Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 6
YESTFIRSKA 6 Fimmtudagur 16. júlí 1992 Yasapelar inni í Djúpi fyrir fjörutíu árum Um daginn leit inn hjá okkur maður sem var á ferð á Isafirði, Sverrir Gíslason, búsettur á Hellu á Rangár- völlum, og sýndi okkur gamlar myndir sem hann átti í fórum sínum. Það voru ýmist eigin myndir eða myndir sem aðrir höfðu tekið. Sverrir er Sunnlendingur að uppruna, en dvaldist lengi á Isafirði og inni í Djúpi, eða á árunum frá 1938 til 1952. „Ég verð að koma hingað öðru hverju og labba um þessi stræti. Ég ólst nánast upp hér og þykir vænt um þennan kaupstað.“ Á þessari 40 ára gömlu mynd getur að líta a.m.k. þrjá vasapela á lofti. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Þórarinn Helgason bóndi á Látrum, Jón Jónasson bóndi á Birnustöðum, Elínus Jóhannesson bóndi í Heydal, Karl Gunnlaugsson bóndi á Birnustöðum, Valdimar Valdimarsson bóndi á Strandseljum, faðir hans Valdimar bóndi á Blámýrum, Runólfur Þórarinsson (Helgasonar á Látrum), sem um áratugi starfaði í Menntamálaráðuneytinu, Hafliði Olafsson bóndi í Ögri, og Gísli sonur Svanbergs á Engi á Isafirði. Sex þessara manna munu nú látnir, en þrír lifa, Valdimar á Strandseljum, Runólfur og Gísli. Myndina tók Helgi Þórarinsson (Helgasonar á Látrum) árið 1952. Á þeirri tíð var árlegur viðburður að Mjófirðingar fóru í Laugardal að heimsækja Laugdæli, en þeir komu aftur á móti seinna um sumarið að heimsækja Mjófirðinga. Myndin er tekin í einni slíkri ferð. [fréttablaðið L= Skapið ykkur atvinnu Til sölu er lítið fyrirtæki í rekstri. Hentar vel fyrir 1-2 handlagna og nákvæma menn. Fyrirtækið er staðsett á höfuðborgar- svæðinu, en er auðvelt að flytja, þarf ca. 80 ferm. pláss. Slíkt þjónustufyrirtæki er ekki til á Vest- fjörðum. Þessa þjónustu hafa menn þurft að sækja suður, svo nú er tækifærið. Vélar, tæki og lager kr. 2. millj. Upplýsingar í síma 91-52834. Kvöld-og helgarsími 91-666105. 1 1 2 x/ HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á ÍSAFIRÐI Einbýlishús/raðhús Óskum að taka á leigu í þrjá mánuði, einbýlis- eða raðhús, mánuðina ágúst, september og október, jafnvel lengur. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 4500 eða 3107. 1 FUGLAÞÁTTUR jfl HaÍAIÁo sr. Sigurðar Ægissonar vf • ntlUlUa Heiðlóan er af ættbálki strandfugla, en tilheyrir svo lóuættinni. í þeirri ætt eru litlir eða meðalstórir vaðfuglar, um 64 tegundir, gildvaxnir, með nokkuð stuttan háls og nef, en frekar langa vængi og tiltölu- lega stór augu. Flestir þeirra leita sér fæðu á landi og beita við það sérstökum aðferðum: hlaupa stutta vegalengd, leita í stuttan tíma, en hlaupa svo gjarnan í nýja átt skyndilega. Þeir lifa á ýmsum smádýrum, er þeir ná upp úr jarðvegi með nefinu. Heiðlóan er, eins og aðrir meðlimir ættarinnar, gildvax- in, belgmikil og nefstutt. í varpbúningi er hún auðgreind á því, að hún er gullgul að ofan, en svört og hvít að neðan. Fæt- ur eru dökkgráir, nefið svart, en augu brún. Litur ungfugla og vetrarbún- ingur fullorðinna eru öllu ein- kennalausari, því svart-hvíta mynstrið, sem lóan er hvað þekktust fyrix, hverfur með öllu, svo að fuglarnir verða allir að mestu gulbrúnir yfir og um. Fræðimenn skipta heiðló- unni í tvær deilitegundir: hina norrænu, Pluvialis aprícaria altifrons, og þá suðrænu, Pluvi- alis apricaría aprícaria. Nokkur munur er á sumarbúningi þeirra, einkum hvað varðar svart-hvíta htamynstrið; á hinni fyrrnefndu, en það er ein- mitt sú, er hér á landi verpir m.a., eru litirnir mun sterkari og hreinni. Annars er heiðlóan 26-29 sm á lengd, um 200 g á þyngd og með 70-75 sm vænghaf. Hún byrjar að koma til lands- ins seint í mars, en stærstu hóparnir birtast þó ekki fyrr en liðið er á aprílmánuð. í góðu vori leita þær strax inn tO landsins, en að öðrum kosti halda þær sig mest í fjörum eða leita á náðir þéttbýlisins, í von um æti í ófreðinni jörð á milli húsa. Heiðlóan er félagslynd allt árið um kring, en hóparnir taka að þynnast, er líður að varp- tíma. Þetta er sú fuglategund, er setur hvað mestan svip á náttúru lands okkar. Hún byrj- ar varp sitt alla jafna í kringum 15. maí, en þó öllu seinna eftir þvi sem norðar og ofar dregur, og verpir í þurru mólendi eða lyngþýfi og oft á hálfgrónum melum. Einkvæni ríkir. Hreiðr- ið er mjög einfalt að allri gerð, ekki nema smá laut á bersvæði. Eggin eru 4 talsins, og oftast mosagræn, grá eða ljósbrún, með rauðum og svörtum dröfnum. Bæði foreldri sjá um útungun, er tekur um 30 daga, og annast líka sameiginlega um ungana eftir það. Fyrsta sólarhring eftir klak eru ungarnir í hreiðrinu, en verða sjálfbjarga og fara á kreik um leið og hýið er þornað. Eftir að ungarnir hafa náð tökum á fluglistinni, en það tekur rúman mánuð, safnast lóurnar í gríðarstóra hópa, t.d. á nýslegnum túnum, engjum Heiðlóa í varpbúningi. Suð- ræna deilitegundin. (Alan Richards: The Pocket Guide to Shorebirds of the Northern Hemisphere. Limpsfield 1989). og sjávarleirum. Eru þær mjög áberandi um það leyti, og einn af mörgum þáttum í íslenskri náttúru, er segir til um að ekki sé langt í haust og vetur. Þær fljúga oft mikið á þessum tíma. Erfitt er að segja til um með nákvæmni hvenær fyrstu lóurnar hverfa á brott, en trú- lega er það í ágústmánuði. í september er þeim greinilega tekið að fækka mikið, og í venjulegu árferði er allur þorri fuglanna horfinn í nóvember- byrjun. Kjörlendi heiðlóunnar á varptíma er, eins og áður var nefnt, þurrlendi, með ósam- felldum kyrkingslegum gróðri, bæði á láglendi og til fjalla. Ytra kann hún best við sig í 200-600 m hæð yfir sjávarmáli, en hér á landi eru þessi mörk frá 0-700 m. Á öðrum árstímum leitar hún einnig í ræktað land og fjörur. Þó veður hún ógjarnan. Þar sem hentuga varpstaði er á annað borð að finna, er heiðlóan jafndreifð um alla hluta landsins. íslenski stofn- inn er talinn vera yfir 100.000 pör, en ekki eru þó fyrir hendi neinar ítarlegar rannsóknir á dreifingu hennar, nema á ein- staka stöðum, eins og t.d. við Mývatn, þar sem munu vera að jafnaði 24 verpandi pör á hverj- um km. Varpheimkynni heiðlóunnar ná annars frá Grænlandi, um ísland og þaðan um N-Evrópu og alla leið austur í miðja N- Síberíu. Norræna deilitegundin verpir á íslandi, í Færeyjum, N- Skandinavíu og austur um N- Rússland og Síberíu að Taimír- skaga; en hin suðræna aftur á móti á Bretlandseyjum, í Dan- mörku, V-Þýskalandi, og í S- Skandinavíu. Fyrr á öldum var talið, að heiðlóan færi aldrei héðan af landi burt, heldur lægi í vetrar- dvala í klettasprungum með laufblað eða birkiviðaranga í nefinu, eins og svalan hjá öðrum þjóðum. En nú vita menn, að hún er algjör farfugl. Aðalvetrarheimkynni beggja deilitegundanna eru á vestanverðum Bretlands- eyjum, í Frakklandi, á Spáni, í Portúgal og svo eitthvað í öðrum löndum við Miðjarðar- haf og allt inn í botn þar. Talið er að íslensku lóurnar haldi sig að mestu leyti á írlándi, og hef- ur verið giskað á 200 þúsund fugla í því sambandi, en þó hafa lóur, merktar á íslandi, einnig fundist í N-Afríku, svo að dreifingin er greinilega um nokkuð breitt svæði. Hér á landi er fæða heið- lóunnar einkum skordýr, og þá helst bjöllur og fiðrildalirfur, og svo ánamaðkar. Við sjó tekur hún einnig marflær, bursta- orma og fleiri slík kvikindi. Og á haustin tína lóur auk þess í sig ber. Elsta heiðlóa, sem menn vita um, náði því að verða a.m.k. 12 ára gömul. Hún var merkt full- orðin, í Hollandi, þann 11. mars árið 1957 og fannst aftur 11. maí árið 1969.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.