Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 4
Þráinn Hafsteinsson íþróttafræðingur skrifar: s Iþróttaþjálfun unglinga á kynþroskaskeiðinu - hvernig og hvers vegna? Þátttaka í íþróttum á kyn- þroskaskeiðinu og stuttu eftir það virðist vera erfiðleikum háð fyrír margan unglinginn og alltof margir hætta íþrótta- iðkun á þessu aldursskeiði. Astæður brottfallsins eru ekki þekktar, en margar kenn- ingar eru til, sem ekki verða raktar hér. Ein ástæðan er þó talin vera sú, að þjálfun ung- linga á kynþroskaskeiðinu taki ekki nægilegt tillit til líkamlegs þroska og ólíkra þarfa meðan á þessum umbrotatíma stend- ur í lífi þeirra. LÍKAMLEGAR BREYTINGAR Kynþroskaskeiðið hefur í t'ör með sér miklar líkamlegar breytingar, svo sem mikla lengdaraukningu, oft í kring- um 10 cm á ári. Bein, vöðvar, öndunarfæri og kynfæri vaxa mjög hratt og hefur það í för með sér stóraukinn kraft til ýmissa átaka, svo sem á íþróttasviðinu. Þolgctan eykst einnig verulega. Líkaminn verður hæfari til þess en fyrir kynþroskann að þola kraft- og þolæfingar. Oft kemur ekki í Ijós fyrir cn á kynþroskaskeið- inu hvar líkamlegir hæfileikar einstaklingsins liggja í íþrótt- um, því þá fyrst skýrist hvern- ig líkamsbygging einstaklings- ins verður. Hjá unglingum í örum vexti er oft um að ræða tímabundna stöðvun eða jafn- vel afturför í hreyfigetu og æfingum sem krefjast jafnvæg- is. Astæðurnar liggja í hröðum vexti beina og vöðva. Það tekur tíma fyrir tauga- og vöðvakerfin að stilla saman strengi sína og ná að stjórna hreyfingum stærri og sterkari vöðva og lengri og þyngri beina. Þetta hefur í för með sér að klunnalegar hreyfingar geta tímabundið verið áber- andi og tæknileg færni í íþrótt- um getur orðið slakari en áður, eða framfarir litlar þrátt fyrir miklar æfingar. Kynþroskaskeiðið hefst að jafnaði tveimur árum fyrr hjá stúlkum en drengjum og einnig getur verið margra ára munur á því hvenær einstakl- ingar af sama kyni taka út kyn- þroska sinn. SÁLRÆNIR ÞÆTTIR Leitin að sjálfsmyndinni er einkennandi fyrir kynþroska- skeiðið. Hver er ég? Hvernig vil ég vera? Hver vil ég að ímynd mín verði í augum ann- ars fólks? Félagarnir hafa oft meiri áhrif en foreldrarnir á lífsvenjur og lífsstíl. Vits- munaþroskinn er mjög mis- munandi. Mikilvægi þess að þjálfarinn, sem félagi og stjórnandi unglinganna, leggi áherslu á heilbrigðan lífsstíl, aga og reglusemi á öllum svið- um og hjálpi til við að finna fyrirmyndir sem leiða ungling- ana á braut sem þroskar þá til árangurs í íþróttum sem á öðrum sviðum, verður seint ofmetið. TAKIÐ TILLIT TIL ÞROSKA HVERS OG EINS En hvað kemur þetta tal um líkamlegan og andlegan þroska íþróttaþjálfuninni við? Þarf ég sem þjálfari ekki bara að kunna skil á sjálfri íþrótta- greininni? Ég kann góð skil á tækni, taktík og æfingaupp- byggingu, hvað þarf ég að kunna meira? Vissulega er mjög mikilvægt að íþróttaþjálfarinn kunni góð skil á íþróttagreininni, þar er alltaf forsenda þess að árangur náist. En það er ekki síður mikilvægt, og ekki hvað síst við þjálfun unglinga á kyn- þroskaaldrinum, að vita hve- nær eigi að leggja fyrir ákveðnar æfingar, svo sem kraft- og þolæfingar, og hvernær þurfi að meta hvar á þroskabrautinni hver einstak- lingur er. Mikilvægi þess að taka tillit til cinstaklinganna og gefa þeim verkefni við hæfi og leggja ekki alltaf sömu æfingarnar fyrir jafnaldra, verður seint brýnt um of fyrir þjálfurum og leiðbeinendum. Þaö getur verið margra ára þroskamunur á unglingum sem eru jafngamlir og æfa og keppa í sama liði. TENGSL LÍKAMSÞROSKA OG ÁRANGURS í ÍÞRÓTTUM Hlutverk þjálfarans sem fé- laga unglinganna er mjög mikilvægt á þessum árum, og eitt það mikilvægasta sem hann getur komið til skila og útskýrt sem félagi, er hvaða áhrif kynþroskinn hefur á íþróttalega getu unglinganna. Þjálfarinn á að útskýra fyrir þeim hvað gerist í líkamanum og að það sé í flestum tilvikum eðlilegt að unglingarnir taki út þroska sinn mismunandi hratt og að einn úr hópnum sé bráð- þroska en annar seinþroska. Einnig að vegna þroskamun- arins verði að leggja fyrir mis- munandi æfingar á stundum, því æfingar sem gera sumum gott séu gagnslausar fyrir aðra. Útskýrið einnig að líkamleg geta strákanna verð- ur meiri vegna karlhormón- anna sem líkaminn byrjar að framleiða við kynþroskaskeið- ið. Strákarnir fá stærri vöðva, stærri bein, stærra hjarta, stærri öndunarfæri, sem gerir þá hæfari til íþróttaiðkunar. Útskýrið einnig að með kynþroskaskeiðinu hefst framleiðsla kvenhormóna sem valda því að tíðir hefjast hjá stelpum. Þjálfarinn þarf að hafa kunnáttu til að geta leið- beint, útskýrt og rætt í ein- lægni um alla þessa líffræði- legu þætti og vandamál sem þeim geta fylgt. Útskýrið það tímabundna forskot sem bráðþroska ung- lingar geta náð í íþróttum og þau vandamál sem geta komið til vegna þess, bæði fyrir þeim sem eru seinþroska og ekki síst fyrir þeim sem njóta þessa forskots tímabundið vegna stærri og sterkari vöðva, en Þráinn Hafsteinsson. ekki vegna ástundunar við æfingar eða meiri hæfileika. KRAFTÞJÁLFUN Eins og áður sagði, þá verð- ur líkami unglinganna á kyn- þroskaskeiðinu hæfari til kraftátaka vegna stærri vöðva. Áherslan á þess konaræfingar eykst því hlutfallslega frá því sem áður var. Farið þó varlega í kraftþjálfunina og hafið sem reglu að unglingarnir vinni sem mest með eigin líkama, framkvæmi æfingarnar með réttri tækni og að æfingar sem valda niiklu álagi á hrygginn, svo sem lyftur upp fyrir höfuð, mæti afgangi meðan unglin- garnir eru að vaxa. Hafið æf- ingarnar einfaldar í framkvæmd, leggið fyrst áherslu á kraftþolið, og að endurtekningarnar séu marg- ar og mótstaðan lítil. Síðar ætti að auka vægi snerpukrafts og þá er lögð áhersla á hraða hreyfinga í æfingunum, endur- tekningum fækkað og mót- staðan áfram lítil. Áhersla á þjálfun hámarkskrafts ætti að hefjast eftir að lengdarvexti lýkur. ÞOLÞJÁLFUN Vegna stærri öndunarfæra eykst þolhæfni unglinganna á kynþroskaskeiðinu og er mjög mikilvægt að þjálfa þolþáttinn á meðan á þessu þroskaferli stendur. Oft eiga unglingarn- ir, sérstaklega stúlkur, erfitt með þolæfingar vegna skyndi- legrar þyngdaraukningar á þessum aldri. Reynið að út- skýra mikilvægi þolæfinganna, þó erfiðar séu, og að verið sé að leggja grunninn að góðu þoli það sem eftir er ævinnar. Áhersla á loftháðar æfingar ætti að vera í fyrirrúmi. Loft- háðar æfingar eru t.d. hlaup og hlaupaleikir af ýmsu tagi (eða langsund á litlum hraða), sem standa yfir í langan tíma, frá 5-10 mín. upp í 20-30 mín. Hraðinn í hlaupunum (sund- inu) ætti að vera þannig að ekki myndist mjólkursýra í vöðvum viðkomandi. Áhersla á loftfirrða þjálfun ætti alls ekki að vera mikil, þó svo að í lagi sé að kynna hana lítil- lega á þessum árum. VESTFIRSKA | FRÉTTABLAÐIÐ | 2. deild kvenna: BÍ - Reynir 1-0 Kristín Loftsdóttir besti maður vallarins Guðjón Þorsteinsson skrifar: Lið BI og Reynis úr Sand- gerði í 2. deild kvenna mættust á Torfnesvelli á miðvikudags- kvöldið í síðustu viku, og skemmst er frá því að segja, að BÍ-stúlkurnar uppskáru verðskuldaðan sigur, 1-0. Fyrsta og eina mark leiksins kom eftir góða hornspyrnu frá Sigrúnu Sigurðardóttur, en Hulda Bragadóttir stökk manna hæst og skallaði fallega í markið. Mörk ísfirsku stúlknanna hefðu hæglega get- að orðið fleiri, en herslumun- inn vantaði. Besti maður þessa leiks vat án efa Kristín Loftsdóttir, sern m.a. varði tvær vítaspyrnur, en annars á allt BÍ-liðið hrós skilið fyrir góðan leik. Reynis- stúlkurnar virtust hafa gleymt keppnisskapinu heima og not- uðu tímann óspart til að rífast hver í annarri. Þær eiga að geta gert miklu betur. Bikarkeppnin í knattspyrnu: BÍ - Yíðir 4-0 — Sigur góðrar liðsheildar Gtiðjón Þorsteinsson skrifar: Óhætt er að segja, að strák- arnir í BI hafi byrjað fyrsta heimaleik sinn á þessu sumri með látum, en leikurinn var háður á Torfnesvelli á þriðju- daginn í síðustu viku. Liðið sýndi það í þessum leik að ekki ættu allir að spá því neðsta sæti í 2. deildinni. Jafnræði var með liðunum til að byrja með og var sótt á báða bóga, en BI opnaði markareikning sinn á 17. mín- LIÐLEIKAÞJÁLEUN Áhersla á liðleikaþjálfun ætti að vera mikil meðan vöðv- arnir eru í örum vexti og fyrstu ve rulegu k raft þj á I fu n a ræf- ingarnar eru lagðar fyrir. Liðkandi upphitunaræfingar í upphafi livers æfingatíma og teygjuæfingar til þess að auka liðleika í lok hverrar æfingar ættu að vera ófrávíkjanleg regla. Leggið áherslu á lið- leikaæfingarnar þegar vöðv- arnir eru heitir og að rétt sé farið að við teygjuæfingar og beitingu líkamans. Sé liðleika- þjálfuninni sinnt vel á vaxtar- skeiðinu eru minni líkur á meiðslum, viðkomandi þolir meira álag í þjálfun og á auð- veldara með að framkvæma tæknilega flóknar hreyfingar og æfingar og meiri líkur eru til þess að viðkomandi eigi auðvelt með að viðhalda nægi- legum liðleika undir miklu æfingaálagi á fullorðinsárun- um. TÆKNIÞJÁLFUN Hlutfall tækniþjálfunar af heildarþjálfuninni minnkar við auknar áherslur á kraft- og þolaukandi æfingar. Tækni- þjálfunin ætti að miðast við að viðhalda áður lærðri tækni. Ört stækkandi vöðvar þurfa að laga sig að flóknum hreyfing- um. Gefið ykkur góðan tíma við tækniæfingarnar og gefist ekki upp þó á móti blási um tíma. Reynið ætíð að tengja kraft og tækniæfingar saman þannig að léttar tækniæfingar komi á milli kraftæfinga, t.d. á meðan á hvíld stendur. SÉRHÆFING HEFST - EJÖLÞÆTT ÞJÁLFUN ÁFRAM Þegar hér er komið á þroskaskeiðinu er mjög líklegt að í Ijós komi hvar hæfileikar einstaklinganna liggja til árangurs í íþróttum. Það er þjálfarans að hjálpa ungling- unum við að meta stöðu sína og ákveða hvert skal stefna. Unglingarnir ættu að einbeita sér meira að ákveðinni íþróttagrein eða greinaflokki, en halda um leið áfram að æfa margar greinar á meðan, til þess að tryggja fjölbreytta þjálfun sem er bráðnauðsyn- leg á þessum árum eins og áður. Þjálfarinn þarf að hjálpa unglingunum við að meta hæfileika sína til hámarksár- angurs í íþróttum og í hvaða greinuni viðkomandi er líkleg- astur til að ná árangri. Það verður síðan einstakl- ingsins sjálfs að velja endan- lega grein. Það ræðst oft af fé- lagsskapnum, starfi í viðkom- andi íþróttadeild og gæðum þjálfunarinnar, fremur en hæfileikum til að ná langt í viðkomandi íþróttagrein. Enn og aftur, þjálfarar og leiðbeinendur, takið tillit til einstakra þarfa og verið til staðar fyrír unglingana, bæði í gleði og sorg. LJm þessa grein Pessa grein er ad finna í síðasta hefti Skinfaxa. Höf- undurinn, Práinn Hafsteinsson, er íþróttafrœðingur að mennt og hefur reynt mikið til að breyta áherslum í ung- linga- og barnaþjálfun á íslandi. Mér finnst þessi grein eiga fullt erindi til foreldra sundfólks Vestra og annarra, og hún skýrir að mestu leyti allt það sem ég hef verið að reyna að gera hér undanfarin ár með breyttum aðferðum við þjálfun unglinga og barna, þ.e. að fara hægar og vinna meira á lengri vegalengdum, og í stíl og tœkni unglinganna á meðan á þessu vaxtarskeiði stendur. . qh pýr útu. Þá tók þjálfari liðsins, Ámundi Ámundason, auka- spyrnu rétt fyrir utan vítateig og gaf góða sendingu inn fyrir á Jóhann Ævarsson sem af- greiddi boltann fallega í netið (1-0). Eftir markið tók BÍ lcikinn í sínar hendur og á 50. mínútu skoraði Haukur Bene- diktsson frábært mark af 20 metra færi upp í hægra hornið (2-0). Sóknirnar héldu áfram og á 62. mínútu skoraði Jó- hann Ævarsson annað mark sitt eftir laglegt einspil frá miðju, framhjá þremur Víðis- mönnum (3-0). Síðasta mark BI skoraði síðan Stefán Tryggvason af 20 metra færi eftir varnarmistök (4-0). Víðismenn virtust ákaflega slakir og tókst þeim ekki að koma sér í góð færi við mark BI. Góður dómari leiksins var Ólafur Ragnarsson. Hjá BÍ var enginn öðrum fremri, liðs- heildin varmjöggóð. Hjá Víði var Sævar Leifsson sprækast- ur. Gul spjöld: Víðir: Vilhjálm- ur Einarsson. BÍ: Svavar Ævarsson. Cation litljósritiin ÍSPRENTHF. PRENTSMIÐJA S 94-3223 ÓÐINN BAKARI BAKARÍ S 4770 VERSLUN S 4707

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.