Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 09.07.1992, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 09.07.1992, Blaðsíða 6
VESTFIRSKA 6 Fimmtudagur 9. júlí 1992 FRÉTTABLAÐIÐ Hraðar hendur við Hraðbrand — mótor sóttur í Trahantanámu á Skjaldvararfossi og fluttur að Laugabóli Jón Hansson, vinnumaður á Laugabóli í ísafirði í Djúpi, varð fyrir því óhappi fyrir skömmu að vélin í Hraðbrandi hans (Trabant) hrundi er hann var staddur í Reykjanesi. Fékk Jón aðstoð hjá Jó- hönnu í Svansvík sem dró bíl- inn alla leið inn að Laugabóli. Nú er framleiðslu Trabant- bíla hætt og varahlutir illfán- legir. Því voru góð ráð dýr. Vitað er um Hraðbrandanámu vestur á Barðaströnd, á Skjaldvararfossi hjá Gunnari Guðmundssyni. Gunnar á fimm Hraðbranda í slæmu ásigkomulagi eftir að skúr sem þeir voru í fauk í ofviðri og bílarnir dreifðust um túnið. Hringt var í Gunnar og kvað hann Jóni heimilt að hirða það sem nothæft væri og með þyrfti. Síðan hringdi Jón í kunn- ingja sinn á ísafirði og fékk hann til þess að sækja vara- hlutina vestur að Skjaldvarar- fossi. Varð hann vel við og ók inn að Laugabóli á föstudag- inn. Svo var haldið af stað vestur eftir varahlutunum. Ætlunin var að fara Þorska- fjarðarheiði en hún reyndist lokuð vegna snjóa. Festu menn bíl sinn þar og voru hátt á annan tíma að moka hann lausan. Þá var haldið á Strand- ir og óku þeir félagar yfir Mótorinn rifinn úr, Torfi og Jón horfa á Gunnar Guðmundsson frá Fossi. Hraðbrandanáman á Skjaldvararfossi. Tröllatunguheiði og síðan vestur allar Barðastrandar- sýslur um firði að Skjaldvar- arfossi. Þar biðu þeir Gunnar Guðmundsson og Torfi Steinsson reiðubúnir til átaka við að rífa varahluti úr Traböntum. Vinnumaðurinn á Laugabóli hirti eitt og annað til handargagns meðan Torfi og Gunnar rifu heilan mótor úr einum bílnum. Síðan var varahlutunum staflað í jepp- ann og ekið heim sömu leið. Þegar komið var aftur að Laugabóli eftir rúmlega 700 km ferðalag var komið laugar- dagskvöld. A sunnudag vildi svo til að Hjalti Samúelsson þúsundþjalasmiður og ýtu- stjóri rakst inn í heimsókn. Var hann þá beðinn um að líta á Hraðbrand. Eftir hádegis- mat fór hann í það að skipta um mótor og var bifreið Jóns komin í gang um kaffi og hefur að sögn aldrei unnið betur. Geri aðrir betur en vinnu- maðurinn á Laugabóli. Hann fékk Hraðbrand dreginn úr Reykjanesi inn að Laugabóli. Hér á myndinni er jarð- gangamunninn í Botnsdal í Súgandafirði. í gær (miðviku- dag) voru göngin þar orðin 70 m að lengd. Að sögn Björns Harðarsonar, verkfræðings og umsjónarmanns Vegagerðar- innar, verður unnið við jarð- gangagerðina í Botnsdal fram á haust og síðan farið yfir í Hann útvegaði varahlutina og mann til að sækja þá. Sá ók rúmlega þúsund kílómetra alls í ferðinni. Síðan fékk hann mann nánast samstundis til að setja vélina í Hraðbrand. Kostnaðurinn var samtals kr. 0 og bráðskemmtilegt ferðalag í kaupbæti. Allir báru vinnu- mann á höndum sér og átti hann það svo sannarlega skilið. Líklega gerist þjónusta bílaverkstæðanna í Reykjavík ekki öllu sneggri og ódýrari þegar mótorar hrynja. Tungudal aftur og haldið áfram í vetur við að bora inn að gatnamótunum inni í fjall- inu og áfram. Verið er að byggja vegskála í Tungudal og verður unnið við vegagerð þar í sumar og einnig í Breiðadal og Botnsdal. -GHj. Gangamunninn í Súgandafirði. -GHj. Borað í Botnsdal í sumar Yerðkönnun Neytendafélags ísafjarðar og nágrennis á grillmat og grillvörum: Verð á kryddlegnum lambarifjum frá kr. 250 upp í kr. 690 kílóið Verðkönnun á grillvörum í matvöruverslunum fór fram í átta verslunum í síðustu viku á vegum Neytendafélags ísa- fjarðar og nágrennis og Neyt- endasamtakanna. Verslanirn- ar sem könnunin fór fram í voru þessar: Á ísafirði: Björnsbúð, H.N.-búðin, Kaupfélag Isfirðinga og Vöruval. í Hnífsdal: Verslun- in Búð. í Súðavík: Útibú Kaupfélags Isfirðinga. I Bol- ungarvík: Verslun Bjarna Eiríkssonar og Verslun E. Guðfinnssonar. Könnunin tók til margra tegunda af kjöt- vörum á grillið, þar á meðal voru pylsur, heil lambalæri, lambakótilettur, lærissneiðar, framhryggssneiðar, kryddleg- in lambarif og kryddlegnar lærissneiðar, nautapiparsteik, svínakótilettur, svínahnakki og nauta-T-beinssteik. Einnig voru til athugunar hamborg- arabrauð, pylsubrauð og hvít- lauksbrauð, ýmsar dósa- og pakkavörur (sósur og krydd), nýtt o.g frosið grænmeti og nýir ávextir. auk sjálfra grillkol- anna og grillolíunnar. Nokkuð var vöruúrva! mis- munandi í umræddum versl- unum. Þrjár skáru sig nokkuð úr hvað það snerti: I Verslun E. Guðfinnssonar fengust 40 vörutegundir af þeim sem til athugunar voru, og í Kaupfé- lagi ísfirðinga á ísafirði og Vöruvali fengust 39 vöruteg- undir. Næst kom svo Björns- búð með 32 vörutegundir, en í hinum verslununum fjórum fengust frá 19 og upp í 27 vöru- tegundir. Aðeins 9 af þeim vöruteg- undum sem skoðaðar voru íengust í öllum verslununum átta, og skal hér gerð grein fyr- ir þeim. Verð á SS-pylsum var að heita mátti hið sama, 848 krónur kílóið í sjö búðum en einni krónu hærra í þeirri átt- undu. Heilt lambslæri var á svipuðu verði, kr. 876- 881 kílóið í öllum búðunum nema Verslun Bjarna Eiríkssonar, þar sem það kostaði kr. 730. Lærissneiðar kostuðu 1.232 krónur kílóið í fjórum búðum, kr. 1.251 ítveimurogkr. 1.188 í tveimur, Kaupfélagi ísfirð- inga á Isafirði og í Súðavík. Hamborgarabrauð kostaði 25-27 krónur stykkið í öllum búðunum nema Vöruvali, þar sem það kostaði 22 krónur. Pylsubrauð kostaði kr. 25-27 stykkið í óllum búðunum. Hvítlauksbrauð. innflutt, fékkst ódýrast í Kaupfélagi ís- firðinga í Súðavík. SS-sinnep var ódýrast í Björnsbúð, kr. 85, en kostaði kr. 89-91 í hin- um búðunum. Nýir tómatar kostuðu frá kr. 160 kílóið (Verslun Bjarna Eiríkssonar) og upp í kr. 263 (Björnsbúð). Bananar kostuðu frá kr. 163 kílóið (HN-búðin) og upp í kr. 206 (KÍ í Súðavík). Sjálfur naglinn í naglasúp- una, þ.e. grillkolin og grillolí- an, fengust í öllum búðunum nema HN-búðinni. Athygli vekur mikill verðmunur á kryddlegnum lambarifjum, sem fengust í sex búðanna. I Kaupfélagi ísfirðinga á ísa- firði kostuðu þau kr. 250 kíló- ið, í Verslun E. Guðfinnsson- ar kr. 259, í Vöruvali kr. 327, í Versluninni Búð og HN- búðinni kr. 397, og í Björns- búð kr. 690. Hér skal síðan minnt ræki- lega á það, að allar verðkann- anir á vegum Neytendasam- takanna og Neytendafélags Isafjarðar og nágrennis eru birtar með fyrirvara um að mat á gæðum og þjónustu er ekki fyrir hendi. -h. Sr. Magnús hlaut öll atkvæði kjörmanna Á kjörmannafundi ísa- fjarðarprestakalls í síðustu viku fór fram val á sóknar- presti. Hlaut séra Magnús Erlingsson öll atkvæði kjörmanna, en hann hefur þjónað ísafjarðarpresta- kalli síðan í september í fyrra. Slysagildra í Hnífsdal Þarna féll sex ára drengur niður úr þakinu í vetur. Þetta hús stendur í Hnífsdal og nefnist Heima- bær II. Þakið hefur fokið að hluta til af útihúsunum þarna bakatil við húsið og allt er ákaflega óhrjálegt þarna. íbúar í Hnífsdal hafa haft samband við blaðið og kvartað yfir að þarna væri slysagildra. „Sex ára drengur féll þarna niður í gegnum þak- ið í vetur og var mildi að ekki hlaust slys af. Einnig er þetta umhverfismeng- andi og ljótt að sjá og vild- um við að hlutunum yrði komið í lag sem fyrst“, sagði íbúi í Hnífsdal sem hafði samband við blaðið. Heimabær II stendur hátt og er áberandi frá veg- inum um Hnífsdal. ^P=s7 cv ju ÓÐINN BAKARI ÓÐINN B AKARI ÓÐINN B AKARI BAKARÍ S 4770 BAKARÍ S 4770 BAKARÍ S 4770 VERSLUN S 4707 VERSLUN S 4707 VERSLUN S 4707

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.