Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 09.07.1992, Page 1

Vestfirska fréttablaðið - 09.07.1992, Page 1
 ry IÞROTTA- 4 ** KÁLFUR j WFIRSKA Settu þér takmark og náðu því á asics Sportbúð Kópavogs C-Gíróþjónusta s. 91-641000 Meistaramót Golfklúbbs Isafjarðar: Sigurður Samúelsson sigraði í meistaraflokki Meistaramót Golfklúbbs Isafjarðar var haldið dagana 1.-4. júlí. Keppt var í ðflokkum. í karlaflokkumvoruleiknar 72 holur en I flokkum unglinga og drengja og kvenna voru leiknar 36 holur. Sigurvegari í 1. flokki karla og jafnframt ísafjarðarmeistari varð Sigurður Samúelsson sem fór á 318 höggum. Úrslit urðu annars þessi: Unglinga- og drengjaflokkur: 1. Atli Atlason 175 högg 2. ÓmarF. Ómarsson 190- 3. Jóhann G. Jóhannsson 223- Kvennaflokkur: 1. Valgerður Jónsdóttir 226- 2. Margrét Guðnadóttir 3. Il.karla: 1. Rúnar Vífilsson 227- 2. fl.karla: l.GylfiSigurðsson 335- 2. GunnarSigurðsson 360- 3. Egill Sigmundsson l.fl.karla: 364- 1. Sigurður Samúelsson 318- 2. Kristinn Kristjánsson 334- 3. PéturH.R. Sigurðsson 340, Næstu mót eru J.Ó.D.-mótið 11.-12. júlí (36 holur) og Opna BB-mótið 18.-19. júlí (36 holur). Knattspyrnan um helgina Það má segja að skipst hafi á skin og skúrir í heimi knatt- spyrnumanna um helgina. Þá kepptu 3. flokkur drengja, karla- lið og kvennalið BI í meistaraflokki, bæði í 2. deild, og meistara- flokkur UMFB í 4. deildinni. 3. flokkur drengja: s BI - Ægir 4:2 Á sunnudag kepptu BÍ og Ægir í þriðja flokki drengja og var leikurinn mjög fjörugiir og skemmtilegur á að horfa. BI- drengirnir voru heldur sterk- ari aðilinn í leiknum og var sigur þeirra fyllilega verð- skuldaður. Þeir skoruðu 4 mörk á móti 2 mörkum Ægis- manna. Þeir Örn Árnason sem gerði tvö mörk, Pétur (markmaður) Magnússon (eitt) og Friðrik Guðmunds- son (eitt) sáu um þá hlið mála í þetta sinn. Að sögn þjálfara liðsins,- Péturs Guðmundssonar, var þetta einn besti leikur strák- anna í sumar og er þeim sífellt að fara fram hvað varðar leik- skipulag og meðferð knattar- ins. Það setti leiðindasvip á þennan annars ágæta leik að illa gekk að fá starfsmenn á hann og þurfti að standa í tölu- verðu stímabraki við fá menn til að starfa við hann. Það end- aði með því að Jóhann Torfa- son tók að sér línuvörslu öðru- megin og Pétur þjálfari liðsins stóð hinumegin. Þetta er óneitanlega neikvæð hlið á þessum málum hvað illa gengur að manna leiki í yngri flokkum, ekki bara hér heldur víða um land og það er fyllsta ástæða til að hvetja foreldra til að nema þessi fræði og taka að sér þessi störf sem alvöru knattspyrnumenn virðast ekki hafa tíma til að sinna. íþrótta- og æskulýðsráð ísafjarðar og íþróttabandalag ísafjarðar hafa ákveðið að efna til söfnunar fyrir Helgu Sigurðar- dóttur, sundkonu. Helga Sigurðardóttir hefur fyrst íþróttamanna ísafjarðar náð lágmarki til þátttöku á sumarólympíuleikum, og verður meðal þátttakenda á leikunum í Barcelona nú í sumar. Helga hefur um langt skeið stefnt að þátttöku í þessum leikum, og hefur tvö sl. ár verið við æfingar og nám í háskóla í Bandaríkjunum. Hún hefur sjálf kostað sitt nám að öllu leyti án hérlendra styrkja. Nú þegar þessum áfanga er náð, teljum við það skyldu okkar að styðja hana, enda hefur hún helgað sig sundinu í sumar, og fer aftur til náms eftir leikana, og hefur því enga möguleika til öflunar tekna í sumar. Á þessum leikum verður Helga Sigurðardóttir nokkurs konar fulltrúi ísafjarðar, og því teljum við það skyldu okkar að leita eftir stuðningi almennings og fyrirtækja. Nú næstu daga verður leitað til fyrirtækja, og almenningi gefinn kostur á að styðja hana með því að leggja beint á ávísanareikning nr. 1001 í íslandsbanka á ísafirði. F.h. íþróttabandalags ísafjarðar, F.h. íþrótta- og æskulýðsráðs, Gylfí Guðmundsson, formaður. Björn Helgason, íþróttafulltrúi. Helga Sigurðardóttir hefur um langt skeið verið ein fremsta sundkona landsins. Hún hefur æft sund og keppt fyrir Vestra frá 12 ára aldri, og varð fljótt í fremstu röð sundkvenna. Hún hefur sett fjölmörg íslandsmet, oft verið valin í landslið íslands og keppt á fjölmörgum mótum hér heima og erlendis. Hún hefur verið valin íþróttamaður ísafjarðar til margra ára. Helga hefur verið góð fyrirmynd og prúðmenni hið mesta á leikvelli jafnt sem utan hans. Meistaraflokkur karla, 2. deild: Grindavík — BÍ 4:0 Mórallinn samt í góðu lagi og ótímabært að afskrifa BÍ Það blés ekki byrlega þegar drengirnir okkar í BÍ sóttu heim lið Grindvíkinga suður með sjó á laugardaginn sl. Grindvíkingar léku þar sinn langbesta leik í sumar og unnu verðskuldaðan sigur, 4—Ö. Strax frá fyrstu mínútu leiksins var ljóst hvert stefndi, og á 12. mínútu skoraði Þórð- ur Bogason fyrsta mark Grindvíkinga. Ekki leið langur tími þar til annað mark- ið kom og enn var það Þórður Bogason sem var þar að verki. Skömmu fyrir leikhlé bætti síðan Grétar Gylfason þriðja markinu við. Ekki tókst BÍ- mönnum að laga stöðuna þrátt fyrir góða baráttu og góðar skyndisóknir. Það var svo margnefndur Þórður sem gerði endanlega út um leikinn, þegar hann skor- aði sitt þriðja mark og fjórða mark Grindvíkinga á 81. mín- útu. Ummæli eins af leik- mönnum BI eftir leikinn: „Mörkin sem við fengum á okkur í þessum leik voru engin klaufamörk, sérstaklega voru góð mörkin sem Þórður skor- aði. Þetta var hans dagur. En við erum ekki búnir að segja okkar síðasta orð í þessari keppni. Mórallinn ér í góðu lagi og keppnisskapið er til staðar." Undirritaður er sammála þessu og ekki tilbúinn að af- skrifa BÍ þrátt fvrir úrslit eins og þessi. Einungis er 6 stiga munur á neðsta liðinu (Selfoss) og ÍR sem er í 5. sæt- inu, þannig að ekki þarf mikið til að staðan lagist. - Guðjón Þorsteinsson.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.