Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 10.09.1992, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 10.09.1992, Blaðsíða 5
VESTFIRSKA ---1 FRÉTTABLAÐIÐ |- Fimmtudagur 10. september 1992 Stærsta sprakan í Yíkinni í sumar EIIi að landa sprökunni á Brimbrjótnum í Bolungarvík. Með honum á myndinni er Halldór Helgason, dóttursonur hans. Sprakan var 260 sentimetra löng, vó 165 kíló og veiddist austur af Horninu. BOLUNGARVÍK Enn erum við með sprökufréttir! Elías Ketils- son á Sæbirni ÍS-121 dró risastóra spröku á handfæri 16 sjm. austur af Horni 6. ágúst í sumar. Kvaðst hann hafa verið einn á bátnum og svolítið erfitt hefði verið að ná henni inn. Þetta er stær>ta sprakan sem komið hefur á land í Bolungarvík í sumar. „Ég var í vitlausum fiski þegar sprakan beit á og ég lét sjálfvirku rúlluna alveg um hana. Svo þegar hún kom upp stakk ég gat við gelluna og þræddi spotta í Ketill Helgason gegn og út um kjaftinn og batt hana á síðuna fyrir aftan. Síðan flangsaði hún fram og aftur fyrir færin meðan ég var að draga vit- lausan fisk svo ég færði hana fram á síðuna á meðan. Svo hífði ég sprökuna innfyrir á litlu spili sem er um borð hjá mér. Sprakan var 260 cm löng og vó 165 kg. Ég setti hana á Fiskmarkað ísa- fjarðar og fékk 250 kr/kg, sem gerði 41.250 kr fyrir fiskinn allan“, sagði Elli Ketils á Sæbirni í samtali við VESTFIRSKA. -GHj. íDjúpfangi hf.: Búnir að kaupa og verka á þriðja þús- und tonn á þessu ári Ketill Helgason með Kristínu dóttur sína í vinnslusal Djúp- fangs hf. í Bolungarvík. BOLUNGARVIK í Bolungarvík er lítið frystihús og saltfiskýinnsla sem heitir Djúpfaíig hf. Eigendur þess eru Ketill Helgason, eiginkona hans, Ingibjörg Vagnsdóttir, og Birna Pálsdóttir tengda- móðir Ketils. VEST- FIRSKA leit inn í Djúp- fang og spurði Ketil um reksturinn. „Reksturinn er þungur. Þetta eru hefðbundnir fisk- vinnsluerfiðleikar eins og allsstaðar eru á íslandi. Fyrirtækið er í örri upp- byggingu og er ég bjartsýnn á framtíð þess. Við höfum haft nægt hráefni allt þetta ár. Þegar mest var í sumar unnu hér 40-50 manns. Yfir sumarið er mikið af skólakrökkum og í dag erum við um tuttugu. I júlí tókum við fisk af 40 bátum. Við kaupum mikinn fisk á Fiskmarkaði ísafjarðar. Við og Leiti hf. í Hnífsdal höfum keypt 50% af þeim fiski sem seldur hefur verið þar á þessu ári. Við erum með svipað magn, en Leiti hefur þó keypt heldur meira en ég. Við erum búin að kaupa á þriðja þúsund tonn af fiski, það sem af er þessu ári, bæði á markaði og af bátum. Við frystum og söltum fiskinn. Það gengur vel að selja frystu afurðirn- ar. Þær fara á Bretland og Frakkland. Pað gengur illa að selja vissar stærðir í salt- fiskinum, sérstaklega stærri fiskinn, sem er dýrari vara. Sölumennirnir segja að það sé kreppa í þeim löndum sem kaupa saltfisk- inn, en nú er neyslutímabil saltfisks að hefjast þar, þannig að ástæða er til bj a rtsýni “, sagði Ketill Helgason í samtali við blaðið. -GHj. Börnin skrölta í skólabfl klukku- tímum saman á hverjum degi „Skólasiglingu milli Flateyjar og lands REYKJAHÓLAR Nýtt skólaár er hafið í Reyk- hólaskóla. Að sögn Bjarna P. Magnússonar, sveitarstjóra Reykhólahrepps, verður að fara að landslögum og aka börnum til og frá skólanum. „Við erum að aka börnum daglega frá Skálanesi til Reyk- hóla, en vegalengdin á milli þessara staða er rúmir 60 km og yfir tvo fjallvegi að fara. Til samanburðar má nefna að það eru 52 km frá Þingeyri til ísa- fjarðar. Við keyrum sex ára gömul börn fram og til baka á hverjum degi. f skólanum eru tvö börn úr Flatey og meðan tíð er góð förum við daglega með þau á milli á bát. Þegar líða fer á vetur og tíðin verður erfiðari reikna ég með að þau verði bara flutt milli eyjar og lands um helgar. Þessa dagana hafa þau reyndar verið teppt vegna veðurs. Þetta sýnir hvað þetta er orðið erfitt hjá okkur að sinna heimanakstrinum. Við vorum áður með skólasel en við neyðumst til að þjappa þessu saman til að veita næga þjónustu. Við fórum fram á það við fræðsluyfirvöld og fræðslustjórann á Vestfjörð- um að við fengjum kennara- stöðu við skólasel í Gufudals- sveit. Því var hafnað og því verðum við bara að fara þessa leið. Hvað myndu þeir segja á Þingeyri ef fræðslustjórinn segði: Keyrið bara börnin dag- lega á ísafjörð! Við erum ekk- ert að gefast upp, en þetta er bara dæmi um hvað þetta er erfitt fyrir 370 manna byggðar- lag. Við erum keyra í skóla- akstrinum að austan 40 kíló- metra til Reykhóla og að vest- an 60 km fram og til baka þrisvar á dag“, sagði Bjarni P. Magnússon í samtali við Vest- firska fréttablaðið. -GHj. Tímaritið Þroskahjálp helgað möguleikum fatlaðra til náms og menntunar Annað tölublað 1992 (14. árgangs) af Þroska- hjálp, tímariti um málefni fatlaðra, er nýlega komið út. Blaðið er ekki með hefðbundnu sniði að þessu sinni, heldur inniheldur það erindi sem flutt voru á málþingi Landssamtak- anna Þroskahjálpar um náms- og menntunar- möguleika fatlaðra, sem haldið var sl. haust í tilefni af 15 ára afmæli samtak- anna. Menntun þroska- heftra og fatlaðra hefur verið eitt helsta baráttumál Þroskahjálpar frá upphafi og því vel við hæfi að minn- ast þessara tímamóta með málþingi um menntun. Rétt þótti að gefa út er- indin sem flutt voru á ráð- stefnunni, enda um mikinn fróðleik að ræða, fróðleik sem á erindi til allra. Tímaritið er 76 bls. að þessu sinni. Ritstjóri er Björn Hróarsson. — / Minni dúnn og verð- fall á markaðnum - segir Valdimar Gíslason á Mýrum sem er að fara suður í sagnfræðinám Valdimar Gíslason á Mýrum, kennari við Grunnskól- ann á Núpi, hefur tekið sér ársleyfi frá störfum eftir 25 ára kennslu og er á förum suður til Reykjavíkur í sagnf ræðinám við Háskólann. VESTFIRSKA var á ferð í Mýrahreppi í síðustu viku og hitti þau Valdimar og konu hans, Eddu Arnholtz, þar sem þau voru í óða önn að pakka niður. Við spurðum Valdimar um æðar- varpið í sumar og sölu á æðardún. „Varpið var svipað mikið og verið hefur undanfarin ár, eða um 2500 hreiður. Þegar pabbi kom hingað úr Arnar- firði voru hér nokkur hundruð hreiður og hann kom þessu upp í 5000 hreiður þegar best lét um 1960. Síðan hefur fuglinn dreifst og komin eru fleiri vörp í firðinum. Álíka mikill fjöldi hreiðra er í firðinum og var þegar allt var hér á Mýrum. Nú er varp á Hólum, Læk og raunar víðar. Það er eins og Dýrafjörður beri nákvæmlega þennan fjölda fugla. Nýting á dún í sumar var ákaflega slæm og olli því vætutíð í júní. Vestan rok gerði svo í júní og fór illa með varpið. Mörg hreiður grófust undir sand og auk þess fauk eitthvað af dún þannig að einhver afföll hafa orðið á honum. Verðið á dúninum hefur lækkað nokkuð frá þvt það var hæst. Skilaverð á þeim dún sem seldur er núna er um 35 þús. kr/kg af fullhreinsuðum dún. I fyrra var verðið yfir 40 þús. kr. Ég reikna með að það þurfi að fara með verðið niður í 1000 mörk til að koma sölunni af stað aftur. Það gerir um 32-33 þús. kr/kg. Ég reikna með að um tveir þriðju hlutar dúnsins frá í fyrra sé óseldur. Verðið hefur verið komið of hátt. Þetta hefur gengið svona í gegnum árin. Verðið fer upp þangað til markaðurinn segir stopþ og þá verður að lækka verðíð mikið til að fá söluna í gang. Það sem gerir þetta verra nú en áður er þessi kreþpa sem allstaðar gengur yfir í heiminum", sagði Valdimar Gísla- son, kennari og æðarbóndi á Mýrum í Dýrafirði, í viðtali við blaðið. -GHj. Valdimar Gíslason á Mýrum í Dýrafirði og Edda Arnholtz kona hans ásamt heimiliskettinum á Mýrum. Öll herbergi með baði, síma, sjónvarpi, og míníbar! ® 91-18650

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.