Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 03.09.1992, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 03.09.1992, Blaðsíða 6
VESTFIRSKA | FRÉTTABLAÐIÐ 6 Fimmtudagur 3. september 1992 Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri skrifar: Sameíning sveitarfélaga Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri í Bolungarvík. Mikið hefur verið rætt um sameiningu sveitarfélaga á síð- ustu mánuðum. Rétt er þó að geta þess til fróðleiks, að um- ræðan um þau mál er ekki ný af nálinni. A árunum um og upp úr 1960 var mikið rætt um sam- einingarmál á fundum sveit- arstjórnarmanna, sem m.a. leiddi til þess, að sérstök nefnd var skipuð af hálfu þáverandi félagsmálaráðherra til að endurskoða skiptingu landsins í sveitarfélög með það að markmiði að stækka þau. I lok ársins 1968 skilaði nefndin frumvarpi til laga um sameiningu sveitarfélaga, sem varð að lögum frá Alþingi í nokkuð breyttu formi 1970. Hinn 8. janúar 1991 skipaði félagsmálaráðherra, frú Jó- hanna Sigurðardóttir, nefnd til að gera samræmdar tillögur um æskilegar breytingar á skiptingu landsins í sveitarfé- lög. Þessi nefnd starfaði ötullega undir stjórn Sigfúsar Jónsson- ar, fv. bæjarstjóra á Akureyri. Haldnir voru fjölmargir fundir um land allt með sveitarstjórn- armönnum þar sem gagnleg skoðanaskipti fóru fram. í september 1991 skilaði nefndin áfangaskýrslu um skiptingu landsins í sveitarfé- lög, sem jafnframt var greinar- gerð og tillögugerð. í áfanga- skýrslunni eru kynntar þrjár leiðir, sem nefndin taldi koma til álita varðandi aðgerðir til eflingar sveitarfélögum. Hvaða leiðir er verið að ræða um? Til að hinn almenni lesandi geti áttað sig á hver megin- atriðin eru í nefndri skýrslu vil ég tilgreina efni þessara þriggja leiða, sem er: Leið 1 Að stefna að sameiningu tveggja til fjögurra nágranna- sveitarfélaga. Framkvæmd þeirrar stefnu myndi leiða til myndunar tiltölulega fjöl- mennra sveitarfélaga, 500- 1000 íbúa, og sveitarfélögin á landinu í heild yrðu 60-70 að tölu. Leið 2 Að stefna að sameiningu allra sveitarfélaga innan hér- aðs eða sýslu í eina stjórnar- farslega heild. Ný sveitarfélög myndu með slíkri stefnu ná yfir mjög stór svæði og hefðu aðeins í undantekningartilvik- um færri en 100 íbúa. Sveitar- félögin yrðu um það bil 25 utan höfuðborgarsvæðisins. Leið 3 Að léggja ekki til neinar opinberar aðgerðir, sem þvinga eða hvetja til samein- ingar sveitarfélaga, en sam- starf sveitarfélaga eflt innan héraðsnefnda eða byggðasam- laga. Héraðsnefndir yrðu lög- bundnar sem samstarfsnefndir sveitarfélaga. Samþykkt fulltrúaráðsfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga Á fulltrúaráðsfundi Sam- bands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var í Reykjavík 23. nóvember 1991 varlýstyfir stuðningi við hugmyndir um stækkun og eflingu sveitarfé- laga með sameiningu þeirra, sem tæki, eins og kostur er, mið af leið tvö, sem hér að ofan hefur verið lýst. Skiptar skoðanir eru meðal sveitarstjórnarmanna um leið- ir, en eitt er víst: Aldrei verður farin sú leið að öllum líki. Ég vil þó leyfa mér að álykta sem svo, að mikill meirihluti sveit- arstjórnarmanna aðhyllist leið tvö. Ný nefnd 1 framhaldi af ályktun full- trúaráðsfundarins skipaði fé- lagsmálaráðherra nýja nefnd, sem skipuð var með svipuðum hætti og hin fyrri og eiga þing- flokkarnir allir fulltrúa í þess- ari nýju nefnd, sem ætlað er að ljúka störfum fyrir 1. okt- óber nk. Hvers vegna breytingar frá því sem nú er? En hvers vegna þessi mikla umræða um breytingu frá nú- verandi skipan? Jú, breytt verkaskipting rík- is og sveitarfélaga, þ.e. flutn- ingur verkefna frá ríkisvaldinu yfir til sveitarfélaganna, greið- ari og öruggari samgöngur en áður, árið um kring, og ekki síst breytt viðhorf manna til samvinnu á sviði atvinnumála, menningar- og félagsmála, svo eitthvað sé nefnt, kallar á umræðu um stærri og sterkari sveitarfélög svo unnt verði að takast á hendur þessi auknu og viðamiklu verkefni. Sameining sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum Ríkisstjórnin óskaði eftir því í bréfi í desembermánuði 1991 við Byggðastofnun, að gerð verði, í samráði við Fél- agsmálaráðuneytið og Hér- aðsnefnd ísafjarðarsýslu, sér- stök könnun á hagkvæmni sameiningar sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum. Tekið var fram að tilefni þessarar ákvörðunar væru sér- stakir erfiðleikar í atvinnu- málum á svæðinu. Hér er því um að ræða sam- einingu 12 sveitarfélaga: Þing- eyrarhrepps, Mýrahrepps, Mosvallahrepps, Flateyrar- hrcpps, Suðureyrarhrepps, Bolungarvíkur, ísafjarðar, Súðavíkurhrepps, Ögur- hrepps, Reykjarfjarðar- hrepps, Nauteyrarhrepps og Snæfjallahrepps (Sléttuhrcpp- ur— Grunnavíkurhrepp- ur??). Ibúar á þessu svæði voru 6.442 í desember 1991, sem cr um 66% af öllum íbúum Vest- fjarða. Ertu með eða á móti sameiningu sveitarfélaga? Til að svara þessari spurn- ingu verðum við að líta til lið- inna tíma, meta aðstæður í dag um leið og reynt er að sjá fram í tímann, þ.e. sjá kosti og galla breytinga. Ég tel að á þessu augnabliki sé hvorki hægt að neita eða játa sameiningu og samruna sveitarfélaga. Það er svo fjölmargt sem þarf að íhuga. Ég vil í þessari stuttu grein reyna að draga fram atriði sem rétt er að íhuga og leita svara við og „geng þar í smiðju" vinnuplaggs frá 29. apríl, sem við Héraðsráðsmenn höfum undir höndum og er í umræðu og vinnslu hjá fulltrúum Byggðastofnunar, Félags- málaráðuneytisins sem og Héraðsnefndar ísafjarðar- sýslu. Jarðgöng Með tilkomu jarðganga undir Breiðadals- og Botns- heiðar gjörbreytast allar að- stæður, ný viðhorf skapast, og eðlilegt að við eigum skoðana- skipti um hvernig við mætum þessum nýju viðhorfum til aukinna samskipta og sam- starfs innan þeirra 12 sveitar- félaga sem hugað er að sam- eina. Rekstrarkostnaður sveitarfélaga Ætla má að rekstrar- kostnaður sveitarfélaganna ætti að geta orðið minni eftir sameiningu en fyrir. Eitt sveit- arfélag með 6.500 íbúa er hag- kvæmari rekstrareining en 12 minni. Hagkvæmni stærðar- innar kemur fyrst og fremst fram í betri nýtingu hvað varð- ar starfsmannahald í stjórnun og rekstri, auk betri nýtingar tækja í eigu sveitarfélaganna. Sameinað ætti sveitarfélagið að vera betur í stakk búið að hagnýta sér þá tækni sem boð- ið er upp á í dag, t.d. í sam- bandi við skrifstofuhald og bókhald. Það gefur því auga leið, að allur sparnaður gefur aukið svigrúm til aukinna fram- kvæmda og bættrar þjónustu á ýmsum sviðum. Samskipti við ríkisvaldið Sveitarfélögin 12 mynda sameinuð stærri og öflugr; heild sem t.d. gagnvart ríkis- valdinu mun eiga auðveldara með að koma hagsmunamál- um sínum til leiðar. Hér má nefna sem dæmi at- vinnumál og fjárveitingar af fjárlögum ríkisins. Fjárhagur sveitarfélaga I dag er mikill munur á fjár- hagslegri stöðu sveitarfélag- anna tólf. Tólf aðskilin sveitarfélög byggja fjárhag sinn hvert um sig á veikari grunni en samein- að sveitarfélag. Lítil eða minni sveitarfélög verða að skera út- gjöld sín mjög við nögl og geta ekki veitt sambærilega þjón- ustu og stærri sveitarfélög veita, og hljóta því að dragast aftur úr ef til lengri tíma er litið. Ef fjárhagurinn byggir á traustum grunni sem fæst með mörgum útsvarsgreiðendum, er auðveldara að dreifa óvænt- um útgjöldum. Sameining sveitarfélaganna ætti að tryggja stöðugri grunn hvað varðar íbúafjölda og skatt- tekjur, og þar með er áætlana- gerð til lengri tíma raunhæf- ari. Hafnasamlag Miklum fjármunum hefur verið varið til hafnargerða í umdæmi Héraðsnefndar Isa- fjarðarsýslu, og ljóst er að enn þarf að gera betur bæði hvað varðar nýbyggingu og viðhald hafnarmannvirkja. Telja verður eðlilegt að samrekstur hafna á svæðinu leiði til hagsbóta, og sameigin- leg yfirstjórn hafnanna skapi möguleika á verkaskiptingu sem hefur í för með sér betri nýtingu fjármagns. Umhverflsmál Viðamiklar framkvæmdir á sviði umhverfismála, s.s. vegna sorphirðumála og frá- veitumála, eru fyrirsjáanlegar sem einar af stærstu fram- kvæmdum sveitarfélaganna á komandi árum. Hér sem annars staðar ríður á að leita hagkvæmustu leiða til sparnaðar í stofnkostnaði og rekstri. Vart verður um það deilt, að hér er um dæmigert samstarfsverkefni sveitarfé- laganna að ræða. Heilbagðismái Með sameiningu er og eðli- legt að endurskoða stjórnun og samstarf á sviði heilbrigðis- mála, bæði frá faglegu sjónar- horni séð, sem hinum fjár- málalegu. Fræðslumál Með bættum og öruggum samgöngum — sem reyndar eru forsenda þess að rætt sé um sameiningu sveitarfélaga — er vel hægt að ímynda sér að svæðið verði eitt skóla- svæði. Sérgreinakennarar gætu t.d. ráðið sig við fleiri en einn skóla og samstarf allt og nýting skóla- og íþróttamannvirkja verið með betri og auðveldari hætti en nú er. Atvinnumál Ekki er því að leyna, að staða atvinnufyrirtækja — og þá einkum og sér í lagi í sjávar- útvegi — stendur veikum fótum. Viðurkenna þarf allt svæðið sem eitt atvinnu- og markaðssvæði og sýnist mér aukin samvinna milli atvinnu- fyrirtækja geta leitt til sam- runa þeirra og markvissari vinnubragða í stjórnun, fjár- festingum og stofnbúnaði. Þar, sem og hjá sveitarfé- lögunum, hlýtur að vera hægt að ná fram aukinni hagræð- ingu. Mcnningarmál — íþrótta- og æskulýösmál Aukin samskipti á þessum sviðum hafa margfaldast á liðnum árum. Ætla verður, að fjölmennt, sterkt sveitarfélag sé þess betur umkomið að styrkja og efla starf á sviði íþrótta- og æskulýðsmála, en lítil, fátæk og smá sveitarfé- lög. Almennt Við sameiningu marg- nefndra tólf sveitarfélaga koma upp margvísleg vanda- mál. Hér hef ég t.d. í huga samruna stéttarfélaga, lífeyr- issjóða og sjúkrasjóða. Þá vakna spurningar um starf og þjónustu Þjóðkirkjunnar, svo eitthvað sé nefnt, sem og reyndar fjölmargt fleira sem vandmeðfarið er. Lokaorö Sá þáttur sem íbúarnir meta hvað mest, er eflaust hversu auðvelt þeim er að ná sam- bandi við æðstu stjórn sveitar- félagsins, og með hvaða hætti þeir geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri við fulltrúa sín á hverjum tíma. Gömul tryggð við ríkjandi fyrirkomulag er skiljanleg. Ekki má vanmeta tilfinningar fólks, sem hefur alist upp og starfað innan „sinnar sveitar" og erfitt á að sætta sig við að mörkun og sjálfstæði síns byggðarlags verði breytt. Þessi vitneskja má þó ekki koma í veg fyrir það, að við hefjum vitræna umræðu um stöðu okkar í dag, og það, hvort nýjar leiðir í samstarfi og sam- eining sveitarfélaga geti treyst búsetu og atvinnuöryggi. Eitt vil ég fullyrða: Gömlum hrepparíg verður að eyða, smákóngaleikur tilheyrir lið- inni tíð. Við Vestfirðingar verðum að standa mun fastar og betur saman en við höfum gert til þessa. Ég vil endurtaka, að hag- sæld og atvinnuöryggi íbúanna verður að setja í öndvegi, bú- setuskilyrði þurfa að batna og Flateyri.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.