Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 09.07.1992, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 09.07.1992, Blaðsíða 3
VESTFIRSKA ^_______ Fimmtudagur 9. júlí 1992 3 ---1 FRÉTTABLAÐIP )_ — — Gvendur jaki á ferð með 40 Dagsbrúnarmenn Guðmundur J. og Elín á Silfurtorgi. „Við erum 40 Dagsbrún- armenn og konur á öllum aldri að ferðast um Vest- firðj. Við fórum frá Reykjavík á miðvikudag- inn og gistum f Birkimel á Baröaströnd og fórum á Látrabjarg. Næstu nótt gistum við á Núpi í Dýra- firði og stoppuðum náttúr- lega á Hjallkárseyri í Arn- arfirði þar sem afi minn bjó. Það vantaði bara séra Baldur Vilhelmsson pró- fast til að syngja sálmkorn í túninu til þess að full- komna þann stans. Við erum búin að fara til Bol- ungarvíkur og förum svo til Suðureyrar og Flateyrar og gistum aftur að Núpi f nótt. Síðan gistum við í Reykja- nesi í ísafjarðardjúpi næstu nótt og höldum heim á sunnudag eftir fjögurra daga:: ferðalag um Vest- firöi '. sögðu Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar og Elín Torfa- dóttir kona hans þegar Vestfirska hitti þau að máli á Silfurtorgi á ísafirði í veðurblíðunni sl. föstudag. Að sögn starfsmanns á skrifstofu Dagsbrúnar í gær var ferðin alveg einstaklega vel heppnuð og fólkið í sjö- unda himni yfir fegurð Vestfjarða. Sagði hann að Vestfirðir væru perla sem alltof lítið væri heimsótt. -GHj. Slysavarnaskólinn á ísafírði í síðustu viku var haldið björgunamámskeið á ísafirði í Slysavarnarskólanum um borð í Sæbjörgu. Myndin var tekin þegar þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, var við björgunaræfingar og lét mann síga niður á hvalbak Sæ- bjargar eftir að hafa hift hann upp úr sjónum við skipshlið. Aðalfundur Búnaðarsambands Vestfjarða: Skuggi áframhaldandi skerðingar framundan Um helgina var aðalfundur Búnaðarsambands Vestfjarða haldinn að Núpi í Dýrafirði. BsV er samband 17 búnaðar- félaga í ísafjarðarsýslum og Barðastrandarsýslum. A aðalfund koma fulltrúar frá þessum félögum og ráða ráðum sínum, móta starf BsV og álykta um málefni landbún- aðarins. Fundurinn nú var haldinn við þær aðstæður, að framund- an er áframhaldandi skerðing á framleiðslurétti, bæði á mjólk og kindakjöti, ásamt lögboðinni lækkun á afurða- verði til bænda á næstu árum. Mun það leiða til skertra af- komumöguleika í sveitum nema eitthvað annað komi til. Arnaldur Bjarnason, at- vinnumálafulltrúi Stéttar- sambands bænda, hafði fram- sögu um nýsköpun í atvinn- umálum sveitanna. Einnig mætti á fundinn Ólafur Guð- mundsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri R.ALA, til að ræða tilraunastarf í landbún- aði á Vestfjörðum. Pegar til- raunastöðin á Reykhólum var lögð niður var því lofað að áfram yrði unnið í einhverjum mæli að tilraunastarfi á Vest- fjörðum í samráði við Búnað- arsambandið. Fram kom í máli Ólafs að hann vill draga fjárveitingarvaldið til ábyrgð- ar í þessu máli, en fellt hefur verið niður úr fj árlögum fram- lag til sérgreindra verkefna á Vestfjörðum. Ýmsarályktanir voru gerðar á fundinum. VALDIMAR GÍSLASON í SAGNFRÆÐI Valdimar Gíslason, bóndi á Mýrum í Dýrafirði, baðst undan að vera endurkjörinn formaður Búnaðarsambands Vestfjarða. Fundarmenn allir undirrituðu áskorun þar. sem farið var þess á leit við Valdi- mar að hann yrði formaður áfram og lét hann undan þeim þrýstingi og ætlar að sitja eitt kjörtímabil enn, sem er þrjú ár. Valdimar er að fara í sagn- fræðinám við HÍ næsta vetur og mun Ágúst Gíslason, vara- formaður BsV, gegna for- mannsstarfi á meðan. Síðan hyggst Valdimar vinna af full- um krafti við að aðstoða Kjartan Ólafsson, fv. alþing- ismann, við ritun Byggðasögu Vestfjarða. -GHj. Eftirlit í Horn- strandafriðlandi — lögreglumenn grennast í gönguferðum Lögreglan á ísafirði hefur tekið upp eftirlit og löggæslu í Hornstrandafriðlandi. Flogið var í þyrlu yfir svæðið á mið- vikudaginn f síðustu viku í leit að ólöglegum netum í sjó. Þyrlan komst að Horni en þoka var þar fyrir austan. Eng- in ólögleg net fundust. Á fimmtudaginn fóru svo þeir Guðmundur Fylkisson og Grímur Grímsson lögreglu- þjónar á ísafirði norður. Fóru þeir í land í Hlöðuvík og gengu með tjöld og búnað um Fljótavík og Aðalvík til Hesteyrar. Var ferðin almenn eftirlitsferð um svæðið þar sem gætt var að umgengni, netaveiði og hvort menn væru með byssur á svæðinu, sem er ekki leyfilegt. Komu lögreglu- mennirnir heim á sunnudags- kvöldið. „Fetta var erfitt labb. Ég grenntist svo mikið að ég þurfti að færa beltið um eitt gat“, sagði Guðmundur Fylk- isson í viðtali við Vf. „Við fundum tvö silunganet með löglegri möskvastærð en þau voru ekki rétt lögð. Þau eiga að vera landföst og liggja þvert áfjöru. Þaueigaaðveramerkt þannig að fram komi hver er eigandi netsins og hver er landeigandi. Leyfi þarf að liggja fyrir. Annað netið var á Látrum í Aðalvík og þar hitt- um við á eigandann og dró hann netið hið snarasta og lof- aði úrhótum. Hitt netið er drauganet á Sæbóli í Aðalvík. Það var að hálfu leyti grafið í sandinn og í því var einn æðar- fugl. Við náðum því ekki upp og fundum ekki eiganda. Við höfum grun um að vitað hafi verið um ferðir okkar.“ -GHj. Þorsteinn Jóhannesson yfirlæknir tekur við ómskoðunartækinu af Signýju Rósantsdóttur. Konur gefa ómskoðunartæki Kvenfélög á norðanverðum ómskoðunartæki. Var tækið Vestfjörðum hafa gefið Fjórð- afhent sl. miðvikudagog veitti ungssjúkrahúsinu á ísafirði Þorsteinn Jóhanncsson yfir- Blómabúðin Elísa Hafnarstræti 11, sími 4722 Allarbyggingarvörur Pensillinn Mjallargötu 1, sími 3221 Merkilega lítið sér á bílnum eftir þrjár veltur. Þarna er verið að draga hann upp á veginn, eftir að skeleggir þjófar höfðu látið greipar sópa. Bflvelta á Kleifaheiði - röggsamleg vinnubrögð þjófa Bifreið fór út af veginum í. sunnanverðri Kleifaheiði í Barðastrandarsýslu eftir há- degi á sunnudaginn og fór þrjárveltur. Fjögur ungmenni voru í bifreiðinni og hlutu tvö þeirra minniháttar meiðsli. Að sögn lögreglunnar á Pat- reksfirði leikur grunur á að ökumaður hafi verið undir áhrifum áfengis. Meðan bifreiðin var mann- laus og eftirlitslaus utan vegar var öllu lauslegu stolið úr henni, þar á meðal tjakk og varahjóli. Að sögn lögregl- unnar var aðeins um hálftíma að ræða svo þjófarnir hafa haft hraðar hendur við verkið. -GHj. læknir því viðtöku. „Ég tel að þetta komi sjúkrahúsinu og heilsugæslu- svæðinu verulega að gagni, því að greiningarmögu- leikarnir með þessu tæki eru miklu meiri en með eldra tæk- inu, sem er tíu ára gamalt og úr sér gengið. Þetta tæki er ekki eingöngu til eftirlits þungaðra kvenna. Með því má einnig greina lifrarsjúk- dóma, gallblöðrusjúkdóma, nýrnasjúkdóma og jafnvel briskirtilssjúkdóma. Hlífar- konur hafa verið sérstaklega alúðlegar við spítalann og vætt okkur tækjum í gegnum tíðina - tækjum sem okkur annars vantaði. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum velunnurum spítalans sem hafa stutt okkur með fjárframlögum til þess að við getum keypt okkur tæki og tól sem annars hefðu ekki fengist fjármunir fyrir frá því opinbera. Ég þakka þessa höfðinglegu gjöf kvenfélag- anna og stuðning kvenfélags- ins Hlífar við Fjórðungs- sjúkrahúsið í fjölda ára“, sagði Þorsteinn Jóhannesson yfirlæknir. -GHj.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.