Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 10.09.1992, Síða 9

Vestfirska fréttablaðið - 10.09.1992, Síða 9
YESTFIRSKA Fimmtudagur 10. september 1992 Gaf Grunnskólanum í Súðavík skeljasafn Grunnskóli Súðavíkur var settur á miðvikudaginn í síðustu viku. Við það tækifæri gaf Bjarni Vetur- liðason frá Hesteyri, nú búsettur í Reykjavík, skólanum skeljasafn sitt, en í því eru á milli 140 og 150 tegundir skelja og sæsnigla með skel. Enn- fremur sagðist Bjarni vera búinn að ákveða að koma seinna með eggjasafn sitt tU skólans. „Við erum alveg í skýj- unum, það er sannkallaður lottóvinningur að fá þetta safn, því þetta er nátengt okkar umhverfi. Sumar skeljarnar koma beint úr fjörunni fyrir utan skólann og við höfum kannski ekki gert okkur grein fyrir hverslags gersemar þetta eru, fyrr en maður sér þetta inni í skáp. Þetta er alveg stórkostlegt og ég á ekki til lýsingarorð yfir það að eiga von á að fá eggjasafnið hans Bjarna líka“, sagði Helga Guðjónsdóttir skólastjóri í Súðavík í sam- tali við blaðið. Bjarni Veturliðason er fæddur á Hesteyri 1931, sonur hjónanna Veturliða Guðmundssonar frá Hest- eyri og Oddnýjar Þorbergs- dóttur frá Miðvík. Hann fluttist 15 ára gamall til Bolungarvíkur og stundaði sjóinn þar fram yfirtvítugt. Sex sumur var Bjarni á hvalbátum Hvals hf. Hann var síðan á togurum, flutn- ingaskipum og ýmsum öðrum skipum. Lengi vel var Bjarni fararstjóri í Hornstrandaferðum. Má Helga Guðjónsdóttir tekor við gjöfínni frá Bjama Veturliðasyni við skólasetninguna í Súðavík. segja að hann hafi verið **£$%£+*** fntí1*1 ún1 rotí1 Einnig kynning á: PHILIPS MATChIIIlINE sjónvörpum Ný kynslóð af 100 Mz tækjum með ótal tækninýjungum Hágæða tæki sem skara frammúr fJjShenvood surround magnarar fyrir þá sem vilja „bíóhljómgæðin “ heim í stofu! Komdu og kynntu þér málið! © PÓLLINN HF. POLLINN HF, Verslun ® 3092 brautryðjandi í þeim ferð- um og var undirritaður lærisveinn hans er hann byrjaði á þeirri iðju sinni. Fyrir 13 árum veiktist Bjarni og lamaðist alveg vinstra megin. Hann hefur þó ekki lagt árar í bát og er nú gangavörður við íþróttahús Langholtsskóla í Reykjavík. Bjarni segist vera búinn að safna skelj- unum í 35 ár eða meir. „Ég hygg að á vordögum komi ég með eggjasafnið mitt vestur í Súðavík líka. Ég efa ekki að skeljasafnið muni nýtast skólanum vel og glæða áhuga barnanna fyrir náttúru íslands. Ég vil þakka Dagbjörtu Hjalta- dóttur kennara í Súðavík alveg sérstaklega fyrir að aðstoða mig við uppsetn- ingu safnsins í skólanum í sumar“, sagði Bjarni í sam- tali við VESTFIRSKA. Skeljasafni Bjarna hefur verið komið fyrir í tveimur skápum í anddyri Grunn- skólans í Súðavík og er spjald við hverja skel sem sýnir tegund og fundarstað, ásamt dagsetningu fundar- ins. -GHj. SMA 400 LÍTRA mjóikurtankur til sölu, selst mjög ódýrt. Uppl. hjá Þórði í síma 1423 á kvöldin. BYSSUR Til sölu Winchester pumpa, 2%, 5 skota, verð 30 þús. Einnig Remington riffill, 7 mm Magnum m/Bushnell sjónauka, skothylkjum, púðri, kúlum og hleðslu- tækjum. Sími 7383. YMISLEGT! Til sölu Victor PC tölva m. 30 mb. hörðum diski, 60 og 120 lítra fiskabúr ásamt fylgihlutum, og Toyota prjónavél. Á sama stað vantar nýlega ritvél og hnakk. Uppl. í síma 7361. ísfirðingar, Hnífsdælingar, Bolvíkingar, Súðvíkingar! Sláturmarkaðurinn hefst í dag, fimmtudaginn 10. september, í húsi HN-búðarinnar, Sundstræti 36, sunnanmegin Opið kl. 14.00-18.00 alla virka daga, sími 3765. V/SA Samkort

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.