Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 02.07.1992, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 02.07.1992, Blaðsíða 2
VESTFIRSKA 2 Fimmtudagur 2. júlí 1992 J fréttablaðipI— RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: SÍMI 94-4011 • FAX 94-4423 VESTFIRSKA | FRÉTTABLAPIÐ | Vestfirska fréttablaðið kemur út síðdegis á fimmtudögum. Blað- inu er dreift án endurgjalds. Ritstjórn og auglýsingar: Aðalstræti 35, ísafirði, sími (94)-4011, fax (94)-4423. Útgefandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon, Túngötu 17, Isafirði, heimasími (94)-4446. Blaðamaður: Gísli Hjartarson, Fjarðarstræti 2, ísafirði, heimasími (94)-3948. Prentvinnsla: ísprent hf. Aðal- stræti 35, ísafirði, 94-3223. Misgamlir bridge-menn Pað verður ekki annað sagt en nokkur aldursmun- ur sé á sumum af fremstu bridgemönnum Vest- fjarða. Eins og kom frá hér í blaðinu í síðustu viku varð Guðmundur M. Jóns- son yfirverkstjóri og stjórn- arformaður Hraðfrysti- hússins Norðurtanga hf, 75 ára á þriðjudaginn (og tekur á móti gestum á Hótel ísafirði nú á laugar- daginn milli kl. 5 og 7). Þann 17. júní varð Ragnar Torfi Jónasson mennta- skólanemi og Bókhlöðu- starfsmaður á ísafirði hins vegar 19 ára. Þessir tveir menn, sem fimmtíu og fjögur ár skilja að, voru fyrirliðar sveit- anna sem börðust um efsta sætið á Vestfjarðamótinu í bridge fyrir skömmu, og var það mót fjölsótt og vel skipað. Skyldi Ragnar Torfi halda skýrleikanum og snerpunni eins vel og Guðmundur og keppa um V estfjarðameistaratitilinn árið 2046 við mann fæddan árið 2027? Framleiðslutæki til poppkornsgerðar TIL SÖLU ásamt nauðsynlegum áhöldum, upp- skriftum, umbúðum og 25 ára vöru- merki, og pökkunarbúnaði. Tilvalið tækifæri til að skapa sér auka- tekjur. Þarf mjög lítið húsnæði. Selst á sanngjörnu verði. Áhugasamir hafi samband við Gunnar ís. 91-658569. Sumarbúðirnar Núpi Á mánudag hefst síðasta námskeið Sumarbúðanna á Núpi, ætlað börnum á aldrinum 7-9 ára. Enn er hægt ao skrá sig og ferskráning fram ísíma3171 á morgn- ana og í síma 4648 milli kl. 19.00 og 21.00. Námskeiðið stendur frá 7. til 11. júlí. Velkomin í Sumarbúðirnar á Núpi „Hernaðarleyndarmálin á höfninniu: Athugasemdir frá bæjarstjóra Vestfirska fréttablaðið, hr. ritstjóri Hlynur Þór Magn- ússon. Undirritaður óskar eftir að koma eftirfarandi athuga- semdum á framfæri vegna greinar á bls. 2 í 19. tölublaði Vcstfirska þann 25. júní sl., sem bar yfirskriftina „Hernað- arleyndarmálin á höfninni". I greininni ræðst blaðamað- ur að starfsheiðri hafnar- starfsmanna, fullorðinna manna, sem eftir langan sjó- mannsferil hafa helgað höfn- inni og ísafirði starfskrafta sína af slíkri samviskusemi og trúleika sem nokkrum manni er unnt. Grcinin ber mcrki van- þroska, stráksskapar og sjálfs- eyðingarhvatar. Blaðamaður skoðar mál í þröngu ljósi, hirðir ekki um hvað er satt og rétt, sáir óánægju í samfélag- inu og ræðst að heiðri og mannorði valinkunnra manna. Menn sem svo gera eru óheillamenn. I upphafi greinarinnar er skýrt frá því, að hafnaryfir- völdum á ísafirði hafi borist munnleg beiðni frá Svæðisút- varpi Vestfjarða um að höfnin léti í té upplýsingar í þáttinn Auðlindin. Þar sem málið var til kynn- ingar í hafnarstjórn var ekki bókuð afgreiðsla þess. Út úr afgreiðslu málsins snýr blaða- maður til almennra útlegginga um samskipti hafnarstarfs- manna við fjölmiðla og hæfni þeirra til mannlegra sam- skipta. Tekur blaðamaður þrjú dæmi sem eiga að sanna hans mál. Hið fyrsta er nokk- uð meinlaust, en hið síðasta alvarlegur atvinnurógur og mannorðsmeiðing. Allar eru túlkaðar einhliða eða rangar. Dæmin eru: 1. Blaðamaður kvartar yfir því að hafa ekki fengið upplýs- ingar um skipakomur á árinu 1991, vegna þess að um þær hefði ekki verið fjallað á fundi hafnarstjórnar. Þrátt fyrir að blaðamenn séu fréttaþyrstir er ekki eðli- legt að þeir fái vinnuplögg stofnana bæjarins til að moða úr áður en þau hafa verið kynnt fyrir þeim sem fyrir þau eiga að svara. 2. Minnst er á þann atburð þcgar danska varðskipið Beskytteren hætti við að koma til hafnar á ísafirði sl. vor. Danska varðskipinu var boðið pláss á ísafirði, en jafn- framt tjáð að það yrði að færa sig meðan á viðlegu stæði vegna þrengsla í höfninni. Upplýsingar um sjúkling bár- ust ekki Isafjarðarhöfn fyrr en skipið var lagt af stað til Reykjavíkur. 3. Dylgjað er með að græn- lenskir rækjutogarar hafi hætt að koma til ísafjarðar vegna framkomu hafnarstarfs- manna. Öll þau kort og þakkar- skeyti sem starfsmenn hafa fengið frá áhöfnum græn- lensku togaranna vitna um annað. Að lokum: Blaðamenn verða að hafa í huga mátt sinn og ábyrgð. Penninn er oft beittasta vopnið. Börn eru ekki látin leika sér með vopn. Óvitum á ekki að treysta til að fara með beittasta vopnið. Með þökk fyrir birtinguna. ísafirði, 1. júlí 1992. Smári Haraldsson, bæjarstjóri. Athugasemdir blaðamanns: Óvitum er ekki treystandi til að fara með beittasta vopnið, scgir bæjarstjóri. Blaðamaður vísar þeim ummælum til föðurhúsanna og stendur við hvert orð í umræddri frétt. í hinu „meinlausa" dæmi er sagt frá beiðni Svæðisútvarps vegna sjávarútvegsþáttarins „Auðlindar". Ef að líkum lætur hefur verið cinhver ástæða til þeirrar beiðni. Hún er færð til bókar í fundargerð- arbók hafnarstjórnar og vitn- að í þá bókun í fréttinni. Um önnur atriði: 1. Blaðamaður skilur ekki ástæðu þess að fá ekki upp- gefnar skipakomur til Isa- fjarðar árið 1991, þó hafnar- stjórnin hefði ekki fjallað sér- staklega um þær. Getur blaða- maður ekki komið auga á að hafnarstjórn hefði á nokkurn hátt getað breytt þeim upplýs- ingum í umfjöllun sinni. Hins vegar skildi blaðamaður að starfsmaður hafnarinnnar vildi ekki láta upplýsingarnar í té og hringdi í bæjarstjóra sem ckki taldi rétt að láta þær af hendi við blaðamann. Þetta er staðreynd. 2. Danska varðskipið Bc- skytteren sigldi til Reykjavík- ur í vetur í stað ísafjarðar og var fjallað um málið í lands- fjölmiðlum á sínum tíma og núverandi blaðamaður Vest- firska kom hvergi nærri þeirri umfjöllun. Bæjarstjóri sá ástæðu til þess að biðja dönsk stjórnvöld opinberlega afsökunar á atburðinum. Þetta er bláköld staðreynd. 3. Ekkcrt er fullyrt uni ástæðu þess að grænlenskir togarar hættu að koma til ísa- fjarðar. Aðeins var sagt: „Aldrei hefur verið svarað livers vegna það var“. Blaðamaður lætur ekki af þeirri skoðun sinni að bæjaryf- irvöld eigi upplýsingaskyldu gagnvart almenningi, nema í sérstökum undantekningatil- vikum. Bæjaryfirvöld á Isa- firði hafa ekki virt þá skyldu og virðast ekki hafa í hyggju að breyta þeirri afstöðu sinni ef marka má skrif bæjarstjór- ans hér að ofan. Gagnrýnin í fréttinni beinist ekki að einstökum starfs- mönnum ísafjarðarhafnar. Öllu heldur beinist hún að starfsreglum og skipulagi hafnarinnar. í því sambandi skal á það bent að ráðinn hefur vcrið sérfræðingur til þess að endurskipuleggja starfsemi hafnarinnar og starfsmanna hennar. Einnig skal á það bent að sjálfur bæjarstjórinn er æðsti yfirmaður Isafjarðarhafnar og titlast „hafnarstjóri“ og ber hann ábyrgð á höfninni og þeirri starfsemi sem þar fer fram. - Císli Hjartarson. BÍ-Þróttur 2:1 Loksins sigur í deildinni „Við vissum að það hlaut að koma að því að við spil- uðum okkar bolta og nú er bara að fylgja þessu eftir", sagði Ámundi Sigmunds- son, þjálfari og leikmaður BÍ, eftir sigur liðs síns á Þrótti í 2. deildinni á Torf- nesvelli á laugardag. Ekki er hægt að segja annað en að þessi sigur hafi verið verðskuldaður. Að vísu þurftu BÍ-menn virki- lega að hafa fyrir honum. Leikurinn byrjaði með látum og á 15. mínútu komst Svavar Ævarsson einn inn fyrir vörn Þrótt- ara. Hann var felldur af Dragon Manojavic, sem fékk réttilega gult spjald, og vítaspyrna var dæmd. Svavar tók vítaspyrnuna sjálfur en góður markmað- ur Þróttar varði meistara- lega. Eftir þetta sóttu bæði liðin stíft og fram að leik- hléi gerðist fátt markvert. Seinni hálfleikur byrjaði líka með miklum látum. Á 52. mínútu tók BÍ foryst- una og þá barst boltinn upp vinstri kant. Með góðri fyrirgjöf frá Sigurði Sig- hvats fyrir markið kom Jóhann Ævarsson og skall- aði glæsilega í mark. Stað- an var 1-0 ísfirðingum í vil og markið virkaði eins og vítamínsprauta á liðið sem fór nú að sækja verulega að Þrótturum. Það var ekki fyrr en Soran Stocis kom inná að leikurinn virtist jafnast nokkuð. Svo kom að því að BÍ skoraði seinna mark sitt og var virkilega vel að því staðið. Eftir gott spil upp hægri kantinn átti Sigurður Sighvats góða sendingu á Kristmann Kristmannsson, sem hljóp af sér varnar- mann og skoraði úr þröngu færi í hornið fjær (80, mín). Á 82. mínútu fékk Jakob markmaður BÍ gult spjald. Þróttarar fengu auka- spyrnu og boltinn lenti á varnarveggnum og út fyrir lappirnar á Soran Stocis, sem þrumaði í markið á 30 m færi. Stórkostlegt mark. Eftir þetta reyndu bæði lið- in að bæta við mörkum, en allt kom fyrir ekki. Leikur- inn endaði með sann- gjörnum sigri BI, 2-1. Bí fékk tvö gul spjöld og Þróttur eitt. Dómari leiks- ins, Guðmundur St. Maríasson, var mjög góður. Kveðjur, Guðjón Þorsteins. / Aheitasöfnun TindaíHnífsdal: Róa til Flædar- eyrar Félagar í björgunarsveit- inni TINDUM í Hnífsdal ætla að róa bát til Flæðar- eyrar í Jökulfjörðum á Flæðareyrarhátíðina 3.-5. júlí. Tilgangurinn er að safna fé til kaupa á nýjum utan- borðsmótor fyrir sveitina. en það er mikið nauðsynja- tæki fyrir slíka starfsemi. Fólk frá Tindum mun ganga í hús á næstunni og safna áheitum og er það von þess að vel verði tekið á móti því.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.