Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 03.09.1992, Side 1

Vestfirska fréttablaðið - 03.09.1992, Side 1
Aigjör bylting á sam- skiptum með tilkomu ljósleiðarans - segir Erling Sörensen, umdæmisstjóri Pósts og síma á Vestfjörðum Frá lagningu Ijósleiðarans í Fjarðarstræti á ísafirði. Svona hafa þessir ótrúlegu glerþræðir verið að skera sig gegnum bæinn og raunar um Vestfirði þvera. Grunnskólinn í Bolungarvík. Viðbyggingin nýja er til hægri á myndinni. Nýbyggingu Grunnskóla að Ijúka í Bolungarvík — Rúnar Vífilsson skipaður skólastjóri VESTFIRÐIR Nú er verið að leggja Ijósleiðara um Vestfirði á vegum Pósts og síma. Að sögn Erlings Sörensen, um- dæmisstjóra Póst og síma á Vestfjörðum, verða fyrstu notin sem við komum til með að hafa af Ijósleiðurunum nú strax í haust, með tilkomu nýrrar sjálfvirkrar utanbæjar- símstöðvar á ísafirði og staf- rænnar útstöðvar í Bolungar- vík. Þetta eru svokallaðar AXE-stöðvar og eru þær nú þegar komnar upp, en bíða eftir Ijósleiðurunum svo hægt sé að taka þær í notkun. Erling sagði ekki liggja fyrir að síma- númer Vestfirðinga breyttust eða yrðu fimm stafa í náinni framtíð. „Pað sem gerist með þessum Ijósleiðurum, sem koma úr hringlögninni um landið og fara um öll þorpin á Vestfjörðum, Patreksfjörð, Tálknafjörð, Bíldudal, Þing- eyri, Flateyri, ísafjörð, Bol- ungarvík og upp á Bolafjall, er að við fáum miklu afkasta- meiri flutningsleiðir og miklu meiri gæði á samböndin. Þar getur verið um að ræða samtöl, útvarp, sjónvarp, tölvurásir og raunar hvað sem er“, sagði Erling. „Það er ekki hægt að segja alveg nákvæmlega hvenær allt kerfið verður komið í notkun, en stefnt er að því að veru- legur skriður verði kominn á þetta á næsta ári. Það verður ekki klárað að tengja strcng- inn í haust að öllu leyti. Næsta vor verður klárað að tengja hann og prófa og síðan kemst hann smátt og smátt í notkun. Þegar þetta kerfi er komið í gagnið alls staðar á Vestfjörð- um með sjálfvirkum stafræn- um útstöðvum erorðin bylting hjá okkur og við komum alveg inn í nýjan heim í fjarskipta- tækni“, sagði Erling Sörens- sen í samtali við blaðið. -GHj. BOLUNGARVÍK Á. sl. fjór- um árum hefur verið unnið við viðbyggingu við Grunnskól- ann í Bolungarvfk. Nú er loka- frágangi inni að ljúka. Verið er að leggja síðustu hönd á dúkalögn og málun neðri hæð- arinnar. Bæjarstjórn Bolung- arvíkur ákvað í sumar að sameina almenningsbókasafn og skólabókasafn í eitt bóka- safn sem verður á neðri hæð Grunnskólans nýja. Við sam- eininguna stækkar safnið og verður nýtískulegra og betra. Gamli skólinn sem bókasafnið er í nú verður nýttur sem tón- listarskóli eftir að safnið hefur verið ílutt þaðan. Tónlistar- skólinn hefur verið í leigu- húsnæði hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvík- ur. „Nú höfum við mannað Grunnskólann í fyrsta skipti með réttindafólki og Rúnar Vífilsson hefur verið skipaður í skólastjórastöðuna. Hann tók við í fyrrahaust af Gunnari Ragnarssyni, sem átti að baki langt og mikið starf hér við skólann“, sagði Ólafur Krist- jánsson, bæjarstjóri í Bolung- arvík, í samtali við VEST- FIRSKA. -GHj. Núpsskóli lagður niður VESTFIRÐIR Svohljóðandi bréf frá menntamálaráðherra barst vestur á firði á þriðjudaginn: Reykjavík, 28. ágúst 1992. Vegna dræmrar aðsóknar í 10. bekk og framhaldsdeildir skólans, þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar, hefur menntamálaráðuneytið ákveðið að fella niður skólahald i Héraðsskólanum á Núpi skólaárið 1992-93. Skólastjóri er beðinn að tilkynna þeim nemendum sem staðfestu umsóknir sínar þessa niðurstöðu. Fræðslustjóri mun ieitast við að leysa úr málum þeirra nemenda á Vestfjörðum sem sóttu um í 10. bekk á Núpi. Menntamálaráðuneytið mun á næstu dögum gera við- eigandi ráðstafanir vegna þeirra starfsmanna ríkisins sem ráðnir eru við skólann svo og vegna umsjónar með mann- virkjum og búnaði. í fyrra var Héraðsskólinn í Reykjanesi við Djúp lagður niður og verður hann ekki starfræktur í vetur. Nú þegar skólahald hefur einnig verið lagt af Héraðsskólanum á Núpi er enginn héraðsskóli starfræktur í Vestfjarðakjör- dæmi lengur, og hljóta byggðirnar í nágrenni skólanna að gjalda þess í atvinnulegu og menningarlegu tilliti, að sögn Péturs Bjarnasonar, fræðslustjóra á Vestfjörðum. -GHj. POLLINN HF. S 3092 Rafþjónusta Raftækjasala Rafhönnun Rafeindaþjónusta Siglingatæki SALA ÞJÓNUSTA Raflagnaefni Rafmagnsofnar Rafmótorar Almennar raflagnir nýlagnir, breytingar, viðhald á heimilum, í fyrirtækjum, og skipum IFIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1992 28. TÖLUBLAÐ • 18. ÁRGANGUR RITSTJÓRN 0G AUGLÝSINGAR: SÍMI 94-4011 • FAX 94-4423 Gott atvinnuástand í Bolnngarvík í sumar -ogmörg börn koma í heiminn BOLUNGARVÍK „Það hefur verið næg atvinna í allt sum- ar og margir mánuðir eru síðan við höfum haft nokkurn á atvinnuleysisskrá. Því er ekki að leyna, að yfir vetrarmán- uðina er það oft sem stærsta frystihúsið er ekki í gangi og þá eru menn heima og það má kannski deila um það hvort um dulbúið atvinnuleysi er að ræða. Það hefurfrekar vant- að fólk til starfa hér í sui.iar heldur en hitt“, sagði Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri t samtali við Vestfirska fréttablað- ið. „íbúafjöldinn sýnist mér nokkuð standa í stað, en þó er mér sagt af fróðum mönnum að blómstrandi líf sé hjá mörgum fjölskyldum og við vonum að það leiði til íbúafjölg- unar í bænum. Það vinna fjórar konur á bæjarskrifstofun- um og það hafa verið þrjár fæðingar hjá þeim síðan í nóvember. - En það er ekki mér að kenna“, sagði Ólafur og hló við. „Þær hafa gert sitt besta til að fjölga íbúunum." „Það er Ijóst að við eins og aðrir Vestfirðingar höfum áhyggjur af þeirri fiskveiðistefnu sem er nú að ganga all- harkalega að sjávarbyggðum. Ég held að þrátt fyrir að við horfum fram á nokkuð dökka tíma, þá eru Bolvíkingar reiðubúnir að mæta því með sameiningu og festu. Ég vona að verðum svo gæfusamir að standa saman í þeim erfiðleikum sem eflaust eru framundan", sagði Ólafur. -GHj. Ásgeir Þór á tröppum Gestahússins í Bolungarvík. Mjög gott sumar hjá Gestahúsinu BOLUNGARVÍK I sumar opnaði Ásgeir Þór Jónsson Gestahúsið í húsi Jóns Friðgeirs Einarssonar í Bolungar- vík. í Gestahúsinu er pláss fyrir 2f í uppbúnum rúmum og svefnpokapláss er fyrir 20 manns. VESTFIRSKA leit inn til Ásgeirs Þórs á dögunum og spurði hvernig hefði gengið í sumar. „Miðað við að við renndum blint í sjóinn með þetta í sumar hefur gengið vel. Við vissum ekkert um þörfina fyrir svona starfsemi hér. Þetta fór hægt af stað en það hefur verið mikil stígandi í þessu hjá okkur. Undanfarnar helgar hefur verið alveg fullt. Það er líka ansi langt síðan að hefur verið hjá okkur auð nótt. Fólk sem þekkir «11 í þessari grein segir mér að þetta sé mjög gott miðað við fyrsta sumarið og lofi góðu um framhaldið. Það hefur því sannað sig að virkileg þörf var fyrir starfsemi sem þessa hér í Bolungar- vfk. Það verður opið hjá okkur í allan vetur og ég renni hýru auga til næsta sumars miðað við reynsluna í sumar. Ég er hóflega bjartsýnn, því ég veit að vetrarmánuðirnir verða trúlega erfiðir og þá er bara að sníða sér stakk eftir vexti", sagði Ásgeir Þór Jónsson í samtali við Vestfirska. -GHj. Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.