Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 03.09.1992, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 03.09.1992, Blaðsíða 7
VESTFIRSKA ---1 FRÉTTABLAÐIÐ | við þar sjálf að finna leiðir, sem snúa vörn í sókn. Eflaust finnst einhverjum að undirritaður sé þess fullviss að sameining sveitarfélaga frá Dýrafirði norður að Djúpi leysi öll vandamál. Því fer fjarri. Ég vil eimitt vara við því, að sameining sameiningar vegna á ekki rétt á sér, nema sýnt verði fram á ávinning sameiningarinnar. Til að komast að hinu rétta — sem eflaust verður erfitt — þarf að setja upp „tilraun- asveitarfélag", þannig að íbú- ar svæðisins geti séð, og ekki síður fundið, hvernig tólf sam- einuð sveitarfélög í eitt virka og þjónusta íbúa sína. Vanda þarf allan undirbún- ing og kynningu. Almenn um- ræða þarf að fara fram, bæði meðal einstaklinga, stjórn- enda fyrirtækja og félagasam- taka, ekki síður en innan raða sveitarstjórnarmanna. Við höfum eitt gott dæmi um ágæti samruna þjónustu- fyrirtækja, sem er Orkubú Vestfjarða. Ég vona enn á ný, að um- ræða um sameiningu sveitar- félaga á norðanverðum Vest- fjörðum verði almenn: Með því móti fáum við fram sem flest sjónarmið, sem eru nauð- synleg áður en gengið verður til lokaákvörðunar í þessu stóra og jafnframt þýðingar- mikla máli. Ólafur Kristjánsson. Öll herbergi með baði, síma, sjónvarpi, og míníbar! ©91-18650 Tónlistarskóli ísafjarðar Auslurvegi 11 ■ 400tsafjörður ■ Sími94-3Ó2ö Innritun Innritun nemenda fyrir næsta skólaár fer fram dagana 7.-11. september kl. 14-18 á skrifstofu skólans að Austur- vegi 11, 2. hæð. Kennslugreinar: Forskóli - blokk- flauta. Blásturshljóðfæri (kornett, básúna, horn, klarinett, saxófónn, þverflauta o.fl.) Fiðla - Selló - Gítar - Harmóníka - Píanó. Tónfræðigreinar. Nemendur frá fyrra ári eru minntir á, að endurnýja þarf umsóknir um nám í skólanum. Við innritun skal greiða skólagjald eða semja um greiðslu á því. Æskilegt er, að nemendur hafi með sér stundaskrár úr öðrum skólum. Kynningardagar Sérstakir kynningardagar fyrir nýja nemendur verða dagana 7. og 8. sept- ember kl. 14-18. Hljóðfæri liggja frammi og kennarar verða til viðtals og aðstoðar fyrir nemendur og for- eldra. KOMIÐ 0G KYNNIÐ YKKUR STARFSEMISKÓLANS Nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu skólans í símum 3925 og 3926. Skólastjóii. Fimmtudagur 3. september 1992 Fiskveiðisjóður lánar Fáfni 100 milljónir ÞINGEYRI Á fundi stjómar Fiskveiðisjóðs í fyrradag (þriðjudag) var samþykkt að lána Fáfni hf. á Þingeyri 100 milljónir króna til þess að breyta skuttogaranum Slétta- nesi í frystitogara. Búist er við að skipið fari í breytingarnar eftir tvo mánuði og muni þær taka um fimm mánuði. Ekki er enn vitað hverjir koma til með að vinna verkið en samn- ingaviðræður standa yfir við tvær skipasmíðastöðvar. Talað hefur verið um að flytja kvóta af Sléttanesi yfir á Framnesið meðan breyt- ingarnar á skipinu standa yfir. Þetta er gert til þess að bjarga fyrirtækinu út úr erfiðleikum og skapa betri rekstargrund- völl í framtíðinni. -GHj. Unnið að verklýsingu fyrir Erik Boye ÍSAFJÖRÐUR Vestfirska hafði samband við Sævar Birg- isson framkvæmdastjóra Skipasmíðastöðvar Marsell- íusar og spurði hann um hvort stöðin fengi viðgerðir á danska saltskipinu Erik Boye sent strandaði á Djúpavogi og ligg- ur nú í ísafjarðarhöfn. „Ég hef ekkert heyrt um stöðu mála síðustu daga annað en það, að verið sé að vinna lýsingu á því, sem þarf að gera við skipið hjá Skipatækni fyrir sunnan. Við bíðum bara eftir að sjá hana til að átta okkur á umfangi verksins. Við erum bjartsýnir á að fá þetta verk og ekkert er því til fyrirstöðu að taka skipið í slippinn hjá okkur. Þó að skipið sé um 300- 400 tonn á þyngd, þá er það svo Iangt að þungi þess dreifist vel og það er enginn höfuð- verkur“, sagði Sævar Birgis- son. -GHj. Fall er fararheill Hjalti Þórðarson um borð í bát sinum í Isafjarðarhöfn eftir að hafa snúið við úr fyrsta skeljaróðrinum á vertíðinni vegna bilun- ar. ÍSAFJÖRÐUR Guðrún Jóns- dóttir ÍS^JOO byrjaði á skel- veiðum í gær, en þurfti að snúa við vegna bilunar svo sem algengt er í byrjun vertíðar, eins og Hjalti Þórðarson skip- stjóri, sagði í samtali við blað- ið er hann kom að. „Ég var að byrja á skelinni í dag og það var ágætis veður. Það voru bara smá byrjunar- örðuleikar hjá okkur því bát- urinn er búinn að liggja í sumar. Það hefur verið þokka- leg skelveiði hjá Gísla á Öld- unni í sumar. Hann hefur ver- ið einn um veiðarnar og keypti sér kvóta í vor. Hann þurfti að klára að veiða hann fyrir sept- embermánuð. Skeljamiðin eru í Jökulfjörðum og hér við Arnarnesið, fram af Skutuls- firði og inn undir Súðavík. Einnig yfir undir Snæfjalla- ströndinni. Þeir á Öldunni hafa verið með þetta frá þrem- ur tonnum og upp í fjögur, fimm tonn á dag og þetta er nokkuð gott“, sagði Hjalti. -GHj. 7 „Skemmtilegt að veiða úti í náttúrunni“ - segir Jón Jóhannsson veiðimaður BÍLDUDALUR Jón Jóhannsson, veiöiáhugamaður á Bíldudal, var með veiðistöngina sína við hafnargarðinn í sólskininu um daginn, og varaðrennafyrirsjóbirfing þegar fréttamaður VF hitti hann að máli. Jón er búinn að veiða tvo sjóbirtinga út af Dufansdal í Arnarfirði og segist ætla að halda áfram að veiða á meðan veðrið er gott. „Ég fékk einn þriggja punda sjóbirting og annan tveggja punda út af Dufansda! um daginn. Það er mjög skemmti- tegt að vera úti í náttúrunni og veiða“, sagði Jón. Hann hefur farið nokkrum sjnnum í veiði í Laugardalsá við ísa- fjarðardjúp. Hann fékk sex laxa í Blámýrahyi, og voru tveir þeirra átján pund. Nú var Jón að reyna sild sem beitu, en eitthvað var fiskurinn tregur í þetta skiptið. Jón stundaði refaveiðar í mörg ár og veiddi líka gæsir og sjófugla. „Það er mér ekki að skapi, þegar menn eru að skjóta fugla bara til þess að drepa þá. En það er annað mál, ef menn borða það sem þeir veiða, annað finnst mér síðleysi", sagði Jón Jóhannsson um leiðog hann kastaði fagmannlega út á Bíldudalsvoginn, í þeirri von að fá einn góðan á öngulinn. Róbert Schmidt. Jón Jóhannsson reynir við sjóbirting í góða veðrinu á Bíldudal (óvíða ef nokkurs staðar á byggðu bóli á landinu er veðursælla en á Bíldudal). HAUSTFERÐIR NEWCASTLE Beint leiguflug til Newcastle. Hreint frábærar haustferðir á verði sem þú getur ekki hafnað 4 daga ferðir, verð frá 22.900,-* 5 daga ferðir, verð frá 24.900,-* 8 daga ferðir, verð frá 32.400,-* BROTTFARARDAGAR 21. október uppselt 8. nóvember laus sæti 25. október laus sæti 11. nóvember laus sæti 28. október laus sæti 15. nóvemberörfásætilaus 1. nóvember örfá sæti laus 18. nóvember örfá sæti laus 4. nóvember laus sæti 22. nóvember örfá sæti laus Innifalið flug gisting og morgunverður FARARSTJÓRAR: Brian og Margrét Jóhannesdóttir *Staðgreiðsluverð miðað við tvo í herbergi. Flugvallarskattur og forfallagjöld ekki innifalin. LIS Ferðaskrifstofan Alís, sími 652266, fax651160

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.