Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 10.09.1992, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 10.09.1992, Blaðsíða 7
VESTFIRSKA --1 FRÉTTABLAÐIÐ | Sýningu Grétars í Slunkaríki að ljúka ÍSAFJÖRÐUR Nú líður að lokum mynd- listarsýningar Grétars Reynissonar í Slunkaríki. Hún stendur fram á sunnu- dag, 13. september. Grétar útskrifaðist frá Myndlista- og handíða- skóla íslands árið 1978, eft- ir fjögurra ára nám þar, og dvaldist síðan um tíma í Hollandi. Frá því að hann lauk námi hefur hann tekið þátt í samsýningum og haldið tíu einkasýningar auk þess að vinna á þriðja tug leik- mynda fyrir leikhús. Á sýningunni í Slunka- ríki sýnir hann teikningar. sumar unnar með blýanti og kaffi á pappír, en aðrar gerðar með blásaumi, tré, límbandi og olíu. Styrktarpinni skáta 1992 Nýlega hafa um tíu þúsund gamalla og eldri skáta verið að fá Styrktarpinna skáta 1992 sendan í pósti. Þetta er annað árið í röð sem Styrktarpinni skáta er sendur út. Á hverju ári er gefinn út nýr pinni, þannig að í framtíðinni hafa safnast upp skemmtilegir safn- gripir. Viðtökur pinnans í fyrra voru mjög góðar og reiknað er með enn betri við- tökum í ár, á 80 ára afmæli skátahreyfingarinnar á ís- landi. Afmælismerkið prýðir einmitt styrktarpinnann að þessu sinni. Styrktarpinnann fá allir 18 ára gamlir skátar og eldri og myndar þessi hópur Styrktar- sveit íslensku skátahreyfingar- innar: Eitt sinn skátar - ávallt skátar. Ekkert formlegt starf fer fram á vegum þessa hóps. Þeir sem fá pinnann sendan fá hann endurgjaldslaust. Pinnanum fylgir gíróseðill sem allir eru hvattir til að greiða, en þar er um að ræða gjald styrktarfélaga BÍS. Skátahöfðingi íslands, Gunnar Eyjólfsson, skorar á þá sem fá styrktarpinnann sendan að bera hann sem tákn um þann hug sem þeir bera til skátahreyfingarinnar. Auðvit- að er fjöldi fólks sem ekki fær pinnann sendan nú, en ætti að fá hann og vildi vera í hópnum. Þá er að hafa sam- band við skrifstofu Bandalags íslenskra skáta og láta skrá sig sem Eitt sinn skáta - ávallt skáta. \J912-1992J c ilMI OKKAR ER 688888 i , MtfÁtii/um' vasUaAr. \ GEYS1R gsa. ÞÚ TEKUR VIO BlLNUM A FLUGVELLINUM ÞEGAR ÞÚ KEMUR OG SKILUR HANN EFTIR A SAMA STAÐ ÞEGAR ÞÚ FERÐ Litli leikklúbburinn: Kardimommubærinn í undirbúningi - í leikstjórn Guðjóns Ólafssonar ÍSAFJÖRÐUR Kardimommubærinn eftir Thorbjörn Egner verður vor- stykki Litla leikklúbbsins á þessu starfsári. Leikstjóri verður hinn margreyndi leik- ari, leikstjóri, leikritaþýðandi, lögregluþjónn (og reyndar framhaldsskólakennari að aðalstarfi) Guðjón Ólafsson. Hann er þegar byrjaður á undirbúningi - þeir sem hafa áhuga á einhverju sérstöku hlutverki í Kardimommubæn- um ættu að hafa samband við hann. Vinsældir Dýranna í Hálsaskógi sannfærðu stjórn- ina um það, að leikrit Egners ættu erindi við allar kynslóðir á öllum tímum! Hvert haustverkefnið verð- ur er í deiglunni og raunar nokkurn veginn ákveðið; það liggur ljóst fyrir eftir helgi. Nú stendur yfir í Fram- haldsskóla Vestfjarða náms- keið, þar sem Vigdís Jak- obsdóttir kennir ýmis grund- vallaratriði leiklistarinnar. Nokkur fjöldi nemenda skól- ans er á námskeiðinu og hygg- ur LL gott til þess að fá eitt- hvað af þeim hópi í starfið. Á aðalfundi í sumar var Baldur Hreinsson kosinn formaður LL, en aðrir í stjórn eru Guðjón Ólafsson, Mar- grét Sverrisdóttir, Laufey Jónsdóttir og Árni Trausta- son. Guðjón Ólafsson. Rúnar Kristjánsson: Til vinar míns Axels Thorarensens á Gjögri Bálkur þessi er e.j'tir Rúnar Kristjánssön á Skagaströnd; að hluta beinir höfundur ord- um sínum að Axel Thorarens- en persónulega, en að mestum hluta er hér um að ræða upp- gjör milli landsbyggðar og höfuðborgar, hugleiðingar um ríkisstjórn og byggðastéfnu, um hrokkinhœrðan hroka- gikk, um tvœr þjóðir í landinu - í stuttu máli sagt: Um lands- ins gagn og nauðsynjar! I. hluti. Axel Thorarensen. Kveðju til þín vil ég vanda, vísnaglaður! Heill þér Axel - ystu stranda öðlingsmaður! Þú átt íslensk eljuspor um ótal vegi. Hvöt til starfa hvessir þor á hverjum degi! Stóra vakt þú staðið hefur starfs á velli. Góðum faðmi Gjögur vefur garp í elli! Ennþá berðu blik í auguni, bros í sjóði. Enn er seigla sönn í taugum, selta í blóði! Lifðu Heill að hjartarótum, heiðurskarlinn! Sterkur lífs á straumamótum, Strandajarlinn! II. hluti. Um landsins gagn og nauð- synjar. Illa er komið okkar málum, efni á þrotum. Flest á vegi virðist hálum, von í brotum! Klækjarefir krónur þéna, kerfið smjúga. Borgin fleiri og fleiri spena fær að sjúga! Ríkisstjórnin Reykjavíkur ráðin eflir. Byggðastefnu siðlaus svíkur, - svikul teflir! Út um landið ýmsar byggðir á að kæfa. Ræna friði, rjúfa tryggðir, réttinn svæfa! Þar er beint á borðín færður banadrykkur. Málum stjómar hrokkinhærður hrokagikkur! Fólk er víðaá neyðamaddinn neglt méð lögum. Suðureyri er sett á gaddinn, sundrað högum! Réttlaust fólk í rýru standi er reyrt í hlekki. Þjóðir tvær í þessu landi þrífast ekki! Sú mun stefnan sálir þvinga í svaði djúpu, að heimta alla íslendinga í eina súpu! Burt með slíka borgaróra, braut scm skaðar. Varla er hægt að hreyfa fingur Út um landið er þó glóra hér á landi. Frjáls er enginn íslendingur, enn til staðar! - allt í strandi! Fylgjum ekki forsjá blindra fyrirmanna. Þeir sem nú á þingi sitja Það mun sókn til sældar hindra, þyrftu að falla. Það er ekki þjóð til nytja sigur banna! að þvinga alla! Landsins byggðir líf sitt verji og leiti ráða. Skattar hækka og vextir vaida Heilar tryggðir saman sverji víða tjóni. Breiöu spjóti að baki tjalda í sókn til dáða! er beint að Fróni! Samstaða á sönnum grunni sé þar bundin. Gripið cr til grófra verka, Allir tali einum munni. gleymast rökin. Höfuðborgar höndin sterka opni sundin! herðir tökin! Þá mun byggðir ekktrt oka ef enginn svíkur. Reykjavfkur valdið spillta Þá má rjúfa ríkishroka varga fæðir. Dansa í kringum kálfinn gyllta Reykjavíkur! kauðar skæðir! Göngum fram í einum anda út um landið. Flýtur allt til falls og sorgar Tengjum milli trúrra handa fyrir straumi. Þjóðleg viðhorf blikna í borgar tryggðabandið! biindum glaumi! Þá fá dyggðir veg að vísa viskusnjallar. Þar sem greifar ganga um stræti Sést þá aftur sólskin lýsa í gróðaþönkum, þar sem létt er fyrir fæti og fé í bönkum! Þar rís Mammons mikla veldi í magni stóru. Brennir sæmd í óráðs eldi, eyðir glóru! um sveitir allar!

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.