Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 10.09.1992, Page 6

Vestfirska fréttablaðið - 10.09.1992, Page 6
Fimmtudagur 10. september 1992 YESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ VffiEO JFK OSKARSVERÐLAUNAMYND Tilnefnd til 8 Óskarsverðlauna John F. Kennedy einn ástsæl- asti og vinsælasti forseti Banda- ríkjanna frá upphafi var skotinn til bana 22. nóvember árið 1963. Sá dagur markartímamót í sög- unni. Jim Carrison (Kevin Cost- ner saksóknari New Orleans rannsakaði málið. Hann fórnaði öllu og varð heltekinn af málinu og leitinni að sannleikanum. Það var reynt að þagga niður I honum og gera honum erfittfyrir en hann hélt ótrauður áfram. Frábær og mögnuð mynd með úrvall helmsþekktra lelkara. ROCKETEER er í stíl við Leitina að týndu örk- inni, prungin spennu, skemmtun og tæknibrellum. Myndin gerist í Hollywood á fjórða áratugnum og segir frá flugmanninum Cliff Secord, sem hefur ekki vegnað sem best um dagana. Fyrir slembilukku dettur hann ofan á frábæra uppfinningu, þotuhreyf- il sem gerir honum kkleift að þjóta um himingeiminn eins og eldflaug. Bíræfinn njósnari (leik- inn af Timothy Dalton) kemst á snoðir um þetta og hyggst ræna hreyflinum og þá reynir á hetju- skap og karlmennsku Cliff Secords. Þúsundir titla í gífurlega rúmgóðu húsnæði JR VÍDEÓ Mánagötu 6 S 4299 Skýtur refí í fímm sveitar- ffélögum og merkir hvolpa —Jón Oddsson á Gerðhömrum segir frá refa vinnslu og merkingum yrðlinga Jón Oddsson frá Álfadal á Ingjaldssandi hefur stundað refaveiðar sjálfstætt meira en 40 ár, en hafði áður stundað veiðar með öðrum. Jón, sem er nú 66 ára gamall, býr nú á Gerðhömrum í Dýrafirði, en það er ysta byggða ból i norðanverðum firðinum. Þar rckur hann harðfískvcrkun jafnframt sauðfjárbúskap. Við tókum Jón tali heima á Gerðhömrum og báðum hann að segja lítillega af sjálfum sér og viðskiptunum við refínn. „Ég byrjaði í veiðiskapnum um tvítugt. Ég stundaði tölu- vert minkaveiðar á tímabili eftir að ég hætti búskap í Álfadal 1969 og flutti að Gerð- hömrum. Ég var þá á Flateyri á vetrum og hér á sumrin. Ég var byrjaður töluvert áður í veiðiskapnum. Nú er ég með refavinnslu í fimm hreppum en var með sex sveitarfélög undir áður. Bæjarland ísa- fjarðarkaupstaðar er ekki lengur í minni umsjá. Ég veit ekki til þess að dýr hafi verið unnin þar í vor. Ég er með Mýrahreppinn sem ég bý í, Mosvallahrepp er ég búinn að vera lengst með eða í 42 vor, 1953 byrjaði ég í Suðureyrar- hreppi, bæjarland ísafjarðar var ég með yfir 30 ár þangað til í vor, Flateyrarhrepp frá því að Magnús Jónsson hætti, og síðan friðlandið í Sléttu- hreppi á Hornströndum. Ég held ég hafi haft Sléttuhrepp í 32 ár eða nálægt því. Fyrst var ég með Pétri Péturssyni á Grænagarði norður í Sléttu- hrepp. I fyrra vorum við Hjörtur stapi í Sléttuhreppi í 16 daga og frátafir voru við að sækja mat til ísafjarðar. Pá fengum við 101 dýr. Seinna bættum við við 6 dýrum. Af þessum 107 dýrum voru tveir minkar, allt hitt voru refir. í vor fórum við Hjörtur aftur og þá hafði orðið mikil breyting á. Það sem var óvanalegt voru snjóalögin eft- ir suðvestanáttina í vetur, það hafði fennt jafnt yfir allt. Þetta var ein þilja eins og henni hefði verið smurt á fjöllin. Snjórinn var blautur og það myndaðist einskonar svellhúð við grasrótina og grenin í Sléttuhreppi voru ekki bústað- arhæf. Tófan gaut og ég athug- aði legið í þessum sjö læðum sem ég skaut í Sléttuhreppi. Greinilegt var að þær höfðu átt frá fjórum og upp í átta hvolpa. Þetta er hægt að sjá á örunum sem myndast í leginu. Þetta er svona gómstór rauður blettur fyrir hvern hvolp og er Jón Oddson norður í Hornvík með þrjú grensmogin dýr sem hann hefur skotið. hægt að sjá hann fram á vetur. Við fengum eitthvað um 40 dýr í sumar og stafar það af því að dýrin hafa misst hvolp- ana undan sér. Flest þessara dýra voru fullorðin. Svo dró það úr veiðinni í sumar að ég merkti dýr, sem hefur geysilega þýðingu til þess að vita um hvað refurinn dreifir sér. Það er sett númer- að eyrnamerki í yrðlingana eins og sett er í kindur. Ég átti að merkja átta yrðlinga en merkti ekki nema fimm vegna þess hve lítið var um hvolpa sem lifðu“, sagði Jón. Við spurðum Jón hvort hann gæti nefnt dæmi um yfir- ferð merktra refa. „Ég man ekki hvaða ár það voru. Ég var látinn merkja í tvö vor hér í Vestursýslunni og merkti hvolpa á greni upp við vatnið í Keflavíkurdal fyrir ofan Galtarvita. Þrjár læður þaðan voru skotnar ársgaml- ar, ein í varpinu á Mýrum í Dýrafirði, önnur við greni í Hjarðardal í Dýrafirði og þriðja í Þingeyrarhreppi. Hérna í Arnarnesborgum í Dýrafirði fékk ég 4ra ára gamlan stegg og 2ja ára stegg- ur var skotinn í Arnarfirði á Svalvogahlíð. Síðasta dýrið úr þessu greni var svo skotið í Selárdal í Súgandafirði og var sjö ára gömul læða. Tófa sem var merkt í Miðvt'k í Aðalvík veiddist níu ára gömul á Kambsnesi í Álftafirði. Merk- ingarnar í Sléttuhreppi hafa ekki skilað sér. Það er vegna friðunarinnar. Menn þurfa ekki að gefa sig upp, heldur bara senda merkið til Páls Hersteinssonar veiðistjóra og geta þess hvar og hvenær dýrið veiddist. Þetta er afar mikil- vægt því rannsóknir eru í gangi um dreifingu refsins“, sagði Jón. - Ætlar þú að halda refa- veiðunum áfram, Jón? „Já, alveg örugglega svo lengi sem heilsan leyfir. Ég held mér við með því að stunda vetrarveiði á ref. Það sem gerir mér kleift að stunda þetta, er að ég er kominn út í að stunda þetta nánast allt árið. Það etu níu dagar síðan ég skaut síðustu yrðlingana og fyrir tíu dögum skaut ég fimm dýr. Þau eru úr fjallagrenjun- um og eru nú að koma niður nú síðsumars með yrðlingana. Það er hægt að vinna þetta á miklu lengri tíma, en bara á vorin“, sagði Jón Oddsson að lokum. -GHj. LEIGUSKIPTIl! Óskum eftir að taka íbúð á leigu á ísafirði t sklptum fyr- ir 5 herb. íbúð á Seltjarnar- nesi. Uppl. í síma 91-612721. STÓLAR Tii sölu stálstólar með hvítu leðri í setu, á baki og örmum. Sem nýir. Verð kr. 1.000 pr. stk. Sími 3484. VANTAR PÍANÓ Vigdfs, sími 3462. DEKK TIL SÖLU Til sölu dekk á felgum undir MMC Pajero jeppa. Uppl. í síma 7486 á kvöldin (Magnús). ÓSKA EFTIR ritvél, léttri og meðfærilegri. Sími 3829 (Hlynur). TIL SÖLU vél og gírkassi úr Mitsu- bishi 1600. Uppl. í síma 3518 á kvöldin. FBA-FUNDIR FBA-fundir (fullorðin börn alkóhólista) alla föstudaga kl. 21.00 í gamla sýslu- mannshúsinu, Pólgötu 2, ísafirði. FBA—deíldin (safirði. BARNAPÍA óskast fyrir tveggja ára dreng á mánudögum eftir hádegi. Uppl. í síma 4737. Þarna hefur borðið vel í veiði veturinn 1990. Sextán dýr og kíkisrifíll með vasaljósi undir hlaupinu. Þennan vetur fékk Jón einnig sextán dýr á Breiðadalsheiði. Þessi dýr eru veidd við Gerðhamra. UPPSKRIFT I VESTFIRSKA frá Höllu Sigurðardóttur Austurlenskur matur er hollur, góður og síðast en ekki síst fljót- og auðeldaður. Nú í byrjun sláturtíðar er ekki svo vitlaust að breyta svolítið til með matreiðslu á lambalifrinni. Lambalifur frá Szechuan-héraðinu í Kína 2 msk. maizenamjöl 2 msk. þurrt sherrý 500 g lambalifur 4 msk. jurtaolía 4-6 stk. þurrkaðir piparbelgir Vi bolli salthnetur 2 tsk. marinn hvítlaukur 2 tsk. smátt söxuð engiferrót 1 púrra 2 paprikur (rauð og græn) 2 stilkar sellerí Sósa 2 msk. hvítt edik 2 msk. þurrt sherrý 4 msk. soyasósa 2 tsk. maizenamjöl Hreinsið og skerið lifur í strimla, setjið í skál oghræriðsherrýinu, maizenamjölinuog 1 msk. af olíu saman við. Látið standa í stofuhita í 15 mínútur. Undirbúið sósuna og setjið til hliðar. Hitið Wok-pönnu eða venjulega víða pönnu við miðlungshita. Setjið 1 msk. af olíu á pönn- una þegar hún er orðin heit. Bætið heilum pip- arnum og hnetunum út í og steikið þar til pip- arinn fer að dökkna. Takið hann þá af og hend- ið honum (bragðið verður eftir í hnetunum). Steikið hneturnar áfram þar til þær brúnast. Setjið þær þá yfir á lítinn disk. Setjið svo það sem eftir er af olíunni á Halla Sigurðardóttir. pönnuna, hækkið hitann. Hvítlaukurinn og engiferið er sett á pönnuna þegar olían er orðin heit. Hrærið einu sinni, bætið lifrinni á og hræristeikið í ca. 3 mínútur. Bætið þá út í paprikum í strimlum, púrru og selleríi í 2 cm bitum, og hnetunum, hræristeikið áfram í 2-3 mínútur, blandið þá sósunni út í og hrærið þar til sósan sýður og þykknar. Borið fram með hrísgrjónum. Ég skora á Magna Örvar Guðmundsson að gefa okkur einhverja góða pastauppskrift (hann er sérfræðingur í pastaréttum). Halla Sigurðardóttir.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.