Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 5
VESTFIRSKA --1 FRÉTTABLAÐIÐ b Föstudagur 7. ágúst 1992 og gerðum eina leikna kvik- mynd og hefur hún verið á leigum á Isafirði og heitir Rós- óttu stígvélin. Við vorum eina sex mánuði að gera hana. Það var sko ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur. Við vorum með ellefu vélsleða og allt tekið um hávetur. Leikar- arnir var allt fólk í fullri vinnu, í rækjuvinnslu, í kúttun og annarri fiskvinnu. Við urðum að hrifsa fólkið eiginlega beint undan færiböndunum í hlut- verkin og æfingarnar. Sjálf- sagt má margt að þeirri mynd finna en ég hef sýnt hana kvik- myndamönnum og þeir segja að hún standist næstum því að vera eins og kvikmynd. Við hefðum mátt klippa hana bet- ur en við höfðum ekki alla tækni við það. Ég leikstýrði og skrifaði handritið og hafði gaman af því. Þetta er of mikil vinna með því að vera í fullri atvinnu og ég myndi ekki endurtaka það. Þetta er eigin- lega ógerlegt. Samt höfðum við þetta af. Það voru allir af vilja gerðir að leika í myndinni fyrir ekki neitt nema ánægj- una. Myndin fjallar um tvo vél- stjóra sem eru miklir vinir en annar kokkálar hinn. Hann er sífellt hjá konu hans meðan hinn veit ekki af. Hann hafði samt grun um þetta. Síðan berst leikurinn í að bjarga stúlku fram á fjalli sem hafði farið ofan í gil á bíl sínum. Allur vélsleðahópurinn fór í að það. Maðurinn sem var kokkálaður heldur alltaf að um annan mann sé að ræða sem heldur við konuna. Það verða slagsmál og læti í gilinu og er það allt út af rósóttum stígvélum sem ollu öllum mis- skilningnum út í gegnum myndina. KANNSKI ER BÓKA- FERLINUM LOKIÐ Þegar ég var 16 ára gamall skrifaði ég bók sem lítið hcfur verið getiðum. Hún heitir Síð- asti rauðskinninn og er ung- lingabók. Ég hugsa að þessum bóka- ferli mínum sé lokið eftir að hafa skrifað fimm bækur. Það er mikill kostnaður sem fylgir því að gefa út sjálfur. Mér finnst allt í lagi að ganga frá bókinni til prentunar og lesa próförk og allt það en sölu- mennskan er ekki mitt fag. Dreifing er óskaplega leiðin- leg og erfið og að innkalla bækur aftur frá söluaðilum. Bækur eiga að vera utan við virðisaukaskatt, en ég lenti í því að fá ekki virðisauka- skattsnúmer, það var alveg útilokað fyrir mig. Þannig að tugir þúsunda koma ofan á kostnaðinn við að gefa út sjálfur. Það er allt of erfitt að standa í þessu öllu sjálfur. Ef þetta væri eitthvað auðveldara væri það annað mál. Ég núna með einn söngleik í fullri lengd og getur verið að hann verði settur upp á næsta ári. Hann heitir Irja. klukkan er fjögur! í honum er skothríð út um allan sal og alls konar læti. SENJORINN HAFÐI MERKILEGA LÍFSSKOÐUN Listalíf á stöðum eins og Bíldudal er raunar að mestu byggt á gömlum merg. Hér hefur verið mikið listalíf og áhugi fyrir því. Ég veit ekki til þess að fleiri hafi verið að skrifa en ég. En ég nefni t.d. Bjarna Valdimarsson, vin minn Senjor, sem nú er látinn. Hann var á margan hátt mjög merkilegur maður. Okkur var vel til vina meðan hann lifði. Bjarni var lærður málari frá Akureyri. Hann staðfestist aldrei og gifti sig aldrei og þótti feiknalega gaman að fá sér í gogginn. Hann var alltaf kominn til Suðurlanda þegar hann var á því. Hann gekk með alpahúfu sem hallaðist því meira út í vangann því mcira sem hann fann á sér. Ég nota Senjorinn sem fyrirmynd í Synduga svallaranum. Það er allgóð lýsing á honum sem slíkum. Hann komst í raun- inni aldrei út úr firðinum eftir að hingað kom, þó að hann langaði mest til Spánar og Ítalíu. Þó þótti honum gott að komast á norðurströnd Arn- arfjarðar því hann málaði af sama blettinum sama útsýnið alltaf. Bjarni þurfti ekki lengur fyrirmyndir heldur kóperaði bara myndirnar í huganum og færði þær á léreft. Það stóð til að við færum sam- an í málningarferðalag en hann dó það sama ár, 1973 ef ég man rétt. Senjorinn hafði merkilega lífsskoðun. Hann lét sig engu varða álit annarra. Hann átti skúr niður við sjó og bjó í hon- um og nefndi hann París. Þröstur frændi hans Leó leik- ari er nú orðinn eigandi hans og notar hann fyrir sumarbú- stað, sem er ekki amalegt með slíka sál í húsinu. Þar var oft gaman að koma. Senjorinn var með öll sín málverk á gólf- inu og gamla harmonikku og spilaði La Paloma í þrem út- setningum eftir því hvernig ölið hafði farið í hann. EF EKKIVÆRIMENNING VÆRU ÞETTA BARA NÁMAHÉRUÐ Leiklistarlíf hefur verið hér frá öndverðu. Þorsteinn Erl- ingsson stjórnaði leikritum hér á sínum tíma. Ásgrímur Jónsson málaði þá leiktjöldin. Þegar svo Leikfélag Reykj- avíkur var stofnað fékk það leiktjöld hértil aðgeta byrjað. Þetta var um aldamótin. Síðan Leikfélagið Baldur var stofn- að hefur leiklistarlífið á Bíldu- dal verið mjög blómlegt. Þar hafa átt hlut að máli þeir Heimir Ingimarsson, Pétur Bjarnason, Hannes Friðriks- son, Örn Gíslason og náttúr- lega margar konur og stúlkur. Þetta hefur allt saman þróast mikið. Hljómsveitin Facon þótti með betri hljómsveitum í þá daga. Það fór hver að æfa hljómlist eftir annan. Ég hef tekið eftir því í mínu grúski með því að skrifa söngleiki og í tilraunum mínum að gera kvikmyndir að ungir strákar hafa komið og reynt að kom- ast í læri hjámérogsjáhvernig eigi að fara að þessu. Þeir hafa verið að reyna að gera bíó- myndir. Þetta væri ekki til staðar ef ekki ynni sig hver á eftir öðrum. Það er enginn ey- land í þessum efnum þegar grannt er skoðað. Það er hægt að gera hlutina vegna þess að áhugi er til staðar fyrir þeim. Bróðir minn Óskar málar mikið og er sífellt að mála og halda sýningar. Ég hef verið að dunda við að mála og hef haldið sjö eða átta sýningar. Annars hefur það legið niðri hjá mér um tíma. Ég er eigin- lega meiri teiknari heldur en málari og hef verið að teikna í bækurnar mínar. Jón Kr. Ólafsson söngvari hann hefur verið að mála og alltaf til í að syngja hvar sem er. Menn hafa verið, að semja lög og auðvelt er að koma leikjunum á svið. Mér finnst að hvert hérað verði að hafa eitthvað af list- um og menningu því að með fiskinum verður að vera svolít- ið af menningu. Annars er ekki hægt að segja annað en það sem Ólafur Haukur Sím- onarson sagði í sjónvarps- mynd sem hann gerði: „Ef ekki væri menning væru þetta í eðli sínu bara námahéruð." Þetta þurfa að vera annað og meira en námahéruð til að þau geti blómstrað. Ég er mikið í leiklistinni og sé um að mála leiktjöldin. Við vorum með eitt stórfenglegt verk núna í vetur, Höfuðbólið og hjáleigan, sem er eitt um- fangsmesta leiksvið sem að ég hef lent í. Það var meira hengt upp í loftið en sett á gólfið, því leikmyndin var himnaríki í skýjafari. Það var geysileg vinna að útbúa þá leikmynd og ekki síst erfitt að ferðast með hana og koma henni upp á hverjum stað. Svo ætli mað- ur sinni ekki þessum hugðar- efnum áfram. Þetta eru nú einu sinni mín áhugamál. -GHj. E Y J A L í IM Eru gestir? Núna er tími sumarfría og ferðalaga. Margir Vestfirðingar eru að heiman um þessar mundir. En hjá mörgum eru líka kærkomnir gestir, vinir og vandamenn úr öðrum landshlutum og jafnvel frá fjarlægum löndum Viltu ekki bjóða þeim í sjóferð? Eyjalín fer á hverjum degi í skoðunarferðir út í Vigur á ísafjarðardjúpi, eyju sem á engan sinn líka Þú getur ráðið ferðinni Eyjalín fer í leiguferðir að óskum hvers og eins Til dæmis á sjóstöng Af hverju ekki að skreppa á sjóstöng í kyrrðinni um lágnættið úti á Djúpi? Eða í grillferð Af hverju ekki að skreppa eitthvert kvöldið eftir vinnu, til dæmis í grillferð í Jökulfirði? Eða eitthvað annað? Eyjalín er einnig með áætlunarferðir í Jökulfirðina Athugaðu verðið! 50% AFSLÁTTUR FYRIR BÖRN OG ELLILÍFEYRISÞEGA Nánari upplýsingar og bókanir á Ferðaskrifstofu Vestfjarða, Aðalstræti 11, sími 3966 Djúpferðir - Eyjatín

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.