Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 02.07.1992, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 02.07.1992, Blaðsíða 5
VESTFIRSKA Fimmtudagur 2. júlí 1992 --1 FRÉTTABLAÐIÐ |; 5 Jón Ásgeir, Margrét og Oddur Björn í blíðunni á ísafirði í fyrradag. Skurðlæknir og frétta- ritari í Bandaríkjunum Margrét Oddsdóííír (Péturssonar) og Jón Ásgeir Sigurðsson í heimsókn á ísaflrði Á ísafirði eru nú stödd hjónin Jón Ásgeir Sigurðsson, landsmönnum vel kunnur sem fréttaritari Ríkisútvarpsins í Bandaríkjunum, og Margrét Oddsdóttir skurðlæknir. Margrét er dóttir hjónanna Odds Péturssonar og Magda- lenu Sigurðardóttur á Isafirði. Vestfirska leit inn til Margrét- ar og Jóns Ásgeirs heima hjá foreldrum Margrétar við Seljalandsveginn. „Við erum búin að vera sjö ár í Bandaríkjunum í haust. Við fórum þangað vegna framhaldsnáms míns í skurð- lækningum við Yale háskóla“, sagði Margrét, „og ég var að Ijúka þvf núna í vor. Við ætl- um svo að koma heim seinna, en ég ætla að vinna úti í eitt til tvö ár. Ég ætla að kynna mér aðeins b-'ur meltingarfæra- sjúkdóma og sérstaklega það sem verið er að gera með kvið- sjárspeglun. Með þeirri tækni er hægt að gera aðgerðir í gegnum lítil göt. Þetta er á byrjunarstigi en það er hægt að taka úr botnlanga með þessari tækni, gera magaað- gerðir og ristilaðgerðir og alltaf að verða meira og meira sem hægt er að gera. Maður horfir bara á sjónvarpsskjá og vinnur með tækjum sem fara gegnum mjög mjó rör inn í kviðarholið. Þessi tækni er framtíðin í skurðlækningum. Ég er búin að vinna almennt í skurðlækningum í sjö ár en næstu tvö árin ætla ég að kynna mér þessa nýju tækni", sagði Margrét. Þegar hún var spurð hvort ísfirðingar fengju að njóta starfskrafta hennar í framtíð- inni, sagði hún: „Já, kannski, við sjáum til. Það er ekki glæsilegt í dag útlitið í heil- brigðismálunum á íslandi, en ég held að íslendingar þurfi samt að fá góða heilbrigðis- þjónustu. Það hlýtur að rétta sig við á næstunni.“ Um fjölskylduhagi sagði Margrét: „Jón var kvæntur áður og á tvö börn frá fyrra hjónabandi, 18 ára og að verða 25 ára. Svo eigum við þennan litla hérna sem heitir Oddur Björn. Hann var skírður hér á ísafirði á afmælisdaginn hans afa síns þegar hann varð sextugur í fyrra. Ég kem alltaf heim einu sinni á ári til að hitta fjölskyld- unaogfólk hefurveriðsvolítið duglegt að koma að hcim- sækja okkur. Við erum búsett í New Haven í Connecticut. Ástæðan að ég sótti um þar er sú, að það þýddi ckkert fyrir Jón að vinna í miðríkjum Bandaríkjanna, þó að yndis- legt væri að búa þar og þar séu góðir skólar. Við verðum að vera á norðausturhorninu vegna vinnu hans. Þetta er mjög hentugt því hann getur skroppið til New York, Boston, Washington og víðar." Hér skýtur Jón því inn í að hann verði að „vera ná- lægt kjötkötlunum“. Um fréttaritarastarfið sagði Jón Ásgeir: „Þetta byrjaði þannig, að ég var starfandi blaðamaður hér á landi áður en við fórum út. Ég var síðast hjá Vikunni. Þegar við ákváð- um að fara til Bandaríkjanna, þá labbaði ég niður á Mogga og talaði við Styrmi Gunnars- son ritstjóra og hann gerði mig að fréttaritara Morgunblaðs- ins í Bandaríkjunum. Hann sagði reyndar að ég væri sá sem lengst væri til vinstri af þeim sem nokkurn tíma hefðu sótt um starf hjá Mogganum. Ég væri kommi, sem er hans skilningur á málinu en ekki minn. Ég var fréttaritari fyrir Moggann í tvö ár og þá hætti Stefán Jón sem hafði verið fyrir Útvarpið og fór heim til að taka við Rásinni. Þá báðu þeir mig að taka við og síðan hef ég verið fréttaritari Út- varpsins. Það er mitt aðalstarf. Ég er líka skjalaþýðandi og dómtúlkur og hef svolítið að gera við það. Ég samdi Is- landskafla í ferðahandbók á ensku sem kom út í Banda- ríkjunum. Hún heitir Photos, stór og mikil bók um öll Norðurlönd og í þetta skipti varð íslandskaflinn nokkuð stór. Ég segi frá landi og þjóð, hvar best sé að búa og borða o.s.frv. Vestfjörðum eru gerð ágæt skil í bókinni." Blaða- maður spyr hvort Jón sé Vest- firðingur: „Nei, ég er Vestur- bæingur." Magga: „Jón segir að það sé alveg sama hvar hann ferðist og hitti Islend- inga, alltaf-skal einhver Isfirð- ingur vera þar og allt tengjast ísafirði. “ Við spurningunni hvort þau sakni íslands, segja þau bæði í kór: „Að sjálfsögðu, en þetta kemur og fer, það er svo skrýtið." Margrét: „Við erum í svo miklu sambandi við ísland vegna vinnu Jóns, og svo búum við nálægt New York og fólk kemur mjög gjarnan við. Það er 400 manna íslendinga- félag þarna á austurströndinni í kringum New York. Við hlökkum til að koma heim og það sem fyrst. Við ætlum að koma heim. Myndin er máluð allt of svört hér á íslandi og ástandið hér er ekki eins slæmt og af er látið. Það eru miklir möguleikar hér, í atvinnulífi og vísindum; við lásum í Mogganum í dag að Islendingar séu að ráðgera að kaupa næststærsta útgerðar- félag í Þýskalandi og það líst okkur mjög vel á“, sögðu þau Margrét Oddsdóttir og Jón Ásgeir Sigurðsson að lokum. -GHj. NYTT NYTT NYTT Í^Plasthúðun Setjum myndir á boli ISPRENTHF. PRENTSMIÐJA S 94-3223 FLATEYRI SÍMI7751 Siggi Björns spilar í Vagninum föstudags- og laugardagskvöld. Sætaferö föstudagskvöld kl. 23.00 frá Frábæ. Bubbi Morthens sunnudagskvöld kl. 20.30. Vagninn SMÁ EINKAKENNSLA Þýska, enska, danska, ís- lenska fyrir útlendinga. Tek einnlg að mér þýðingar og vélritun. Uppl. í síma 3885. FJALLAHJÓL Til sölu er 26 tommu karl- mannsfjallahjól. Verð óákveðið. Uppl. í síma 3381. ÍBÚÐ ÓSKAST Erum 4-6 í heimili, vantar 3-5 herb. íbúð, einbýlishús eða raðhús á Isafirði eða í Hnífsdal á leigu frá júlí. Skiptileiga á 5 herb. íbúð í Reykjavík möguleg. Uppl. í S. 4041. LYFTARAR Úrval nýrra - notaðra rafm. og disillyftara, viðgerðar- og varahlutaþjónusta. Sérpöntum varahluti, leigjum og flytjum lyftara. Lyftarar hf., s. 91 -812655 og 91-812770. TÖLVA Til sölu Nintendo tölva með tveim stýriplnnum og byssu. Einnig 5 leikir (A og B kerfi) og millistykki. Uppl. í síma 4319. SUBARU Til sölu Subaru st. 4x4 árg. 1984. Verð kr. 200 þús. Skipti koma til greina á Subaru ’87-‘89. Uppl. í síma 4684. MONZA Til sölu Chevrolet Monza ’87, ekinn 39 þús. km. Skipti á ódýrari koma til greina. S. 3339 eða 4299 eftir kl. 16. Föndur- loftið Mjallargötu Sími 3659 og 3539 NU ER VEÐRIÐ TIL AÐ MÁLA Allt til utanhússmálunar Steinakrýl Steintex Steinvari 2000 Þol á þakið Kjörvari og þekjukjörvari á tréverkið Nýtt litakerfi í þekjukjörvara, óteljandi möguleikar Sláttuvélar bensín og rafmagn Sláttuorf lítil og stór, ýmis garðverkfæri, skóflur, hrífur jarðvegsdúkur o.fl. o.fl. Pensillinn Mjallargötu 1, ísafirði

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.