Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 09.07.1992, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 09.07.1992, Blaðsíða 4
YESTFIRSKA 4 Fimmtudagur 9. júlí 1992 ^__________ -- --- | FRÉTTABLAÐIÐ 1= JR VIDEO HVÍT LYGI Len Madison (Gregory Hines) er blaðafulltrúi borgarstjórans í New York. Hann fær gamla Ijós- mynd í pósti, mynd af hópi hvítra manna sigri hrósandi hjá líkinu af hengdum svertingja. Móðir hans segir honum að þetta sé faðir hans sem var hengdur án dóms og laga fyrir þrjátíu árum fyrir að nauðga hvítri konu. Len Madison fer að kynna sér málið og þá taka undarlegir hlut- ir að gerast... PROBLEM CHILD 2 John Ritter, Michael Oliver, Amy Yasbeck og Jack Warden á ný í brjálæðislegum farsa með fáránlegum húmor. Junior (Oliver) og Ben Healey (Ritter) finna bæ með miklu of- framboði af einhleypum konum. Helmingi fyndnari en fyrri myndin! TKis time. Junior has a hrand netv friend. JR VÍDEÓ Mánagötu 6 S 4299 Flæðareyrarhátíð Grunnvíkingafélagsins Fjórða hvert ár gengst Grunnvíkingafélagið á ísafirði fyrir hátíð á Flæðareyri í Leirufirði í Jökulfjörðum. Þar stendur samkomuhús Ung- mennafélagsins í Grunnavík- urhreppi og er þvf vel við hald- ið af Átthagafélaginu. Um síðustu helgi var Flæð- areyrarhátíð og sóttu hana hátt á fjórða hundrað manns. Mættu þar Grunnvíkingar víðs vegar af landinu og skemmtu sér vel að sögn fréttaritara VF í Jökulfjörð- um, Brynjars Ingasonar, sem tók myndirnar. Fagranesið fór norður með gesti og ótal bátar voru í förum með fólk. Veður var gott og gerði fólk ótalmargt sér til skemmtunar. Dansleikur var á laugardagskvöldið og var dansað til kl. 5 um morguninn að fornum sið þeirra Grunn- víkinga. Myndirnar segja meira en orð um það. Mannfjöldi á Flæðarhól við varðeld. Tjaldbúðirnar voru eins og þorp yfir að Uta. Hér sést hluti þeirra. María Jóhannesdóttir (Bía) frá Dynjanda fékk „Flottóvinning- inn“. F=Flæðareyri + lottó. Dansinn dunar. Á myndinni má sjá Pétur Ásvaldsson, Hauk Guðmundsson og Pál Leifsson í léttri sveiflu. Bumbusláttur Bjarka Sigurvinssonar, Hannesar Óskarssonar og Árna Guðmundssonar að þjóð- Brottför. Ferjað fram í Fagranes. legum hætti (?) vakti mikla kátínu. Hlutverkaskipti: Brimnes og Særún (sem líklega verður skírð Brimnes) saman í höfninni á Patreksfirði um helgina. Nýr bátur á Patró Héðinn Jónsson á Pat- reksfirði hefur keypt nýjan bát, Særúnu EA-251, og úr- eldir Brimnes BA-800 í staðinn. Báturinn kom til heimahafnar á laugardags- kvöldið. Særún, sem væntan- lega verður skírð Brimnes, er smíðuð 1979 á Neskaupstað og í Stykkishólmi og er 73ja tonna stálbátur. Báturinn fer á snurvoð í sumar og síðan á línuveiðar. -GHj. Föndur- loftið Mjallargötu Sími 3659 og 3539

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.