Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 03.09.1992, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 03.09.1992, Blaðsíða 3
VESTFIRSKA --\ FRÉTTABLAPIP Fimmtudagur 3. september 1992 3 Útgefendur vestfirsku vikublaöanna tveggja, Bæjar- ins besta (BB) og Vestfirska fréttablaösins, hafa í sameiningu ákveðið að hætta að dreifa þeim endur- gjaldslaust, eins og lengi hefur tíðkast. í staðinn verða þau nú seld, bæði í lausasölu og áskrift. Sá háttur verður hafður á sölunni, á ísafirði og í Bolung- arvík að minnsta kosti, að blaðsölufólk gengur í hús og býður blöðin til sölu, eins og tíðkaðist með Vest- firska fréttablaðið um margra ára skeið. Ástæða þessarar stefnubreytingar er augljós: Samdrátturinn í atvinnulífinu og þjóðarbúskapnum segir til sín með minnkandi auglýsingatekjum, ekki síður en á öðrum sviðum. Það gildir um alla miðla, hvort sem um er að ræða dagblöð, tímarit, útvarp, sjónvarp eða héraðsfréttablöð. Hér er einfaldlega verið að bregðast við breyttum aðstæðum. Eftir sem áður munu blöðin koma út á sömu dögum og áður, á miðvikudögum og fimmtudögum. í næstu viku verður byrjað að selja þau. Við vonum að blöðin okkar bæti hvort annað upp og að sem flestir sjái ástæðu til að kaupa þau bæði. Með bestu kveðjum til lesenda okkar og annarra við- skiptavina. VESTFIRSKA I fréttablaðið]

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.