Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 09.07.1992, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 09.07.1992, Blaðsíða 1
IFIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1992 21. TÖLUBLAÐ • 18. ÁRGANGUR IRITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: SÍMI 944011 • FAX 94-4423 830 kílóa hákarl hjá Óskari „Þessi hákarl er af rækju- skipinu Sighvati Bjarnasyni frá Vestmannaeyjum sem landar í Súðavík. Hann er 830 kíló og með þeim stærri sem koma. Yfirleitt eru grálúðu- hákarlarnir svona rúm 600 kg. Árið 1983 var ég með fimmtíu og þrjá svona drjóla í einum haug hér á Hnífsdalsbryggj- unni. Eg man ekki hvað þeir vigtuðu allir til samans en 17 þeirra voru af Guðbjörginni og þeirvorutæp 12tonn. Þetta var það mesta sem hefur kom- ið í einu af hákarli. Nú fer ég í að skera þennan og hann rétt sleppur til átu í þorrablótin á næsta ári. Ég á nægan hákarl núna og kílóið kostar 800 krónur", sagði Óskar Friðbjarnarson, há- karla- og harðfiskverkandi í Hnífsdal, staddur á bryggj- unni þar sem hann var að hefja skurð á hákarli á föstudaginn. GHj. Óskar Friðbjarnarson á bryggjunni í Hnífsdal ásamt hákarlinum sem verður orðinn meyr og vel verkaður og Ijúffengur á þorranum í vetur. Hákarlinn frá Óskari er löngu landsþekktur og ómissandi á blótum. Bræðumir Guðmundur og Ólafur Ólafssynir í blíðunni niðri á Sundahöfn. Tveir gódir á sólskinsdegi Góð nýting hjá Áslaugu Á laugardaginn rakst ljós- myndari Vestfirska á þessa tvo gömlu heiðursmenn á Sunda- höfn á ísafirði. Þetta eru bræð- urnir Guðmundur og Ólafur Ólafssynir, sem þarna slappa af og fá sér að reykja í góðviðr- inu. Guðmundur, sem er sjö- tugur, er nýbúinn að skvera af trillu sína, Von ÍS, og sjósetja hana, og Ólafur, 74ra ára, er að rækta kartöflur í tunnu heima hjá sér. Sagði hann kál- ið vera farið að koma út um götin. Olli hefur ekið vörubíl- um og fólksbílum á (safirði svo lengi sem elstu menn muna og Gummi hefur fengist við sitt af hverju, s.s. hænsnarækt, gæsarækt, akstur olíubíla, rækjuvinnslu, útgerð og margt fleira sem allt of langt yrði upp að telja hér. Vestfirska óskar þessum heiðurskörlum alls hins besta og vonar að þeir haldi áfram að setja svip sinn á bæinn um langa framtíð. -GHj. Gistiheimilið að Austurvegi 7 við Austurvöll á ísafirði lætur lítið yfir sér í bakhúsi í fallegu umhverfi. Gistiheimil- ið var opnað í mars eftir 2ja mánaða lokun vegna endur- bóta á húsnæðinu. Áslaug Jóhanna Jensdóttir rekur heimilið og hefur gert frá upp- hafi. „Við stækkuðum í vetur og bættum við einu herbergi og tveim baðherbergjum, endur- nýjuðum allar vatnslagnir, máluðum og teppalögðum allt saman. Hreinlætisaðstaðan er nú mjög góð. Við getum tekið á móti 16 manna hóp með góðu móti. Fólkið getur valið um svefnpokapláss eða upp- búin rúm og það getur eldað sjálft. Einnig getur fólk keypt morgunverð. Það er sími og sjónvarp. Sumarið hefur verið gott sem af er. Júní var góður og kom hann þægilega á óvart. Gestirnir eru ekki þessir venjulegu ferðamenn heldur meira menn sem verið hafa hér í sambandi við vinnu. Það hefur verið nóg að gera“, sagði Áslaug í viðtali við blaðið. „Hér er gott að gista og gott að geta útbúið matinn sjálfur. Það er mjög hreinlegt og góð aðstaða til að þvo sér, sund- laugin úti á horni og fata- hreinsunin rétt hjá. Svo er kvikmyndahús á næsta horni. Þetta er mjögódýrt líka. Nótt- in kostar 1200 kr. Við erum á tíu daga hringferð um Vest- firði á bílaleigubíl. Vestfirð- irnir eru vissulega perla sem er vanrækt af ferðamönnum“, sögðu Héðinn Héðinsson og Rosmary Héðinsson, sem gista hjá Áslaugu í Gisti- heimilinu. -GHj. Aslaug J. Jensdóttir (t.h.) ásamt tveimur dvalargestum, Héðni og Rosmary. Stjórnin í Sjallanum Sigríður Beinteinsdóttir. Hljómsveitin Stjórnin Ölgerðin EgiII Skalla- verður á ferðinni á ísafirði grímsson verður í för með um helgina. Meðal annars Stjórninni fyrr um daginn, verður barna-og unglinga- áritar húfuskyggni og dansleikurásamtsöngvara- spjallar við krakka. Síðar kcppni (karaoke) í Sjallan- um kvöldið (kl. 11) hefst um á laugardagskvöldið, síðanstórdansIeikuríSjall- en undanfarið hefur verið anunt.ogverðurhonum út- vinsælt að líkja eftir Siggu varpað á Bylgjunni (FM og Sissu í Eýróvision. Góð 101). verðlaun eru í boði og allir gestir fá mynd af Stjórn- inni. Næg atvinna hjá Freyju á Sudureyri Vestfirska var á ferð á Suðureyri á dögunum og leit inn til Óðins Gestsson- ar, framkvæmdastjóra Freyjuhf. ogtókhanntali. „ Við höfum haft nægan fisk undanfarið til vinnslu í húsinu. Við höfum fengið allan þann fisk sem um hef- ur verið talað af hálfu hinna nýju eigenda, Frosta og Norðurtangans, en það skapast náttúrlega af fiskiríínu í sjónum. Ef það er lítið fiskirí hjá skipunum fáum við minna að sjálf- sögðu. Trillurnar hafa ekki óðinn Gestsson fram- verið nógu gráðugar að kvæmdastjón Freyju á koma til okkar að landa, skrifstofu sinni. því við borgum ékki 70 kr. á kílóið. En við teljum okk- ur borga fiskmarkaðsverð vinna um 80 manns og það miðað við þróunina eins og er meiri hlutinn af vinnandi hún hefur verið núna. fólki hér á Suðureyri. Það Framtíð Freyju hf. verður eru töluverður mann- að skoðast í ljósi fyrirhug- skapur í kringum trillubát- aðrar kvótaskerðingar. aútgerðina og þó við fáum Það hlýtur að þurfa að ekki fiskinn af þeim skapa minnka öll umsvif. Fram að þær mörg störf, bæði við þessu hefur okkur tekist að beitningu og á sjó“, sagði halda uppi fullri atvinnu Óðinn Gestsson. fyrir okkar fólk síðan ,,,,. Freyja fór í gang aftur. Hér NÝTT NÝTT NÝTT HrPlasthúðun jr jr Setjum myndir á boli ÍSPRENTHF. PRENTSMIÐJA © 94-3223 SIMAR — SIMAEFNI Nýkomið mikið úrval af símum, símsvörum, símum m/símsvara og þráðlausum símum margar gerðir í ótal litum. Einnig allt símaefni s.s. framlengingar, gormsnúrur, klær og sérsmíðaðar símasnúrur. PÓLLINN HF. Verslun® 3092 ©

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.