Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 10.09.1992, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 10.09.1992, Blaðsíða 8
VESTFIRSKA 8 Fimmtudagur 10. september 1992 HóteC Fíókaíundur Fjölbreyttar matseðill alla daga Sérstakur 3ja rétta matseðill öll föstudags- laugardags- og sunnudagskvöld Hóteí Fíókaíunáur Vatnsfirði - 451 Patreksfjörður Sími 94-2011 - Farsími 985-31808 V mmm [ | FRÉTTABLAÐIÐ | SIMI 94-4011 Aðalfundur Aðalfundur Fulltrúaráðs sjálfstæðisfé- laganna á ísafirði verður haldinn þriðjudaginn 22. september kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu, 2. hæð. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning. 3. Önnur mál. Stjórnin. Utboð Póst- og símamálastofnunin óskar eftir tilboðum í landpóstaþjónustu í Hrútafirði. Nánartiltekið í Staðarhreppi, Bæjarhreppi og syðri hluta Broddaneshrepps, að Skriðnesenni. Dreifing mun fara fram þrisvar í viku frá póst- og símstöðinni Brú. Afhending útboðsgagna fer fram hjá stöðvarstjóra póst- og símstöðinni Brú, frá og með mánudeginum 14. september 1992. Tilboðum skal skilað á sama stað eigi síð- ar en 12. október 1992 kl. 14.00. Tilboð verða opnuð sama dag kl. 14.00 á póst- og símstöðinni Brú, að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN Póstmálasvið -150 Reykjavík Viltu fá frítt inn í Sjallann öll laugardags- kvöld til áramóta? Þá ættirðu að klippa út miðann neðst á bls. 11, útfylla hann og afhenda í Sjallanum á ballinu með Gildrunni á laugardagskvöldið. Dregið verður úr miðunum í pásu á ballinu • sjálfu, og sá eða sú sem kemur upp úr dallin- um (eða pottinum eða hattinum eða kassan- um eða hvað það verður) fær frítt inn í Sjall- ann öll laugardagskvöld til áramóta, og líka bol með litmynd að eigin vali frá ísprenti, og líka fría áskrift að Vestfirska fréttablaðinu svo að hann eða hún eigi auðveldara með að fylgj- ast með því sem er um að vera í Sjallanum og Krúsinni og Ísafjarðarbíói! Meðal hljómsveitanna sem boðið verður upp á í Sjallanum og Krúsinni á laugardags- kvöldum í vetur eru Þúsund andlit, Skriðjökl- arnir, Stjórnin, Ný Dönsk, Sálin hans Jóns míns, Síðan skein sól... öll línan! Þessi leikur Sjallans og Vestfirska og ísprents verður svo endurtekinn í næstu viku, og þarnæstu... - Sjáumst! | fréttablaðið4— Félagsmót Golfklúbbsins Glámu: Yolvóinn gekk ekki út ÞINGEYRI I Meðaldal í Dýrafirði var fyrsta félagsmót Golf- klúbbsins Glámu haldið sl. laugardag. Kalsaveður var, en menn voru heppnir að því leyti að það stytti upp áður en mótið hófst og hélst nokkurn veginn þurrt allan daginn. Keppendur voru 15 að tölu. Þrír efstu menn urðu þeir Halldór Tryggvason með 80 högg, Sigurður F. Hreinsson með 86 högg og Sigurður Blöndal með 110 högg. Þess má geta að þessir menn hafa allir spilað golf annarsstaðar. Sérstök ung- lingaverðlaun hlaut Hreið- ar Línason. „Einhver sagði að þetta væru allt utanbæjarmenn þó þeir séu Dýrfirðingar núna. Þeir hafa haft að- stöðu til að aefa og spila golf annars staðar en á Þing- eyri. Við stofnuðum klúbb- inn 14. apríl í fyrravor, svo það er eðlilegt að við séum ekki komnir lengra. Þó var mjög góður árangur og næstu menn á eftir, sem eru að byrja, voru með 112 og 115 högg og er það mjög gott. Allt var án forgjafar. Sparisjóður Þingeyrar gaf verðlaunapeningana. Aukaverðlaun. sem voru fyrir holu í höggi, var Volvo 780. Að vísu var hann ekki ökufær, þetta var mjög fallegur bíll úr kristal. Hann gekk ekki út því enginn fór holu í höggi á mótinu“, sagði Þröstur Sigtryggsson, formaður Glámu, í samtali við blaðið. -GHj. Þátttakendur í golfmóti Glámu á laugardaginn. Sigurvegarar á fyrsta félagsmóti Glámu í Meðaldal í Dýra- firði á laugardaginn. Frá vinstri Sigurður F. Hreinsson, Halldór Tryggvason og Sigurður Blöndal. Við hlið þeirra stendur Hreiðar Línason sem hlaut sérstök unglingaverð- laun. SMÁ DÚKASTREKKINGAR! Tek að mér að þvo, stífa og strekkja dúka. Vönduð vinna og fljót þjónusta. Móttaka í Blómabúðinni Elísu. ÍBÚÐ TIL SÖLU að Skólastíg 14 í Bolungarvík, 86 fermetrar, 3ja herbergja á jarðhæð m/sérinngangi og sér- upphitun. Tilboð óskast. Uppl. í s. 7226. TIL SÖLU Daihatsu Charmant árg. ’82, skoðaður '93. Ekinn aðeins 70 þús. km. Hagstætt verð. S. 4554 eða 3223. Félagsskítur Félagsskítur Sundfélagsins Vestra / á tún og garða. Uppl. í síma 3174, 3914 og 3942 á kvöldin.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.