Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 03.09.1992, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 03.09.1992, Blaðsíða 8
8 VIDEO DEAD AGAIN Ein af bestu myndum ársins. Spennandi morðgáta, yfirnáttúr- leg og rómantísk i senn. Úrvals- ieikararnir Kenneth Branagh (nefndur til Óskarsverðlauna), Emma Thompson, Derek Jac- obi (breski leikarinn fr?egi), Andy Garcia og Hanna Schyg- ulla (aðalleikkonan í verðlauna- myndum Fassbinders). - Hvað er hægt að deyja oft fyrir ástina? COOPER- SMITH Atvinna Coopersmiths er að rannsaka tryggingamál. Hann er það sem kallað er öðruvísi spaejari - með nokkuð takmark- aða virðingu fyrir yfirvöldunum. Jesse Watkins á mjög auðuga konu. Hann byrlar hjákonu sinni svefnlyf til aö geta myrt konu sína í naeði. Málið kemur svo til kasta trygginganna, og þá er kallað á Cooþ, sem leggur eigið líf í hættu til að upplýsa morðið. Spennandi! Þúsundir titla í gífurlega rúragóðu húsnæði JRVIDEO Mánagötu 6 S 4299 Gísli Eiríksson. Nú þegar hafin er gerð jarð- ganga undir Breiðadals- og Botnsheiði og komin brú á Dýrafjörð er eðlilegt að spurt sé um vegagerð frá Dýrafirði ogáfram vestur. Hindranirnar eru tvær, Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði. Hægt er að fjallaum hvora leiðina fyrirsig sérstaklega án þess að leiðaval á annari heiðinni hafi áhrif á leiðaval á hinni. Vegurinn mun örugglega liggja um hlað- ið á Mjólkárvirkjun eins og nú er. Hér eru settar fram nokkrar hugleiðingar um þetta mál. HRAFNSEYRARHEIÐI Vetrarvegur, það er vegur sem hægt er að reiða sig á, á veturna, verður varla lagður yfir Hrafnseyrarheiði nema þá með mjög löngum yfirbygg- ingum, I til 2 km. Bæði er það að tveggja km kafli er mjög snjóþungur og á þessum sama kafla er mikil snjóflóðahætta. Líklegasta lausnin virðist því vera jarðgöng. Berglög í næsta nágrenni við Hrafnseyr- arheiði virðast mjög illa fallin til jarðgangagerðar þó að ekki sé alveg hægt að útiloka göng þar. Rúmlega tveggja km göng, á milli Brekkudals og Hrafnseyrardals undir núver- andi vegi í 300 til 350 m hæð yfirsjó, myndu til dæmis leysa málið. A milli Dýrafjarðar- botns og Arnarfjarðarbotns eru hins vegar góð jarðlög og þar væri hægt að grafa göng. Þau þyrftu að vera 4,5 til 5 knt löng og undir 200 m hæð yfir sjó. Þessi göng myndu stytta leiðina frá Dýrafjarðarbrú að Mjólká um 25 km eða svo en göng undir Hrafnseyrarheiði styttu leiðina óverulega. Árið 1987 skilaði nefnd, sem Matthías Bjarnason þá- verandi samgönguráðherra skipaði, áliti um jarðganga- áætlun. Þar eru nefndir margir fjallvegir sem til greina gæti komið að leysa af hólmi með göngum. Tillögur eru gerðar um að gera göng til að leysa vetrareinangrun nokkurra staða með því að grafa göng undir Breiðadals- og Botns- heiði, Fjarðarheiði og Oddsskarð. Ekki er talið koma til greina að grafa göng til að stytta leiðir eða tengja saman byggðarlög með göngum að svo komnu máli. í þessum flokki er Hrafnseyrar- heiði á Vestfjörðum og til dæmis Hellisheiði á milli Vopnafjarðar og Héraðs á Austurlandi. Eftir þessari áætlun er unnið. Það er því ekki til nein stefnumörkunum göng undir Hrafnseyrarheiði og því síður hvenær gæti kom- ið að þeim. DYNJANDISHEIÐI Dynjandisheiði er mjög langur fjallvegur í mikilli hæð þannig að hann yrði alltaf erfiður að vetrarlagi þó að það tækist að leggja sæmilega snjóléttan veg yfir hann. Sá vegur yrði að vera á svipuðum Fimmtudagur 3. september 1992 VESTFIRSKA ;| FRÉTTABLAÐIÐ I- Gísli Eiríksson, umdæmisverkfræðingur Vegagerðar ríkisins á Vestfjörðum, skrifar: Hugleiðing um leiðina mUli Dýrafjarðar og Vatns- fjarðar og BUdudals Eyri í ] Hestfjarðar- Súðavík Seyðisfirði • botn Látur Djúpmannabúð Patreksfjörðui ! Dynjandi- Þingeyri' vogur • Flókalundur Bfldudalur Borgames Svignaskarð Sveinatunga Brautarholt KeBavík. Selfoss 50 100 150 km Samanburður vegalengda milli staða eftir jarðgöng í Breiðadals- og Botnsheiði, brú á Dýrafjörð, jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar og veg með sjó úr Dynjandisvogi í Trostansfjörð. slóðum og núvarandi vegur. í þessu sambandi verður að hafa í huga, að ávallt safnast snjór að vegi sem ruddur er reglulega og þarf ekki annað en skoða aðstæður á Stein- grímsfjarðarheiði til að sann- færast um það. Önnur leið er til, það er að fara með sjó alla leið út fyrir Langanes og inn fyrir Geir- þjófs- og Trostansfjörð. Þessi leið er áreiðanlega mjög snjó- létt en hefur ckkcrt verið skoðuð. Reiknað er með að vegurinn upp úr Trostansfirði um Helluskarð niður í Vatns- fjörð yrði við lýði og þar er hægt að leggja snjóléttan veg þó að hann fari upp í 470 m hæð. Vegalengdin á milli Dýrafjarðar og Vatnsfjarðar myndi lengjast um rúma 30 km en leiðin á milli Dýrafjarðar og Bíldudals aðeins um 14 knt. Sama gilti um leiðina milli Dýrafjarðar og Patreksfjarðar þar sem stysta leiðin er um Bíldudal. Að sjálfsögðu væri hægt að hafa núverandi veg yfir Dynj- andisheiði sem sumarveg áfram en það myndi auka kostnað við viðhald verulega og er sennilega ekki skynsam- legt. Það er álitamál hvora leið- ina ætti að velja, eitt er það sem hafa þarf í huga, að Geir- þjófsfjörður og Trostansfjörð- ur eru miklar náttúruperlur sem myndu spillast af vega- gerð. En eitt er víst að það er ekkert vit í að leggja veg með sjó þessa leið, nema það komi göng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. LOKAORÐ Ekkert bendir til nýfram- kvæmda á þessari leið næsta áratug þannig að það er nægur tími til að hugsa málið. Það er samt nauðsynlegt að fara smám saman að safna meiri upplýsingum um aðstæður til vegagerðar á svæðinu. Höfundur er umdœmisverk- frœðingur Vegagerðar ríkisins á Vestfjörðum og hefur skrifad þessa grein að beiðni VEST- FIRSKA. Þar setn hann er gagngunnugur vegamálum á Vestfjörðum er fengur í að fá þessar hugleiðingar Gísla. Kortiö sýnir vegalengdir milli nokkurra staða á Vestfjörðum. Punktalínur sýna hugmyndir um ný vegastæði frá Dýrafirði um jarðgöng til Arnarfjarðar og einnig úr Dynjandisvogi með sjó til Trostansfjarðar.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.