Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 18.06.1992, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 18.06.1992, Blaðsíða 2
VESTFIRSKA 2 Fimmtudagur 18. júní 1992 VESTFIRSKA | FRÉTTABLAÐIÐ | Vestfirska fréttablaöiö kemur út síödegis á fimmtudögum. Blaö- inu er dreift án endurgjalds. Ritstjórn og auglýsingar: Aöalstræti 35, ísafiröi, sími (94)-4011, fax (94)-4423. Útgefandi, ritstjóri og abyrgöarmaður: Hlynur Þór Magnússon, Túngötu 17, ísafiröi, heimasími (94)-4446. Blaðamaður: Gísli Hjartarson, Fjaröarstræti 2, ísafirði, heimasími (94)-3948. Prentvinnsla: ísprent hf. Aðal- stræti 35, Isafirði, 94-3223. LEIÐARI Einar K. Guðfínnsson skrifar Afall, ekkert minna Vægasta orðið sem hægt er að nota um efnahagsleg áhrif 30—40% skerðingar á þorskafla á næsta fiskveiðiári, er áfall. Fiskveiðiþjóðin (slendingar verður á öllum sviðum að búa sig undir samdrátt og lakari kjör, ef tekjur þjóðar- búsins dragast saman á næsta ári um 10-12 milljarða. Gleymum því ekki, að alltof stór hluti af atvinnulegri nýsköþun okkar hefur tekist illa. Nýbúgreinar í sveitum hafa ekki orðið sú lind tekna og auðsköpunar sem menn væntu. Algjör óvissa ríkir um nýjan orkufrekan iðnað. Og þó að sumar iðngreinar hafi spjarað sig vel, er Ijóst að aðrar hafa ekki staðist alþjóðlega samkeppni. Einkanlega vegna þeirrar einkennilegu stefnu margra ríkisstjórna að halda raungengi háu og fölsku. Var þó iðnaðinum ætlað fyrir tuttugu árum eða svo að taka við stórum hluta þess nýja starfsfólks, sem kæmi út á vinnumarkaðinn. Sjávarvöruframleiðslan hefur af þessum sökum orðið stærri hluti útflutningsverðmætis okkar, gagnstætt því sem menn hugðu. Framhjá því verður þess vegna einfald- lega ekki gengið, að tekjuskerðing í þorskveiðum, og þar með sjávarútveginum, mun og á að deilast niður á þjóðina. Hún á ekki að hitta fyrir sjávarútveginn einan, eins og alltof algengt hefur verið í gegnum tíðina þegar að sjávarútveg- inum hefur sorfið. Sjávarútvegurinn hefur staðið og mun standa undir lífs- kjörunum í þessu landi. Það er vegna auðsköpunarinnar í sjávarútveginum að við höfum byggt upp gott heilbrigðis- kerfi, menntakerfi, velferðarsamfélag og þar fram eftir götunum. Það er vegna sjávarútvegsins sem lífskjör hafa verið hér svo góð. Afrakstur fjárfestinga í sjávarútvegi hefur verið miklu meiri fyrir þjóðina en almennt í atvinnu- lífinu. Hvað sem líður sífrinu um offjárfestingu í greininni. Með öðrum orðum: Við erum öll á einum og sama bátnum, íslendingar. Ágjöf af því tagi, sem 30-40% niður- skurður í þorskaflaheimildum er, mun því pusast yfir alla skipverjana, hvort sem þeir búa á Vestfjörðum eða í Reykj- avík. Hitt er þó næsta Ijóst, að verstu beinu áhrif þorskafla- skerðingarinnar verða hér á Vestfjörðum, nema eitthvað verði að gert. Við erum háðust þorskveiðunum. Tvær at hverjum þremur krónum, sem verða til vegna botnfiskút- gerðar á Vestfjörðum, má rekja til þprskveiðanna. Hin minnsta skerðing aflaheimilda í þorski er því þungt högg framan í okkur. Þess vegna er eðlilegt að við gerum kröfu til þess, að sérstakar ráðstafanir verði gerðar til að milda þetta högg. Það má gera með aðgerðum á borð við skuldbreytingar í .bönkum og sjóðum, svo að greiðslubyrði vaxi ekki vegna minnkandi tekna. En hitt er líka mikilvægt, að við njótum aukinna aflaheimilda í öðrum fisktegundum. Ekki síst í Ijósi þess, að kvótakerfið og framkvæmd þess fyrstu árin leiddi beinlínis til þess að aflaheimildir okkar, svo sem í grálúðu og þorski, minnkuðu. Stjórnvöld hafa tímann fram til loka júlí til þess að taka ákvörðun um aflaheimildir næsta árs. Þann tíma á að nota vel. Það er sjálfsögð krafa, að þegar tilkynningar um afla- heimildir næsta fiskveiðiárs verða gefnar út, greini stjórn- völd einnig frá viðbrögðum sínum og aðgerðum gagnvart sjávarútveginum. Einkanlega þar sem þorskveiðin vegur þyngst. Við útgáfu á aflaheimildum munu stjórnvöld setja fyrirtækjunum tiltekinn rekstrarlegan ramma. Innan hans geta stjórnendur fyrirtækjanna tekið sínar ákvarðan- ir. Þess vegna er sjálfsagt mál, að fyrir liggi strax hvernig Svipmynd frá Bíldudal: Gunnar Karl Garðarsson rækjuskipstjóri á Jörundi Bjarnasyni BA. Mynd: Róbert Schmidt. BÆJARFÓGETINN Á ÍSAFIRÐI SÝSLUMAÐURINN í ÍSAFJARÐARSÝSLU Héraðslögreglumaður Héraðslögreglumann vantar nú þegar til starfa á Flateyri. Um er að ræða hlutastarf. Leitað er að traustum manni, sem unn- ið getur sjálfstætt. Yíirlögregluþjónn veitir nánari upplýs- ingar. ísafirði 15. júní 1992 Bæjarfógetinn á ísafirði Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu Ólafur Helgi Kjartansson Hvítasunnukirkjan SALEM Fimmtudagur kl. 20:30 - bænasamkoma Sunnudagur kl. 20.00 - almenn samkoma Sr. Magnús Erlingsson talar á samkomunni hjá okkur nk. sunnudagskvöld. Mikill og góður söngur. Allir hjartanlega velkomnir. Hvítasunnukirkjan. stjórnvöld ætla að aðstoða sjávarútveginn við að mæta tekjutapinu, ef farið verður að tillögum fiskifræðinganna. Yfirlýsingar ráðamanna gefa til kynna að menn geri sér grein fyrir alvöru málsins fyrir einstakar byggðir og lands- svæði og að opinberar ráðstafanir þurfi til þess að mæta þessum áföllum. Þá er líka nauðsynlegt að menn séu fullkomlega með á það, að töf á því að þessar ráðstafanir líti dagsins Ijós eru öllum til tjóns. Við megum engan tíma missa. í þessu máli vinnur tíminn gegn okkur. Einar K. Guðfinnsson. J FRÉTTABLAÐIÐl-- Aðalfundur Aöalfundur Vélbátaábyrgðarfélags ísfirð- inga verður haldinn mánudaginn 29. júní nk. kl. 17.00 á Hótel ísafirði. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. TIL SÖLU PP I Til sölu er neðri hæð í þessu tvíbýlis- húsi að Brunngötu 12 á ísafirði. Upplýsingar gefa Sigurður Þorláksson í síma 3237 og Sverrir Hestnes í síma 3880. „Frakkur“ skrifar: s Isafjarðarbros Nú hafa þau tíðindi gerst að brosnámskeið hefur ver- ið haldið á ísafirði, þ.e. fyrir starfsfólk bæjarins, með góðum árangri að því sagt er. Ykkar einlægur Frakkur gleðst alltaf mjög þegar tekst að gera góða hluti, sérstaklega ef þeir eru varanlegir og hag- kvæmir þeim sem að fram- kvæmdinni standa. Ykkar einlægur sér marga ljósa punkta í málinu. Nú hefur bæjarstjórinn t.d. brosað framan í um- hverfisráðherrann og feng- ið starfsleyfi sorpbrennsl- unnar á Skarfaskeri fram- lengt um tvö ár eða svo, útá brosið. Hnífsdælingar hinsvegar brosa víst ekki að þessu, telja svæluna úr reykháfnum lítið broslega. Frakkur leggur til, að næst þegar von er á umhverfis- ráðherra vestur, þá verði öllum Hnífsdælingum uppálagt að fara á Heilsu- gæslustöðina og láta skorða tunguspaða á milli munnvikanna á sér og safn- ast svo saman við sorp- brennsluna í móttöku- nefnd fyrir ráðherrann, og þá getur bæjarstjórinn sýnt frammá að allir séu ánægð- ir, eða í það minnsta bros- andi. Ykkar einlægum er líka í fersku minni sú mikla ásókn sem var í stöðu aðal- bókara bæjarins í vetur og sá vandi sem var að koma öllum þeim hlutum þannig fyrir að allir gætu vel við unað. Nú sýnist Frakki augljóst að í starfsauglýs- ingum í framtíðinni verði þess krafist, að auk tilskil- inna hæfileika til starfsins verði umsækjendur að vera fallega tenntir og kunna að brosa fallega, annars komi þeir ekki til greina. Þannig verður hægt að sjá fyrir- fram hvort vinir og vanda- menn hyggi á starf hjá bænum, því þá munu þeir standa fyrir framan alla til- t^ka spegla og æfa bros. Svo þarf ekki að hafa áhyggjur af iaunamálum starfsmanna ísafjarðar- bæjar í bráð að minnsta kosti, því þeir sem skoða launaseðla sína brosandi út að eyrum geta varla verið óánægðir, en Frakkur hef- ur fyrir satt að á fyrsta út- borgunardegi eftir nám- skeiðið hafi mátt sjá starfs- menn bæjarins ganga bros- andi heim á leið á sama tíma og aðrir launþegar gengu heim á svipinn eins og þeir væru að éta sítrónu. Frakkur bíður spenntur eftir því að fá rukkun frá bæjarsjóði svo hægt sé að gera sér ferð á skrifstofuna til að sjá öll þau brosandi andlit sem þar eiga að vera og telur fullvíst að ánægju- legt verði að sjá gjaldker- ann strauja krumpaða rass- vasaseðla og leggja í kass- ann brosandi. Frakkur telur því umrætt brosnámskeið mjög af hinu góða, þrátt fyrir nokkurn kostnað og greiðslur til námskeiðshaldara. Hann hefur því einsett sér í sumar, þegar fyrir augun ber óleyst verkefni á vegum bæjarins, að brosa breitt og minnast þess að ekki eru til peningar til allra hluta sam- tímis. Ykkar einlægur Frakkur.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.