Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 09.07.1992, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 09.07.1992, Blaðsíða 4
Aldursflokkameistaramótið í sundi 1992 um síðustu helgi 11 keppendur fóru á þetta mót frá Vestra í ár, sem var haldið á Akranesi í tengslum við 50 ára afmæli kaupstaðarins helgina 3.-5. júlí. Árangur sundfólksins var mjög góður og í fullu samræmi við æfingasóknina í vetur sem var yfirleitt mjög góð. Vegna smæðar liðsins urðu keppendur Vestra ekki mjög ofarlega í stigakeppni félaganna að þessu sinni, en skiluðu vel sínu. Einnig spilar það inn í að öll eru þau á fyrra ári í sínum aldursflokkum og koma til með að standa betur að vígi næsta ár. Þau voru þó glettilega nálægt stigasætum í mörgum greinum og tókst að næla sér í nokkur óvænt stig, m.a. í boðsundum þar sem sveitir Vestra urðu í 4. og 8. sæti. Árangur sundfólksins í Vestra í einstökum greinum var sem hér segir (* fyrir framan tíma þýðir að um bætingu á fyrri tíma hafi verið að ræða): Fyrri tími Tími nú 400 m skriðsund pilta 15-17 ára: Edward Örn Hoblyn 5.47.94 ♦4.49.32 Þorri Gestsson 4.59.92 ♦4.55.26 Valur Magnússon 0.00.00 »5.16.00 100 m skriðsund telpna 13-14 ára: Aðalheiður Gestsdóttir 1.12.27 ♦1.10.14 100 m baksund pilta 15-17 ára: Valur Magnússon 1.14.74 »1.11.50 Edward Örn Hoblyn 1.11.20 1.12.23 Þorri Gestsson 1.13.30 * 1.13.21 Bjarki Þorláksson 1.19.00 1.18.23 Viðar Þorláksson 1.32.15 ♦1.23.34 Jón Smári Jónsson 1.17.40 Hætti 200 m fjórsund telpna 13-14 ára: Aðalheiður Gestsdóttir 2.59.03 »2.55.14 200 m bringusund pilta 15-17 ára: JónSmári Jónsson 2.51.20 ♦2.48.67 Þorri Gestsson 0.00.00 »2.53.25 Valur Magnússon 2.56.31 ♦2.57.41 Edward Örn Hoblyn 3.04.41 ♦2.59.00 100 m flugsund telpna 13-14 ára: Aðalheiður Gestsdóttir 1.25.54 ♦ 1.21.69 100 m skriðsund pilta 15-17 ára: Valur Magnússon 59.89 1.00.40 Edward Örn Hoblyn 1.02.33 ♦ 1.01.60 Þorri Gestsson 1.00.83 * 1.00.60 Jón Smári Jónsson 1.01.89 1.02.29 4 x 100 m skriðsund telpna 13-14 ára: A-telpnasveit Vestra 5.22.91 Sveitina skipuðu Guðbjörg Björnsdóttir 1.15.80, Hjördís Eva Ólafsdóttir 1.31.49, Matt- hildur Valdimarsdóttir 1.23.00, og Aðalheiður Gestsdóttir 1.11.90. 200 m fjórsund pilta 15-17 ára: Edward Örn Hoblyn 2.35.16 »2.34.70 Þorri Gestsson 2.37.21 »2.36.15 100 m bringusund teipna 13-14 ára: Aðalheiður Gestsdóttir 1.32.90 1.34.60 100 m flugsund pilta 15-17 ára: Edward Örn Hoblyn 1.12.94 ♦ 1.10.70 Valur Magnússon 1.15.12 * 1.13.74 Þorri Gestsson 1.15.97 * 1.15.15 Jón Smári Jónsson 1.21.43 »1.17.59 100 m baksund telpna 13-14 ára: Aðalheiður Gestsdóttir 1.25.41 * 1.22.66 Guðbjörg Björnsdóttir 1.26.39 1.26.68 4 x 100 m fjórsund pilta 15-17 ára: A-piltasveit Vestra 4.41.70 Baksund: Þorri Gestsson 1.14.50. Bringusund: Jón Smári 1.16.80. Flugsund: Edward Örn 1.11.50. Skriðsund: Valur Magnússon 58.90. Alls syntu þau 29 einstaklingsgreinar og þar af bættu þau sig í 22 þeirra sem verður að teljast all þokkalegur árangur hjá þessu unga og efnilega sundfólki. Öll framkoma og hegðun þeirra var til fyrirmyndár, innan laugar sem utan. I stigakeppni félaganna fengu þau 20 stig og lentu í 13. sæti. AÐ ALHEIÐUR GESTSDÓTTIR VALIN EFNILEG ASTISUNDMAÐUR VESTRA í lokahófi mótsins var síðan Aðalheiður Gestsdóttir valin efnilegasti sundmaður Vestraliðsins og fékk þar afhent verðlaun því til staðfestingar. Þar er á ferðinni efnileg sundkona sem á bjarta framtíð í sundi og stundar íþrótt sfna af mikilli kostgæfni. Óii Þór. Ungbarnasund VESTFIRSKA | fréttablaðið| Mjólkurbikarkeppnin, Torfnesvöllur: BÍ — Fram 1:4 — Eini maðurinn á vellinum sem bar virðingu fyrir Frömurum var dómarinn Það var eftirvænting í loft- inu og maður fann fyrir spennu þegar komið var í brekkuna fyrir ofan völlinn, jú það var eitthvað mikið að gerast. Brekkan smáfylltist og ég man ekki eftir eins miklum fjölda þar í annan tíma, en það getur svo sem hafa gerst fyrir mína tíð. Meistaralið Fram var komið í heimsókn til Isafjarð- ar til að leika við okkar menn í BÍ-88 í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins og fólk beið spennt eftir að leikurinn hæfist. Hið óvænta gat jú alltaf gerst, að okkar menn næðu að velgja Reykjarvík- urrisunum undir uggum og sigra þá, annað eins hefur gerst í henni veröld. Leikmenn tíndust inn á völl- inn rétt fyrir kl. 8 og stilltu sér upp fyrir áhorfendur og skömmu síðar hófst leikurinn. Fyrstu tvær mínúturnar fóru í þreifingar á báða bóga en síð- an tóku Framarar við stjórn- inni og eftir fjórar mín. var fyrsta markið orðið staðreynd. Valdimar Kristófersson skor- aði það eftir að Jakob hafði varið vel gott skot Baldurs Bjarnasonar, en misst frá sér boltann (0-1). Næstu mínútur voru Fram- ara og á 17. mín. sofnaði vörn BI illilega á verðinum og Valdimar Kristófersson lék sér með boltann framhjá öllum varnarmönnum BÍ frá hægri kanti, eftir vítateigslín- unni og yfir að vinstra horni hennar þar sem hann lagði boltann snyrtilega með vinstri fæti í hornið fjær. Frábært mark og staðan þá orðin 0-2 Fram í vil. Ekki gáfust okkar nienn upp við það og áttu nokkrar góðar rispur og reyndu að sækja, en það var eins og vantaði alltaf herslu- muninn. Á 25 mín. fengu þeir Ámundi Sigmundsson Bí og Baldur Bjarnason Fram gula spjaldið fyrir smá ryskingar. Skömmu síðar átti Örn Torfa- son hörkuskot utan vítateigs rétt framhjá marki Fram, og greinilegt var að leikmenn BÍ báru enga virðingu fyrir hinum leikreyndu leikmönnum Fram og virtust staðráðnir í að gera sitt besta í þessum leik. Fram- arar voru þó ívið sterkari aðil- inn og samspil þeirra og leik- skipulag betra. Á 40. mín fyrri hálfleiks náðu Framarar góðri sókn þar sem Pétur Óskarsson fékk góða sendingu inn fyrir vörn- ina en skallaði í þverslána. Fyrri hálfleik var nú að Ijúka og Framarar höfðu greinilega undirtökin en BÍ menn höfðu sýnt góða baráttu, en kannski dálítið á kostnað leikskipu- lagsins. Á 46. mín. fékk Krist- inn Jónsson Fram gult spjald fyrir Ijótt brot og með því lauk fyrri hálfleik. I seinni hálfleik léku BÍ- menn með stinningsvind í bak- ið og strax á fyrstu mín. var ljóst að að nú ætluðu þeir að selja sigdýrt ogsóttu strax stíft að marki Fram. Á 3. mín. áttu þó Framarar góða sókn þegar Pétur Óskarsson skaut hárfínt framhjá marki BI. Á 5. mín. fékk Jón Erling Ragnarsson glæsilega sendingu inn fyrir vörn BÍ frá Ríkarði Daðasyni og sendi boltann í hornið fjær, óverjandi.fyrir Jakob í marki BÍ, og staðn þá orðin 0-3 Fram í vil. Ennþá héldu Framarar áfram að sækja en BÍ-menn áttu mjög góðar rispur inn á milli og notuðu vindinn vel til þess að komast inn fyrir vörn Fram og oft vantaði ekki nema smá heppni til að klára dæmið. Framarar voru þó sterkari eins og í fyrri hálfleik og á 20. mín. komst Valdimar Kristó- fersson einn inn fyrir en Stefán Tryggvason varðist frábærlega og náði að afstýra hættunni. Heldur voru BÍ-menn ákveðn- ari í seinni hálfleik og greini- legt að ekki vantaði baráttu- viljann á þeim bæ, sérstaklega var gaman að fylgjast með Jó- hanni Ævarssyni sem átti marga góða spretti frammi, en vantaði illilega hjálp þar og betri sendingar til að vinna úr. Eins var Örn Torfason sterkur og sívinnandi og það kom í hans hlut að Iaga stöðuna aðeins fyrir okkar menn þegar hann skoraði glæsilegt mark á 42. mínútu með hörkuskoti utan vítateigs. En Framarar áttu síðasta orðið í þessum leik og skoruðu frekar ódýrt mark eftir slæm varnarmistök BÍ-manna á 46. mínútu og skömmu síðar flautaði dómar- inn til leiksloka. Þar með lauk þessum leik með tapi okkar manna (1-4) og þátttöku BÍ í Mjólkurbikarnum 1992 er þar með lokið. Hvað sögðu þeir eftir leikinn? Stefán Tryggvason, fyrirliði BÍ-88: „Þetta var óþarfi, við van- mátum þá í byrjun, það vant- aði einbeitingu í leik okkar, en samt var þetta ekkert til að skammast sín fyrir. Fram er með mjög gott lið.“ Ómar Torfason, aðstoðar- þjálfari Eram: „Þetta var góður sigur, og góður leikur sem við náðum upp í kvöld, og BÍ-menn voru í fínu lagi. Lið okkar er í góðu jafnvægi og við spilum góðan bolta. Nú er bara að halda áfram á sömu braut, við ætlum okkur að komast áfram í bik- arnum.“ Ámundi Sigmundsson, þiálf- ari BÍ-88: „Þetta var ekki slæmt hjá okkur, við vorum óheppnir að fá á okkur þessi mörk, þetta var ekki vanmat af okkar hálfu. Mér fanst eini maðurinn sem bar virðingu fyrir Frömur- um vera dómarinn. Við lékum alls ekki illa, ég vildi bara að við hefðum skorað markið okkarfyrr. Viðberum höfuðið hátt eftir þennan leik enda ekkert til að skammast sín fyrir." Kristinn R. Jónsson, leikmað- ur Fram: „Bikarleikir eru alltaf erfið- ir og við verðum alltaf að klára dæmið. Við spiluðum sæmi- lega og unnum þetta og ég er ánægður með það. Þeir börð- ust vel en spiluðu einum of lít- ið ef eitthvað er. Það var erfitt fyrir þá að fá á sig tvö mörk strax í byrjun. En ég er bara mjög ánægður með sigurinn.“ Guðjón Þorsteinsson Námskeið í ungbarnasundi hófst í Sundhöll ísafjarðar sunnudaginn 21. júní. Þátt- taka er mjög góð, 20 börn eru á þessu námskeiði ásamt for- eldrum sínum. Börnin mæta tvisvar í viku og þá bæði í Bolungarvík og á ísafirði og eru u.þ.b. 45 mín. í senn í lauginni. En sjón er sögu ríkari og hér fylgja myndir af hressum ís- firðingum og Bolvíkingum að læra að synda.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.