Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 11.06.1992, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 11.06.1992, Blaðsíða 1
r \ II STl m tsi K; FRÉTTABLAÐIÐ [ Nýr bátur í flotann (og þó gamall): Aldan ÍS-47, sem eitt sinn hét Bryndís IS, vasaútgáfa af skuttogara Gísli Jón Kristjánsson frá Ármúla hefur kevt nýjan bát í ísfírska flotann. Báturinn sem ber nafnið Aldan ÍS-47 verður gerður út á hörpuskel í sumar og mun leggja upp hjá Bása- felli hf. á Isafirði. Að sögn Gísla fer hann á Öldunni á Djúprækjuna næsta vetur. Báturinn var smíðaður á ísafirði 1979 fyrir Finnboga Jónasson og hét þá Bryndís IS. Hann hefur síðan borið nöfnin Iðunn, Sigurbjörg og nú Aldan. Gísli keypti skipið frá Eskifirði og bar skipið ein- kennisstafina SU-44. Aldan er tæplega 30 tonn að jtærð. Þegar Finnbogi íét byggja skipið þótti það framúrstefnu- legt og er það nokkurs konar vasaútgáfa af skuttogara. Við Óskum Gísla til hamingju með Ölduna og óskum honum velfarnaðar á henni. -GHj. Gísli Jón Kristjánsson við hið nýja skip sitt, Ölduna ÍS-47. Áfram meirihlutí Sjálfstæðis- manna og krata í Bolungarvík? — enn titringur í bæjarmálunum Eins og fram kom i síðasta tbl. Vestfirska hefur verið titringur í meirihlutasamstarfi krata og sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Bolungarvíkur. Bæjarfulltrúi A-listans, Ólafur Benediktsson, bauð bæjarfulltrúum Samstöðu upp á meirihlutasamstarf en sleit hann viðræðunum eftir að krat- ar höfnuðu breytingum á fundi í Alþýðuflokksfélagi Bol- ungarvíkur, að sögn þeirra Samstöðumanna. Meirihiutinn I bæjarstjórninni er skipaður einum fulltrúa Alþýðuflokks og þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokks. í minnihlutanum sitja þrir fulltrúar Samstöðu. Kratar hafa því oddaaðstöðu I bæjarstjórninni og geta í raun hallað sér að hvorum sem er, minnihlutanum eða sjálfstæðismönnum, og myndað meirihluta. Allt kom til álita hjá krötum, bæði myndun meiri- hluta með Samstöðu og allsherjarmeirihluta („þjóðstjórn") allra flokka. „Bæjarfulltrúi A-listans í Bolungarvík hringdi til mín til Reykjavíkur fyrir nokkru og bauð upp á viðræður um meiri- hlutamyndun í bæjarstjórn Bolungarvíkur, hvort heldur væri með okkur einum eða sjálfstæðismönnum einnig. Sagðist hann hafa tilkynnt á bæjarstjórnarfundi að hann byði upp áviðræður. Síðan liðu einhverjarvikurog ég kom vestur þegar þinghaldi lauk. Bæjarfulltrúinn hafði komið með svipað tilboð í fyrra og meinti svo ekkert með því. Þess vegna vorum við ekki tilbúnir nú að hlaupa í viðræður við hann í hvelli. Síðan fórum við Jón Guðbjartsson, bæjarfulltrúi Samstöðu, til Ólafs Benediktssonar, bæjar- fulltrúa A-listans, og ræddum við hann um meiri- hlutamyndun og lögðum fyrir hann okkar hugmyndir um málefnagrundvöll og hvernig yrði að málunum staðið. Við tókum ekkert undir meirihluta með þeim einum, heldur vildum við allsherjarmeirihluta frekar. Ólafur féllst á þenn- an viðræðugrundvöll. Við sögðum honum síðan að ekkert yrði gert í málinu fyrr en hann hefði samband aftur við okkur og við litum þannig á, að málið væri í hans höndum. Tveimur dögum seinna hafði Ólafur svo samband við Jón Guðbjartsson og sagði honum að ekkert yrði af þessu vegna þess að fundur hjá krötum hafi ekki viljað það“, sagði Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður og einn þriggja bæjarfulltrúa Samstöðu í Bolungarvík í viðtali við Vf. „Við höfum í meira en eitt ár verið að ræða bætt sam- skipti innan bæjarstjórnarinnar allrar. Við Kristinn Gunn- arsson höfum oft talað saman um bæjarmálin almennt og samstarf innan bæjarstjórnar. Það hefur í sjálfu sér ekki verið um beinar meirihlutaviðræður að ræða. Innan meiri- hlutans hefur ekki verið um neinn teljandi málefnaágrein- ing að ræða né samstarfsörðugleika. Eðlilega eru menn ekki sammála í öllum málum. Það liggur Ijóst fyrir nú, að þessi meirihluti mun standa. Þá er það rétt að oddvitar F-listans komu til mfn sunnudaginn 31 maí sl. og kynntu mér hugmyndir sínar um breytt meirihlutasamstarf sem á fundi A-listans 2. júní var hafnað að hefja viðræður um. Hins vegar hef ég viljað stuðla að góðum samskiptum meirihluta og minnihluta, hef marglýst því yfir og ávallt verið reiðubúinn í viðræður þar að lútandi", sagði Ólafur Benediktsson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Boiungarvík í samtali við Vestfirska. -GHi. Brotist inn á gæsluvöll Innbrot var framið á und krónur sem voru þar í gæsluvellinum við Túngötu peninga-kassa. Ekki voru á ísafirði aðfararnótt föstu- unnin spjöll og er málið dagsins sl. Höfðu þjófarnir óupplýst aðsögn lögreglu. á brott með sér 12-15 þús- GH' Evert Taube kvöld á Hótel ísafirði Sænsku vísnasöngvararnir „Duo Vi“ syngja og spila lög eftir sænska vísnasöngvarann og skáldið Evert Taube á Hótel ísafirði þriðjudaginn 16. júní kl. 21. Aðgangseyrir kr. 700 fyrir aðra en matargesti. Pantið borð tímanlega á Hótel ísafirði. 'í¥áte£ ý&z{fjfriðíU'i Norræna upplýsingaskrifstofan fTMMTUDAGUR 11. JUNI 1992 17. TÖLUBLAÐ • 18. ÁRGANGUR RITSTJORN 0G AUGLYSINGAR: SÍMI 94-4011 • FAX 94-4423 Rússar á rúntinum á númerslausum bílum — lumar einhver enn á hræi sem hann vill losna við? Að sögn lögreglunnar á ísafirði bar nokkuð á því, að skipverjar tveggja rússneskra rækjutogara sem komu til ísafjarðar í síðustu viku ækju um hafnarsvæðið og ná- grenni þess á númeralausum bílhræjum. Varð lögreglan að hafa afskipti af Rússunum vegna þess og var þeim gert skiljanlegt að þetta væri bannað. Rússarnir keyptu fimm eða sex afdankaða bíla og höfðu með sér austur til Garðaríkis. Sagt er að þeir séu eins og kóngar þar ef þeir aka um á Volvó eða Citroén þar í landi, svo ekki sé talað um ameríska bíla. Ekki virtust Rússarnir eiga mikið vodka handa Isfirðing- um og bar litið á sprúttsölu hjá þeim meðan þeir stóðu við. Nú er einn rússneskur rækjutogari í (safjarðarhöfn og því ágætt tækifæri fyrir þá sem enn kunna að luma á bíl- hræjum að losna við þau fyrir dollara eða hugsanlega einhvern gjaldmiðil í fljótandi formi (hér er hvorki átt við pepsí né smurolíu). -GHj. Dagskrá Sjómannadagsins á ísafírði Laugardagur 13. júní Kl. 13.00 Sigling um Djúpið með togurunum Júlíusi Geirmundssyni, Guðbjörgu og Páli Pálssyni. Kl. 16.00 Kappróður í Sundahöfn. Sunnudagur 14. júní Kl. 09.00 Messa í Hnífsdalskapellu. Kl. 11.00 Messa í ísafjarðarkapellu. Að lokinni messu verður minnst drukknaðra sjómanna. Kl. 13.00 Hátíðardagskrá við Sundáhöfn. 1. Lúðrasveit ísafjarðar leikur. 2. Setning: Kristinn Haraldsson, staðgengill formanns. 3. Ræða: Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður. 4. Aldraðir sjómenn heiðraðir. 5. Keppni í sjóvinnugreinum. 6. Verðlaunaafhending fyrir kappreiðar o.fl. 7. Tunnuhlaup, koddaslagurogfleiri leikir. Söl börn: Blöð og merki dagsins afhent kl. 10.00 í Hafnarhúsinu. M mid kaffísölu Slysavarnadeildarinnar i Hnífsdal. Rafþjónusta Raftækjasala Rafeindaþjónusta Siglingatæki Kælitæki SALA & ÞJÓNUSTA © PÓLLINN HF. Verslun S 3092

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.