Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 13.08.1992, Qupperneq 1

Vestfirska fréttablaðið - 13.08.1992, Qupperneq 1
FIMMTUDAGUR 13. AGUST 1992 25. TÖLUBLAÐ • 18. ÁRGANGUR Litli og stóri á ytri höfninni á Isafirði — og einn af hinum allra minnstu bræðrum líka Erik Boye til við- gerðar á ísafirði —eftir að skipinu var vísað frá á Siglufirði Fyrir nokkru kom þýska skemmtiferðaskipið EUR- OPA á ytri höfnina á ísafirði og skipsbátar voru stanslaust í förum milli skips og lands með farþega. Þegar blaðamaður var staddur út við Bása á Kirkjubólshlíð vildi svo til að Fagranesið kom fyrir Arnar- nesið úr Djúpferð. Myndin er tekin þegar skipin voru sam- síða, og var þá björgunarbát- urinn Daníel Sigmundsson kominn í forgrunninn. Fagranesið þykir mikið og gott skip hér um slóðir, en sýn- ist samt sem léttabátur við hlið Evrópu. Mætti jafnvel ætla af myndinni að skipið væri að hífa það upp. Hjalti skipherra sló af og sigldi hægt hjá til þess að virða fyrir sér stórskipið og dást að því, og náttúrlega líka til þess að hvolfa því ekki með ölduganginum þegar hann sigldi framhjá. Það væri ekki dónalegt að hafa svona skip í förum á Hornstrandir og inn í Djúp; kannski þyrfti að dýpka soldið við bryggjuna á Nauteyri. •GHj. Danska saltskipið sem strandaði fyrir austan er nú komið í ísafjarðarhöfn. Hér á að gera við skipið. Smári Har- aldsson, bæjarstjóri og hafnar- stjóri á Isafirði, sagði að hringt hefði verið frá núverandi eig- endum skipsins, Dýpkunarfé- laginu hf./Dráttarskip á Siglu- firði, og óskuðu þeir eftir að fá að koma hingað með það. Þeir fengu ekki að koma með skipið í Siglufjarðarhöfn vegna neitunar hafnarncfndar þar. „Ég sá enga ástæðu til þess að meina þeim komu hingað. Ég vona bara að við fáum sem mesta vinnu við að gera við skipið og þetta er hið besta mál“, sagði Smári hafn- arstjóri. Yfirvöld á Siglufirði hafa nú heimilað að skipið komi þangað og fái að liggja þar, en eigendur þess halda fast við að koma til ísafjarðar. Fengu þeir góða meðgjöf með skip- inu frá tryggingafélagi þess og fæst sú upphæð ekki gefin upp. Dýpkunarfélagið hf./Drátt- arskip er nú verktaki við sand- dælingu og dýpkun ísafjarðar- hafnar. -GHj. Þorsteinn Njálsson yfir- læknisembættis. Hann er læknir Heilsugæslustöðvar- þegar fluttur brott og mun innar á ísafirði og starfandi fyrst um sinn starfa við héraðslæknir hefur látið af Heilsugæslustöðinaá Hellu störfum, af persónulegum á Rangárvöllum. ástæðum að sögn land- Skipstjóra- og stýrimannafélagið Bylgjan: Farið verði yfír starfsaðferðir Hafrannsóknarstofnunar Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar samhljóöa á ai- mennum fundi í Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Bylgj- unni á Vestfjörðum, sem hald- inn var á Hótel Isafirði sl. sunnudag: Fundurinn krefst þess að þær aðgerðir, sem ríkisstjórn- in hyggst gera til jöfnunar vegna áfalls af völdum skerð- ingar þorskkvóta, verði með þeim hætti að hagsmunir sjómanna verði tryggðir. Jafnframt lýsir fundurinn áhyggjum vegna tillögugerðar Hafrannsóknastofnunar og bendir á það misræmi sem er í mati stofnunarinnar á ástandi einstakra fiskistofna og mati þeirra sem daglega umgangast fiskistofnana. Fundurinn skorar á Alþingi að láta fara vandlega yfir starfsaðferðir Hafrannsókna- stofnunar. EKKI ÞURFI AÐ HENDA VEIÐARFÆRUM FYRIR HUNDRUÐ MILLJÓNA Fundurinn skorar á sjávar- útvegsráðherra að breyta nú þegar reglugerð um möskva- stærð togveiðarfæra í það horf, að ekki þurfi að henda veiðarfærum fyrir hundruð milljóna um nk. áramót. Þá bendir fundurinn á, að stækkun möskva hefur í för með sér aukna ánetjun, sem veldur því að fiskur kemur skemmdur um borð í veiði- skip. POLLINN HF. 0 3092 Rafþjónusta Raftækjasala Rafhönnun Rafeindaþjónusta Siglingatæki SALA Perur Litlar, frá kr. 19 Stórar, aðkr. 109.978 ÞJÓNUSTA Uppsetning og viðhald á ljósabúnaði, frá skrautljósum til ljóskastara í skipum RITSTJORN 0G AUGLYSINGAR SÍMI 94-4011 • FAX 94-4423 Vinnslan í fullum gangi hjá Út- gerðarfélaginu á Bíldudal Margt fólk er nú í vinnu hjá Útgerðarfélaginu, en félagið hefur eignir þrotabúsins á leigu út ágústmánuð. Hvað verð- ur unt framhald á því er ekki vitað. Unnið er nú á fullu í frystihúsinu á Bfldudal. Vinnsla hófst þann 16. júlí eftir hálfsmánaðar hlé. Eins og kunnugt er lokaði Landsbankinn fyrir banka- viðskipti til Fiskvinnslunn- ar hf. sem lýsti sig síðan gjaldþrota um miðjanjúlí. í samtaii við nokkra starfsmenn frystihússins kom fram að þungu fargi hefði verið létt af fólki þeg- ar vinnsla hófst í húsinu að nýju. Þrátt fyrir að vinnslan sé komin af stað, gerir fólk sér fulla grein fyrir því að um er að ræða bráða- birgðaráðstöfun, en Út- gerðarfélagið, sem er dótt- urfyrirtæki Fiskvinnslunn- ar, tók eignir þrotabúsins á leigu til loka ágústmánað- ar. Heildarbotnfiskkvóti á Bíldudal er um 2.800 tonn á yfirstandandi fiskveiði- ári. Þar af er samanlagður kvóti Útgerðarfélags Bíld- dælinga, togarans Sölva Bjarnasonar og línubátsins Geysis 2.080 tonn, eða 74% af kvóta staðarins. Ef skipín verða seld nauðung- arsölu, eins og Landsbank- inn telur hagstæðast eins og er, og fara frá staðnum, verður aðeins rúmiega 700 tonna botnfiskkvóti eftir. Á yfirstandandi fisk- veiðiári, frá 1. september til 31. ágúst næstkomandi, var heildarkvóti Sölva Bjarnasonar 1.692 þorskí- gildistonn og 387 tonn hjá Geysi. Geysir hefur auk þess 197 tonna úthafs- rækjukvóta. Kvóti annarra báta, sem eiga heimahöfn á Bíldudal samkvæmt skrá sjávarútvegsráðuneytis, er rúmlega 700 þorskígildis- :onn í botnfisktegundum. Þess ber þó að geta, að bát- ar með hátt í 200 tonna kvóta eru ekki lengur gerð- ir héðan út. Þessar tölur segja ekki alla söguna, því að steinbít- ur er utan kvóta og helm- ingur línuaflans einnig. Geysir aflaði um 600 tonna af steinbít á Iiðnu kvótaári. Rækjukvótinn í Arnarfirði er 600 tonn og skelfiskkvót- inn 260 tonn. 3.214 tonn bárust til vinnsiu í Fisk- vinnslunni hf. ásíðastaári. Ef framtíðarverðmæti kvótans er reiknað á 180 kr/ kg, en það var meðalverð á kvótamarkaði í vor, gæti söluverðmæti botnfisk- kvóta Útgerðarfélagsins verið nálægt 370 milljónum króna. Meiri óvissa er með verðmæti skipanna. Heild- arskuldir Útgerðarfélags- ins voru 418 milljónir króna um síðustu áramót. Róbert Schmidt. Botnfiskkvóti Útgerðarfélags Bflddælinga ul er um 2.080 tonn eða 74% af kvóta staðarins.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.