Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 07.08.1992, Side 1

Vestfirska fréttablaðið - 07.08.1992, Side 1
FOSTUDAGUR 7. AGUST 1992 24. TÖLUBLAÐ • 18. ÁRGANGUR Tálknafjörður: Mikið af erlendu verkafólki í físki Atvinnuástand á Tálkna- firði er gott, að sögn Brynjólfs Gíslasonar sveitarstjóra. Mikið af aðkomufólki starfar við fiskvinnslu, bæði innlent og erlent verkafólk. f sumar hefur verið mikið líf við höfnina, því handfæra- bátar hafa fiskað ágætlega. Mikili fjöldi aðkomubáta landar afla sínum á Tálkna- firði, ýmist í fiskvinnslufyrir- tækin eða á Fiskmarkað Tálknafjarðar. „Hér er óhemju mikið af erlendu verkafólki, en heldur fleiri ís- lendingar eru hér við fisk- vinnslu. Ef eitthvað er, þá vantar frekar fólk í vinnu. En hvað atvinnuástandið varðar, þá er það gott í dag“, sagði Brynjólfur Gíslason sveitar- stjóri. Róbert Schmidt. Rífandi sala hjá Sláturfélaginu Barða: Yfír 20 tonn í síðasta mánuði Nú liggja fyrir sölutölur fyrir júlímánuð hjá Slátur- félaginu Barða. Heildar- sala á framleiðsluvörum félagsins í mánuðinum reyndist vcra 20 tonn og 400 kíló, eða ennþá meiri en bjartsýnustu vonir stóðu til fyrirfram. að sögn Hall- gríms Sveinssonar fram- kvæmdastjóra. Einkum var rífandi sala í lambakjöti á grilltilboði. Markaðurinn (norðanverðir Vcstfirðir) hefur því greinilega tekiö vel við framleiðslu hins vestfirska fyrirtækis, sem hefur aðsetur á Þingeyri en rekur kjötvinnslu á ísa- firði. Dragnótarþorski landað úr Maríu Júlíu BA. Atvinnuástand hefur verið gott í sumar á Tálknafirði og mikið líf við höfnina. s 50 ára fermingarbörn á Isafirði Um síðustu helgi komu saman á ísafirði fimmtíu ára fermingarsystkini, rúmlega tuttugu talsins, og var meðfylgjandi mynd tekin í góða veðrinu utan við Sundhöllina, eftir að hópurinn hafði skoðað sig um í Byggðasafninu á efstu hæðinni. Fermingarbörn sr. Marinós Kristinssonar á ísafirði fyrir hálfri öld, á því stríðshrjáða vori 1942, voru 68 talsins, og kynjahlutföllin athyglisverð: 45 stúlkur og 23 piltar, eða tvær stúlkur á hvern pilt. Stór hluti þessa fólks fluttist burt (einkum ,,suður“) í tímans rás. Það er dæmigert fyrir vestfirskar byggðir á þessari öld. Aðeins 6 af upphaflega hópnum búa enn á ísafirði (og í Hnífsdal), en þar snúast kynjahlutföllin við, 2 konur og 4 karlar. Konurnar eru Guðríður Matthíasdóttir kaupfélagsstjóri á ísafirði og Fjóla Hannesdóttir í Hnífsdal, en karlarnir eru þeir Ásgeir Guðbjartsson skipstjóri á Guðbjörginni, Guðbjartur Finnbjörnsson málari, Hákon G. Bjarnason vélstjóri á Fagranesinu og Sveinbjörn Veturliðason vegaverkstjóri. POLLINN HF. S 3092 Rafþjónusta Raftækjasala Rafhönnun Rafeindaþjónusta Siglingatæki SALA ÞJÓNUSTA Kæliskápar Frystiskápar Frystikistur Frystikerfi Viðgerðir kælitækja Uppsetningar og viðhald á kælikerfum verslana, vinnslu og veiða IRITSTJÓRN 0G AUGLÝSINGAR: SÍMI 944011 ■ FAX 94-4423 — Álagning 1992: Benedikt Bjarnason hæstur Álagningarskrár sveitarfélaga í Vestfjarðaumdæmi árið 1992 (vegna tekna og eigna ársins 1991) liggja frammi frá og með 31. júlí til og með 14. ágúst 1992. Heildarskrá og álagningarskrá ísafjarðar liggja frammi á Skattstofu Vestfjarðaumdæmis, Hafnar- stræti 1, á venjulegum skrifstofutíma. I öðrum sveitar- félögum liggja skrárnar frammi hjá umboðsmönnum skattstjóra, eins og þeir auglýsa, og á bæjarskrifstof- unni í Bolungarvík. Heildargjöld einstaklinga nema kr. 1.836.871.144. Heildargjöld barna nema kr. 4.946.796 til viðbótar. Hækkun heiidarálagningar einstaklinga milli áranna 1991 og 1992 er 12,72%. Álagning samkvæmt ofanrituðu hvílir á 7.252 ein- staklingum 16 ára og eldri, og á 718 börnum. Hæstu álagningu einstaklinga bera: 1. Benedikt Bjarnason, Bolungarvik kr. 7.984.851 2. Ásgeir Guðbjartsson, ísafirði - 3.127.078 3. Tryggvi Tryggvason, ísafirði - 3.080.984 4. Ruth Tryggvason, ísafirði.......... - 2.948.132 5. Ásbjörn Sveinsson, ísafirði - 2.939.360 6. Gunnlaugur Jónasson, fsafirði - 2.936.337 7. Viðar Konráðsson, isafirði - 2.933.262 8. Þorsteinn Jóhannesson, isafirði - 2.845.217 9. Jóakim Pálsson, Hnífsdal - 2.729.143 10. Hermann Skúlason, ísafirði - 2.706.579 Heildargjöld lögaðila (félaga) nema kr. 536.898.274. Hækkun heildarálagningar milli áranna 1991 og 1992 er 83,38%. Ástæða svo mikillar hækkunar er að trygginga- gjald er hér með, en árið 1991 voru ýmis launatengd gjöld ekki lögð á vegna upptöku tryggingagjaldsins. Hæstu gjaldategundir lögaðila eru tryggingagjald, stað- greiðsluskylt, kr. 209.685.200, og aðstöðugjald kr. 170.078.260. Álagning aðstöðugjalds hefur hækkað um 12,84% frá árinu 1991. Álagning tekjuskatts lögaðila hefur hækkað um 13,14% frá árinu 1991 og er kr. 97.915.412. Hæstu álagningu lögaðila bera: 1. Norðurtangi hf. (safirði kr. 20.372.339 2. Einar Guðfinnsson hf. Bolungarvík -- 19.896.313 3. Sparisjóður Bolungarvíkur - 17.522.525 4. Búðanes hf. ísafirði - 16.795.200 5. Seljavík hf. Patreksfirði............ - 13.716.325 6. Hraðfrystihúsið hf. Hnífsdal - 13.068.482 7. ísafjarðarkaupstaður - 11.743.128 8. Gunnvör hf. Isafirði ................ - 10.486.643 9. Hrönn hf. isafirði - 10.311.995 10. Oddi hf. Patreksfirði................ - 10.007.906 Frá skattstjóranum í Vestfjarðaumdæmi. Remoy á ísa- fírði í norsku pressunni ( norska blaðinu Nordisk fiskeribiader fyrir nokkru sagt há komu norska rækjutogarans „Remoy" til l'safjarðar í vor og birt viðtal við Per V. Remoy útgerðarmann. Hann fer ákaflega lofsamlegum orðum um viðskiptin við (sfirð- ingana og segir frá hátíðlegum móttökum og veislunni sem skipverjum var haldin um borð. Remoy segir að þegar útlensk skip komi til að landa í norskum höfnum sé þeim gert eins erfitt fyrir á allan hátt og nokkur tök séu á. „En á ísafirði mættum við ótrúlegum velvilja hjá tollvörðum, hafnarstarfsmönnum, reiðurum og hreint öllum sem hlut áttu að máli.“ -h.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.