Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 18.06.1992, Qupperneq 1

Vestfirska fréttablaðið - 18.06.1992, Qupperneq 1
IFIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 1992 18. TÖLUBLAÐ • 18. ÁRGANGUR IRITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: SÍMI 944011 • FAX 944423 1 SALA & ÞJÓNUSTA © PÓLLINN HF. 1 Verslun S 3092 70 ára afmælishátíð Flateyrarhrepps / Helga setti enn Islandsmet —og náði Olympíulágmarkinu! Að morgni 17. júní kl. 7:30 að staðartíma gerði Helga Sig- urðardóttir enn atlögu að Ólympíulágmarkinu í 50 m skriðsundi. Nú gekk allt upp hjá henni. Hún synti á 26,86 sek. sem er glæsilegt Islands- met og um leið 3/10 úr sek. undir lágmarkinu til Ólympíu- leikanna. Þar með er Helga annar íslenski sundmaðurinn (hinn er Ragnheiður Runólfs- dóttir) til að ná lágmarki fyrir þá. Hún bætti þarna 3ja daga gamalt íslandsmet sitt, sem hún setti á sunnudaginn (sjá baksíðu) um 4/10 úr sekúndu og hefur þá bætt metið um hálfa sekúndu alls. Helga mun halda til Ekva- dor á fimmtudagsmorgun til að æfa í þynnra loftslagi og undirbúa sig fyrir sjálfa leik- ana. Heim til íslands kemur hún svo 9. júlí og mun e.t.v. synda á Islandsmótinu, sem fram fer 10.-12. júlí. Þetta er glæsilegur árangur hjá Helgu, sem hún hefur markvisst stefnt að undanfarin ár. Það má segja, að þarna sé hún að setja glæsiiegan enda- punkt aftan við 10 ára þrot- lausa þjálfun sína. Helga er vel að þessum ár- angri komin. Það er fáir íþróttamenn sem leggja eins mikla vinnu og rækt við íþrótt sína eins og hún hefur gert þau ár sem hún hefur æft. Helga stefnir að enn betri árangri á sjálfum Olympíuleikunum, þar sem hún mun verða fyrsti ísfirski sundmaðurinn sem tekur þátt í þeim. Og ekki bara fyrsti sund- maðurinn, heldur fyrsti ísfirð- ingurinn eða Vestfirðingurinn sem yfirleitt keppir á sumar- ólympiuleikum. Sundfélagið Vestri sendir Helgu og fjölskyldu hennar innilegar hamingjuóskir með þennan glæsilega árangur og óskir um gott gengi í framtíð- inni- ÓliÞór. Flateyrarhreppur heldur upp á 70 ára afmæli sitt dagana 25.-28. júni. „Við höldum upp á þetta afmæli á veglegan hátt, eins og allar afmælisveislur", sagði Sigrún Gerða Gísladótt- ir formaður afmælisnefndar- innar í samtali við Vestfirska. „Afmælið er á vissan hátt ön- firsk listahátíð því þarna fer margt fram. Það er eiginlega ekki hægt að gera upp á milli allra atburðanna sem verða hjá okkur. Hátíðin byrjar 25. júní á því að nýtt minjasafn verður opnað og verður það síðan deild í Byggðasafni Vestfjarða. Við munum opna nýja íþróttahúsið, sem er geysilega stórt og myndarlegt og verður síðan í fullri notkun á hátíðinni. Allir sem vilja heimsækja okkur komast þar inn. Að sjálfsögðu er ekki vit- Flateyri veturinn 1914. Málverk eftir Steinþór Marinó Gunnarsson á sýningu í Hjálmi á Flateyri. Sjá bls. 3. að nákvæmlega fyrirfram um fjölda gesta í stórafmælum. Við vonum að það komi sem flestir og að Vestfirðingar verði duglegir að koma og þá sérstaklega nágrannar okkar á norðursvæðinu,“ sagði Sigrún. -GHj. IVIiimisvaröi afhjúpaður Rafþjónusta Raftækjasala Rafeíndaþjónusta Siglingatæki Kælitæki Á þjóðhátíðardaginn var af- hjúpaður minnisvarði í skrúð- garðinum við Bæjarbrekkuna á ísafirði, efri garðinum svo- nefnda, til minningar um Jón heitinn klæðskera og Karlinnu konu hans. Viðstödd athöfn- ina voru börn Jóns og Karl- innu og þeirra niðjar, og var það sonardóttir þeirra, Edda Björk Sigurðardóttir, sem af- hjúpaði minnisvarðann. Sam- kvæmt ákvörðum bæjarstjórn- ar skal garðurinn héðan í frá heita Jónsgarður. Skrúðgarðurinn við Bæjar- brekkuna er 70 ára á þessu ári. Blóma- og trjáræktarfélag ísa- fjarðar var stofnað í apríl 1922 og var þá strax hafist handa við að gera þennan garð. Edda Björk Sigurðardóttir af- hjúpaði minnisvarðann. Margir lögðu þar hönd á plóginn, en helsti frumkvöðull og sá sem annaðist garðinn í mörg ár var Jón klæðskeri Jónsson og eiginkona hans Karlinna Jóhannesdóttir. Minnisvarðinn er verk Jóns Sigurpálssonar myndlistar- manns, og skal hann vera til minningar um þau Jón og Karlinnu sérstaklega svo og allt það fólk sem vann þarna við að breyta óræktarlandi í Jón Sigurpálsson myndlist- skrúðgarð. armaður við minnisvarðann. Hrafn Gunnlaugsson á Hrafnseyri: Leitar að vegar- spotta í kvikmynd Elís Kjaran ýtustjóri á Þingeyri og Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður ræðast við um Hrafnholur Sval- vogavegi. Blaðamaður Vestfirska fréttablaðsins rakst á Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmann á Hrafnseyri við Arnarfjörð á þjóðhátíðardaginn (til að forðast mis- skilning skal tekið fram, að Hrafnseyri er ekki kennd við hann, heldur nafna hans Sveinbjarnarson lækni sem uppi var fyrir átta hundruð árum). Hrafn (Gunn- laugsson) sagði í samtali við blaðið að hann væri að leita að vegarspotta sem rúta ætti að aka eftir í kvik- mynd sem hann ætlar að gera i sumar og nefnist Hin helgu vé. Kvikmyndin byggir á æskuminningum Hrafns þegar hann var í sveit hjá Guðmundi bónda í Skáleyjum í Breiðafirði. „Fóstri minn, Hafsteinn Guðmundsson, sonur Guð- mundar, hefur aðstoðað mig í Flatey. Þar ætlum við að filma líka. En mig vantar að búa til ferðalagið í sv^itina með rútunni. Þegar ég var í sveit fyrir rúmlega 30 árum voru vegir allt öðruvísi en nú. Ég er að leita að vegi sem er eins og vegir voru 1953. Vegurinn þarf að vera ómalbik- aðaur, mjór og bílar verða að eiga erfitt að mætast á honum og náttúrufegurð mikil. Mér sýnist þessir staðir vera hér um slóðir." „Ég held að Hrafnholur á Svalvogavegi séu mjög ákjós- anlegur staður ef allt gengur upp. Þar er mjög tignarlegt og gæti komið til með að vekja upp bernskuminningar um rútu hátt í brattri hlíð með hamra fyrir ofan og sjó fyrir neðan. Ég býst við að við byrjum að filma hér 1. eða 2. júlí og myndin ætti að verða tilbúin upp úr áramótum." Hrafn sagðist vilja þakka því fólki sem hann hefði þurft að hafa samskipti við hér fyrir vestan fyrir einstaka lipurð og elskulegheit. „Það hefur verið mjög ánægjulegt að vera hér á ferð“, sagði Hrafn. Hrafn á Hrafnseyri.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.