Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 02.07.1992, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 02.07.1992, Blaðsíða 1
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ IFIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1992 20. TÖLUBLAÐ • 18. ÁRGANGUR IRITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: SÍMI 94-4011 • FAX 94-4423 Agætur afli á færi í Bolungarvík Mokveiði við bryggjuhausinn á Hólmavík Það var mikið um að vera á Hólmavík á laugar- dagskvöldið þegar blaða- maður Vestfirska átti leið þar um. Skakbátar voru að landa góðum afla við bryggjuna. Sævar Ben- ediktsson á Særoða var rétt búinn að landa 700 kg þeg- ar hann veitti athygli fugla- geri um 100 m frá bryggj- unni. Hann fór út að gerinu og renndi færi og dró um 500 kg af rígaþorski á klukkutíma. Það stóð fisk- ur á hverju járni og mátti Sævar hafa sig allan við að þjóna báðum sjálfvirku handfærarúllunum. Hafbjörg fékk einnig 300 kg við bryggjuhausinn eftir að hafa landað dagsaflan- um. Jón Ólafsson trillukarl fór út um morguninn á Ólafi ST og fékk 750 kg norður á Tangagrunni út af Bjarnarfirði. „Ég var kom- inn þangað um hádegið og var kominn í land um kvöldmatinn með 750 kg af boltafiski. Það hefur orðið gjörbrcyting á lífi hér í firð- inum eftir norðanáttina núna í vikunni. Það er komið óhemju líf núna“, sagði Jón Ólafsson. -GHj. Sævar Benediktson við seinni löndun úr Særoða. Hafbjörg kemur að eftir seinni róðurinn sem var rétt útfyrir bryggjuhausinn. Á mánudagskvöldið var Pétur Runólfsson á Árna Óla ÍS-81 að landa tveimur og hálfu tonni af þorski við Brimbrjótinn í Bolungar- vík. Þennan afla hafði Pét- ur fengið við annan mann, Bjarna Kari Ragnarsson, á tveim dögum. Vestfirska tók Pétur tali þarna á Brjótnum. „ Aflinn er ágætur á færin núna og fiskurinn er mjög góður. Við vorum í Álnum út á Hvestu, á svokölluðum Stalli út á 18 mílunum. Fiskurinn er fullur af loðnu og ástandið batnaði eftir norðangarðinn í síðustu viku. Það eru allir að rót- fiska, ég veit ekki annað“, sagði Pétur Runólfsson, skipstjóri á Árna Óla. Fleiri bátar biðu eftir plássi við löndunarkranann og Pétur varð að rj úka frá. -GHj. Pétur Runólfsson skipstjóri í Bolungarvík við löndun úr báti sínum Árna Óla á mánudags- kvöldið. Mikið grjóthrun á Oshlíð í sumar Starfsmenn Vegagerðar- innar voru að gera við sundurtætt netið í grjót- gildrunni við vegskálann við Steinsófæru þcgar myndin var tekin fyrir st'ð- ustu helgi. Ólafur Vil- hjálmsson, starfsmaður Vegargerðarinnar, sagði að grjóthrun á Óshlíðarveg hefði verið venju fremur mikið í sumar og sjaldan verið annað eins. „Þú hefð- ir átt að sjá steininn sem féll á Súðavíkurhlíð í morgun“, saði Ólafur sem unnið hefur hjá Vegagerð ríkisins á Vestfjörðum í a.m.k. heilan mannsaldur. -GHj. Athugasemd vegna fréttar um slys í Bolungarvík í frétt af slysi í Bolungar- vík, sem birtist í síðustu viku, kom fram að lengi hefði þurft að bíða eftir sjúkrabíl, „og litlu styttri tíma eftir lækninum". Það skal tekið hér fram, að gcfnu tilefni, að læknirinn í Bolungarvík, Helgi Sig- mundsson, brást skjótt við og fór umsvifalaust og tafarlaust á slysstað þegar honum var gert viðvart um slysið, og er ekki á neinn hátt við hann að sakast. Ef hann hefur orðið fyrir leið- indum vegna misskilnings í þessu efni, er hann vissu- lega beðinn afsökunar á því. Jafnframt skal tekið fram til að útiloka misskiln- ing, að fréttir af meiðslum hins slasaða voru ekki fengnar frá fólki í heil- brigðisþjónustu, heldur eftir öðrum leiðum. -h. NYTT NYTT NÝTT ir Plasthúðun ÍrSetjum myndirá boli ic ÍSPRENTHF. PRENTSMIÐJA S 94-3223

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.