Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 8
8 Arinbjörn Bernharðsson í Norðurfirdi: Lögreglan eltist við bændur en sinnir ekki Iöggæslu á böllum Arinbjörn Bernharðson og sonur hans. Bændur og landeigendur í norðanverðri Stranda- sýslu eru vægast sagt óhressir með veiðieftirlit lögreglu með silunganetum sem menn leggja í sjó við lönd sín. Arinbjörn Bern- harðsson í Norðurfirði hef- ur sitthvað við eftirlitið að athuga: „Fyrstu helgina í júlí var landsmót Sniglanna hér í Árnesi. Eitt net var í sjó sem krakkar eða bændur höfðu lagt. Sniglamótinu fylgdi töluverð umferð og ölvun og jafnvel ölvunar- akstur. Lögreglan sá enga ástæðu til að kíkja á mótið en kom þó eina nóttina á meðan Sniglar sváfu til að athuga með net hjá bændum. HéríNorðurfirði fundu þeir einhvern net- sfubb sem þeir töldu ólög- legan og gerðu hann upp- tækan. Næstu helgi á eftir voru þeir enn á ferð og til þeirra sást um sexleytið um morguninn togast á við botnfast grjót sem einhver krakki hafði bundið í og var netakúla á hinum enda bandsins. Bændur höfðu nokkuð gaman að horfa á þessar aðfarir lögreglu við falsnetið", sagði Arin- björn. „Spurningin er um það á hvað áherslan í löggæslu er lögð. Það er sagt að sýslu- maður eigi hlutdeild í þrcmur veiðiám í Stein- grímsfirði og virðist líklegt að það hafi eitthvað að segja. Einnig munu tveir fyrrverandi sýslumenn hér, Rúnar í Borgarnesi og Andrés á Selfossi, eiga hlut í sömu ám. Ég frétti einnig af lögreglumönnum frá ísa- firði við svipaða iðju norður á Hornströndum. f>að cru ekki til peningar til almennrar löggæslu í sýsl- unni, en nægir peningar eru í veiðieftirlitið og lögreglu- þjónar akandi fram og aftur um gjörvalla sýsluna á næturþeli og fljúgandi í þyrlu Landhelgisgæslunnar til þess að reyna að hanka bændur fyrir hluti sem ellefu hundruð ára hefð er fyrir. Bændur hér um slóðir hafa frá upphafi íslands- byggðar lagt silunganet í sjó til að drýgja matar- birgðirnar og fá nýmeti", sagði Arinbjörn Bern- harðsson. -GHj. Ögurhreppur Til sölu Jörðin Þernuvík í Ögurhreppi, Norður- ísafjarðarsýslu, er til sölu. Um er að ræða jörðina ásamt íbúðarhúsi, sem er byggt 1958. ' Nánari upplýsingar hjá oddvita Ögur- hrepps, Halldóri Hafliðasyni, sími 94- 4804. Tilboðum skal skilað til ocjdvita. Oddviti Ögurhrepps, HalldórHafliðason, Ögri. Fimmtudagur 23. júlí 1992 Smábátahöfnin í Norðurfirði á Ströndum. Nýi brimvarnargarð- urinn er innan við hryggjuna. Smábátahöfn í Norðurfirði Framkvæmdum er nú að Ijúka við smábátahöfn í Norðurfirði á Ströndum. Áður hafði verið tekin í notk- un hafskipahöfn og brimvarn- argarður sem skýlir fyrir haf- öldunni, en það vantaði garð til þess að skýla smábáta- bryggjunni fyrir innarfjarðar- bárunni. „Hafnarframkvæmdir hóf- ust hér í byrjun júlí og hafa staðið síðan og gengið ágæt- lega. Það er verið að gera hér höfn þar sem smábátar geta verið öruggir og þetta verður þokkaleg dokka sem bætir að- stöðu bátanna mikið. Þessi framkvæmd er til viðbótar við stórframkvæmdir í hafnarmál- um okkar sem lauk 1985. Þá var byggð hafskipahöfn. Áður þurftum við að skipa í land úr flutningaskipunum á bring- ingarbát sem tók varninginn frammi á firði við skipshlið og flutti í land. Þær framkvæmdir auðvelduðu mjög að gera þessa smábátahöfn. Þetta er nokkuð mikið verk og vanda- samt, en því lýkur á næstu tveimur vikum“, sagði Gunn- steinn Gíslason, kaupfélags- stjóri og hreppsnefndar- oddviti á Norðurfirði í viðtali við blaðið. Aðspurður um vöruflutn- ingaþjónustu við Árneshrepp, eftir að Ríkisskip var lagt niður og einkavætt, sagði Gunnsteinn: „Það fór sem vænta mátti, að erfiðleikar urðu með skipaferðir. Sam- skip tóku upp siglingar hingað í vetur og komu hingað á 3ja vikna fresti og var það fækkun ferða frá því sem áður var. Ferðunum var svo hætt í vor í samkomulagi við okkur og hingað gengur bíll vikulega sem að hálfu leyti er á vegum Samskipa. Ég veit ekki annað en siglingar hingað hefjist aftur í haust og verði á 3ja vikna fresti. Það er afturför frá því sem áður var, því sigl- ingar Ríkisskipa voru vikulega hingað.“ -GHj. r Isafjarðarkirkja — forval Byggingarnefnd ísafjarðarkirkju óskareft- ir umsóknum verktaka um að fá að taka þátt í lokuðu útboði vegna byggingar 1. áfanga ísafjarðarkirkju. Um er að ræða jarðvinnu og gerð sökkla og botnplötu undir hluta af nýrri kirkju og er þessi áfangi um 400 m2 að grunnfleti. Framkvæmdar- tími er september og október 1992. Þeir verktakar, sem áhuga hafa á að taka þátt í lokuðu útboði vegna ofangreinds verks, skulu skila skriflegri umsókn þar um ásamt þeim upplýsingum, sem óskað er eftir í forvalsgögnum. Forvalsgögn verða afhent á skrifstofu VST hf, Hafnarstræti 1, ísafirði. Útfylltum gögnum ásamt fylgiskjölum skal skila á sama stað eigi síðar en föstudaginn 31. júlí 1992 kl. 14:00. Byggingarnefnd ísafjarðarkirkju. VESTFIRSKA fFRÉTTABLAÐIÐ 1= Prju hjol undir bílnum... Þegar blaðamaður VESTFIRSKA var á ferð um Horn- strandir rakst hann á þennan bíl (Suzuki Fox) í Reykjarfirði fram undir Drangajökli. Að sögn Ragnars Jakobssonar, staðarhaldara í Reykjarfirði, komu nokkrir Hólmvíkingar á bílum og vélsleðum norður yfir jökul seinni hluta sl. vetrar. Þessi bíll lenti upp á stórum steini, og þar sem dimmdi að og menn voru að hraða sér burt, vannst ekki tími til að ná honum af steininum. Var hann því skilinn eftir ásamt vél- sleða sem einnig bilaði á Drangajökli. Seinna þiðnaði und- an bílnum og 12 Isfirðingar sem áttu leið um lyftu honum af steininum. Reyndist þá sprungið á einu hjóli. Fermt var í Reykjarfirði í vor og fóru þá tveir bílar norður yfir jökul og var ætlunin að þéssi fylgdist með til baka. Þegar til kom reyndist ekki unmt að bæta dekkið því það var slöngulaust og var saxað(í sundur. Varð því enn að skilja bílinn eftir og var dekkið> tekið undan og stóð bíllinn á tjakk. í vestanrokinu í júní fjauk hann af tjakknum. Nú er enginn snjór lengur sem hægt er að aka á fram á jökul og Ijóst að ekki verður hægt að koma bílnum til byggðafyrr en síðari hluta næstavetrar. Þegarblaðamað- ur var á ferð kom í Ijós að hitt afturdekkið var loftlaust. Vélsleðinn var hins vegar sendurtil ísafjarðar með Fagra- nesinu sl. fimmtudag en þá átti báturinn ferð í Reykjarfjörð í eina skiptið í sumar. Töluvert er orðið um það að menn aki á sérbúnum bílum af Steingrímsfjarðarheiðinni norður á Drangajökul og norður á Hornstrandir eftir að daginn tekur að lengja í mars, apríl og maí. Að sögn Ragnars Jakobssonar er þegar orðinn töluverður ágangur jeppamanna í Reykjar- firði, en staðurinn er mannlaus frá hausti og fram á vor ár hvert. -GHj. Jeppinn á jökulaurunum við Reyk jarfjarðarós. Hrollleifs- borg og Drangajökull í baksýn. Reiðvegur milli Hnífsdals og ísafjarðar: Jón og Magnús lægstir Opnuð hafa verið tilboð í gerð reiðvegar milli Hnífsdals og ísafjarðar. Lægsta tilboð áttu Jón og Magnús á Isafirði, 8,6 milljónir, síðan kom Ellert Skúlason með 9,8 m, Hand- tak með 14 m og Klæðning með 14,7 milljónir. Kostnaðar- áætlun nam 7,3 milljónum, en hún mun ekki hafa verið allskostar raunhæf. Setjum VESTFIRSKT í öndvegi

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.