Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 03.09.1992, Blaðsíða 9

Vestfirska fréttablaðið - 03.09.1992, Blaðsíða 9
VESTFIRSKA Fimmtudagur 3. september 1992 9 ---1 FRÉTTABLAÐIÐ |— --- Myndlistarsýning Jóhannesar Hermannssonar TÁLKNAFJÖRÐUR Jó- hannes Hermannsson frá Tálknafirði hélt myndlistar- sýningu í sal íþróttahússins dagana 8. og 9. ágúst. Á sýn- ingunni voru 60 akrýlmyndir og 13 krítar- og pastelmyndir, sem gerðar eru á síðustu tveimur árum. Jóhannes fæddist að Hjalla- túni í Tálknafirði árið 1965. Hann stundaði sjómennsku og lauk námi í Stýrimannaskól- anum. Árið 1990 fékk hann heilablæðingu, sem olli lömun í hægri hendi. Þar sem hann var rétthendur þurfti hann að læra að skrifa og teikna með þeirri vinstri, og voru allar myndirnar á sýningunni gerð- ar eftir að hann veiktist. Jóhannes Hermannsson er að mestu sjálfmenntaður í myndlist, en síðastliðið haust hóf hann nám í Myndlistaskól- anum í Reykjavík. Myndefnið sækir hann aðallega í sjávarút- veginn. Fjölmargarmyndanna seldust á sýningunni. Frá sýningu Jóhannesar Hermannssonar á Tálknafirði. Lið Egils og Sæbjargar sf. á PatreksTirði. Firmakeppnl knattspyrnu BÍLDUDALUR Firma keppni í knattspyrnu var hald- in á Bíldudal fyrir skömmu. Aðeins þrjú lið tóku þátt í mótinu, og verður það að telj- ast léleg þátttaka af öllu suður- svæðinu. Lið Egils og Sæbjargar sf. frá Patreksfirði sigraði, en það var skipað ungum og snjöllum leikmönnum. Lið Edinborgar á Bíldudal varð í öðru sæti og lið Flóka á Brjánslæk í þriðja sæti. Liðið sem sigraði fékk bikar til eignar, auk verð- launapenings um hálsinn á hverjum manni. Pað er óvenjulegt og athyglisvert, að kynjablöndun er í liðinu: Fimm strákar og ein stelpa. Róbert Schmidt. V egaframk væmdir á Hálfdáni BÍLDUDALUR Nú standa yfir vegafram- kvæmdir yfir Hálfdán. Á síðasta ári var byrjað á langtímaverkefni við gerð nýs vegar yfir fjallveginn, og er áætlað að ljúka því árið 1994. Þeim hluta verksins sem nú stendur yfir á að ljúka í nóvember. Lagður verður vegur frá Seljadal upp að Olíubeygju. Nýi vegurinn verður á snjóléttara svæði og með tilkomu hans fækk- armjögbeygjum. Verktak- inn er Stakkafell. Þá erlok- ið við að leggja bundið slit- lag á 3,3 km vegarkafla sem unnið var við á síðasta ári. Mikið jarðrask fylgir þessum vegaframkvæmd- um, en skíðaáhugamenn geta fagnað þeim, því að vegalengdin í skíðalyftuna styttist til muna. Róbert Schmidt. Frábœr auglýsir Starfsfólk óskast í vaktavinnu og einnig vantar fólk í kvöld- og helgarvinnu. Til greina kemur aö ráöa starfsmann frá kl. 13-17 eöa eftir samkomulagi. Hótel Fíókaíunáur Fjölbreyttur matseðill Clllci drCl^Qr Sérstakur 3ja rétta matseðill öll föstudags- laugardags- og sunnudagskvöld HóteC Ftófcahmáur Vatnsfirði - 451 Patreksfjörður Sími 94-2011 - Farsími 985-31808 Hér rísa tvö húsanna Sent Ratsjárstofnun er að byggja við Hafnargötu í Bolungarvík. BOLUNGARVÍK Rat sjárstofnun er byrjuð á byggingu fjögurra 100 fm einbýlishúsa í Bolungar- vík. Húsin standa yst við Hafnargötu þar sem nokk- ur gömul hús stóðu en hafa nú verið rifin. Búist er við að hægt verði að flytja inn íöll húsin íjúlíánæsta ári. Þessi hús eru ætluð starfsmönnum Ratsjár- stofnunar við ratsjárstöð- ina uppi á Bolafjalli. -GHj. Opið í Flókalundi út september Nú er tekið að halla á fjórða sumarið sem Sigur- jón Þórðarson matreiðslu- maður og Hrafnhildur Garðarsdóttir framreiðslu- maður reka Hótel Flóka- lund í Vatnsfirði á Barða- strönd. Þau vilja minna á það, að eins og undanfarin ár verður hótelið opið allt til loka séptember. Fjölbreyttur matseðill er alltaf í boði og hagstætt síðsumarverð á gistingu. Þau Hrafnhildur og Sigur- jón segja það alveg upplagt að nýta sér haustið og eiga góða og skemmtilega kvöldstund í Flókalundi með vinum og vinnufé- lögum. Þau biðja fyrir bestu kveðjur til við- skiptavina sinna. Flotbryggja á Flateyri I sumar var gerð 30 m löng flotbryggja á Flateyri fyrir smábátana. Var bryggjan tekin í notkun fyrir rúmum mánuði. Við þessa framkvæmd gjör- breytist öll aðstaða smá- báta á Flateyri til hins betra og gerir þetta höfnina að algerri lífhöfn, að sögn Kristjáns J. Jóhannessonar sveitarstjóra. Pláss er fyrir 18 trillur við bryggjuna. -GHj. Nýja flotbryggjan á Flateyrí.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.