Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.08.1992, Qupperneq 1

Vestfirska fréttablaðið - 20.08.1992, Qupperneq 1
FIMMTUDAGUR 20. AGUST 1992 26. TÖLUBLAÐ • 18. ÁRGANGUR Óvissa skaðar ferðaþjónustu á Yestfjörðum: Biðstaða í ferjubryggjuinálum við Djúp - engin fjárveiting og óvíst hvort nokkuð verður úr framkvæmdum, segir Halldór Blöndal samgönguráðherra - allt tilbúið. segir hafnamálastjóri Ferðamálasamtök Vest- fjarða hafa sent samgönguráð- herra álvktun varðandi mál- efni bílaferjunnar Fagraness. Ályktunin hljóðar svo: Framkvœmdastjórn Ferða- málasamlaka Vestfjarða lýsir áhyggjum sínum vegna mál- efna bílaferjunnar Fagraness. Mœlist framk vœmdastjórn - in til þess að ráðherra taki ákvörðun um ferjubryggjur í Djúpi sem allra fyrst. Ovissa um þessi mál skaðar ferðaþjónustu á Vestfjörðum, sem er ung atvinnugrein í örum vexti. „Ferjurekstur hefur alltaf heyrt undir Vegagerðina sam- kvæmt lögum", sagði Jón Leví Hilmarsson starfandi hafnamálastjóri í samtali við blaðið, „en við höfum alltaf séð um framkvæmd mála því við höfum talið að fram- kvæmdir við bryggjur tengd- ust meira því sem við værum að gera. Skilningurinn hefur alltaf verið sá að ferjurnar séu hluti af vegakerfinu. Staða ferjubryggju á Nauteyri er þannig í dag, að allt er tilbúið í útboð en ekki hefur verið gengið frá fjármögnuninni. Við gætum boðið verkið út strax í dag ef við fengum um það fyrirmæli. Kostnaðaráætl- unin við Nauteyrarbryggju hljóðar uppá 38 miljónir króna. Það er ekkert til fyrir- stöðu að hefja verkið ef við fáum fjárveitingu í það“, sagði Jón Leví. Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra sagði í samtali við Vestfirska að engin fjárveiting væri til þessa máls samkv. fjár- lögum. „I fyrsta lagi er engin fjár- veiting til verksins og af þeim ástæðum getur ekki orðið af framkvæmdum og það liggur ekki endanlega fyrir hvort í þessa bryggju veröur ráðist. Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um þessar fram- kvæmdir. Fé er takmarkað til framkvæmda í samgöngumál- um og við verðum að gera það upp við okkur hvaða verk við teljum brýnast að ráðast í á hverjum tíma. Það lá ekki fyrir síðast þegar ég vissi hverju ferjubryggja á Naut- eyri ætti að þjóna nákvæm- lega. Það verður að meta ,í Bílar aka um borð í Fagranes á Melgrasevri. í fjárlögum er ráðherra heimilað að semja við heimamenn um kostnaðarhlutdeild ríkissjóðs í ferjubryggjum. Hann segir hins vegar óvíst hvort nokkuð verði af slíkum framkvæmdum. hvaða arðsemi slík ferju- bryggja hefur í för með sér, ef kemur. Þessi mál eru einfald- lega í athugun. Það er alveg Ijóst að það er búið að fara þannig með peninga í ferju- málum að takmörk eru fyrir því hverju hægt er að bæta við meðan hlutirnir standa eins og þeir standa“, sagði Halldór Blöndal í viðtali við Vest- firska. Vestfirska fréttablaðið vill í þessu sambandi minna á, að í fjárlögum íslenska ríkisins fyrir árið 1992 er fjármálaráð- herra heimilað að „semja við Hafnarsjóð Isafjarðar og hreppsnefnd Nauteyrarhrepps um kostnaðarhlutdeild ríkis- sjóðs við byggingu ferju- bryggja". (Fjárlög 1992, bls. 245.) Þannigað svo virðist sem vilji sé allt sem þarf til þess að hefja framkvæmdir við ferju- bryggjurnar. -GHj. Góð höfn á Suðureyri og örstutt á miðin „Hér er mjög góð og lygn höfn og héðan er mjög stutt á miðin. Gott dæmi um það er, að hér komu nokkrir trillusjó- menn í surnar og þar á meðal einn af Suðurnesjunum sem hafði áður búið á Hofsósi. Hann keypti sér bát og flutti suður því honum hafði verið talin trú um að gott væri að róa þaðan. Þar taldist mjög gott að fá 300 kg á dag. Við- horf hans breyttist eftir að hann kom hingað. Hér þykir ekki gott ef menn hafa ekki eitt til eitt og hálft tonn yfir daginn. Þau ætla að vera hér í vetur“, sagði Halldór Karl Hermannsson, sveitarstjóri á Suðureyri. „Fjarlægðin á fiskimiðin er auðvitað breytileg en nú er tal- að um að menn séu um stund- arfjórðung á miðin á hraðfiski- bát. Þegar göngin eru komin, þá liggur í hlutarins eðli að þeir sem eru með smábáta á Isafirði komi með þá hingað vestur. Þetta er bara korters akstur", sagði Halldór sveitar- stjóri. -GHj. Heyskap að mestu lokið á Ströndum „Heyfengur er góður hér um slóðir þó hann sé ekki eins mikill og sl. tvö sumur. Hey- skapur hefur gengið mjög vel og verkum við mest í vothey. Veðráttan hefur verið góð. Víðast hvar er heyskap lokið og á mörgum bæjum var honum lokið fyrir verslunar- mannahelgina“, sagði Einar Magnússon, bóndi í Hvi'tar- hlíð í Bitru á Ströndum, í sam- tali við blaðið. -GHj. PÓLLINN HF. S* 3092 Rafþjónusta Raftækjasala Rafhönnun Rafeindaþjónusta Siglingatæki Hundadagaútsala Japis í fullu gild-i hjá okkur Hundóoóóóódýrt RITSTJORN 0G AUGLYSINGAR: SÍMI 94-4011 • FAX 94-4423 Þokkalegurafliáfærin — segir Einar Guðnason á Suðureyri „Það hefur verið þokka- legur afli á færin og reyndar á línuna líka. Fiskurinn er góðuren mismunandi langt hefur verið að sækja hann. Ekki hefur samt verið róið langt. Það hefur verið upp í tonn á færi yfir daginn og stundum meira, alveg upp í 1,400 kg nú í vikunni. Það mjatlast alltaf eitthvað inn hérna, bara ef við fáum frið fyrir stjórnvöldum", sagði Einar Guðnason, fyrrver- andi skipstjóri og nú vigt- armaður á Suðureyri, í samtali við VEST- FIRSKA. -GHj. Einar Guönason við löndun- arkrana á höfninni á Suður- eyri. Greiðasala opnuð á Nauteyri Finnbogi Kristjánsson og Magnea Guðmundsdóttir með Ragnheiði dóttur sína á tröppum Félagsheimilis- ins á Nauteyri, þar sem þau reka greiðasölu. Hjónin Finnbogi Krist- jánsson frá Brckku á lngjaldssandi og Magnea Guðmundsdóttir frá Mel- graseyri hafa opnað greiða- sölu í Félagsheimilinu á Nauteyri í Djúpi. Hafaþau tekið húsið á leigu til fimm ára. Þau opnuöu um versl- unarmannahelgina og munu hafa opið út þennan mánuð a.m.k. „Þetta hefur gengið vel það sem af er. Við bjóðum upp á morgunverð, súpu, brauð, kaffi og öl. Það er einnig hægt að fá staðbetri mat cf pantað er fyrirfram. Við erum eingöngu með hinn gamla góða íslenska heimilsmat. Nauteyrar- hreppur á Félagsheimilið ásamt kvenfélaginu og ung- mennafélaginu í hreppnum. Næsta vor opn- um við aftur og þá verður þetta allt stærra í sniðum og verður þá boðið upp á alla almenna greiðasölu eins og gengur og gerist við þjóðveginn. Samt ætlum við ekki að vera með þenn- an svokallaða skyndibita- mat. Við ætlum að ganga frá lóðinni umhverfis húsið strax næsta vor og gera góðan pall framan við húsið. Við ætlum að kynna og auglýsa starfsemina í vetur og svo fer allt í gang næsta vor“, sögðu þau Finnbogi og Magnea í sam- tali við VF í síðustu viku eftir að hafa boðið blaða- manni upp á grasamjólk. -GHj. Næg atvinna á Suðureyri „Atvinnuástandið hérna er mjög gott. Allir heima- menn sem vilja vinnu fá vinnu í frystihúsinu og á það hefur verið lögð áhersla að þeir sem búsettir eru á staðnum séu ekki í vandamálum. Svo lengi sem ekki veröur ráðst á okkur utanfrá með kvóta- skerðingu verða atvinnu- málin hjá okkur í lagi“, sagði Halldór sveitarstjóri á Suðureyri í viðtali við Vestfirska. -GHj. Halldór Karl Hermannsson sveitarstjóri.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.