Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.08.1992, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 20.08.1992, Blaðsíða 8
JFE-mótið í knattspyrnu verður haldið í íþróttahúsinu í Bolungarvík nk. sunnudag, 23. ágúst. Þátttökugjald er 6.000 krónur á hvert lið. Skráning fer fram í síma 7449 hjá Stefáni eða 7114 hjá Magnúsi Pálma. Knattspyrnudeild UMFB VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ | RITSTJÓRN OG ÁUGLÝSINGAR: SÍMI 94-4011 • FAX 94-4423 Blóðsöfnun á ísafirði á þriðjudaginn Árleg blóösöfnunarherferö Blóðbankans og Rauða kross íslands stendur nú fyrir dyrum á ísafirði. ísfirðingar og nágrannar hafa verið einkar gjöfulir á lífsvökvann á undanförnum árum og lagt sitt af mörkum til björgunar mannslífa á þennan hátt. Blóðgjafir eru einnig nauðsynlegar í mörgum skurðaðgerðum. Þannig þarf blóð úr a.m.k. ellefu blóðgjöfum til að hægt sé að framkvæma eina hjartaaðgerð. Þá er blóð, eða blóðefni, nauðsynlegt í meðferð ýmissa sjúkdóma. Bióðbankinn þarf þess vegna allt það blóð sem hann mögulega getur fengið og er söfnunin hér mikilvæg í því sambandi. Blóðsöfnunin fer f ram á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísa- firði, 2. hæð, þriðjudaginn 25. ágúst og stendur frá kl. 10 til 18. Hægt er að taka á móti mörgum i einu. Er blóðgjöfum sérstaklega bent á að láta sjá sig fyrripart dagsins, því oft vill verða átroðningur og bið eftir kl. 16. ÍSFIRÐINGAR OG NÁGRANNAR! SÝNIÐ SAM- HJÁLPARMÁTT YKKAR OG ViNARÞEL í VERKI Á ÁHRIFARÍKAN HÁTT OG GEFIÐ BLÓÐ ÞANN 25. ÁG- ÚST NK. Stjórnendur fyrirtækja eru hvattir alveg sérstaklega til að liðka fyrir því, að starfsmenn þeirra komist frá til blóðgjafa. Best hefur reynst að skipuleggja ferðir starfsmanna á sjúkrahúsið til að raska starfsemi fyrir- tækjanna sem minnst. BJÖRGUM LÍFI - GEFUM BLÓÐ! Rauða kross deild ísafjarðar og N-ísafjarðarsýslu. Bylgjan á Isafírði Útvarpsstöðin Bylgjan heyrist nú á isafirði í gegnum útvarpstæki, en áður heyrðist stöðin aðeins í sjónvarps- tækjum með stillimynd Stöðvar tvö. Sendingarnar hófust á mánudaginn og eru tilraunaútsendingar sem standa munu í mánuð. Gunnar Atli Jónsson, sem hefur verið með útvarpsstöð á ísafirði á FM 97,9, hefur tekið að sér að útvarpa Bylgjunni með tækjum sínum. „Bylgjan hljómar á þeim tíma sem Stöð 2 sendir ekki út sjónvarpsefni og þegar við erum ekki að senda út sjálfir. Þegar stillimyndin er á Stöð 2 sendum við út. Sendingarnar heyrast um allan Skutulsfjörð en vegna tæknilegra vanda- mála hjá Pósti og síma er ekki hægt að ná lengra eins og er. Það stendur til bóta næstu daga“, sagði Gunnar Atli Jónsson, útvarpsstjóri FM 97,9, í samtali við blaðið. Þessi nýlunda er vissulega fagnaðarefni og mikill léttir (í bókstaflegri merkingu) fyrir þá sem hafa verið að drösla sjónvarpstækjunum með sér í vinnuna til að geta hlustað á Bylgjuna á daginn. -GHj. Tombóla Þessar ungu stúlkur héldu tombólu til styrktar Sophiu Hansen og söfnuðu 3.510 krónum. Þær heita, talið frá vinstri: Dagný Hermannsdóttir, Tinna Gunnlaugsdóttir, Líf Gunnlaugsdóttir, Arna Óskarsdóttir og Tinna Hermanns- dóttir. Hjónin í Þorpum, Fjóla Líndal og Björn Pálsson, ásamt barni þeirra, Guðjóni Hraunberg, við grunn nýja hússins. Byggir úr rekavid Á Þorpum í Steingrímsfirði er nú verið að byggja nýtt ein- býlishús. Búið er að steypa grunninn en húsið sjálft verð- ur byggt næsta sumar, að mestu úr rekaviði af Þorpa- rekanum. „Þetta verður timburhús úr rekaviðai rekanum hjá okkur. Við erum langt komin með að saga í húsið. Það verður stand- andi viðarklæðning á því og verður hún einnig úr rekavið. Við munum kynda húsið með rekavið sem brenndur verður í lurkaofni. Ég er bjartsýnn á framtíðina hér í sveitinni og það er alveg ágætt að vera í sveit þótt nú sé verið að þrengja að okkur“, sagði Björn Halldór Pálsson bóndi í Þorpum í samtali við blaðið. -GHj. Hjóla u m landið Þjóðverjarnir tveir á hjólum sínum. ísland og íslendingar eru í meiri metum hjá Þjóðverjum en hjá flestum eða öllum öðrum þjóðum, og hefur svo verið lengi. Fjöldi þýskra ferðamanna hérlendis er nokkur vitnisburður um það. Þessa tvo þýsku ferða- langa hitti biaðamaður í Slitrum í Bitru áStröndum. Þeir voru á leið norður Strandir og til ísafjarðar með viðkomu víða. Þeir heita Euve Sultcher og Rolf Neubo. Þeir sögðu svona ferðalag erfitt en þó vel mögulegt. „Þetta ér gaman því hin úfna náttúra landsins er svo stórkostleg. Þetta er svo fallegt land. Það var sérstaklega erfitt á hálendinu, kalt og hvasst og rigndi alla daga. Rykið frá bílunum er vandamál, en ekki svo mikið eftir að hingað kemur, því umferð- in er minni en annars staðar. Á hálcndinu var mikið ryk", sögðu þessir ungu og hressu ferðalang- ar. Seinna fór blaðamaður þrisvar fram úr þeim. þar sem þeir hjóluðu ótrauðir áfram, á Ennishálsi, á Steingrímsfjarðarheiði og við Arngerðareyri í Isa- fjarðardjúpi. -GHi. Bridge: Yestfjarðamót í tvímenningi á Hólmavík eftir mánaðamótin Vestfjarðamót í tvímenn- ingi verður haldið helgina 5,- 6. september á Hólmavík og hefst spilamennskan kl. 13.00 fyrri daginn. Þátttaka tilkynn- ist til Eiríks Kristóferssonar í síma 94-4289 eða 985-31689 fyrir 30. ágúst. Keppnisstjóri og reikningsmeistari verður Kristján Hauksson. Bikarkeppni Vestfjarða stendur nú yfir; búið er að spila eina umferð. Úrslita- leikurinn verður spilaður síð- ustu helgina í ágúst. Spilamennska í Bridgefé- lagi ísafjarðar hefst fimmtu- daginn 3. september kl. 20.00. Spilað verður í Kratahúsinu, 4. hæð. Allir eru velkomnir, jafnt ungir sem aldnir. (Frá Eiríki Kristóferssyni, forseta Bridgesambands Vest- fjarða). Viðgerðir á Alþýðuhúsinu Páll Kristjánsson albúinn til átaka við Alþýðuhúsið. Nú í vikunni rákust við á Pál Kristjánsson trésmið þar sem hann var með körfubíl sinn við Alþýðuhúsið á ísafirði og var að byrja viðgerðir á húsinu. sem er afar illa farið. „Ég er að byrja á neðri gluggunum núna. Ég hef verið að mála efri gluggana og skipta þar um gler og fög. Næsta ár verður húsið klárað og verður þá væntanlega mið- bænum á ísafirði til sóma, enda er þetta hús með mikla sögu. Húsið verður klætt utan og gert eins og nýtt og verður mikil breyting þarna á“, sagði Páll í samtali við VEST- FIRSKA. Alþýðuhús Isfirðinga er í eigu Sjómannafélags ísfirð- inga og Verkalýðsfélagsins Baldurs á ísafirði, og er þar nú til húsa veitingastaðurinn Krúsin og Ísafjarðarbíó. Steinþór (Dúi) Friðriksson (Bjarnasonar) rekur hvort tveggja (og Sjallann líka). -GHj. Bflddælingar sigruðu á héraðsmóti í knattspyrnu íþróttafélag Bílddælinga sigraði Ungmennafélag Tálknafjarðar í úrslitaleik í knattspyrnu í meistaraflokki með þremur mörkum gegn einu. Þar með unnu Bíld- dælingar héraðsbikarinn í þriðja sinn og nú til eignar. Leikurinn var spennandi og mikið tekið á. Tálknfirðingar voru nokkuð sigurvissir fyrir leikinn því þeim hefði dugað jafntefli til sigurs á mótinu. Þegar flautað var til leikhlés var staðan 1-0 fyrir Tálkna- fjörð. Fljótlega í seinni hálf- leik skoraði Valdimar Gunn- arsson fyrsta mark ÍFB og jafnaði. Logi Hannesson skor- aði stuttu seinna annað mark ÍFB og kom liði sínu yfir. Þeg- ar 13 mínútur voru eftir sendi Þórarinn Hannesson boltann í net Tálknfirðinganna og inn- siglaði sigur í FB glæsilega 3-1. Jens Bjarnason fyrirliði UMFT afhenti héraðsbikarinn að leik loknum og sæmdi leik- menn gullpeningi fyrir fyrsta sætið í mótinu. Hannes Friðriksson veit- ingamaður og eigandi Vega- móta á Bíidudal bauð öllum leikmönnum til hamborgara- veislu að leik loknum og þar fögnuðu Bílddælingar ákaft þessum sæta sigri. Róbert Schmidt.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.