Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 23.07.1992, Side 1

Vestfirska fréttablaðið - 23.07.1992, Side 1
IFIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1992 23. TÖLUBLAÐ • 18. ÁRGANGUR IRITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: SÍMI 94-4011 • FAX 94-4423 POLLINN HF. 0 3092 Rafþjónusta Raftækjasala Rafhönnun Rafeindaþjónusta Siglingatæki SALA Þvottavélar Þurrkarar Uppþvottavélar ÞJONUSTA Viðgerðir raftækja Viðhald rafmagnslyftara, stjórnkerfa og rafvéla Slysagildra á Gálmaströnd Margir hafa haft sam- band við VESTFIRSKA og bcnt á að mörg umferð- aróhöpp hafa orðið við krappa beygju á þjóðvegin- um þegar ekið er í Stein- grímsfjörð frá Kollafirði. Þetta er síðasta beygjan áður en komið er á beina veginn um Gálmaströnd, blindbeyja fyrir klett. Þarna heitir að fara fyrir Grind. Að sögn lögreglu á Hólmavík hafa þarna orðið tvær útafkeyrslur með skömmu millibili nú í sumar, og hafa bifréiðarnar lent í fjörunni og eyðilagst. Ekki hafa orðið alvarleg slys á fólki í þessum óhöpp- um enn sem komið er. Strandamenn viija fá þessa beygju lagfærða sem fyrst og betur merkta. Þrjár bílveltur urðu á þessum stað í fyrra að sögn Hólmavíkurlögreglu. Mikið hefur verið um umferðaróhöpp í Stranda- sýslu nú í sumar. Á fimmtudag valt bíll á Enn- ishálsi og urðu þar ekki slys á fólki. Á föstudagskvöld fór bíll útaf við Markhöfða í Hrútafirði og þar urðu engin meiðsl. Á laugardag- inn varð alvariegt slys skammt frá Hólmavfk, eins og fram kemur annars stað- ar í blaðinu. Lögreglan á Hólmavík vill beina því til fólks að vera með beltin spennt eins og lög gera raunar ráð fyrir. -GHj. Vestfirskir verktakar með stærstu verkin Það er athyglisvert og ánægjulegt, að fyrirtæki heima- manna hafa með höndum stærstu verkin í vegagerð á Vestfjörðum þetta árið, ef jarðgangagerðin er undanskilin. Þar er um að ræða Strandaveg milli Kaldbaksvíkur og Kolbeinsvíkur, en verktaki þar er Höttur sf. í Hrútafirði, Djúpveg í Steingrímsfirði, þar sem verktaki er Fylling á Hólmavík, og Bíldudalsveg upp frá Seljadalsá, þar sem verktaki er Stakkafell á Patreksfirði. Sundlaugin á Krossnesi endurbætt Axel á Gjögri tekur mikið í nefið. Það er bara sóknarpresturinn, sr. Jón Isleifsson í Árnesi, sem kemst í hálfkvist við hann í neftóbaksbrúki, að sögn Axels. Grásleppuveiðin í meðallagi s — Eg ræ ekki, ég nota vél, segir Axel Thorarensen „Grásleppuveiðin hefur verið í góðu meðallagi miðað við tíðarfarið. Þú spyrð hvort ég sé enn að róa. Ég ræ ekki, ég nota vél. Ég er ekki for- maður lengur. Jakob sonur minn er það. Ég er bara háseti oger alltaf með. Ég er fótfúinn aumingi og get gert öll verk til sjós með því að sitja. Við erum enn í grásleppunni og ætlum að fara að byrja á skaki. Það er verst með helvítis bannið sem er um verslunar- mannahelgina. Það er 10 dagar. Ágústmánuður er besti tíminn okkar á skakinu. Það er mikið líf hér í kringum okkur, fjörðurinn fullur af hnísu og fuglager um allt. Hilli bróðursonur minn var með 300 kg í dag og hann var langt inni á Reykjarfirði. Ég á átta eða tíu rollur. Skrúfan er nú ekki hærri en það. Það er alveg nóg til að fá oní sig að éta“, sagði Axel Thorarensen á Gjögri sem er 85 ára og stund- ar enn sjóinn af kappi, í sam- tali við VESTFIRSKA í síð- ustu viku. -GHj. Heiðar opnar hljóm- tækjaverslun á morgun Heiðar Sigurðsson, verslun- armaður á ísafirði, opnar nýja hljómtækjaverslun í húsnæði Ljónsins á Skeiði á ísafirði. Verður verslunin opnuð kl. 13 föstudaginn 24. júlí nk. „Verslunin heitir Hljómar og er beint á móti Húsgagna- loftinu á milli Leggs og skeljar og Krismu. Þarna verðum við með geisladiska í miklu úrvali. Við byrjum með 1000 titla af öllum gerðum af tónlist. Einnig verðum við með hljóm- flutningstæki, útvarps- og sjónvarpstæki, myndbands- tæki o.þ.h. Síðan ætlum við að selja myndbönd með íslensku efni og góðum kvikmyndum. Verslunarstjóri Hljóma verð- ur Einar Pétur Heiðarsson sonur minn“, sagði Heiðar Sigurðsson, verslunarmaður á ísafirði, í samtali við Vf. -Ghj. Sundlaugin á Krossnesi á Ströndum hefur verið stórlega lagfærð. Sturtuklefarnir og búningsklefarnir hafa verið teknir í gegn og húsið klætt að utan. „Snyrtingar og sturtur hafa verið endurbættar og þetta er orðið mjög myndar- legt. Ungmennafélagið Leifur heppni á sundlaugina og verk- ið er unnið fyrir forgöngu þeirra sem eru í stjórn þess. Úlfar Eyjólfsson á Krossnesi er formaður og hefur hann stjórnað verkinu. Þetta var mjög nauðsynleg framkvæmd því sundlaugin er mikið notuð, bæði af heimafólki og ferðamönnum. Nú er þetta komið í býsna gott lag“, sagði Gunnsteinn Gíslason, kaup- félagsstjóri og oddviti í Norðurfirði, í samtali við VESTFIRSKA. Aðspurður um umgengni ferðamanna í sundlauginni sem stendur afskekkt, sagði Gunnsteinn: „Það er allt í góðu lagi. Fólk fær að fara í laugina og húsið er aldrei læst. Þar er baukur sem fólk getur borgað gjaldið sitt í og það virðist gera það, því töluvert af peningum kemur inn. Þarna hefur fólk ekki brugðist þeim trúnaði sem því er sýndur." -GHj. Sundlaugin á Krossnesi á Ströndum. Ljóðatónleikar í Bolungar- vík og á ísafirði Hjónakornin Sólrún Bragadóttir óperusöngkona og Þór- arinn Stefánsson píanóleikari flytja íslenska og skandi- navíska Ijóðatóniist í Skálavík í Bolungarvík mánudaginn 27. júlí og í Frímúrarasalnum á fsafirði daginn eftir, þriðj- udaginn 28. júlí. Tónleikarnir hefjast bæði kvöldin ki. 20.30. Þau Sólrún og Þórarinn eru búsett í Hannover í Þýska- landi, þar sem Sólrún er fastráðin við óperuna, auk þess sem hún syngur sem gestasöngvari m.a. í Múnchen, Dússeldorf og Mannheim. Hún kemur einnig reglulega fram á tónleikum víðsvegar um Evrópu og hér heima, m.a. með Sinfóníuhljómsveit íslands. Þórarinn hóf píanónám á Akureyri en lauk einleikara- prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Halldórs Haraldssonar. Hann stundaði síðan framhalds- nám í Hannover hjá prófessor Eriku Haase. Þórarinn kem- ur reglulega fram á tónleikum, bæði á fslandi og erlendis, ýmist í samspili eða sem einleikari. Á efnisskrá tónleikanna má finna ýmsar af fegurstu perl- um norrænnar Ijóðatónlistar. Hjónakornin Þórarinn og Sólrún.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.