Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 03.09.1992, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 03.09.1992, Blaðsíða 2
VESTFIRSKA 2 Fimmtudagur 3. september 1992 I FRÉTTABLAPIPn= VESTFIRSKA 1 FRÉTTABLAÐIÐ | Vestfirska fréttablaðið er vikublað, óháð stjórnmálaflokkum, og kemur að jafnaði út síðdegis á fimmtudögum. Blaðinu er dreifi án endurgjalds á Vestfjörðum, en fastir áskrifendur greiða áskriftargjald, kr. 1.500 fyrir hálft ár. Ritstjórn og auglýsingar: Aðalstræti 35, (safirði, sími (94)- 4011, fax (94)-4423. Útgefandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnús- son. Blaðamenn: Hlynur Þór Magnússon, Túngötu 17, ísafirði, heimasími (94)-4446, og Gísli Hjartarson, Fjarðarstræti 2, ísafirði, heimasími (94)- 3948. Prentvinnsla: isprent hf., Aðalstræti 35, ísafirði, sími (94)- 3223. Næg atvinna í frysti- húsinu og rækjunni BOLUNGARVÍK Að sögn Ólafs Þórs Benedikts- sonar, bæjarfulltrúa í Bol- ungarvík og verkstjóra í rækjuvinnslu íshúsfélags Bolungarvíkur, hefur verið mjög gott atvinnuástand í frystihúsinu í sumar. „Það hefur verið unnið alla virka daga í sumar þar til fyrir tveimur dögum, að hráefni vantaði vegna ógæfta í síð- ustu viku og lélegra afla- bragða. Ef tíðarfar og afla- brögð verða góð, þá verður næg atvinna í haust líka. Það hefur frekar vantað fólk heldur en hitt. Það hef- ur verið þannig að hús- mæður hafa tekið sér frí úr frystihúsinu á sumrin og skilað sér svo aftur þegar líða fer á haustið og skóla- fólkið hættir hjá okkur. Jafnvægi ætti þvf að komast á fljótt en einhver vandræði geta orðið fram eftir sept- embermánuði ef afli verður góður”, sagði Ólafur. „Tveir togarar landa afla sínur.i hjá okkur og fjórir smærri bátar. Þetta hefur alveg nægt í sumar. Tveir rækjubátar hafa lagt upp hjá okkur auk Júpiters sem verið hefur á úthafsrækju og fryst aflann um borð. Væntanlega byrjar svo inn- fjarðarrækjan úr Djúpinu í október. Vinnan í rækj- unni hefur verið stöðug síðsumars en var gloppótt- ari fyrripartinn”, sagði Ólafur Þór Benediktsson. -GHj. Ólafur Þór Bencdiktsson ásamt tveimur konum sem starfa í rækjuvinnslunni í Bolungarvík. Ljósleiðari lagður á Bfldudal BtkDOÐALUR ( sumar hafá staðið yfir umfangsmiklar framkvaemdir í kauptúninu við lagrtingu Ijósleiðara. Verktaki er Hannes Bjamason á Bíldudal. Framkvæmd- um er nú að mestu lokið, en verið er að ganga frá malbikun á þeim kafla þar sem grafið var fyrir leiðaranum. ^ Róbert Schmidt. Olvaðir á stolnum bfl ÍSAFJÖRÐUR Á sjötta tímanum á sunnudags- morgun var tilkynnt til lög- reglu að jeppabifreið af gerðinni Toyota 4Runner hefði verið stolið á ísafirði. Bíllinn sást skömmu síðar á Kirkjubólshlíð og veitti lögregla honum eftirför. Náðist bíllinn lftilsháttar skemmdur í Engidal og tveir ungir menn í honum voru handteknir og færðir á stöð. Reyndist um ölvun- arakstur að ræða í þessu til- viki. ... -GHj. Félags- og íþrótta- miðstöð á Flateyri Unnið hefur verið við byggingu íþróttahúss á Flateyri og er það nú orðið fokhelt. Á þessu ári hefur verið unnið í húsinu fyrir 9 milljónir króna. Byrjað var á húsinu 1987 og er í því sundlaug, 400 fermetra íþróttasalur og búnings- aðstaða. Einnig er í húsinu gufubað, heitur pottur og ljósalampar. Uti eru hlaupabrautir, fótbolta- völlur og körfuboltavöllur. Búist er við að húsið verði klárað á næsta ári og áætlað að mannvirkið kosti 140- 150 milljónir króna. Húsið verður einnig framtíðarfél- agsheimili Flateyringa og var leiksvið og búnings- aðstaða fyrir það byggt við íþróttasalinn. -GHj. Hin nýja félags- og íþróttamiðstöð á Flateyri. Sóknarnefnd Bolungarvíkur Bolvíkingar, athugið Sóknarpresturinn í Bolungarvík, sr. Sigurður Ægisson, verður í leyfi frá störfum um þriggja mánaða skeið, frá 1. september til 1. desember 1992. í fjarveru sr. Sigurðar mun sóknarpresturinn á Suðureyri, sr. Sigríður Guðmarsdóttir, þjóna Bolungarvíkurprestakalli. Sími hennar er 6263. Sóknarnefnd. s Isafjarðarprófastsdæmi Héraðsfundur ísafjarðar- prófastsdæmis verður haldinn á Flateyri, í húsakynnum Hjálms hf., sunnudag- inn06.þm. Fundurinn hefst kl. 14.00, enkl. 11.00 verðurmess- að í Flateyrarkirkju. Sr. Sigríður Guðmarsdóttir, Suðureyri, þjónar fyrir altari, en sr. Magnús Eriingsson, ísafirði, predikar. Organisti verður Brynjólfur Árnason, Vöðlum, en söngfólk af Flateyri og framan úr Önundarfirði annast söng. Prófasturinn í ísafjarðarprófastsdæmi, sr. Baldur Vilhelmsson, Vatnsfirði. Fjórir stútar ÍSAFJÖRÐUR Fj órir stútar voru teknir undir stýri um sfðustu helgi. Sagði lögreglan á ísafirði það svona í hærri kantinum yfir eina helgi. Annars var helgin með rólegra móti enda komið haust og veðr- áttan kuldaleg. ■ -GHj. SMÁ- auglýéingar . BRAÐVANTAR barnakojur. Sími 4915 eftir kl. 5. IBM-TÖLVA til sölu. Forrit og leikir fylgja. Bjarni, sími 7160. ÓSKA EFTIR að kaupa litla frystikistu. Sími 7411. DAGMÖMMU vantar fyrir 15 mánaða stelpu fyrir hádegi (kl. 8- 12), helst í Holtahverfi. Sími 4402. DAGMÖMMUR ATHUGIÐ Vantar dagmömmu í vetur frá kl. 8 og til kl. 15-16 fyrir 9 mánaða gamla telpu. Þarf að vera á Eyrinni. Frekari uppl. í síma 3042 (Álf- heiður). LEIKFÖNG - LEIKFÖNG Liggja gömlu leikföngin i geymslunni, engum til gagns? Ef svo er, þá erum við að leita að leikföngum af öllum stærðum og gerð- um fyrir leikskólann okkar. Sími 7773 og 7650. IBÚÐ ÓSKAST Óska eftir 3ja herbergja íbúð strax. Uppl. í síma 4381 og 3436. HJÓL TIL SÖLU Suzuki TS 50 XK, árgerð 1992, í skiptum fyrir vél- sleða eða stærra hjól. Uppl. í síma 7082 (Kristján). ATHUGIÐ Þú sem tókst fólksbílakerru í Hrannargötu, vinsamleg- ast skilaðu henni aftur á sama stað. SKELLINAÐRA Til sölu skellinaðra, Suzuki TSX ’86, ekin 15 þús. km. Sími 3494. ÖRNU SIGRÍÐI 2ja ára vantar dagmömmu f. hádegl í vetur. Uppl. gefa Albert og Sigfríður í s. 4584. TIL SÖLU Baðborðskommóða á kr. 13.000. Maxi Cosy stóll á kr. 5.000. Hoppróia á kr. 2.500. Allt vel með farið. Sími 4370. BIFREIÐAEIGENDUR ATHUGIÐt Vorum að fá mikið úrval af felg- um undir nýlega japanska bíla. Tilvalið fyrir snjódekkin. Verð 1500-2500 kr. eftir teqund- um. Bílapartasalan Austurhlíð, 601 Akureyri, sími 96-26512, fax 96- 12040. Opið 9-19 og 10-17 laugardaga.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.