Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.08.1992, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 20.08.1992, Blaðsíða 3
VESTFIRSKA --1 FRÉTTABLAÐIÐ Fimmtudagur 20. ágúst 1992 J BÍ heldur áfram að tapa ekki (bonk, bonk, bonk): Hlutverkaskipti hjá Fram og BI Undanfarnar vikur virðast hafa orðið hlutverkaskipti hjá B(, sem leikur í annarri deild, og Fram, sem leikur í fyrstu deildinni í fótbolta. Fram, sem átti góðu gengi að fagna framan af, hefur nú tapað sex leikjum í röð, en Bl, sem átti ansi dapurt skeið framan af sumri, hefur aftur á móti ekki tapað sjö leiki í röð. Afleiðingarnar af þessum stakkaskiptum fyrir Fram eru þær, að liðið sem var við topþ 1. deildar er nú komið niður í miðju. BÍ er aftur á móti komið úr fallsæti (berja þrisvar í tré, bonk, bonk, bonk). Liðið er nú í 7. (fjórða neðsta) sæti með 15 stig eftir 14 leiki (þrír sigrar, sex jafntefli og fimm töp). Neðstir eru Selfyssingar með 7 stig, í næstneð- sta sæti er Víðir í Garði (sem féli úr 1. deild í fyrra) með 11 stig og í þriðja neðsta sæti er ÍR með 14 stig. (fyrrakvöld (þriðjudagskvöld) gerði BÍ jafntefli (1-1) á heimavelli við Stjörnuna úr Garðabæ - Gunnar Torfason skoraði fyrir heimamenn. Um síðustu helgi lék BÍ við Keflvíkinga í Keflavík og náði jafntefli, þótt það stæði að vísu ansi glöggt. Keflvík- ingar náðu forystu í byrjun síðari hálfleiks. Undir lokin var einum ísfirðingi vikið af leikvelli, en þrátt fyrir að BÍ-menn væru aðeins tíu tókst Jóhanni Ævarssyni að jafna, örstuttu fyrir leikslok. SIMIOKKAR ER 688888 4. WJ'Aðjums fcfattt'Sem' jby vastZaA'. YCID Bflaleiga %2rwg I vl Im Car rental PU TEKUR VIÐ BlLNUM A FLUGVELLINUM ÞEGAR PU KEMUR 0G SKILUR HANN EFTIR A SAMA STAÐ ÞEGAR PÚ FERÐ Þetta endar með eydibyggð - en fyrst verður það gamalmennabyggð, segir Einar í Hvítarhlíð á Ströndum Einar Magnússon ásamt Lilju Jónsdóttur, dótturdóttur sinni, við Hvítarleiði í Hvítarhlíð. Munnmælin segja að Hvít, fyrsti ábúandi jarðarinnar, liggi þar grafin. Mikill niðurskurður á sauðfjárkvóta bænda hefur átt sér stað og enn frekari niðurskurður hefur verið boðaður í haust. Eru bær.d- ur mjög uggandi um sinn hag af þeim sökum. Við hittum Einar Magnússon. bónda í Hvítarhlíð í Bitru- firði á Ströndum, og inntum eftir skoðun hans á því máli. „Ég er rnjög svartsýnn, því með þeirri fækkun sauðfjársem þegarerorðin og fyrirhuguð er nú í haust, boðar þetta að ungir menn fara ekki út í búskap á næstu árum. Jafnvel gefast yngri bændur upp og fara. Eftir að þessi niðurskurður er að fullu kominn á verður hér gamalmennabyggð og síðan eyðibyggð eftir nokk- ur ár, frá Arneshreppi og inn í Bitru. Kannski verður einhver byggð í kringum Hólmavík og gætu menn sótt atvinnu með . bú- skapnum þangað. Menn eins og ég, um sextugt og eldri, kalla éggamalmenni, við fáum ekki vinnu ef við hættum. Við eigum engra kosta vöi nema þrauka á þessum kotum okkar með- an við tórum. Við sætum uppi atvinnulausir," sagði Einar í Hvítarhlíð. -GHj. Sitthvað ógert Þótt stöðugt nuddist í áttina, er enn mikið óunnið í frágangi opinna svæða á ísafirði. Einn velunnari Vestfirska kom til okkar með fjölmargar myndir sem hann tók í einni bílferð um kaup- staðinn af því sem blasir við ferðamönnum sem þangað koma (það blasir síður við heimamönnum; maður er jafnan blindastur á það sem næst manni stendur). Hér fyrir neðan birtast nokkrar myndanna, valdar af handa- hófi. Af einhverjum ástæðum virðist hafa gengið betur að klára hlutina, snyrta, fegra og ganga frá og halda hlutunum í lagi í minni plássunum á Vestfjörðum en í sjálfum höfuðstaðnum, af hverju sem þaö nú er. Þar má t.d. nefna Bíldudal og Bolungarvík. 3 ísafjarðarkaupstaður Sundhöllin lokuð Sundhöllin verður lokuð vegna við- haldsvinnu frá 20. ágúst til 30. ágúst nk. Tímar í íþróttahúsi Einstaklingar og félög, sem óska eftir tímum í íþróttahúsi á tímabilinu sept- des. 1992 sendi skriflega beiðni fyrir 1. sept. nk. til undirritaðs. Eyðublöð fást á bæjarskrifstofu. íþróttafulltrúi. Fasteignir til sölu Húseignin Engjavegur 15 - tilboð óskast Húsið er steypt einbýlishús á tveimur hæðum, 2x144 fm með 5 herb. íbúð á efri hæð og 3ja herb. íbúð og einstakl- ingsíbúð á neðri hæð. Laust 1. sept- ember nk. Tilboðum verði skilað fyrir þriðjudag- inn 25. ágúst nk. íbúð við Stórholt 13 - tilboð óskast 3ja herb. 86 fm íbúð í fjölbýlishúsi á 3. hæð til hægri. Laus. Tilboðum verði skilað fyrir þriðjudag- inn 1. sept. nk. Bæjarstjórinn á ísafirði. Minna rusl á fjörum Að sögn Einars Magnússon- ar í Hvítarhlíð í Bitru hefur plastrusl og netadræsur á rcka- fjörum á Ströndum stór- minnkað tvö undaníarin ár. hefur verið í sumarog svo fyrir nokkrum árum, að sjómenn hafa minnkað alveg stórlega að henda rusli í sjóinn“, sagði Einar. „Það er augljóst, eftir því sem q Fræðsluskrifstofa V estfj arðaumdæmis Ibúð óskast Fræðsluskrifstofa Vestfjarðaumdæmis óskar eftir íbúð á leigu fyrir starfsmann frá 1. september nk. Nánari upplýsingar í síma 3855 á skrif- stofutíma. Fræðslustjóri. Sundlaug Suðureyrar Opnunartímar í ágúst Mánudaga kl. 14.00-20.00 Þriðjudaga kl. 14.00-20.00 Miðvikudaga Lokað vegna þrifa Fimmtudaga kl. 14 00-20.00 Föstudaga kí. 14.00-20.00 Laugardaga kl. 10.00-17.00 Sunnudaga kl. 13.00-18.00

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.