Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.08.1992, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 20.08.1992, Blaðsíða 6
6 Tónleikar ungs listafólks N'æstu þrjú fimmtudagskvöld veröa haldnir hér á Isa- firöi, nánar til tekið í sal Frímúrara, þrennir tónleikar ungs tónlistarfólks. Þaö eru þeir Siguröur Halldórsson sellóleik- ari og Daníel Þorsteinsson píanóleikari, sem ríða á vaðið í kvöld, fimmtudagskvöldið 20. ágúst kl. 20:30. Á efnis- skrá eru verk eftir Debussy, Sjostakóvitsj, Schnittke og Martinu. Fimmtudagskvöldið 27. ágúst verða síðan systurnar Rannveig Sif Sigurðardóttir sópran og Hólmfríður Sigurð- ardóttir píanóleikari með tónleika, og fimmtudaginn 3. september þau Guðrún Jónsdóttir sóþran og Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari. Daníel og Sigurður. Mikilar steypuskemmdir á heimavist MI Stórkostlegar steypu- skemmdir hafa komið fram í útveggjum heimavistar Mí á Torfnesi og er nú unn- ið að viðgerð. Að sögn Þrastar Jóhannessonar, sem vinnur við viðgerðina, virðast skemmdirnar vera bundnar við neðri hæð suðurálmunnar. Svo virðist sem steypt hafi verið í frosti. Einnig virðist eins og sementið hafi verið sparað meira en góðu hófi gegnir, og voru veggirnir hreinlega að hruni komnir. Starfsmcnn Eiríks og Einars Vals sf., þeir Þröstur Jóhannesson og Sveinn Ingi Guðbjörns- son, eru þarna að setja nýjar járnabindingar í veggina. Hótel ísafjörður ekki lengur ljótt - eða þannig Hótel ísafjörður hefur heldur betur tekið stakkaskiptum að undanförnu. Húsið, sem er fimm hæðir, hefur hingað til ekki verið talið með fegurstu húsum norðan Alpafjalla, hreint út sagt. Á sínum tíma var það hraunað að utan, dökksvargrátt á lit, ákatlega drungalegt og klunnalegt og Ijótt og hefur að margra dómi verið eins og illa gerður hlutur í húsalínunni við Pollinn. Nú er mikil breyting orðin á. Húsið er að vísu enn þessar sömu fimm hæðir og enn á sama stað. En nú er það orðið Ijósleitt, og þvílíkur munur! í staðinn fyrir yglibrúnina og Ijótleikann er húsið nú orðið allt að því biíðlegt og notalegt og aðlaðandi ásýndum. Enn er það þó flekkótt og skellótt vegna viðgerða á þeirri hliðinni sem að Silfurtorgi snýr, en það er með útlit húsa eins og efnahagsmálin: Þegar gripið er til nauðsynlegra ráðstafana til úrbóta, þá versnar ástandið fyrst, áður en það fer að batna, eða þannig... Fimmtudagur 20. ágúst 1992 VESTFIRSKA | FRÉTTABLAÐIÐ Yestfjarðamót héraðssambanda í Sævangi Héraðssambandið Hrafna-Flóki hlaut flest stig - Björgvin K. Gunnarsson (HHF) sigraði í fímm greinum Héraðssambandamót Vest- fjarða var haldið sl. laugardag við Sævang í Strandasýslu. Hér er um að ræða aldurs- flokkamót 16 ára og yngri í nokkrum afmörkuðum grein- um, hlaupagreinum (100 og 800 m hlaupi), köstum og stökkum (ekki er keppt í öllum greinunum í öllum aldursflokkum). Þetta var í fimmta skipti sem slíkt mót er haldið, en það er til skiptis hjá héraðssamböndunum, yfir- leitt um miðjan ágúst. Síðast var það haldið á Bíldudal og þar áður á Þingeyri. Þetta var í annað skipti sem Stranda- menn halda mótið. Að þessum mótum standa þrjú héraðssambönd, Héraðs- sambandið Hrafna-Flóki, Héraðssamband Vestur-Isa- fjarðarsýslu og Héraðssam- band Strandamanna (aftur á móti eru Austur-Barðstrend- ingar í íþróttasamstarfi við Dalamenn). í stigakeppni sambandanna sl. laugardag hlaut Hrafna- Flóki flest stig eða 349, HSS fékk 322,5 stig en HVÍ 276,5 stig. Hér skulu taldir nokkrir af sigursælustu einstaklingun- um. í flokki telpna 10 ára og yngri sigraði Auður Valdi- marsdóttir HHF í 60 m hlaupi og langstökki. í flokki stelpna 11-12 ára sigraði Hildigunnur Kristinsdóttir HHF í 60 m hlaupi og 800 m hlaupi og varð í öðru sæti í langstökki. 1 flokki stráka 11-12 ára sigraði Friðrik Runólfsson HHF' í 800 m hlaupi og kúluvarpi, varð annar í langstökki og hástökki og þriðji í 60m hlaupi. í flokki stclpna 13-14 ára sigraði Petr- ína Hjálmarsdóttir HHF í 100 m hlaupi og langstökki. í flokki stráka 13-14 ára sigraði Guðjón Daðason HSS í 100 m hlaupi og langstökki og varð þriðji í spjótkasti. í flokki stelpna 15-16 ára sigraði Sæ- borg Reynisdóttir HVÍ í 100 m hlaupi, langstökki og kúlu- varpi, og varð þriðja í spjót- kasti og kringlukasti. I flokki stráka 15-16 ára sigraði Björgvin K. Gunnarsson HHF í 100 m hlaupi, hástökki, kúlu- varpi, kringlukasti og 800 m hlaupi, varð annar í spjótkasti og þriðji í langstökki. „Þetta mót er smám saman að vinna sér hefð og menn leggja meiri metnað í það á hverju ári að senda sterkasta liðið. Ég finn það hérna að krakkarnir hafa miklu meiri metnað að keppa á Vest- fjarðamóti en verið hefur. Al- veg vantar Bolvíkinga og ís- firðinga í þessa keppni, þeir eru ekki mikið í frjálsum íþróttum og virðast ekki hafa áhuga á þessu", sagði Jón Ólafsson frá Sandnesi, for- maður HSS og mótsstjóri í samtali við Vestfirska. Að sögn Jóns var þetta mót það fjölmennasta sem haldið hefur verið og ekki vantaði neinn skráðan keppanda. Vildi hann endilega fá Bolung- arvík og fsafjörð til þátttöku í Vestfjarðamótum framvegis og kvaðst sakna þeirra. Helst hélt hann að í þessum kaup- stöðum kæmist ekkert að nema knattspyrna og sund. ..... r--------- SMÁ VILTU BÆTA SAM- VISKUNA? Um verslunarmannahelg- ina var tekinn grænn dún- svefnpoki úr tjaldi í Bjarka- lundi. Það er ekki of seint að skila honum. Hringið í sima 91-45379 (María). PAR með eitt barn óskar eftir 2ja herbergja íbúð frá og með október. Uppl. í síma4198. FYRIR BARNIÐ Til sölu vagga, burðarrúm og hókus pókus stóll. Selst mjög ódýrt. Uppl. í síma 4178. ELDAVÉL ÓSKAST Óska eftir notaðri eldavél í góðu standi. S. 3441. TIL SÖLU Til sölu er húseignin Hrann- argata 8. Uppl. gefur Kristján Pálsson í S. 3669. QÐINN BAKARI BAKARÍ S 4770 VERSLUN S 4707 Mótmælastaða við Ljónið -GHj. „Suðusvæði44 á Suðureyri Þessir kálfar efndu til mótmælastöðu fyrir framan Verslunar- miðstöðina Ljónið á Isafírði í gær. Talsvert offramboð er um þessar mundir á ungnautakjöti, eins og komið hefur fram í fréttum. I fréttatilkynningu sem kálfarnir sendu frá sér kváðust þeir vilja mótmæla „ótímabærum og óþörfum slátrunum“, sem séu andstæðar hagsmunum allra sem hlut eiga að máli, þ.e. nautgripabænda, sláturleyfíshafa, kaupmanna, neytenda, og síðast en ekki síst þeirra nautgripa sjálfra sem slátrað er, ,.en slíkt hefur sem kunnugt er mikil og afgerandi áhrif á líf okkar", eins og m.a. sagði í tilkynningunni. Rússarnir vilja meiri bíla Unga kynslóðin lætur sig ekki vanta í nýju sundlaugina á Suður- eyri. Barnalaugin og heitu pottarnir eru á bakkanum og sjást vel á myndinni. Rússneska verksmiðjuskip- ið Aleksey Gmyryov frá Múrmansk kom til ísafjarðar í gær og er nú að landa 16(1 tonnum af heilfrystri rækju sem fer í vinnslu í Niðursuðu- verksmiðjunni hf. Síðan fer skipið til Noregs þar sem það landar 400 tonnum af heil- frystum þorski. Gunnar Jónsson skipamiðl- ari á ísafirði, umboðsmaður Rússanna, kvað skipstjórann sérstaklega hafa óskað eftir hílaviðskiptum við ísfirðinga. Því er hér með komið á fram- færi til eigenda gamalla bif- reiða að hafa nú hraðar hend- ur og mæta með þá á kajann, því skipið fer væntar.lega í kvöld frá ísafirði. -GHj. „Við höfum ekki staðið í öðrum framkvæmdum en við sundiaugina á þessu ári. Önnur verk á vegum hrepps- ins flokkast undir viðhald til þess að fyrirbyggja meiri kostnað seinna. Við tókum þá afstöðu við fjárhagsáætlan- argerð sl. vetur að ljúka við laugina. Það hefur gengið upp og bara smáfrágangur eftir". sagði Halldór Karl Hermanns- son, sveitarstjóri á Suðureyri, í samtali við VESTFIRSKA í síðustu viku. „Laugin er þrískipt: Stór laug, 8 x 16,67 m; barnalaug, 4 x 8 m; og svo tveir heitir pottar, annar þeirra nuddpott- ur. Svæðið umhverfis gefur mikla möguleika og má segja að þarna verði suðusvæði. Það er stór og skjólgóð girðing um- hverfis laugina og þegar sólin er á sínum besta stað, þá fá allir sól. Framkvæmdir hófust sl. haust. Stóra laugin var tekin í notkun í febrúarbyrjun. Seinni hluti framkvæmdanna hófst 20. júní og iauk í ágúst- byrjun. Heiidarkostnaður stefnir í það sem áætlað var um sl. áramót, 3,8 milljónir, og það stendur. Áður var kominn rúmlega 11 millj. kr. kostnaður þannig að þetta verða 15 millj. kr. í sundlaugina er notað heitt vatn úr borholu við Laugar. Hún er smíðuð úr flekum og þess vegna er auðvelt að stækka hana. Ef hugsað er til framtíðar með tilkomu jarð- ganga, þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að fá fleka til við- bótar og stækka hana að mun án teljandi kostnaðar. Rekstrarkostnaður þessarar laugar er miklu minni en á fjörðunum í kring vegna heita vatnsins hér. Kyndingar- kostnaðurinn er enginn", sagði Halldór. -GHj.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.