, sjómaður á Patreksfirði, beitir af kappi eins og sjá má hér á mynd- inni. Páll er skipverji á Agli BA og stundar bæði sjóinn og beitningar í landi. Myndin var tekin á laugar- dagskvöldi þegar Egill BA var á ieið út, en Páll varð eftir í landi til aö beita. Að sögn Páls róa þeir alla sjö daga vikunnar þeg- ar gefur, með 48 Itnubala. Egill var nýkominn úrslipp á Skagaströnd og hafði bara farið einn róður og fengið tæp fimm tonn. En skyldi hann Palli vera búinn að beita línu sem nær til Japans og heim aftur eins og elstu og reyndustu beitningarmenn á Vest- fjörðum hafa gert, margir hverjir? -GHj.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.