Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 10.09.1992, Síða 2

Vestfirska fréttablaðið - 10.09.1992, Síða 2
VESTFIRSKA 2 Fimmtudagur 10. september 1992 J FRÉTTABLAÐIÐ |= VESTFIRSKA | FRÉTTABLAÐIÐ | Vestfirska fréttabladið er vikublað, óháð stjórnmálaflokkum, og kemur út síðdegis á fimmtudögum. Blaðið fæst bæði í lausasölu og áskrift. Útgefandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon. Verð í lausasölu kr. 150. Verð í áskrift kr. 135 ef notaðar eru Visa eða Eurocard skuld- færslur (það er ekkert mál og ekkert flókið, bara hringja í okkur og gefa okkur upp númerið á kortinu); annars kr. 150. Ritstjórn og auglýsingar: Aðalstræti 35, ísafirði, sími (94)^4011, fax (94)-4423. Blaðamenn: Hlynur Þór Magnússon, Túngötu 17, ísafirði, heimasimi (94)- 4446, og Gísli Hjartarson, Fjarðarstræti 2, ísafirði, heimasími (94)-3948. Prentvinnsla: ísprent hf., Aðalstræti 35, ísafirði, sími (94)-3223. Vestfirska frétta- blaðið í iausa- sölu og áskrift Eins og fram kom í Vest- firska fréttablaðinu og Bæjarins besta í síðustu viku er nú hætt að dreifa blöðunum frítt og farið að selja þau, og þarf naumast að rökstyðja slíkt frekar en þá var gert. Vestfirska fréttablaðið kostar nú kr. 150 í lausa- sölu. Þeir sem vilja, geta fengið blaðið í áskrift, hvort sem þeir eru búscttir á ísafirði eða í Timbuktu eða einhvers staðar þar á milli. Einfaldast er að hringja í okkur, gcfa upp nafnið sitt og heimilisfang- ið og kennitöluna og núm- erið og gildistímann á Visa eða Eurocard greiðslukort- inu. Þá kostar hvcrt blað aðeins kr. 135 og áskriftar- gjaldið er skuldfært mán- aðarlega eftir á, fyrirhafn- arlaust fyrir áskrifandann. Ef áskrifandi notar hins vegar ekki greiðslukort, heldur er rukkaður mánað- arlega eftir á, þá er áskrift- argjaldið kr. 150 á hvert eintak, Það er vissulega hagræöi að áskrift, fyrir les- endur jafnt sent útgefanda og dreifingarfólk. VESTFIRSKA | FRÉTTABLAÐIÐ | SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA VESTFJÖRÐUM MJALLARGÖTU 1 400 ÍSAFJÖRÐUR Atvinnuleit Á ísafirði og í Bolungarvík býr fatlað fólk sem hefur áhuga á því að leita fyrir sér á hinum almenna vinnumarkaði. Til þess þurfa þau stuðning og aðstoð í byrjun. Atvinna Við leitum að starfsmanni í 5 mánuði til að sinna þessu. Starfið felst í eftirfarandi: * Leita að vinnu sem hentar viðkom- andi. * Eftirfylgd eftir að vinna hefst. Umsóknir berist til skrifstofu Svæðis- stjórnar, Mjallargötu 1, ísafirði, þar sem fram kemur aldur, menntun og starfsreynsla umsækjenda. Umsókn- arfrestur er til 18. september nk. Nánari upplýsingar gefur Laufey Jóns- dóttir framkvæmdastjóri í síma 3224 frá kl. 9 til 17 alla virka daga. Aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum gagnrýnir stjórnvöld harðlega: Stöðugar tafir á trúverðugum aðgerðum reyna á lang- lundargeð stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar í stjórnmálaályktun aðalfundar Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum, sem haldinn var á Patreksfirði um síð- ustu helgi, eru stjórnvöld gagnrýnd harðlega fyrir seinagang og aðgerðaleysi í málefnum sjávarútvegs- ins. í ályktun fundarins segir orðrétt: „Stjórnvöld hafa sýnt ótrúlegan seinagang við að- gerðir til þess að tryggja rekstrarstöðu atvinnulífs- ins. Nú blasir við að sjávar- útvegurinn er rekinn með gríðarlegum og vaxandi halla og því er skelfileg vá fyrir dyrum. Það er öllum háskalegt að ekki sé tekið á því máli af festu og alvöru og rekstrargrundvöllur skapaður fyrir heilbrigt og öflugt atvinnuh'f. Því krefst aðalfundurinn þess, að á allra næstu dögum líti þær aðgerðir dagsins Ijós er tryggi atvinnulegt öryggi og rekstrarlegan grundvöll undirstöðuatvinnugreinar landsmanna. Markaðs- tenging gjaldeyris, afnám Ólafslaga, burtnám kvóta- kerfisins og lækkun orku- verðs eru heilladrjúg spor í þá átt. Engin ríkisstjórn í sögu íslenska lýðveldisins hefur lifað það af að sjávarútveg- urinn væri rekinn með stór- felldum og varanlegum halla. Hið sama mun gilda um núverandi ríkisstjórn. Hinar stöðugu tafir á því að trúverðugar og raun- hæfar efnahagsráðstafanir líti dagsins Ijós reyna ekki bara á fyrirtækin í landinu, heldur ekki síður á lang- lundargeð stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar um land allt.“ Einn stútur á ísafiröi og öðru illþýði Einn var tekinn grun- aður um ölvunarakstur á ísafirði aðfaranótt sunnudagsins. Að sögn lögreglu var helgin afar róleg og þakkar hún það illviðrinu. Fátt er svo með öllu illt, eins og þar stendur. Skipulags- málin í lag REYKJAHÓLAR í Reykhólahreppi hefur ekkert skipulag verið í gildi og hafa menn unn- ið í blóra við öll skipu- lagslög og reglugerðir, að sögn Bjarna P. Magnússonar sveitar- stjóra. „Nú ætlum við að vinda bráðan bug að þessu og koma málun- um í gott horf. Hér er kominn ungur maður, Gísli Gíslason lands- lagsarkitekt, og hefur hann tekið þetta starf að sér. Við ætlum að vinna þetta á næstu þremur árum. Þetta gildir fyrir allan hreppinn, eyjar og firði“, sagði Bjarni í samtali við blaðið. -GHj. Bikar- meistarar í bridge ’92 VESTFIRÐIR Bikarmóti Vestfjarða í bridge er nýlokið. Átta sveitir tóku þátt í mót- inu, en til úrslitaspiluðu sveitir Franks Guð- mundssonar og Máln- ingarlagersins. Sveit Málningarlagersins sigr- aði, en hana skipa þeir Kristinn Kristjánsson, Rúnar Vífilsson, Jón Gunnarsson, Jóhann Ævarsson og Júlíus Sig- BIFREIÐAEIGENDUR ATHUGIÐ! Vorum aö fá mikið úrval af felg- um undir nýlega japanska bila. Tilvalið fyrir snjódekkin. Verð 1500-2500 kr. eftir teqund- um. Bílapartasalan Austurhlíð, 601 Akureyri, sími 96-26512, fax 96- 12040. Opið 9-19 og 10-17 laugardaga. QÐINN BAKARI BAKARÍ S 4770 BIFREIÐASKOÐUN ÍSLANDS HF. Almenn bifreiðaskoðun við ísafjarðardjúp föstudaginn 11. september í Ögrikl. 10-11 í Reykjanesi kl. 13—15 Á Nauteyri við félagsheimilið kl. 16—18 Bifreiðaskoðun íslands hf. TOGARAÚTGERÐ ÍSAFJARÐAR HF._ AÍALSTOET126 P.O. B0X 431 400ISAFJÖRÐUR ICELAND S 354-4-3360 FAX 354-4-4242 KT. 600287-2659 VSK. 28033 Aðalfundur Aöalfundur Togaraútgerðar ísafjarðar hf. fyrir árið 1991 verður haldinn fimmtudaginn 24. september nk. kl. 20:30 á Hótel fsafirði, 1. hæð. Dagskrá: Samkvæmt 15. gr. samþykkta félagsins. Ársreikningur félagsins fyrir árið 1991 liggur frammi hluthöfum til sýnis á skrifstofunni, Aðalstræti 26, annarri hæð. (safirði, 7. sept. 1992. F.h. Togaraútgerðar ísafjarðar hf. Magnús Reynir Guðmundsson, form.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.