Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 3
VESTFIRSKA ________ Fimmtudagur 23. júlí 1992 3 ---1 FRÉTTABLAÐIÐ 1_ - - — Styrkir úr menningarsjóði vestfirskrar æsku Eins og undanfarin ár verða nú veittir styrkir úr Menningarsjóði vestfirskar æsku til framhaldsnáms sem vestfirsk ungmenni geta ekki stundað í heima- byggð sinni. Að öðru jöfnu njóta eftirtaldir forgangs um styrk úr sjóðnum: 1. Ungmenni sem misst hafa fyrirvinnu, föður eða móður, og einstæðar mæður. 2. Konur, meðan fullt launajafnrétti er ekki í raun. 3. Ef engar umsóknir berast frá Vestfjörðum, koma til álita umsóknir Vestfirðinga búsettra ann- ars staðar. Svæðið sem Vestfirð- ingafélagið í Reykjavík nær til er ísafjörður, ísa- fjarðarsýslur, Bolungar- vík, Strandasýsla og Barðastrandarsýslur. Umsóknir skal senda fyrir lok júlímánaðar til Menningarsjóðs vest- firskarar æsku, eo Sigríður Valdimarsdóttir, Birkimel 8A, 107 Reykjavík. Skulu meðmæli fylgja frá skóla- stjóra eða öðrum sem þekkja viðkomandi nem- anda, efni hans og aðstæð- ur. Síðasta ár voru veittar kr. 250.000 til fimm ung- menna, sem öll eru búsett á Vestfjörðum. í stjórn sjóðsins eru Sig- ríður Valdimarsdóttir, Torfi Guðbrandsson og Haukur Hannibalsson. Rær á trillu og selur soðningu Gummi Eyjólfur selur fisk. Eyjólfur Guðmundur Ólafsson (Gummi Eyjólfur) er á 76ta aldursári og stundar enn róðra á trillu sinni Rúnu IS- 174. Guðmundur stundar línu og rær fram í Djúpið og fiskar í soðið handa ísfirskum hús- mæðrum. I blíðunni í gær var Gummi að selja ýsu af pallbíl sínum bak við Kaupfélag ís- firðinga og smelltum við þá þessari mynd af honum og tveimur húsmæðrum sem greinilega ætluðu að bjóða fjölskyldum sínum upp á soðningu að vestfirskum hætti, með hnoðmör og rúg- brauði. Gummi á einnig hjall á floti úti á Prestabugt þar sem hann Iætur fisk afsíga, og hefur hann verið óheppinn með hjallinn í sumar. Hann hefur tvisvar sinnum slitnað upp í stormi og rekið í land en karl- inn hefur ótrauður lagt honum við stjóra aftur. Gummi er einn af þeim sem hafa sett svip á ísafjarðarbæ og selur gjarn- an siginn fisk, nýja ýsu, Iúðu og rauðmaga, ýmist úr hjól- börum eða af pallbílnum í miðbænum. Megi svo vera áfram því það er ekki svo margt sem minnir okkur á gamla tíð og auðvitað er soðn- ingin ómissandi fyrir bæði líkama og sál Vestfirðinga. -GHj. Selapétur hefur fengið 84 seli Pétur Guðmundsson í Ófeigsfirði á Ströndum hefur fengið 84 seli í lagnir sínar í sumar. „Þetta er meira en í fyrra og hitteð- fyrra og ég get selt þessi skinn öll. Æðarvarpið hef- ur verið lélegt, fuglinn vantar vegna grútarmeng- unarinnar í fyrra", sagði Pétur í samtali við VEST- FIRSKA. -GHj. Selapétur og Eggert sonur hans. Dorgað á Mávagarði I góðviðrinú í gær hitti ljós- myndari blaðsins þessar hressu stúlkur niðri á Máva- garði þar sem þær voru að veiða á fjórar stengur. Aflinn var utan kvóta, þorskbútung- ur og ókjör af marhnút. Stúlk- urnar undu glaðar við sitt og héldu áfram að draga mar- hnúta eftir að þær höfðu verið truflaðar við veiðina þegar smellt var af þeim mynd. -GHj. Stúlkur að veiðum utan kvóta á Mávagarði. E Y J A L f N HEIMAMENN HÉR FYRIR VESTAN! Þið megið ekki halda að þið séuð fyrir túristunum! Ferðir Eyjalínar eru ekkert síður fyrir Vestfirðinga sjálfa en aðra Skoðunarferðir á hverjum degi í Vigur. Áætlunarferðir í Jökulfirði. SÉRSTAKUR 50% AFSLÁTTUR FYRIR BÖRN OG ELLILÍFEYRISÞEGA. Leiguferðir að óskum hvers og eins. Afhverju ekki að skreppa eitthvert kvöldið eftir vinnu t. d. í grillferð í Jökulfirði? Eða á sjóstöng í logninu um lágnœttið úti á Djúpi? Hafið samband! Nánari upplýsingar og bókanir á Ferðaskrifstofu Vestfjarða, Aðalstræti 11, sími 3966. Djúpferðir - Eyjalín.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.