Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 5
VESTFIRSKA Fimmtudagur 13. ágúst 1992 margir ferðamenn leið sína út á Sellátra til að heimsækja Guðrúnu og skoða listmunina. „Já, það koma hingað margir á sumrin. Mér finnst gaman að því og yfirleitt er nokkurn veg- inn stríður straumur fólks hingað. Útlendingar koma mikið til mín til að skoða og þeir eru voðalega hrifnir af þessu.“ - Þú ert með mikið af stein- um á heimilinu. „Já, ég hef dálæti á stein- um“, segir Guðrún. Því til staðfestingar má nefna að eld- húsið hennar er bókstaflega fullt af alls kyns steinum. Það eru steinar á eldhúsborðinu, eldavélinni, í vaskinum, undir eldhúsborðinu - steinar út um allt. - Hvað gerirðu við alla þessa steina? SAGAR SUNDUR STEINA Fuglastyttur sem Guðrún gerði úr leir og málaði síðan. „Ég saga þá í sneiðar og slípa þá. Síðan eru þeir settir á litlar tréundirstöður og not- aðir til skrauts. Ég hef sagað margar tegundir steina, en ekki mikið af granít. Granít þykir víst ekki eftirsóknar- vert.“ Guðrún er með marga steina í stofunni. Einn þeirra er sagður mörg hundruð mill- jóna ára gamall, og þegar Guðrún sagaði hann í sundur kom í Ijós að kjarninn var með vatni í. Vatnið er enn í steinin- um, því sögin sagaði ekk kjarnann. Það tekur 15-3C mínútur að saga í sundur einn stein, sem fer þó eftir bergteg- ’^ÆSmámESL Sellátrar. Ljósm. Róbert Schmidt. SÍMI OKKAR ER 688888 Ifá Að/um'ótfaw sesnswzttZáA/. GEYSIR “Sj pú tekur við BlLNUM A flugvellinum pegar pU kemur og SKILUR HANN EFTIR A SAMA STAÐ ÞEGAR PU FERÐ Sundlaug Suðureyrar Opnunartímar í ágúst Mánudaga kl. 14.00-20.00 Þriðjudaga kl. 14.00-20.00 Miðvikudaga Lokað vegna þrifa Fimmtudaga kl. 14.00-20.00 Föstudaga kl. 14.00-20.00 Laugardaga......kl. 10.00 -17.00 Sunnudaga.......kl. 13.00-18.00 undum og hve harðir þeir eru. Guðrún segist vera farin að minnka þetta mikið. Steinana sagar hún í stórri og fallegri sög sem Sigurður Helgason í Steinsmiðjunni útvegaði henni 1981. Ég spyr Guðrúnu hvort steinasafnarar komi í heim- sókn til hennar. „Nei, en þeir eiga nú mikið í mínu steinasafni. Mér hefur verið gefið mikið af þessum steinum. Samt sem áður hef ég samband við steinasafnara út um allt.“ Ljósm. Róbert Schmidt. RÆKTAR MIKIÐ FYRIR ROLLURNAR Snjór er yfir öllu og í garðin- um fyrir neðan húsið eru há tré sem móðir Guðrúnar gróðursetti á sínum tíma. Á sumrin er garðurinn mjög lit- skrúðugur. Guðrún ræktar öll sín blóm sjálf sem hún notar í plattana. Ekki hefur hún tölu á hve margar tegundir vaxa í garðinum en víst er að þær eru margar. „Ég hef rækt- að mikið fyrir rollurnar“, segir Guðrún og andvarpar. „Þær hafa étið mikið úr garðinum mínum, bæði mínar rollur og annarra, en núna á ég engar rollur. Áður en hausta tekur safnar Guðrún blómunum saman og þurrkar þau í sandi. Sú aðferð reynist henni ákaf- lega vel. Blómin geymir hún í skáp á efri hæð hússins. FRIÐURINN BYGGIST Á TRÚNNI - Ertu trúuð? „Já, ég trúi á Guð og það góða sem út frá því getur komið. Ef friðurinn byggist ekki á trúnni, þá er hann ekki gripinn upp." Þetta höfum við lokaorð listakonunnar á Sellátrum. Lesendur eru vonandi vel upp- lýstir um hagi Guðrúnar Einarsdóttur eftir þetta samtal. Hún ætlar að helga listinni krafta sína áfram, enda er hún hrein á sál og líkama, annað er ekki að sjá á henni. Áður en ég kveð Guðrúnu er fang mitt orðið fullt af gjöfum. Hún pakkaði niður fuglastytt- um, handmáluðum, og brasil- ískum agat sem hún var búin að saga og slípa. „Héma, þú þiggur þetta frá mér, og njóttu vel“, segir Guðrún og tekur í höndina á mér. Það er ekki amalegt að fara frá Sellátrum frá þessari miklu listagyðju með listmuni gerða af hennar höndum í fartesk- inu. Glaður kveð ég listakon- una á Sellátrum og ek af stað inn til Tálknafjarðar. Litla húsið rennur saman við myrkrið og aðeins fjólublátt Ijós sést í fjarska. Það eru per- urnar sem verma handaverkin hennar í vinnuherberginu. Stórir blómaplattar með alls kyns blómum og plöntum sem Guðrún ræktar í garðinum sínum. Ljósm. Róbert Schmidt. i\USÝN% A um helgina A Kynnum sérstaklega nýja kynslóð af Mitubishi Lancer. Einnig verða til reynsluaksturs Pajero, Galant 4WD og Colt. Komid, skoðið og reynsluakið Opið laugardag frá kl. 10.00 til 17.00 Sunnudag frá kl. 10.00 til 15.00 tei HEKIA TRAUST FYRIRTÆKI BÍLASALAN ELDING s/f Skeiði 7, 400 ísafirði, sími 94-4455, Fax 4455 DEKK UNDIR RANGE ROVER Til sölu 4 lítið slitin dekk á felgum undan Range Rover. Selst ódýrt. S. 4554 eða 3223. TAPASTHEFUR framendi af flugustöng í Langá í Engidal. Finnandi vinsamlegast hafi samband í s. 3135 á kvöldin. Framtalsaðstoð Bókhaldsþjónusta Viðskiptamannabókhald Launaútreikningur Tölvuvinnsla. FYLKIR ÁGÚSTSSON bokhaldsþjonusta Fjarðarstræti 15-400 Isafirði Sími 3745. OÐINN B AKARI BAKARÍ S 4770 VERSLUN S 4707

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.