Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 1
ÍÞRÓTTA- KÁLFUR VESTFIRSKA FLUGLEIÐIR ® ® ® 3000 3400 3410 Afrekskona í sundi: Helga Sigurðardóttir cndasprcttur á ferli frábærrar íþróttakonu, sem sýnt hefur að með áhuga og dugnaði er hægt að ná langt, þrátt fyrir að allar aðstæður séu ekki upp á það allra besta. Helga Sigurðardóttir var hluti af boðsundssveitum Vestra sem settu fjöldann all- an af íslandsmetum telpna, stúlkna og kvenna á árunum 1984- 89. Auk þess setti hún einstaklingsmet í 50 m og 400 m skriðsundi á þeim árum. f landslið íslands í sundi var Helga valin í fyrsta sinn árið 1985 til að keppa á Ulster-leik- unum á írlandi, og hefur hún verið fastamaður í landsliðum íslendinga síðan. Hún hefur frá þeim tíma verið fulltrúi þjóðar sinnar í öllum lands- keppnum og öðrum mótum sem landsliðið hefur tekið þátt í. Meðal annars hefur hún keppt þrisvar á Ólympíu- leikum smáþjóða og verið sigursæl þar. Á síðustu lcikum fékk hún næstflest verðlaun allra þátttakenda, næst á eftir öðrum íslenskum keppanda, Ragnheiði Runólfsdóttur. Helga hlaut alls fimm gull- verðlaun og tvenn silfurverð- laun, en Ragnheiður fékk einu gulli fleira. Helga hefurtvisvar náð lágmörkunum á Evrópu- meistaramótið í sundi, fyrst Helga/Sigurðardóttir er fjöihæf sundkona og hefur alltaf lagt mikla áherslu á að æfa allar greinar sundsins. Hér fara á eftir hesjtu tímar hennar í hverri grein í 16 metra, 25 metra og 50 metra laugum. 16 m laug 25 m laug 50 m laug 50mskriðsund 27.00 27.00 27.45 lOOm — 57.59 57.59 59.24 200 m — 2.04.83 2.05.97 2.06.72 400 m — 4.24.70 4.30.54 4.34.89 (ísl.met) 800 m — 9.09.50 9.26.42 9.46.48 1500 m — 17.51.10 50 m bringusund 36.70 100 m — 1.17.23 200 m — 3.00.40 3.00.50 50m baksund 33.10 33.97 lOOm — 1.07.51 1.12.24 1.20.70 200 m — 2.32.70 50mflugsund 31.40 31.95 lOOm — 1.07.54 1.10.93 200 m — 2.35.00 2.36.47 200mfjórsund 2.25.48 2.27.10 400 m — 5.14.61 5.22.13 5.25.83 Allt eru þetta tímar sem eru nálægt því besta sem gerist á íslandi í dag, sumir alveg við íslandsmetin. Helga Sigurðardóttir er sundkona í fremstu röð og hefur stundað íþrótt sína síðan 1981. Hún hefur allan sinn feril æft undir merkjum Vestra á Isafirði, en hefur nú um tveggja ára skeið æft og keppt fyrir Alabama-háskólann í Bandaríkjunum. Helga kemur þó heim og kepp- ir fyrir sitt gamla félag þegar því verður við komið, nú síðast á Islandsmótinu innanhúss, sem fram fór í Vestmannaeyjum í apríl. Þar sigraði hún í 100 m skriðsundi kvenna og varð í öðru sæti í 50 m og 200 m skriðsundi á mjög góðum tímum. Helga er fædd 23. apríl 1969. Hún er því nýorðin 23 ára og stendur um þessar mundir á hátindi ferils síns sem fþróttamaður í fremstu röð. Hún byrjaði sundiðkun árið 1981 þegar íþróttakenn- ararnir Guðríður Sigurðar- dóttir og Rannveig Pálsdóttir söfnuðu liði í Grunnskóla ísa- tjarðar til þess að keppa við Bolvíkinga á Vestfjarðameist- aramótinu það árið. Helga var hluti þess liðs sem síðan varð kveikjan að Sunddeild Vestra, sem formlega var stofnuð 24. nóvember 1982. Fyrstu árin æfði Helga mest langsund, með það markmið að verða síðar meir góður sprettsundmaður. Hún setti sitt fyrsta met í lengri sund- greinum árið 1982, í 800 m skriðsundi. Tíminn var 12.11.60 sem var þá Vest- fjarðamet telpna (metið í dag á Halldóra Sveinbjörnsdóttir, og er það 9.45.60). Á þeim áratug sem liðinn er frá fyrsta meti Helgu hafa framfarir hennar verið gífurlegar og núverandi Vestfjarðamet hennar í kvennaflokki í 800 m skriðsundi er 9.09.50. Foreldrar Helgu Sigurðar- dóttur eru þau Helga Jóakims- dóttir og Sigurður B. Þórðar- son á Isafirði. Þau hafa alla tíð verið hennar sterkustu stuðn- ingsmenn og um leið verið hluti af þeim bakhjarli sem staðið hefur á bak við árangur og uppgang Sunddeildar Vestra um árin. Bæði hafa þau lagt á sig mikla vinnu í þágu sundíþróttarinnar hér á Isa- firði. Meðal annars var Helga í fyrstu stjórn Sunddeildar Vestra árið 1982, cn Sigurður hefur verið ræsir og yfirtíma- vörður félagsins um árabil og þykir með betri ræsum landsins. Systkini Helgu hafa einnig stundað sund hjá Vestra. Hall- dór bróðir hennar hefur verið í unglingalandsliði fslands undanfarin tvö ár og. er í fremstu röð íslenskra sund- manna í dag (auk þess að vera íslandsmeistari í skólabrids!). Hildur systir Helgu hefur æft með yngri hópum Vestra. Hún er efnileg sundkona eins og margir þar og á framtíðina fyrir sér ef hún æfir vel. Æfingasókn Helgu Sigurð- ardóttur hefur alltaf verið til fyrirmyndar. Það eru fáar æfingar sem hún hefur sleppt yfir árið, enda hefur árangur hennar líka verið eftir því. Hún hefur alltaf tekið allri leiðsögn mjög vel, farið ná- kvæmlega eftir því sem við hana hefur verið sagt og stund- að íþrótt sína af alvöru og kostgæfni. Þetta hefur nú skil- að henni þeim árangri, að hún er orðin fastamaður í einu besta sundliði Bandaríkjanna og nýtur styrkja til háskóla- náms á þess vegum. Nú er Helga að reyna við lágmörk á Ólympíuleikana sem fram fara í Barcelona á Spáni í sumar. Það er beint framhald á þeirri braut sem hún hefur fetað hingað til og vona ég að henni gangi vel í þeirri viðleitni sinni. Ef henni tekst að komast á Ólympíu- leikana verður það góður Um kálf þennan Blaðauki þessi er frum- tilraun í þá átt að hafa í gangi öðru hverju sérstak- an íþróttakálf eða íþrótta- síðu, þar sem greint yrði frá íþróttaviðburðum á Vcstfjörðum og málefnum tengdum íþróttum. Það er von mín, að þetta geti orð- ið til þess að umfjöllun um íþróttir gcti orðiö breiðari og hægt verði að velta upp hliðum á þeim sem sjaldan sjást - t.d. hvað þarf til að ná árangri, hvað þarf til að mynda íþróttafélög, hvert erskipulag íþróttamála hér á Vestfjörðum, og fleíra og fleira. Þessar hliðar eru einmitt grunnurinn að allri íþróttaiðkun, en fá sjaldan eða aldrei pláss á síðum dagblaða eða í öðrum fjöl- miðlum. þar sem meira er gert af því að lýsa eingöngu úrslitum. Einnig verður reynt að skoða fræðslumál, og stefn- ur sérsambanda og félaga verða teknar fyrir. Til þess að þetta geti orð- ið nokkur lyftistöng fyrir íþróttir almennnt er það von mín að sem flestir taki vel í það að senda inn efni til birtingar (vissulega úrslit og íþróttafréttir líka!) og verður reynt að verða við óskum sem flestra í þeim efnum eftir því sem pláss og tími leyfir. Einnig vonast ég eftir því að auglýsendur sjái sér hag í því að auglýsa á þess- um síðum svo sem einu sinni í mánuði til þess að hægt verið að halda þessu áfram, og verður hluta þess fjár sem inn kemur varið til þess að styrkja afreks- mannasjóð IBÍ, sem von- andi fer að sjá dagsins ljós. Með kveðju, Óli Pór. árið 1989 þegar hún stóð sig langbest allra íslensku kepp- endanna og setti eitt Islands- met, og aftur í fyrra þegar mótið fór fram í Aþenu. Helga hefur fjórum sinnum verið vaiin Iþróttamaður ísa- fjarðar og alltaf verið vel að þeim titli komin. Hún er glæsi- legur fulltrúi ísfirskrar æsku og íþróttafólks og hefur verið heimabæ sínum til sóma í hví- vetna, jafnt innan laugar sem utan. Að mati mínu, sem þetta rita, er Helga Sigurðardóttir einn albesti íþróttamaður sem ég hef kynnst og þjálfað. og hef ég séð marga góða. Ein- beitni hennar við æfingar er ótrúleg, og hefur hún fórnað geysilegum tíma og fjármun- um til þess að ná þangað sem hún er í dag. ó/(- pór

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.